Fréttir

Óhefðbundnar bumbutökur!

Óhefðbundnar bumbutökur!

Ég er ekki beint "hefðbundna" týpan bara í einu né neinu hreinlega svo mig langaði í svolítið öðruvísi bumbumyndir.. og hér eru tvær mismunandi útgáfur af þeim!
Lesa áfram
Páskaeggjaratleikur 2021 - FRÍTT PRENTEFNI
Tapasveisla og partýleikir

Tapasveisla og partýleikir

Ég ákvað að halda starfsmannagleði fyrir stelpurnar mínar um síðustu helgi og þar sem ég er bæði leikjaóð og sísvöng þá varð það úr að þetta varð sannkölluð matar og leikjaveisla!
Lesa áfram
Mjósund 16- verkefnið framundan!

Mjósund 16- verkefnið framundan!

Kynning á verkefninu okkar í Mjósundi 16- íbúð í hjarta Hafnarfjarðar! Um er að ræða hæð og ris sem við erum að taka í gegn og ná aftur í Retro 50’s stílinn frá byggingartíma hússins! Hægt er að fylgjast með á instastory @systurogmakar og nánari lýsingar á efna, lita og vöruvali halda áfram að birtast á blogginu á systurogmakar.is
Lesa áfram
Leiðist ykkur nokkuð elskurnar?

Leiðist ykkur nokkuð elskurnar?

Þetta ár hefur verið heljarinnar rússíbani hjá okkur Hauki og þau eru ófá verkefnin sem við höfum tæklað á árinu hingað til! Nú fer júlí að líða undir lok og stærstu verkefnin eru enn framundan: barn og íbúðarbreytingar!

Þetta gæti ekki verið skemmtilegra!

Lesa áfram
Krúttlegar kvikmyndir

Krúttlegar kvikmyndir

Ef að rigningin gerir vart við sig í sumar og manni vantar eitthvað feel good stuff þá er þessi kvikmyndalisti kannski málið. Hér eru svona nokkrar af mínum uppáhalds sem ég get horft á aftur og aftur!

Flestar koma frá mér en svo bætti ég í listann nokkrum góðum ábendingum frá instavinkonum..

Þetta er voða mikið svona rómans, notalegur húmor og auðvelt og gott áhorf!

Lesa áfram
Skítur Skeður- fyrsti partur

Skítur Skeður- fyrsti partur

Árið 2006 héldum við Edda, tvær galvaskar til Barcelona á leið í 3. ára innanhúshönnunarnám úr Hafnarfirði. 

Fyrsta árið okkar bjuggum við á sitthvorum staðnum en hittumst reglulega á "Chatelet, dásamlegum bar þarna mitt á milli heimilanna okkar. Þar áttu til að gerast ansi magnaðir hlutir en þar var td. alltaf tilboð á jarðaberja Daquiri sem frysti alla heilastarfsemi æstra íslenskra meyja (okkar, ávallt) og það var kannski einmitt þessvegna, vegna takmarkaðrar heilastarfsemi, sem að hugmyndinn að "bókinni" virtist hin besta ákvörðun.

Hér er fyrsti kafli... Edda mín: sorry!

Lesa áfram
Núðla á leiðinni eftir frekar flókið ferðalag..

Núðla á leiðinni eftir frekar flókið ferðalag..

Eftir tilkynninguna á Instagramminu og stuttlega umræðu um vesenið sem hefur plagað mig á þessu sviði, þá fékk ég fjöldan allan af fyrirspurnum og hreinlega beiðnum um að taka smá  spjall um þetta mál.

Ég var búin að skrifa smá pistil með tilkynningunni sjálfri á mitt persónulega facebook til vina og vandamanna sem ég ætla að flétta inní þetta, sem var svona meira upp á gamanið, en fór þó stuttlega inn á þetta málefni, og það er greinilegt að umræðan er þörf.. svo „here goes“.

Lesa áfram
Páskaeggjaratleikur- FRÍTT prentefni fylgir!

Páskaeggjaratleikur- FRÍTT prentefni fylgir!

Í þessum pósti má finna ansi skemmtilegan páskaeggjaratleik með 6 vísbendingum sem auðvelt er að prenta út og aðlaga að hverju heimili fyrir sig. Endilega nýtið ykkur þetta og hjálpumst að við að gera þetta að eftirminnilegum páskum þrátt fyrir furðulegar aðstæður í þjóðfélaginu.

Gleðilega páskahátíð kæru vinir!

Lesa áfram
Leikir og afþreying fyrir börnin

Leikir og afþreying fyrir börnin

Ég elska leiki og almennt bras og hef verið að gera smá "efni" fyrir fullorðna fólkið á Instagram, þar má nú finna nokkur "insta quiz" með mismunandi þema.

En þar sem margir eru fastir heima með gormana sína og þolinmæði bæði barna og foreldra oft af skornum skammti þá datt mér í hug að setja hér saman smá lista yfir leiki og afþreyingu fyrir fjölskylduna. 

Vonandi gagnast þetta einhverjum og stuðlar að gæðastundum fyrir fjöldskylduna á þessum furðulegum tímum.

Lesa áfram
Katla gerir upp árið...

Katla gerir upp árið...

Leginn rassinn og sálin er hreinlega farin að þrá almennt skipulag, hreyfingu og tiltekt og maður hugsar „sæll hvað ég ætla að massa þetta ár enn betur en það síðasta..“ þá er ráð að líta yfir farinn veg og ef maður er eins heppinn og ég, þá situr maður uppi með margra blaðsíðna ritgerð.. svo here goes...

2019 hefur verið ansi hreint viðburðaríkt og hefur einkennst af ferðalögum sem ég mun líklega aldrei geta kolefnisjafnað, uppistöndum, tónleikum, skemmtunum og miklum hlátri með bæði fjölskyldu og vinum.

Lesa áfram
50.000.- króna gjafabréf frá Volcano Design.

50.000.- króna gjafabréf frá Volcano Design.

Hvernig virkar þetta?

Þetta er einfalt!

  • Þið þurfið að senda mér mynd af ykkur í flík eða með vöru frá Volcano Design.
  • Sendið mér myndina á instagram eða facebook eða einfaldlega á emaili systurogmakar@gmail.com (munið að senda með fullt nafn og símanr.)
  • Eins væri snilld að deila henni sjálf með hashtagginu #volcanogjof
Ég mun deila öllum myndum reglulega á instagram og svo fara þær allar í albúm á facebook þann 5. des (myndir sem berast eftir það fá styttri tíma í kosningu).
5. des hefst kosning og hægt verður að læka og deila til miðnættis föstudaginn 20. desember!

Í verðlaun er 50.000.- króna vöruúttekt frá Volcano Design!

Lesa áfram
238 results
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm