Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / handverk

Fallegu flugdýrin hennar Hildar!

(English below)

Við systur og makar vorum á handverkshátíðinni síðustu helgi, ekki að selja heldur til að skoða! Það var rosalega gaman að koma sem gestur svona eitt árið, við gátum dundað okkar við að skoða alla bása, ekki hlaupið í gegn eins og maður gerir vanalega þegar maður fer afþví básinn manns bíður eftir manni, svo þetta var mjög skemmtileg tilbreyting.

Við hittum fullt af vinum, listamönnum, hönnuðum og handverksfólki sem við höfum verið að selja með áður og það er alltaf jafn yndislegur andi yfir hátíðinni. Við versluðum að sjálfsögðu kleinur eins og vanalega, berjasaft frá Íslenskri Hollustu sem og allskonar gúmmelaði.

Einn uppáhalds básinn okkar var básinn hennar Hildar Harðardóttur en hún er að búa til Flugdýr og furðudýr úr allskonar pappa, perlum, akrýlmálningu og ýmsu endurnýtanlegu efni.

Við systur versluðum okkur dýr á hátíðinni í fyrra og aftur núna.. ég held að stefnan sé að búa til lítinn dýragarð á heimilunum!

(Hér er mitt dýr komið heim, ég verslaði mér svo dúkkuhausinn í Jólahúsinu.)

(Og hér er Maríu dýr komið heim, sómir sér vel hjá Voluspa ilmkertinu góða).

Elskurnar, þið verðið að kynna ykkur hana Hildi, hún er algjör listakona, hvert dýr fær sinn karakter og þau eru svo grúví! Hún er núna bæði með fljúgandi sem og standandi dýr í allskonar útfærslum og tveimur stærðum.. ég held ég láti myndirnar tala sýnu máli.

Eins bendi ég á síðuna hennar hér:

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The funny flying animals by Hildur Harðardóttir.

I wrote about the craft fair in our last blog, we have been selling there for the past couple of years and after last year we opened a store in the north. We were working in that store last weekend and offered some face paint for the kids, sugar free popcorn and stevia drinks. Plus we managed to go this year to the fair as guests! Never done that before and it was such a calming experience!

One of our favourite stalls was the one by Hildur Harðar, she is such a fantastic artist and makes all these funny animals. None are exactly the same and they all have such different characters!

The animals are made of all sorts of reclaimed materials, acrylic paint, pearls, beads and paper.

 

Please press the images to be directed to her Facebook page, this one is definitely one to watch!

 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira