Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / happiness pendant

Skapaðu þína eigin hamingju - yndislegt skart frá Kristu Design.

Skapaðu þína eigin hamingju - yndislegt skart frá Kristu Design.

(English below)

Það er nú meira hvað þetta fallega men hefur slegið í gegn! Heilu vinkonuhóparnir og saumaklúbbarnir hafa fengið sér eins enda allir á því að skapa sína eigin hamingju ekki satt?

Menin eru úr smiðju Kristu Design en um er að ræða hringlaga nisti með rúnaletri sem segir "Skapaðu þína eigin hamingju". Við trúum því neflinlega að hver og einn skapi sína hamingju í lífinu og við endum iðulega póstana okkar hér á blogginu á þessum fallegu orðum.

Nistið er vissulega táknrænt fyrir eiganda mensins en það hefur verið sérstaklega vinsælt í gjafir fyrir vinkonu, fjölskyldumeðlimi eða ástvin.

Hamingjunistin fást bæði í 45 cm sídd sem og 90 cm og eru um 3 cm í þvermál. Hægt er að fá krómaða áferð og matta, allt eftir smekk en nistin eru úr stáli og koma á ryðfrírri keðju sem fellur ekki á.. Stutt nisti 5.900.- og síða nistið kostar 6.900.- 

Þau koma í fallegri öskju með þýðingum setningarinnar á þónokkrum tungumálum.

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

Menin fást hér á netversluninni, smelltu einfaldlega á hvaða mynd sem er og það opnast gluggi sem býður upp á kaupmöguleika.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

"Create your own happiness".. yes, isn't that just in our power?

This stainless steel necklace by Krista Design is engraved with the slogan " Create your own happiness". Sisters and Partners often refer to this beautiful sentence and we wanted to use it in our design somehow. Circle necklaces are a big hit these days and we wanted to join the party with our version of a circle necklace but with our own unique twist.

The writing is in Futhark runes but the translation comes along with the necklace in 12 diffrent languages: 

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

The necklaces are made of stainless steel, available in two different lengths and matte as well as shiny.
The lengths are 45 cm and 90 cm. The ring is 30 mm in diameter.

 

These lovely pendants have been very popular as gifts for friends, family members and loved ones!

They can be ordered here on-line simply by clicking any of the images :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira