Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / lunch

Eggjamúffur með chili og skinku



(English below)

Einfaldar eggjamúffur sem taka nákvæmlega 5 mínútur að útbúa og aðeins 15 mín í ofni.

Já stundum er gott að grípa í eitthvað fljótlegt og hætt við að það sé ekki í hollari kantinum ef maður er ekki undirbúinn. Hafrakex með osti er t.d. minn helsti óvinur og læt stundum nægja að vefja ostssneiðinni bara utan um kexið. Svo er ég með extra stóran munn og því hverfur kexið oft bara í heilu lagi ofan í mig !! Asnaleg hönnun á munni finnst mér. Ég er nefninlega ekki svona bíómyndatýpa sem nartar í beyglu í kortér, ó nei, bara gúff, 2-3 bitar hámark. En jæja hér er fín redding sem getur hentað sem morgunmatur, hádegismatur eða bara kaffi eins og núna hjá mér eftir nokkuð strembinn vinnudag og fáar pásur. Skutlaði öllu í Thermomix blenderinn minn sem er fjölhæfari en ég veit ekki hvað og hellti svo blöndunni í nýju formin mín úr BILKA, en viðkoma í eldhúsdeildum í útlöndum er orðinn fastur liður hjá mér og er silikonformaskápurinn löngu sprunginn. Ég er sem sagt bökunarformaperri !! þannig er það bara. Prófið þessa næst þegar þið eruð gargandi svöng og vantar hugmynd af einhverju fljótlegu.

 

Chili eggjamúffur ( 9 litlar múffur )

3 egg

3-4 sneiðar skinka eða beikon

2 msk piparostur rifinn

2 msk sýrður rjómi

1-2 msk rifinn parmesan

1 rauður chili ( notaði meðalstóran með fræjum og öllu)

Salt ½ tsk

Aðferð:

Setjið allt í blenderinn og maukið duglega. Hellið í silikonform eða smurt álform og bakið svo á blæstri í 200°c heitum ofni í 15-20 mín, fer eftir styrk ofnsnis.

Njótið í botn !!

 

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri).

 

 

Sometimes I crave food, like I want it now !!! Too often I go for some unhealthy cracker with cheese but I am trying to be extra healthy minded now after 4 days of indulging feast with my family in Copenhagen. Ice included and a fair amount of sugar !!! Sorry.. well at least I‘m taking the sensible road today. I made these eggmuffins with chili and ham and it tasted beautifully. Very easy and quick recipe so you should´nt fall into the cracker trap that easily.

You can use whatever you find in the fridge but this is my version. I used my new silicone baking tray which I just bought in BILKA and they popped out perfectly, no greese no fuss.

 

Chili eggmuffins ( 9 small pieces )

3 eggs

3-4 slices ham or bacon

2 tbs pepperjack cheese

2 msk sour cream

1-2 msk shredded parmesan

1 red chili with seeds

Salt ½ tsp

How to:

Put everything into a blender and mix. Pour into a silicon tray or greesed tin and bake on 200°c for about 15-20 min.

 

Enjoy my darlings !

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira