Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Skemmtilegir og merkilegir jólasiðir.

Heillandi jólasiðir frá mismunandi löndum.

Fallega jörðin okkar er nú stór og fjölbreytt og jólasiðirnir margir og misjafnir. Ég vil deila með ykkur nokkrum skemmtilegum jólasiðum sem að mér finnst heillandi og ég tel að þið gætuð haft gaman að!

Nágrannar okkar í Noregi, þið vitið, þar sem hinir Íslendingarnir eru..fela allir kústana sína eftir jólakvöldmatinn svo að nornirnar eða aðrir illir andar muni ekki stela þeim og ánetja bæina.

Sumir ganga lengra og fara út og skjóta nokkrum skotum úr haglabyssu upp í himininn til að vara nornirnar við komu í húsið þeirra.

 

Strá- jólageitin er dýrkuð á jólunum í Svíþjóð allt frá litlu trjáskrauti upp í risavaxnar styttur eins og sú sem er í borginni Gavle.

Sú geit er sett upp á hverju ári í desember en hún er fræg fyrir að vera brennd niður. Síðan árið 1966 til ársins 2013 hefur geitin aðeins lifað af 13 sinnum, (og reikniði nú). Einnig er hægt að fylgjast með lífi geitarinnar á Twitter, mun hún lifa í ár? ...svo er Ikea eitthvað að væla..

Bretar eru nú ekki beint þekktir fyrir sérstaklega góðan mat svo það er gaman að segja frá því að ein helsta jólahefð þeirra er í formi jólabúðings og sumar uppskriftirnar ganga í erfðir.

Jólabúðingarnir eru nánast svartir því þeir eru svo fullir af púðursykri og eldunartíminn er svo langur. Búðingarnir eru bleyttir með djús og brandý og hann er vanalega settur í eldun circa 4-5 vikum fyrir jól og hann getur enst í allt að ár.... mmm jömm!  Hver fjölskyldumeðlimur hrærir í búðingnum meðan hann óskar sér og þegar hann er framreiddur er búðingurinn baðaður í brandý og að lokum er kveikt í honum! Stundum fela þeir einnig silfraðan mun, pening eða fingurbjörg í búðingnum og sá sem finnur hann mun vera „extra“ heppinn á komandi ári. Kannski svolítið eins og möndlugrautur okkar Íslendinga?

Þegar ég bjó í Barcelona kynntist ég ansi skemmtilegum hefðum sem tíðkast í Cataloniu eins og til dæmis sú þeirri að koma fyrir styttu sem kallast "caganer" í helgimyndina. 

Caganer í lauslegri þýðingu er eiginlega bara kúkakall, já í alvöru, kúkandi kall með rauða catalónska húfu á höfði, með girt niðrum sig og hrúgu af mannsins leyfum við fætur sér. Sjáið þetta fyrir ykkur:  Jósep og  María eru eitthvað að "slaka bara" með jesúbarnið nýfætt fyrir utan fjárhúsin , vitringarnir gjörsamlega búnir á því eftir að hafa gengið alla leiðina, rollurnar eru á beit þarna í kring og já, þar felur sig eitt stykki kúkandi kall í bakrunni! Dásamleg hefð alveg!!

Cataluniubúar stoppa sko ekki þar, þeir eru með annan „jólakall“ sem að kallast Caga tíó eða Tíó de Nadal.

Það er andlitsmálaður trjádrumbur með fjóra fætur sem að börnin koma fyrir á góðum stað í byrjun desembermánaðar. Krakkarnir sjá um að gefa honum að borða og drekka, hjúfra hann í teppi svo honum verði ekki kalt og að lokum á jóladag koma þau honum fyrir hjá arninum og syngja fyrir hann vísur og berja hann til skiptis með prikum og biðja hann að kúka gjöfunum.

Þessi ást á skít er ótrúleg, en elsku útbarði Caga tíó kúkar að lokum litlum gjöfum og sælgæti!

Caga tió,                                                                        Kúkadrumbur

caga torró,                                                                    kúkaðu núggati (turrón),

avellanes i mató,                                                          heslihnetum og kotasælu.

si no cagues bé                                                             Ef þú kúkar ekki vel,

et daré un cop de bastó.                                            mun ég lemja þig með priki.

Caga tió!                                                                        Kúkadrumbur!

 

Úkraína er með sérstakar hefðir sem tengjast jólatrénu.

Það er skreytt með gervi kóngulóarvef og talið er að það færi lukku að finna kónguló eða vef á trénu áður en það er tekið aftur niður að jólahátíð lokinni.

Þessi hefð er byggð á gamalli sögu sem segir frá ekkju og börnum hennar sem voru of fátæk til að skreyta jólatréð sitt. Um morguninn vaknaði hún en kóngulær hússins heyrðu í þeim grátinn og ákváðu að þekja tréð í vef um nóttina. Á jóladagsmorgun þegar sólin snerti vefinn breyttist hann í gyllta og silfraða þræði og ekkjan og börnin urðu svona líka bara ánægð með jólin!

Það er einnig talað um að englahár (jólatrésskrautið) eigi rætur sínar að rekja til Úkraínu.. gaman að segja frá því!

Í Caracas, Venesúela er siður að skautast í morgunmessur 16-24 desember, já og það á hvorki meira né minna en á hjólaskautum en margar götur eru lokaðar fyrir almenna umferð á þessum tíma svo allir komist óhultir í kirkjuna.

Börnin í hverfinu fara með þennan sið alla leið en þau eru farin að venja sig á að binda spotta utan um tána sína og láta hinn endann lafa út um gluggann.  Á morgnana þegar skautararnir fara fram hjá kippa þeir lauslega í spottana til að senda vinalega jólakveðju.. ofsa krúttlegt og kósý.. allavega þar til tosað verður of fast..

Það er ein japönsk að vinna á saumastofunni hjá okkur, hún Mai, sem sagði okkur frá frekar sérstökum sið úr sínu heimalandi sem er eiginlega orsök svakalegrar markaðssetningar.

Circa 1970 var KFC í eigu sömu aðila og áttu Mitsubishi, þeir fóru að auglýsa djúpsteiktan kjúkling sem jólamáltíð því þeir tóku eftir því að útlendingar borðuðu hann mikið sökum skorts á hefðbundnum amerískum jólamat í Japan. Nú tíðkast það að Japanir safnast saman fyrir utan KFC í röðum til að sækja jólamatinn sinn eða panta hann með heimsendingu, einnig er hægt að „lúxusera“ máltíðina og fá kampavín með.. Hamborgarhryggur, rjúpa eða KFC.. maður spyr sig!...

Svarti jólakötturinn frá Kristu Design.

Íslensku jólahefðirnar eru nú ekki heldur af verri endanum en einnig er gaman að gera sínar eigin hefðir sem að erfast með börnunum.

...Opna jólakortin til dæmis uppí rúmi á jóladagsmorgun... munið það næst, ofsalega skemmtileg hefð sem að lengir "pakkatímann" ;)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!