Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / hveitilaust

Hnetuflex toppar - sykur, hveiti og glútenlaust jólakonfekt! 15. í jólagjafatalinu.

Hnetuflex toppar - sykur, hveiti og glútenlaust jólakonfekt! 15. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég ákvað að birta hér eina góða uppskrift frá Maríu sys en hún gaf einmitt út uppskriftarbókina: Brauð & eftirréttir Kristu sem fæst td. hér :) (Já maður er alltaf að plögga eitthvað.. hahaha) 

Hún hefur bloggað um þessa vinsælu mola áður en hér má sjá bloggið:

Munið þið ekki eftir kornflextoppunum sem voru búnir til með flórsykri, kakói og palmínfeiti ? Þetta nammi var ótrúlega vinsælt á mínum uppvaxtarárum og það var góð kona á bókamessunni sem minnti mig einmitt á þetta einfalda góðgæti nú um helgina. Hún var vön þessu úr æsku og var þetta nánast eina konfektið sem hún komst í fyrir utan jólaeplin og appelsínurnar.

Nú er tímarnir aðrir og úrvalið gígantískt en afhverju ekki að staldra aðeins við og nýta okkur þessar gömlu góðu aðferðir?! Hér er útfærslan gerð sykurlaus og í stað kornflex nota ég hollar og góðar hnetur og fræ. Ég er mjög hrifin af dökku súkkulaði og þetta er bara eins og draumur í dós fyrir mig. Stökkar og góðar með passlega sætu súkkulaðibragði.

Hnetuflex-toppar
 
70 g kókosflögur, Himnesk hollusta
70 g heslihnetuflögur
70 g möndluflögur
70 g graskersfræ eða sólblómafræ
100 g kakósmjör
50 g kókosolía, Himnesk hollusta bragð og lyktarlaus
50 g Sukrin Melis
40 g kakó
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk gróft sjávarsalt
20 dropar stevía, Via Health, vanillubragð
 
Aðferð:
Rífið  kakósmjörið niður með rifjárni ofan í skál, bætið kókosolíunni út í og bræðið þetta í örbylgjuofni 1-3 mín eða þar til allt er bráðnað saman. Sigtið Sukrin Melis og kakó út í kókossmjörblönduna, bætið stevíu út í og bragðefnum( vanilludropum og salti )
Blandið næst fræjum og hnetuflögum saman í skál, merjið svona grófustu kókosflögurnar niður og hellið svo öllu saman við súkkulaðið. Dreifið svo blöndunni í lítil múffuform og frystið í 15 mín ca. Best að geyma þessar í kæli.
Þetta eru alveg um 40-50 miniform ef þið setjið bara í hálft formið enda mjög fyllandi og saðsamar þessar.
Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu hljóta stjörnunisti frá Kristu Design í verðlaun!
Í Reykjavík er það Magna Ósk sem vann og á Akureyri Sólveig Anna Brynjarsdóttir.

Til hamingju kæru vinningshafar, verið velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María my sister, released a recipe book couple of years ago filled with sugar, wheat and gluten free recipes. The book is written in Icelandic but here I have translated one of her great ones, this might be the perfect treat for you this Christmas (or whenever really!)

There are loads of Rice Crispy and Corn Flakes treats but normally they are filled with sugar and are way unhealthier than these babies: 

I love bitter and dark chocolates and these are heaven for me, not to sweet, very fulfilling and oh so easy to make!

Nut flex - peaks!
 
70 g coconut flakes
70 g hazelnut flakes
70 g almond flakes
70 g pumpkin seeds or sunflower seeds.
100 g cacao butter
50 g coconut oil, scent- and flavourless
50 g Sukrin Melis
40 g coco
1 teaspoon vanilla essence 
1/2 teaspoon coarse seasalt
20 drops stevía, vanilla taste
 
Method:
Tear the cacao butter with a grinder into a bowl and add the coconut oil. Melt in a microwave for 1-3 minutes or until the butter and oil has melted. Sift Sukrin Melis into the butter oil and add the Stevia, vanilla and salt. 
Next mix the seed together in another bowl and combine with the wet mix. Distribute the mixture into small cupcake forms and freeze for about 15 minutes. Please store in the fridge. 
The mixture should fit about 40-50 mini moulds if you fill it half way up, keep them quite small because they are very fulfilling :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Brauðstangir án hveiti og glúteins !!!

 

(English below)

Brauðstangir án hveiti og glúteins !!

Það er laugardagskvöld, steikin búin að setjast í mallanum og nánast komið að háttatíma. Bíómyndin hálfnuð og þá allt í einu bankar nartþörfin hjá frú Maríu Kristu.

Hvað gera bændur, jú hendast inn í eldhús og snara fram brauðstöngum á mettíma. Örbylgjuofninn kemur sér vel í þessari uppskrift en eflaust er hægt að bræða ost í góðum potti á lágum hita ef fólk er algjörlega mótfallið örbylgjunotkun eða á ekki slíkan grip.

Bakaraofninn er reyndar líka nauðsynlegur í þetta verkefni og eftir 15-20 mín mesta lagi voru 6 ómótstæðilega girnilegar brauðstangir með hvítlaukssmjöri og parmesan lentar á sófaborðinu.

Ídýfan sem er algjörlega út í loftið var æðisleg með þessu og já kláraðist allt á mjög stuttum tíma.

Skammarlega stuttum jafnvel. Hér er uppskriftin ef þið eruð í sömu hugleiðingum og ég.

Brauðstangir:

1 egg

1 msk rjómi

2 msk kókoshveiti

140 g rifinn ostur

hvítlauksduft eftir smekk

1-2 msk parmesanduft úr bauk

Aðferð:

Hitið ostinn í öbbanum ( í skál )  í 30 - 60 sek eða þar til hann er fljótandi og ekki farinn að ofhitna.

Blandið öðru innihaldi saman við og hrærið rösklega svo allt blandist saman, gæti tekið nokkur kröftug handtök. Ofninn hitaður í 180°c og því næst skipti ég deiginu í 6 jafna hluta. Snúið upp á deigið og búið til hálferða snúninga úr því, þarf ekki að líta 100% út. Endurtakið þar til ca 6 stangir eru komnar á plötu. Dreifið pínu parmesanosti yfir, má t.d. nota úr bauk.

Bakið í ofni í ca 10-12 mín. Þegar stangirnar eru fagurgylltar þá eru þær klárar.

EXTRA GOTT EF ÞIÐ NENNIÐ:

Hvítlaukssmjör

Á meðan stangir eru í ofninum er hægt að bræða 2 msk smjör í  potti eða öbba, blanda 1/2 tsk af hvítlauksmauki saman við og um leið og stangirnar koma úr ofninum er smjörinu penslaði yfir.

Sósan:

Hunts pizzusósa væn sprauta 2-3 msk allavega

1 msk Franks hot chilli sauce ( KOSTUR)

Ath að þetta er einungis minn smekkur, það er líka nóg að nota bara pizzusósuna

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Bread sticks, no wheat no gluten !!!

It's Saturday night and my dinner is just settling.  Some people might be on their way to bed after a busy week and a full meal, but me not so much. The movie is half way through and what happens ? Yep, you guessed it, snack time !!!! What can I do ? I love bread but I´m trying to stay off gluten and wheat so I just whip up some bread sticks with no gluten and wheat!  How is that possible ha-ha ?

Well I use my microwave and after 15 Min OK maybe 20 Min I have 6 steaming hot garlic buttered bread sticks on a plate, waiting to be eaten. I even made a dip, but regular pizza sauce is OK too. I really recommend these hot little guys for a weekend craving snack, it is soo good.

 

Ingredients:

1 egg

1 tbsp cream

2 tbsp coconut flour

140 g shredded mozzarella

1/2 tbsp garlic powder

1-2 tbsp parmesan cheese 

 

Method:

Heat a regular oven to 180°C. Meanwhile melt the cheese in a microwave (in a microwave safe bowl) for 30-60 sec. Stir occasionally.

Blend the egg, cream and coconut flour and stir, you must do this quickly. Pinch the dough and pull out 6 equal size bits. Roll them into sticks and place on a oven mat.

Sprinkle with parmesan cheese and bake in the oven for 10 - 12 minutes.

If you like garlic butter you can melt 2 tbs of butter with 1/2 tsp garlic paste and as soon as the bread sticks come out of the oven, drizzle them with butter.

For dipping I recommend mixing pizza sauce HUNTS 2 tbs and 1 tbs Franks hot sauce or some Tabasco for extra heat.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira