Krúttlegar kvikmyndir
Ég fór eitthvað að tala um nokkrar klassískar og góðar kvikmyndir á instagram reikningnum um daginn. Hér eru svona nokkrar af mínum uppáhalds sem ég get horft á aftur og aftur!
Flestar koma frá mér en svo bætti ég í listann nokkrum góðum ábendingum frá instavinkonum.. endilega bætið fleirum við í commentalistann hér fyrir neðan ef ykkur dettur í hug, það er ágætt að hafa svona smá hugmyndasafn ef að rigningin gerir vart við sig í sumar og manni vantar eitthvað "feel good" stuff!
Þetta er voða mikið svona rómans, notalegur húmor og auðvelt og gott áhorf!
Ágætt fyrir mig líka að eiga þetta til skráð svona þegar líður að fæðingarorlofi.. svona á milli lúra, þvotta og bleyjuskipta! (jeminn einasti hvað þetta er að verða raunverulegt þegar maður orðar þetta svona!!)
ATH. textana um myndirnar fann ég að mestu á www.kvikmyndir.is
Chocolat:
Þegar einstæð móðir og sex ára gömul dóttir hennar flytja til lítils bæjar í Frakklandi og opna þar súkkulaðibúð, sem er líka opin á sunnudögum, beint á móti kirkjunni, þá eru margir fullir efasemda. En um leið og þeim tekst að fá fólkið í bænum til að smakka á ljúffengu góðgætinu, þá fá þær hlýjar móttökur.
The Best Exotic Marigold Hotel:
Dr. Ravi Kapoor er að niðurlotum kominn. Hann er búinn að vinna yfir sig og er úrvinda; spítalinn hans í Suður London er fjárþurfi, og blaðamenn eru á hælunum á honum vegna ellilífeyrisþega sem lá vanræktur á göngum spítalans. Heima fyrir er lífið líka að verða óþolandi. Tengdaföður hans, viðbjóðslegum og erfiðum gömlu karli, hefur verið hent út af elliheimilinu og er fluttur heim til Ravi. En þá fær frændi hans Sonny frábæra hugmynd.
The Second Best Exotic Marigold Hotel
Það er bara eitt herbergi eftir laust á The Best Exotic Marigold Hotel og því ákveður hótelstjórinn, Sonny Kapoor, að opna annað hótel. Við tökum hér upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri myndinni. Allt er orðið fullt á Marigold-hótelinu og bara eitt herbergi eftir. Það er hins vegar von á tveimur gestum í viðbót og því ákveður hinn yfirmáta bjartsýni hótelstjóri Sonny Kapoor að opna bara nýtt hótel af sömu framkvæmdargleðinni og fékk hann til að opna það sem fyrir er þótt húsið væri langt frá því að vera tilbúið. Vel studdur af hinni álíka bjartsýnu Muriel (Maggie Smith) heldur Sonny ótrauður á vaðið til að afla þess fjár sem hann þarf. Þegar nýr gestur bætist við, hinn fjallmyndarlegi Guy (Richard Gere), fer samt óvænt atburðarás í gang og sem fyrr liggur rómantíkin í loftinu
The Hundred-Foot Journey
Myndin segir frá indverskri fjölskyldu sem flúði frá Indlandi eftir að veitingastaður þeirra var eyðilagður í óeirðum stjórnarandstæðinga með þeim afleiðingum að fjölskyldumóðirin, sem jafnframt var kokkurinn á veitingastaðnum, lét lífið. Síðan þá hefur fjölskyldufaðirinn leitað að stað í Evrópu þar sem hann og fjölskylda hans gæti hafið nýtt líf og opnað veitingastað. Tilviljun ræður því að fyrir valinu verður hús í litlu sveitaþorpi í Frakklandi sem þó skartar veitingastað sem hlotið hefur Michelin-stjörnu fyrir eldamennskuna. Eigandi þess staðar, Madame Mallory, er hins vegar lítt hrifin af tilvonandi samkeppni Indverjanna og í gang fer atburðarás og barátta sem á þó eftir að fara allt öðruvísi en nokkur hefði getað séð fyrir
Julie & Julia
Myndin segir frá Julie Powell, sem ákveður einn daginn að prófa að matreiða allar 524 uppskriftirnar í matreiðslubók eftir Juliu Child, en hún ber nafnið „Mastering the Art of French Cooking“. Heldur Julie skrá yfir tilraunir sínar í þeim tilgangi að gefa út bók byggða á reynslunni, og hefur bæði skrásetningin og matreiðslan sjálf mikil áhrif á líf hennar og fólksins í kringum hana. Inn í söguna blandast svo sagan af Juliu Child sjálfri, frá þeim tíma sem hún bjó í Frakklandi og var sjálf að uppgötva þessar sömu uppskriftir í hinni ástríðufullu París. Líf hennar þar er meira en lítið viðburðaríkt og koma margar af uppskriftum hennar úr óvæntum áttum eða af ófyrirséðum ástæðum. Rétt eins og með Julie hefur matreiðslan mikil og óafturkræf áhrif á líf Juliu......
Calendar Girls
Myndin segir frá konunum í Rylstone kvenna stofnuninni í North Yorkshire. Stofnunin framleiðir dagatal á hverju ári um lífríkið í dölum Yorkshire. Árið 1999 veikist eiginmaður einnar konunnar af hvítblæði. Hann segir þeim að ef að konurnar planti sólblómum, þá myndi honum öruggleg batna bara við að sjá blómin. Til allrar óhamingju þá lifir hann það ekki af, og til að safna fé til rannsókna á hvítblæði, þá ákveða konurnar að búa til auka dagatal með nektarmyndum af þeim sjálfum, í þeirri von að selja nokkru hundruð stykki í þorpunum í kring. Dagatalið slær síðan í gegn á heimsvísu, og slær við sölu á dagatölum stórstjarna eins og Britney Spears og Cindy Crawford.
Saving Grace
Ekkja kemst að því, eftir að eiginmaður hennar fremur sjálfsmorð, að hann hefur veðsett allt sem þau áttu, og að bankarnir ætla að taka allar eignir þeirra upp í skuldir. Hún horfir nú fram á gjaldþrot og býr yfir lítilli verkþekkingu annarri en kunnáttu um hvernig á að rækta plöntur, og hún fer í að reyna að bjarga heimili sínu. Nú kemur til sögunnar garðyrkjumaður sem er að reyna að rækta nokkrar maríjúanaplöntur á felustað, og stingur upp á því við ekkjuna að hún noti gróðurhúsið sitt til að rækta plönturnar, og selja þær síðan til að þéna næga peninga til að bjarga þeim báðum. Hann langar að gifta sig, en vantar peninga. En hann vissi ekki að kærastan hans er ófrísk, og þessvegna óttast hann núna enn meira en áður að löggan nái þeim fyrir maríjúana ræktunina. Þorpið sem þau búa í er allt meðvitað um hvað gengur á í gróðurhúsinu, og vonast til að ræktunin takist. Þegar plöntunar byrja að vaxa, og dafna, þá fer Grace með uppskeruna til Lundúna og reynir að selja hana til miskunnarlauss, en heillandi, eiturlyfjasala. Þar með fer allt á annan endann.
Secrets & Lies
A successful black woman discovers that her birth mother is an underprivileged white woman, but the woman denies it. As emotions run high, everyone's secrets are exposed.
Quartet
Hér segir frá lífinu á heimili fyrir eldri borgara sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í heimi sígildrar tónlistar. Margir þeir sem þarna dvelja eru þekkt tónlistarfólk, bæði hljóðfæraleikarar og söngvarar, og því er ekki að undra að eitt af því sem einkennir lífið á heimilinu sé tónlist. Dag einn bætist óperusöngkonan og eilífðardívan Jean Horton í hópinn á heimilinu en koma hennar vekur upp blendin viðbrögð heimilismanna, þ. á m. fyrrverandi eiginmanns hennar
Kinky Boots
A drag queen comes to the rescue of a man who, after inheriting his father's shoe factory, needs to diversify his product if he wants to keep the business afloat.
The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert
Tvær dragdrottningar, Anthony / Mitzi og Adam / Felicia, og transkonan Bernadette, taka að sér að halda drag sýningu á hóteli í Alice Springs, sem er sumarfrísstaður í eyðimörkinni í Ástralíu. Þau halda í vestur frá Sydney um borð í fjólubláu rútunni sinni Priscilla. Á leiðinni þá kemst það upp að konan sem þær sömdu við á staðnum er eiginkona Anthony. Rútan bilar á miðri leið og Bob gerir við hana, og fær svo far með þeim áfram
A Good Year
Eftir engin samskipti við frænda sinn Henry um árabil, þá kemst Lundúnabúinn og bankamaðurinn Max Skinner að því að Henry hafi látist án þess að gera erfðaskrá, þannig að Max erfir stórhýsi og vínekru í Provence. Max bjó þar stóra hluta barnæsku sinnar, og lærði hvernig átti að vinna og tapa, og að sýna metnað í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Max fer til Frakklands, ákveðinn í að selja eignina. Hann dvelur þar í nokkra daga, og býr húsið undir að geta sýnt það. Minningar, falleg kona, og ungur Bandaríkjamaður sem segir að hún sé óskilgetin dóttir Henry, truflar fyrirætlanir hans. Vissi Max sem ungur drengur hluti sem Max hinn eldri er búinn að gleyma?
Under the Tuscan Sun
Hið að því er virtist hamingjusama hjónaband bókmenntagagnrýnandans og rithöfundarins Frances frá San Fransisco, sem á í erfiðleikum við að klára nýjustu bókina sína, endar skyndilega. Líf hennar sem var svo fullkomið á yfirborðinu snýst við þegar eiginmaðurinn biður um skilnað þar sem hann er búinn að kynnast annarri konu sem hann hefur haldið við, og Frances hefur ekki vitað af. Þar sem Frances var sú sem vann fyrir mestum peningum og hélt manninum uppi, þá fer hann í mál við hana og krefst framfærslu frá henni, þó Frances sé ekkert rík. Og hann vill einnig fá að eiga húsið þeirra. Frances samþykkir að lokum boð bestu vinkonu sinnar Patti, um að fara í ferðalag með samkynhneigðu þema til Tuscany á Ítalíu, en Patti hafði upphaflega keypt ferðina fyrir sig og kærustu sína Grace, áður en Patti uppgötvaði að hún væri ófrísk. Þetta boð er tilraun Patti til að hjálpa Frances að komast yfir skilnaðinn. Þegar Frances er komin til Tuscany hættir hún við ferðina sem var búið að plana í héraðinu en kaupir í staðinn gamlan búgarð þarna . Ýmsar áskoranir bíða Frances á nýja staðnum, en vonir hennar standa til að ná aftur að upplifa rómantík og ást.
Letters to Juliet
Bandarísk stúlka í fríi á Ítalíu finnur bréf til Júlíu, sem ekki hefur verið svarað, en bréfið er eitt af þúsundum slíkra bréfa sem skilið hefur verið eftir við heimili skáldsagnarpersónunnar Júlíu úr Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare, í Verona á Ítalíu. Bréfunum er vanalega svarað af "riturum" Júlíu, en stúlkan ákveður að leita uppi elskendurna sem skrifað er um í bréfinu.
The Vow
Þau Leo og Paige eru ung og nýgift hjón sem sjá vart sólina hvort fyrir öðru. Kvöld eitt þegar þau eru á heimleið í mikilli hálku ekur stór vöruflutningabíll aftan á bíl þeirra með þeim afleiðingum að flytja þarf þau á sjúkrahús. Leo jafnar sig á slysinu á tiltölulega stuttum tíma en öðru máli gegnir um Paige sem vaknar upp gjörsamlega minnislaus um síðustu fimm árin í lífi sínu. Þar með man hún hvorki eftir Leo né hjónabandi þeirra. Þrátt fyrir að læknar telji að Paige eigi eftir að fá minnið aftur lætur það bíða eftir sér og það versta er að um leið hefur Paige algjörlega gleymt ástinni sem hún bar til Leos. Þess í stað upplifir hún tilveruna þannig að hún sé enn í sambandi við fyrrverandi kærasta sinn, þann sem hún var með áður en hún hitti Leo. Við þessum sérstöku aðstæðum þarf Leo að bregðast og ákveður að það eina sem hann getur gert er að vinna ástir Paige að nýju ... og þar með í annað sinn.
Me Before You
Louisa Clark býr í litlu þorpi í Englandi og hefur átt í miklum vandræðum með að fá vinnu til að hjálpa fjölskyldu sinni að framfleyta sér. Dag einn býðst henni að annast ungan mann, athafnamanninn William Traynor, sem lamaðist eftir mótorhjólaslys og það á eftir að breyta lífi þeirra beggja.
About Time
Tim Lake uppgötvar það þegar hann er 21 árs gamall að hann getur ferðast um tímann...kvöldið eftir enn eitt misheppnaða gamlárspartýið, þá er segir faðir Tim honum að mennirnir í fjölskyldu hans hafi alltaf haft þann eiginleika að geta ferðast um tímann. Tim getur ekki breytt heimssögunni, en hann getur breytt því hvað gerist og hefur gerst í hans eigin lífi, þannig að hann ákveður að bæta heiminn... með því að fá sér kærustu. Til allrar óhamingju, þá reynist það ekki vera eins auðvelt og hann hafði haldið. Á leiðinni frá Cornwall í lest til Lundúna, til að fara í lagaskóla, þá hittir Tim loksins hina fallegu en óöruggu Mary. Þau verða ástfangin, en óheppilegt tímaferðalagsatvik verður til þess að hann hefur í raun aldrei hitt hana. Þannig að þau hittast í fyrsta skipti aftur og aftur og að lokum, eftir allskonar tímaferðalög, þá nær hann að sigra hjarta hennar. Tim notar hæfileika sína til að búa til hið fullkomna rómantíska bónorð, til að bjara hjónabandinu frá hræðilegum svaramannsræðum, til að bjarga besta vini sínum frá slæmum atburði tengdum vinnunni hans og til að koma konu hans á spítalann tímanlega áður en dóttir þeirra fæðist, þrátt fyrir rosalega umferð fyrir utan Abbey Road. En sem þessu óvenjulega lífi hans vindur fram, þá finnur Tim að hinn óvenjulegi hæfileiki hans getur ekki bjargað honum frá sorgum og góðum og slæmum atvikum sem henda allar fjölskyldur, allsstaðar. Það eru miklar takmarkanir á því hvað tímaferðalög geta leitt af sér, og þau geta verið hættuleg líka.
Midnight in Paris
Gil og Inez fara í ferðalag til Parísar, ásamt foreldrum Inez sem eru að fara þangað í viðskiptaerindum. Gil er rithöfundur sem gengur ekki alltof vel, en verður ástfanginn af borginni og leggur til að þau Inez flytji þangað þegar þau eru búin að gifta sig. Inez er ekki eins hrifin af borginni, né heldur tekur hún undir þá skoðun Gil að þriðji áratugur síðustu aldar hafi verið gullöld. Þegar Inez fer út á lífið með vinum sínum, þá fer Gil í göngutúr og uppgötvar eitthvað sem gæti orðið hinn fullkomni innblástur fyrir skrifin hans. Miðnæturgöngutúrar Gil í París gætu tengt hann og borgina nánari böndum, en á sama tíma gætu göngutúrarnir gert það að verkum að hann fjarlægðist konuna sem hann ætlar að kvænast.
500 Days of Summer
Eftir að hún virðist hafa horfið úr lífi hans fyrir fullt og allt í þetta sinn, þá lítur Tom Hansen yfir árið sem hann hefur þekkt Summer Finn. Þó að Summer sé ósköp venjuleg stúlka þá hafa karlmenn alltaf laðast að henni, þar á meðal Tom. Fyrir Tom þá var þetta ást við fyrstu sýn, þegar hún gekk inn í afmæliskortafyrirtækið þar sem hann vann, en hún kom þangað til að hitta vinkonu sína sem vann þar. Fljótlega áttaði Tom sig á því að Summer var konan sem hann vildi eyða lífi sínu með. Þó að Summer tryði hvorki á sambönd né kærasta - hún taldi að raunveruleikinn myndi alltaf flækjast fyrir - þá urðu Tom og Summar samt aðeins meira en bara vinir. Í gegnum þróun sambansins, þá gat Tom alltaf reitt sig á ráð tveggja bestu vina sinna, McKenzie og Paul. En það er samt unglingssystir Toms, Rachel, sem er rödd skynseminnar.
Sideways
Miles er misheppnaður rithöfundur sem lifir frekar óspennandi lífi í San Diego, þar sem hann er enskukennari. Ferill hans er á niðurleið og útgáfa bókar sem hann skrifaði er nú háð duttlungum útgefanda hans. Miles er óánægður með sjálfan sig og það sem hann hefur ekki náð að áorka í lífinu. Jack er sjónvarpsleikari sem sumir kannast við þegar þeir hitta hann, en þó ekki margir, svona leikari sem er frekar lítt þekktur en kynnist velgengni um skamman tíma. Þessir tveir bestu vinir fara í ferð í gegnum vínhéruð Kaliforníuríkis. Miles vill gefa Jack gott veganesti áður en hann giftir sig, en Jack vill einfaldlega ná einhverri konu í bólið, áður en hann giftir sig. Báðir eru þeir að nálgast miðjan aldur, og kanna vínhéruðin á sama tíma og þeir leita að sjálfum sér.
Enchanted April
Four English women, after World War I, who are unhappy with their lives, and their time away on vacation in a beautiful Italian villa.
This slow-paced gem is about the civilising influence of Italy on beleaguered Londoners, both male and female, and has its own civilising influence on the viewer. It's almost like taking a little mini-trip to Italy, a gorgeously filmed enchantment.
Finding Your Feet
Þegar Sandra Abbott kemst að því að eiginmaður hennar til 35 ára hefur átt í ástarsambandi við bestu vinkonu hennar pakkar hún niður í hvelli og flytur til systur sinnar, Bif, sem býr í London og lumar á ráðum til að hressa systur sína við. Ekki líður á löngu uns Sandra tekur að átta sig á að það er engin ástæða til að leggja árar í bát heldur nota tækifærið til að lifa lífinu til fulls! Þótt Sandra sé í byrjun bæði döpur og öskureið yfir framkomu eiginmannsins byrjar hún að taka gleði sína aftur þegar Bif kynnir hana fyrir danshóp sem hún er hluti af – og á eftir að reynast það besta sem fyrir Söndru gat komið!.
The Age of Adaline
Þegar Adaline Bowman er 29 ára ekur hún út af í slæmu skyggni og hafnar í vatni. Þetta hefði átt að verða hennar bani en eitthvað gerist og hún lifir af. Upp frá þeim degi hættir hún alveg að eldast. Það er óhætt að segja að sagan í The Age of Adaline sé sérstök. Adaline Bowman fæðist árið 1908 og elst upp á dæmigerðu bandarísku millistéttarheimili. Líf hennar virðist stefna í fastar skorður þegar hún giftist og eignast dóttur eða allt þar til hún lendir í slysinu sem fyrir einhvers konar óútskýrt kraftaverk verður til þess að hún hættir að eldast. Það tekur hana nokkur ár að átta sig á því að hún sé öðruvísi en aðrir og að á meðan aðrir eldast og breytast í útliti er hún sú eina sem lítur alltaf út fyrir að vera ung. Smám saman, eftir því sem árin líða, fækkar þeim sem þekkja leyndarmál Adaline og hún forðast ætíð að segja nokkrum frá því eða binda sig að nokkru leyti við neinn. Að lokum kemur að því að dóttir hennar, sem orðin er háöldruð kona, er sú eina á lífi sem þekkir leyndarmálið. Við fylgjumst svo áfram með Adaline fram á okkar daga þegar hún er sú eina eftir sem veit að þótt hún líti út fyrir að vera 29 ára þá er hún í raun búin að lifa í rúma öld. Allan tímann hefur hún leitað svara við því hvað gerðist þetta kvöld þegar hún hætti að eldast en aldrei orðið nokkru nær. Dag einn hittir hún hinn myndarlega heimspeking Ellis Jones sem verður umsvifalaust hrifinn af henni. Og þrátt fyrir að Adaline hafi ávallt forðast að mynda samband við nokkurn mann verður þrá hennar eftir ást og samlífi ákvörðun hennar yfirsterkari í þetta sinn. Málin vandast hins vegar þegar hún hittir föður Ellis því hún hefur hitt hann áður
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Snapchat
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.