Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / heimilisbreyting

Bústaðurinn fyrir og eftir - baðherbergið!

(English below)

Næst er komið að því að segja ykkur aðeins frá baðherberginu. Við máluðum það eins og restina af húsinu, hvít loft með Sperregrunn málningunni, tvær umferðir, grunn á veggina og tvær umferðir af Þokulitinum á veggina.

En í þetta skiptið blönduðum við þokulitnum í Acryl 35 vatnsþynnanlega lakkmálningu sem inniheldur sveppa- og mygluvörn, þessa málningu fengum við líka hjá Slippfélaginu.

Við byrjuðum á því að hreinsa út allt af veggjunum til að fá hreinan striga, svo var málað og málað! Við reyndum eiginlega ekkert að sjá fyrir okkur uppröðunina hér fyrr en allt væri tilbúið. Það var svolítið erfitt að ímynda sér hillurnar aftur, hvaða hillur ætti að nota osfrv. Þetta var því svona "go with the flow" dæmi.

Við vorum náttúrulega mjög heppin með fyrri eigendur, öll tæki og tól voru í hæsta gæðaflokki og við nýttum nánast allt sem þau skildu eftir! 

Spegillinn var td mjög sætur og praktískur með þessari fínu hillu svo við máluðum hann og komum aftur fyrir á sinn stað!

Þarna sést grunnurinn undir og fyrsta umferðin af málningunni sem var að fara á veggina.

Þessi hvíta plata var þarna fyrir aftan vaskinn og við ákváðum að hylja hana með marmarafilmu sem að við fengum í Bauhaus. Við einfaldlega límdum hana á og skárum meðfram plötunni með dúkahníf, þetta var lítið mál við þurftum bara að passa að það kæmu ekki loftbólur undir!

Hér sést svo þetta svæði eins og það var áður...

Hér sést það svo á eftir. Alveg ótrúlegur munur að nota filmuna fannst okkur, eins skiptum við ljósinu út fyrir aðeins "rómantískara" veggljós. (Það fæst í IKEA)

Hillurnar eru þær sömu og voru á baðinu áður, stóra hillan nýtist ótrúlega vel og við settum hana aftur á sinn stað. Þessi neðri var reyndar annarsstaðar áður svo við máluðum hana bara og færðum til.

Alla glervasa og glerkrukkur sem eru hér á baðinu fengum við í Söstrene Grene.

Myndirnar á veggnum eru frá Kristu Design.

Þessa lausn notuðum við á baðherberginu í búðinni okkar á Akureyri, en ég hef einmitt bloggað um þetta áður hér:

Snaginn hvíti er úr IKEA, hjörtun eru úr smiðju Kristu Design og Íslandstöskuna seljum við hjá Systrum & Mökum.

Gólfið var áður lakkað ljósgrátt svo við lökkuðum tvær umferðir af skipalakki frá Jötun í koxgráu, litanúmer 7000 og létum þorna vel á milli.

Því næst stensluðum við fallegu áttablaðarósina í gegn en hún er einmitt bæði virkilega íslensk en einnig hluti af lógóinu hjá Kristu Design. Börkur skar stensilinn út í vatnsskurðarvélinni en þau nota hana einmitt mikið við framleiðsluna á vörunum sínum.

Svo bara dúmpuðum við misfast og misvel í gegn til að fá svolítið skýjaða áferð, það gerðum við með hvítu vatnslakki. og Voilà! 

Crabtree & Evelyn vörurnar eru ómissandi inn á baðið og við völdum Caribbean Island línuna, bæði afþví lyktin af henni er dásamleg en einnig er hún svo falleg á svona létt og ljóst bað! 

Við erum með mun fleiri vörur frá Crabtree & Evelyn og má lesa meira um þær hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The summerhouse before and after - bathroom!

 

Now the bathroom was a bliss to renovate. Originally we had imagined the whole house much lighter! Basically we were going to go all white, light light grey and use white decorations. That changed quite quickly because we wanted a cosier feel, but we however kept the bathroom kind of in the original theme. Very light with lots of white accents! 

Firstly we cleaned out all of the wall hung shelves and units of the bathroom to get a clean slate because when it was time to hang everything back up we kind of just went with the flow.

Luckily our past owners did all of their finishing’s to the top with the highest quality so we could use mostly everything again with a little tweaking and painting.

The white wooden backsplash behind the zinc was something we wanted to update slightly so we covered it with a plastic marble looking foil. Such an easy thing to do to get a more expensive and clean look. Just take care that you don’t get any air bubbles.

We changed the light above the mirror for a bit more romantic shade but we kept the shelves, simply painted them white!

This is a smart solution for the toilet paper rolls we have in our store at Akureyri, you can also read about it here:

 

The floors we lacquered with dark grey and made a stencil in the shape and form we liked. When the grey paint had dried we brushed through the holes lightly to get a sort of a shading effect with white paint. This ended up as such a cool and very cheap solution to this floor!

The Crabtree & Evelyn products are so nice and we used them for the bathroom. We chose the Caribbean Island collection because it smells and looks wonderful!

We have many more products from Crabtree & Evelyn and you can read all about them here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira