Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / dates

Sykurlausa döðlupoppið er komið aftur!

(English below)

450.- krónur pokinn.

Vá!! við trúðum nú eiginlega ekki viðtökunum við Sykurlausa Döðlupoppinu okkar en jeminn, það bara seldist svakalega hratt!

Þið eruð náttúrulega bara mögnuð að vera svona opin fyrir nýjungunum og sykurleysið fer bara svona ofsalega vel í kúnnana okkar greinilega!

Önnur sending af poppinu er nú komin aftur svo það er um að gera að tryggja sér poka, en einnig er hægt að versla þá hér á netversluninni!

Poppið er poppað í gufu ekki olíu sem gerir það sérstaklega létt og stökkt en það mýkist svo svolítið aftur við döðlublönduna.

Því næst er poppinu blandað við döðlublönduna okkar sykurlausu og góðu en hún samanstendur af: döðlum, smjöri, kókosolíu, erythritoli og salti. 

Þetta er gert í stórum potti svo að karamellan dekkist örlítið á þessu stigi og fær ljúfa brennda tóna sem gerir poppið unaðslega gott! (ótrúleg á lýsingarorðunum finnst ykkur það ekki? Alveg næstum eins og Guðrún Veiga!, nei ókei, hún vinnur!) :)

Þá er poppinu pakkað í 50 gramma krúttlega poka og þeir svo merktir með gæjalegu "carnival" límmiðunum!

Fást í verslunum Systra & Maka á Laugavegi 40 sem og á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Sugarfree caramel dates popcorn- a must try!

We simply can't believe the amazing acceptance and popularity of our caramel popcorn! Thank you all, you rock!!!

Well after such great reviews we ordered another shipment of these little bags of sweet and salty gold nuggets and they are now available again!

They can be ordered here on line or at our stores at Laugavegur 40, Reykjavík and at Strandgata 9, Akureyri!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Sykurlaust Döðlupopp frá Systrum & Mökum

(English below)

Við systur áttum alveg dásamlega skemmtilegan Laugardag síðastliðinn, en við skelltum okkur í Iðnmark ehf. í Hafnarfirði (þar sem stjörnupoppið er framleitt).

Þar hittum við hann Sigurjón sem að tók svona glimrandi vel á móti okkur, skellti okkur í hárnet og skóhettur og inn í framleiðslu! Við höfum aldrei verið jafn smart!

Ég elska svona íslenskan iðnað og dýrka að sjá svona „how it‘s made“ verksmiðjur, hvað þá að fá að taka þátt í framleiðslunni, þetta var hrikalega skemmtilegur dagur!

Við poppuðum með sérstaklega hvítum baunum sem er sama baunin og er notuð í fitnesspopp. Poppið okkar var poppað í gufu án allrar olíu og það er ekkert saltað á þessu stigi.

Þá mældum við döðlublönduna okkar góðu og hrærðum við poppið í stórum potti sem var yfir gasi og wúallah- tilbúið sykurlaust döðlupopp!

Allt poppið var sett á álborð þar sem við blönduðum smá salti við og létum kólna, svo í fóru pakkarnir með rennu í „skammtarann“ en hann vigtar þetta allt saman hátt og lágt og skammtaði í fullkomna poka fyrir 50 grömmin okkar!

Því næst tókum við systur við pokunum sem komu dásamlegir úr vélinni og pökkuðum, þetta var alveg ALVÖRU!

Límmiði í carnival stíl var þá hannaður og smellt á pakkningarnar og systurnar fóru ansi sælar af stað með þetta í búðina! Svona eiga laugardagar að vera!

Hér er svo poppið til sölu: 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

 

Sugar free caramel popcorn with dates from Systur & Makar.

Last Saturday I and my sister had a wonderful day! We went ahead to a little factory in Hafnarfjörður, a town in the Reykjavík area (where we are both born and raised) to make our own sugar free date/caramel popcorn.

We love to see “how it’s made” and to be able to take part is such a pleasure and privilege!

In we went, hairnets on and off to popping!

The popcorn is popped with hot fumes and no oil or salt is added at this stage.

Then we mixed our special date, butter and coconut oil mix with the popcorn in a large pot heated over gas.

Then it is cooled and slightly salted on a cooling table and finally packed with the coolest measuring, packing, dispensing machine ever!

Finally we added our little touch with a carnival themed sticker and voila! A readymade sugar free caramel/dates popcorn!

And here it is for sale online! 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira