Sykurlausa döðlupoppið er komið aftur!
(English below)
450.- krónur pokinn.
Vá!! við trúðum nú eiginlega ekki viðtökunum við Sykurlausa Döðlupoppinu okkar en jeminn, það bara seldist svakalega hratt!
Þið eruð náttúrulega bara mögnuð að vera svona opin fyrir nýjungunum og sykurleysið fer bara svona ofsalega vel í kúnnana okkar greinilega!
Önnur sending af poppinu er nú komin aftur svo það er um að gera að tryggja sér poka, en einnig er hægt að versla þá hér á netversluninni!
Poppið er poppað í gufu ekki olíu sem gerir það sérstaklega létt og stökkt en það mýkist svo svolítið aftur við döðlublönduna.
Því næst er poppinu blandað við döðlublönduna okkar sykurlausu og góðu en hún samanstendur af: döðlum, smjöri, kókosolíu, erythritoli og salti.
Þetta er gert í stórum potti svo að karamellan dekkist örlítið á þessu stigi og fær ljúfa brennda tóna sem gerir poppið unaðslega gott! (ótrúleg á lýsingarorðunum finnst ykkur það ekki? Alveg næstum eins og Guðrún Veiga!, nei ókei, hún vinnur!) :)
Þá er poppinu pakkað í 50 gramma krúttlega poka og þeir svo merktir með gæjalegu "carnival" límmiðunum!
Fást í verslunum Systra & Maka á Laugavegi 40 sem og á Strandgötu 9 á Akureyri!
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Sugarfree caramel dates popcorn- a must try!
We simply can't believe the amazing acceptance and popularity of our caramel popcorn! Thank you all, you rock!!!
Well after such great reviews we ordered another shipment of these little bags of sweet and salty gold nuggets and they are now available again!
They can be ordered here on line or at our stores at Laugavegur 40, Reykjavík and at Strandgata 9, Akureyri!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!