Fyndin kveðja frá Bryndísi Ásmunds til fyrrverandi -þetta video verður þú að sjá!
(English below)
Fyndin kveðja frá Bryndísi Ásmunds til "fyrrverandi" -þetta verður þú að sjá!
Ég fékk að deila þessu létta og skemmtilega atriði á blogginu í dag en mér fannst það algjörlega tilvalið sem þriðjudagsblogg, því þetta ætti að koma öllum í gott skap!
Tóta mín er gömul vinkona Bryndísar Ásmunds söngkonu, leikkonu og skemmtikrafts en við hittumst reglulega og hlæjum svolítið saman. Hún er mikill húmoristi sem að ég held að þeir sem að hafa einhverntíman hlustað á hana viti vel, svo er hún frábær veislustjóri enda getur hún grínað, sungið og hlegið þessum innilega smitandi hlátri sínum endalaust!
Allavega í síðasta hittingi leyfði hún okkur að sjá smá video sem hún tók upp fyrir vin sinn og meðan við horfðum á það heima var atriðið sýnt í brúðkaupi hjá pari sem að hún þekkti ekki neitt.
Málið var sumsé það að vinur Bryndísar hefur samband við hana og biður hana að gera sér smá greiða, hann var að klippa saman video fyrir vin sinn sem var að gifta sig nokkrum dögum síðar og vildi setja saman nokkur skilaboð frá vinum og "fyrrverandi kærustum".
"Æi Bryndís, geturðu ekki bara tekið upp smá video kveðju, bara eitthvað, reyndu að vera soldið fyndin.. já og hann heitir ss Gatli og hún Sonja, takk æðislega... heyrumst"!
Já einmitt, ekki málið bara og Bryndís fór að hugsa...
Morguninn eftir vaknar hún með hugmynd, hún fer fram í eldhús með símann og hugmyndina í kollinum, "in one take" tekur hún upp þessa kveðju:
Þetta varð víst ótrúlega vel heppnað í brúðkaupinu og mikið hlegið, en við óskum þeim brjúðhjónum innilega til hamingju með daginn um leið og við þökkum kærlega fyrir að mega deila þessu!
Ef ykkur líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
A funny wedding regard by Bryndís Ásmunds, an Icelandic singer, actress and a comedian.
This blog in particular is very difficult to translate since it mostly has to do with Icelandic culture and a video in Icelandic, so spare with me.
Bryndís Ásmunds a known singer, actress and comedian here in Iceland was asked to do her friend a little favour. Her friend was on the way to a wedding and he asked couple of people to record a little greeting to the newlyweds. Bryndís who doesn't know the couple at all except for their names slept on the project and woke up the next day with an idea in her head. She went to her kitchen with her phone and recorded the greeting in one take.
Now the video is here above in Icelandic and being a classic Icelander with a little black and ironic humour she recorded her saying goodbye to her ex. She tells them she will indeed find another at some point, apparently this "new girl" is the hit of the moment.. , she decides to end this era with a little song that is very fitting to the occasion: she sings "Someone like you" by Adele with some seriously funny remarks and comments in between sentences.
Finally she wishes them a "very happy happy future" meaning it from the bottom of her heart (right!)
We want to thank her so very much for letting us share this little video, she is a dear friend of ours and we absolutely adore this!
We would also like to thank the happy newly-weds and wish them a very happy future, (and this time we really mean it!)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!