Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
2.960 kr 3.700 kr
2.320 kr 2.900 kr

Fréttir / for your information

Skemmtilegir jólasiðir, Sigga Beinteins og - 5. og 6. í jólagjafatalinu!

Skemmtilegir jólasiðir, Sigga Beinteins og - 5. og 6. í jólagjafatalinu!

(English below)

Já ég veit, ég var svo innilega búin að lofa bloggi á hverjum degi til jóla en svo klikkaði ég í gær! Það þýðir ekki að berja sig fyrir það, við vorum einfaldlega á fullu að vinna í verslununum: við Tóta í Reykjavík og María með Röggu frænku í Hafnarfirði og við vorum í því að deila piparkökum og heitu kakói til kúnnanna okkar svo að bloggið sat á hakanum, ég biðst forláts! :)

Strax eftir vinnu var svo haldið beint á jólatónleika Siggu Beinteins en hún er góð vinkona okkar Tótu og jemundur minn, þeir voru æðislegir! Við höfum nú farið undanfarin ár til hennar en þessir fannst mér slá allt út! Hún er mikill húmoristi og gerði óspart grín að sjálfri sér sem gerði stemmninguna einstaklega heimilislega! Sviðið var líka glæsilegt og allir tónlistarmenn og söngvarar: bakraddir sem og gestir Siggu stóðu sig með sannri prýði! Það er á þessum tónleikum sem ég kemst í jólagírinn: Brú yfir boðaföllin, Litli trommuleikarinn og Jólin eru að koma, hún kann þetta alveg sko!! Fullt hús stiga elsku tónleikahópur fyrir glæsilegt "show"!!

Ég ætla því nú að segja ykkur frá jólasiðum nokkurra mismunandi landa, en eins og ég kom aðeins inná í bloggi mínu, fyrsta dag aðventu, þá er ég einstaklega heilluð af sögum og hér má einmitt lesa söguna um aðventukransinn (viðeigandi svona annan í aðventu ekki satt?!)

Þá tilkynni ég einnig um sigurvegarana í jólagjafatalinu okkar síðan í gær og í dag, það er því tvöfalt núna!

Heillandi jólasiðir frá mismunandi löndum.

Fallega jörðin okkar er nú stór og fjölbreytt og jólasiðirnir margir og misjafnir. Ég vil deila með ykkur nokkrum skemmtilegum jólasiðum sem að mér finnst heillandi og ég tel að þið gætuð haft gaman að!

Nágrannar okkar í Noregi, þið vitið, þar sem hinir Íslendingarnir eru..fela allir kústana sína eftir jólakvöldmatinn svo að nornirnar eða aðrir illir andar muni ekki stela þeim og ánetja bæina.

Sumir ganga lengra og fara út og skjóta nokkrum skotum úr haglabyssu upp í himininn til að vara nornirnar við komu í húsið þeirra.

 

Strá- jólageitin er dýrkuð á jólunum í Svíþjóð allt frá litlu trjáskrauti upp í risavaxnar styttur eins og sú sem er í borginni Gavle.

Sú geit er sett upp á hverju ári í desember en hún er fræg fyrir að vera brennd niður. Síðan árið 1966 til ársins 2013 hefur geitin aðeins lifað af 13 sinnum, (og reikniði nú). Einnig er hægt að fylgjast með lífi geitarinnar á Twitter, mun hún lifa í ár? ...svo er Ikea eitthvað að væla..

Bretar eru nú ekki beint þekktir fyrir sérstaklega góðan mat svo það er gaman að segja frá því að ein helsta jólahefð þeirra er í formi jólabúðings og sumar uppskriftirnar ganga í erfðir.

Jólabúðingarnir eru nánast svartir því þeir eru svo fullir af púðursykri og eldunartíminn er svo langur. Búðingarnir eru bleyttir með djús og brandý og hann er vanalega settur í eldun circa 4-5 vikum fyrir jól og hann getur enst í allt að ár.... mmm jömm!  Hver fjölskyldumeðlimur hrærir í búðingnum meðan hann óskar sér og þegar hann er framreiddur er búðingurinn baðaður í brandý og að lokum er kveikt í honum! Stundum fela þeir einnig silfraðan mun, pening eða fingurbjörg í búðingnum og sá sem finnur hann mun vera „extra“ heppinn á komandi ári. Kannski svolítið eins og möndlugrautur okkar Íslendinga?

Þegar ég bjó í Barcelona kynntist ég ansi skemmtilegum hefðum sem tíðkast í Cataloniu eins og til dæmis sú þeirri að koma fyrir styttu sem kallast "caganer" í helgimyndina. 

Caganer í lauslegri þýðingu er eiginlega bara kúkakall, já í alvöru, kúkandi kall með rauða catalónska húfu á höfði, með girt niðrum sig og hrúgu af mannsins leyfum við fætur sér. Sjáið þetta fyrir ykkur:  Jósep og  María eru eitthvað að "slaka bara" með jesúbarnið nýfætt fyrir utan fjárhúsin , vitringarnir gjörsamlega búnir á því eftir að hafa gengið alla leiðina, rollurnar eru á beit þarna í kring og já, þar felur sig eitt stykki kúkandi kall í bakrunni! Dásamleg hefð alveg!!

Cataluniubúar stoppa sko ekki þar, þeir eru með annan „jólakall“ sem að kallast Caga tíó eða Tíó de Nadal.

Það er andlitsmálaður trjádrumbur með fjóra fætur sem að börnin koma fyrir á góðum stað í byrjun desembermánaðar. Krakkarnir sjá um að gefa honum að borða og drekka, hjúfra hann í teppi svo honum verði ekki kalt og að lokum á jóladag koma þau honum fyrir hjá arninum og syngja fyrir hann vísur og berja hann til skiptis með prikum og biðja hann að kúka gjöfunum.

Þessi ást á skít er ótrúleg, en elsku útbarði Caga tíó kúkar að lokum litlum gjöfum og sælgæti!

Caga tió,                                                                        Kúkadrumbur

caga torró,                                                                    kúkaðu núggati (turrón),

avellanes i mató,                                                          heslihnetum og kotasælu.

si no cagues bé                                                             Ef þú kúkar ekki vel,

et daré un cop de bastó.                                            mun ég lemja þig með priki.

Caga tió!                                                                        Kúkadrumbur!

 

Úkraína er með sérstakar hefðir sem tengjast jólatrénu.

Það er skreytt með gervi kóngulóarvef og talið er að það færi lukku að finna kónguló eða vef á trénu áður en það er tekið aftur niður að jólahátíð lokinni.

Þessi hefð er byggð á gamalli sögu sem segir frá ekkju og börnum hennar sem voru of fátæk til að skreyta jólatréð sitt. Um morguninn vaknaði hún en kóngulær hússins heyrðu í þeim grátinn og ákváðu að þekja tréð í vef um nóttina. Á jóladagsmorgun þegar sólin snerti vefinn breyttist hann í gyllta og silfraða þræði og ekkjan og börnin urðu svona líka bara ánægð með jólin!

Það er einnig talað um að englahár (jólatrésskrautið) eigi rætur sínar að rekja til Úkraínu.. gaman að segja frá því!

Í Caracas, Venesúela er siður að skautast í morgunmessur 16-24 desember, já og það á hvorki meira né minna en á hjólaskautum en margar götur eru lokaðar fyrir almenna umferð á þessum tíma svo allir komist óhultir í kirkjuna.

Börnin í hverfinu fara með þennan sið alla leið en þau eru farin að venja sig á að binda spotta utan um tána sína og láta hinn endann lafa út um gluggann.  Á morgnana þegar skautararnir fara fram hjá kippa þeir lauslega í spottana til að senda vinalega jólakveðju.. ofsa krúttlegt og kósý.. allavega þar til tosað verður of fast..

Það er ein japönsk að vinna á saumastofunni hjá okkur, hún Mai, sem sagði okkur frá frekar sérstökum sið úr sínu heimalandi sem er eiginlega orsök svakalegrar markaðssetningar.

Circa 1970 var KFC í eigu sömu aðila og áttu Mitsubishi, þeir fóru að auglýsa djúpsteiktan kjúkling sem jólamáltíð því þeir tóku eftir því að útlendingar borðuðu hann mikið sökum skorts á hefðbundnum amerískum jólamat í Japan. Nú tíðkast það að Japanir safnast saman fyrir utan KFC í röðum til að sækja jólamatinn sinn eða panta hann með heimsendingu, einnig er hægt að „lúxusera“ máltíðina og fá kampavín með.. Hamborgarhryggur, rjúpa eða KFC.. maður spyr sig!...

Svarti jólakötturinn frá Kristu Design.

Íslensku jólahefðirnar eru nú ekki heldur af verri endanum en einnig er gaman að gera sínar eigin hefðir sem að erfast með börnunum.

...Opna jólakortin til dæmis uppí rúmi á jóladagsmorgun... munið það næst, ofsalega skemmtileg hefð sem að lengir "pakkatímann" ;)

Sigurvegarar í leiknum okkar 5. desember:

Í Reykjavík: Sigrún Huld Guðmundsdóttir.

Á Akureyri: Arna Gerður Ingvarsdóttir.

Þið hafið unnið ykkur inn handstúkur að eigin vali frá Volcano Design.

Svo eru það sigurvegarar dagsins í dag 6. desember

Í Reykjavík: Jóhanna Sigurey Snorradóttir.

Á Akureyri: Anna Signý.

Þið hafið unnið ykkur gjafakortapakka frá Rafskinnu.

Við bjóðum ykkur allar velkomnar í verslanir okkar að sækja vinningana! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Charming and quite remarkable Christmas traditions from various countries!

Our beautiful earth is grande and incredible and the Christmas traditions are as different as they are many. I would like to share with you a couple of really adorable and some quite strange traditions I found so charming and am sure you will like!

Our neighbours in Norway apparently hide their brooms after the Christmas dinner so the witches and other evil spirits wont steal them and enmesh their homes. Some go even further and go outside after the dinner and fire couple of warning shots from a riffle to the sky!

The Yule goat is adorned in Sweden during Christmas, all from small decorative goats to mammoth statues like the one in the city of Gavle. That gigantic goat has been set up every year in December but it has become famous for being burned down so many times. Since the year of 1966 till 2015 it has been destroyed 27 times (last time in 2013). Now you can do the maths...

Apparently you can follow the goats life on Twitter: Will it survive this year? 

 

Christmas pudding is one of Britain's favourite Christmas tradition and some of the recipes get inherited throughout generations. The puddings are almost always black since it is so filled with brown sugar and the cooking time takes ages. The puddings are soaked in fruit juice and Brandy and are normally set to cook 4-5 weeks before Christmas and it can last up to a year! Every family member must stir the pudding while they make it's wish and when the pudding is served it is once again bathed in Brandy and set on fire!

Sometimes they hide little silver ornaments in it: a coin or a thimble and the one that gets it is said to have great fortune for the next year.

 

When I lived in Barcelona getting my education I got to know several traditions from Catalonia. 

One of them is a little guy called "Caganer", loosely translated it is basically a pooping man with it's pants down and a pile of poop behind/below him! It is traditionally dressed with red hat, black pants and white shirt and they normally place him somewhere in the icon of Joseph, Mary and baby Jesus. 

Can you picture it? A pooping man somewhere behind a tree next to some sheep...! Remarkable!

And they don't just stop there, no they have another "Christmas guy" they call Caga Tio or Tio de Nadal.

It is basically a tree trunk on four legs with a painted face and a warm blanket. It is placed somewhere safe in the beginning of December where the kids can take care of him. They make sure it doesn't get cold, give him food and water and love. Finally on Christmas eve they move him next to the fire place and sing songs for him while they beat him with sticks and ask him to poop the gifts! 

This love for poop is just unbelievable and the tree trunk poops the presents and candy! 

Caga tió,                                                                        Poop trunk,

caga torró,                                                                    poop nougat (turrón),

avellanes i mató,                                                          hazelnuts and cottage cheese.

si no cagues bé                                                             If you don't poop well

et daré un cop de bastó.                                            I will hit you with a stick.

Caga tió!                                                                        Poop trunk!

 

Ukraine has a lovely tradition that has to do with the Christmas tree! 

They decorate their trees with fake spider web but they also consider it great luck to find a spider or some web on the tree before the holidays are over.

This tradition is based on an old story that tells the tale of a widow and her children that were so poor they couldn't afford Christmas decorations for their tree. The night before Christmas they cried for their misfortune and the spiders in the house heard them and felt sorry for them. They decided to cover the tree with web and as soon as the morning sun hit the web it turned to gold and silver threads and the little family celebrated happily!

It is also said the angel hair (Christmas tree decorative silver and gold hair) is descented from Ukraine! 

In Caracas, Venezuela they have this tradition to roller skate to mass the days 16-24th of December. 

During this time many streets are closed for traditional traffic so everyone can arrive safe to church. Even the children in the neighbourhood have fallen in the habit of attaching string around their toes and let them hang out the window so bypassing mass-goers can pull lightly as a little Christmas cheer. 

We have one Japanese girl working for us at the sewing room and she told us about this tradition from Japan that is actually the results of a massive marketing campaign! 

Circa 1970 KFC was owned by the same owners as Mitsubishi and they started advertising special KFC, deep-fried Christmas chicken buckets whereas there wasn't great traditional American Christmas food available for tourists. This became so popular that now the Japanese gather in cues in front of KFC for a Christmas bucket of their own. You can even "upgrade" your order  and have a Luxurious bucket with complementing bottle of Champagne!  

 

The Icelandic traditions are also great and many very strange! The story of the black Christmas cat is one of them:

The Yule Cat (Icelandic: Jólakötturinn or Jólaköttur) is a monster from Icelandic folklore, a huge and vicious cat said to lurk about the snowy countryside during Christmastime and eat people who have not received any new clothes to wear before Christmas Eve. The Yule Cat has become associated with other figures from Icelandic folklore as the house pet of the giantess Grýla and her sons, the Yule Lads.

The threat of being eaten by the Yule Cat was used by farmers as an incentive for their workers to finish processing the autumn wool before Christmas. The ones who took part in the work would be rewarded with new clothes, but those who did not would get nothing and thus would be preyed upon by the monstrous cat. The cat has alternatively been interpreted as merely eating away the food of ones without new clothes during Christmas feasts. The perception of the Yule Cat as a man-eating beast was partly popularized by the poet Jóhannes úr Kötlum in his poem Jólakötturinn. (Source material: Wikipedia).

Making your own traditions is of course another way to go because the traditions have to start somewhere right? We for example always open our Christmas cards in bed the morning on the 25th of December. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira