Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / handverkshátið 2015

Handverkshátíðin á Hrafnagili- byrjun á miklu ævintýri!

(English below)

Það er nú svolítið gaman að segja frá því að hugmyndin á bakvið Systur & Maka fæddist á Handverkshátíðinni á Hrafnagili, Eyjafirði í fyrra, árið 2014 ss.

Eftir skemmtilega og vel heppnaða hátíð fórum við systur og makar okkar ásamt systur Tótu og manninum hennar, á Rub23 sem er einn af okkar uppáhaldsstöðum á Akureyri í svolítið sushi og mögulega svolítið hvítvín til að skála góðu gengi!

Við systur höfum nokkrum sinnum tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili og síðustu ár höfum við verið með heila skólastofu saman þar sem vörurnar blandast í eitt og úr verður ein heildarverslun. (hér fyrir neðan má sjá myndir af fyrri árum).

Eins og sjá má á myndunum af hátíðinni í fyrra er básinn okkar ótrúlega svipaður búðunum okkar í dag.

Við settumst inn á veitingarstaðinn og umræðan fer á flug: "hvað ef við opnum bara búð saman!", "Abba þig vantar vinnu, getur þú ekki verið verslunarstjóri?", "Stefán, þú þekkir svo marga, veistu um eitthvað laust verslunarpláss?", "Hvað með að hún heiti bara Systur & Makar?!"...

Svo var skálað svona milljón sinnum og hlegið og grínast og ha ha ha.. viti menn, daginn eftir fórum við að skoða laust húsnæði á Strandgötu 9, þar hafði áður verið golfbúð og þar á undan tölvuverslun. Hún var alveg hæfilega stór og leigan viðráðanleg svo við bara "ókei kýlum á þetta!!"

Atburðarrásin sem fór af stað þar á eftir var ótrúlega mögnuð:

Við stofnuðum fyrirtækið, bjuggum til lógó, negldum leigusamning, pöntuðum poka, framleiddum vörur og hönnuðum búðina mestmegnis í gegnum síma sem og réðum auðvitað Öbbu mágkonu sem verslunarstjóra til að stýra skipinu: allt á 3 vikum frá því hugmyndin fæddist þarna yfir hráum fiski og léttvínsglasi!

Handverkshátíðin skipaði semsagt stóran þátt í þróun þessarar hugmyndar sem og auðvitað síaukinn kúnnahópur hér fyrir norðan og í nánasta nágrenni. Í ár verðum við Systur & Makar ekki með á hátíðinni sjálfri í tímabundinni verslun, heldur verðum við á Akureyri í búðinni okkar  á Strandgötu 9 til að kynna okkur, enda vonandi komin til að vera! 

Við bjóðum öllum gestum hátíðarinnar að fá 10% afslátt af öllu hjá okkur (gegn framvísun miða eða armbands), alla helgina, en við verðum einnig með opið hjá okkur á sunnudaginn hér á Akureyri.

Við hvetjum ykkur öll því til að fara og skoða hátíðina, hún er ávallt svo skemmtileg og vil söknum hennar mjög!

Þið eruð öll hjartanlega velkomin en á laugardag og sunnudag munum við bjóða upp á léttar veitingar, andlitsmálningu fyrir börnin, notalega stemmningu og léttan sumarblæ afþví við erum búin að panta sólina þessa helgi! Einnig er alltaf heitt á könnunni!

Við vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur sem flest!

(Verslunin okkar á Strandgötu 9, beint á móti leigubílastöðinni).

Hér má sjá myndir af fyrsta básnum okkar árið 2010 (það árið unnum við verðlaun fyrir besta básinn sem var sérstaklega skemmtilegt).

Árið 2011 fórum við svo út í aðeins dekkri stíl:

Árið 2012 urðum við svo ofsalega rómantískar og sumarlegar og duttum í pastel litina:

Árið 2013 ákváðum við að taka þátt í árlegu ættarmóti sem er hjá fjölskyldu okkar systra og komumst því ekki á handverkshátíðina. 

2014 er svo stíllinn okkar að verða nokkuð mótaður og við höfum haldið okkur við létta rómantíska stílinn síðan þá í verslunum okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Inspiring craft fair- the beginning of a great fairytale!

The story behind the stores Systur & Makar (translates to sisters and partners) began at a craft fair held in the north of the country (just outside of Akureyri).

We took part together for 4 years and combined our two brands into one cohesive booth or "pop up, 4 day store".

The style and the set-up of the booth changed year by year, as you can see from the photos here below,  but we finally found a style that we have more or less kept in our stores today. Anyway, back to the story...

After last fair, the year 2014, we went to a dinner at one of our favourite restaurants in Akureyri called Rub23, got some sushi and white wine, cheered and celebrated! And we thought it would be a great to open up a shop at Akureyri. After being here for couple of years our clientèle grew larger and stronger and every time we arrived we got such positive welcome from the locals! Couple of glasses and ideas started flying: "what if we just open up a store together?", Abba, Tóta's sister needed a job and she lives at Akureyri: "Abba, you could run it", "lets check out some free spaces", "what if we call it Sisters & Partners?"..

The ball started rolling and that very next day we had found a space and we measured it all.

On the way to Reykjavík we designed it on the phone mostly between cars, signed a lease in that following week and went to stock up on products. 3 weeks from the idea's inception, the store first opened it's doors, September 5th 2014 at Strandgata 9, in the heart of Akureyri, Iceland's largest town in the north.

Essentially the craft fair had huge influence on our company, and taking part in this great adventure led us to where we are today!

This year we will not be taking part, we can't be at two places at once sadly, but we welcome you all to check out our store, not a pop-up booth any more but hopefully a permanent location! We will be there with light refreshments, face paint for the kids. And to say thanks to the craft fair we encourage you to go and check it out and the admission bracelets you get at the fair will work as a 10% discount coupon at our store!

Here you can see images from past years craft fairs: This was 2010, that year we won a price for the best booth.

Here we have 2011, a bit darker look:

In the year 2012 we went for the pastel look:

The year 2013 we took a little break and finally, the year 2014, the eventful year the style of the booth matched the style of our stores:

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira