Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / candle

Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

(English below)

Jólatrésstjakinn er nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design!

Hann kom á markaðinn núna rétt í byrjun nóvember og hann er algjört æði!

Tréð er úr dufthúðuðu áli og er fáanlegt í hvítu, það kemur í litlum kassa og er tilvalin jólagjöf!

Einfalt og fallegt en með stjakanum fylgir einnig glerstjaki undir teljós. Tréð er í stærðinni 22 X 11 cm

Stjakinn kostar 6900.- m/VSK en hægt er að versla hér á netversluninni með því að smella á myndirnar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The Christmas tree candle-holder is a popular choice for presents, particularly before Christmas!

It displays a christmas tree with christmas lights and a few presents all around.  It is a simple yet decorative candle holder.

Do you need a gift for mum or the grandparents, anyone?!

It is made of made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop.

The light comes with a glass bowl for tea lights in a beautiful packaging.

Size: 22 cm x 11 cm

The candle holder can be shopped here on-line and shipped to you wherever, just by clicking on the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Minning um góðan dreng.

Minning um góðan dreng.

(English below)

Nú þegar tekur að rökkva er ekkert notalegra en að kveikja á  kertaljósum. Flökt frá kertaljósi er svo rómantískt og hlýlegt og í rauninni eru kerti og kósýheit aðalástæðan fyrir því að ég er meiri vetrartýpa.

Við Kristuhjónin erum sérlega iðin við að hanna einhversskonar stjaka fyrir sprittkerti en við höfum einnig gert stærri stjaka fyrir útikerti.

Fyrsti útistjakinn var gerður fyrir vinafólk okkar sem missti son sinn langt um aldur fram. Orri heitinn var aðeins 16 ára þegar hann lést 30 janúar árið 2010 og finnst mér eins og það hafi gerst í gær að við fengum þær skelfilegu fréttir að hann væri farinn frá okkur. Orri var skólafélagi dóttur okkar hjóna en þau höfðu fylgst að á skólagöngu sinni frá 4 bekk upp í framhaldsskóla, en þau gengu bæði í MR. 

Þegar við ætluðum að votta þeim samúð okkar þá fundum við enga gjöf sem okkur fannst viðeigandi fyrir þessa ungu foreldra svo við ákváðum að hanna kertastjaka sem yrði gjöf til þeirra og um leið láta hluta ágóðans af sölu samskonar stjökum renna í minningarsjóð í nafni Orra Ómarssonar. Markmið sjóðsins er að hjálpa ungu fólki á yngsta stigi í framhaldsskóla sem upplifir í hjarta sínu og sál, djúpa dali, sinna forvörnum og fræðslu tengda sjálfsvígum. Hvíl í friði elsku Orri.

Stjakinn vakti athygli og seldist vel svo við gerðum fleiri útfærslur af honum þótt frumgerðin sé og verði alltaf tengd honum Orra, enda kallast hann að sjálfsögðu „ORRI“.

Kostir stjakans eru að gúmmístampurinn undir honum verndar viðkvæma fleti eins og trépalla og málaðar tröppur og stéttar. Hann er þungur og því mjög stöðugur og traustur.

ORRI hefur einnig verið vinsæll á leiðin þar sem hægt er að grafa stampinn svolítið niður í jörðina og birtan og skuggarnir glampa fallega yfir krossinn eða steininn á leiðinu. 

Stjakinn er í senn nytsamleg og falleg samúðargjöf sem hentar aðstandendum á öllum aldri.

Hægt er að fá lægri útgáfu af „Orra“ sem kallast „Bjartur“ en undir honum er þynnra gúmmí og hann því ekki eins fyrirferðarmikill. Ennfremur er hægt að fá stjaka með logatákni í stað kross og kallast þeir „Eldur“ / stærri gerðin og „Logi“ / sú minni.

    

Eldur, stóri stjakinn með logatákninu er algjörlega tímalaus og hentar á mjög mörgum stöðum. Hann er sætur fyrir utan heimilin en fallegt er að kveikja á honum þegar veisla er á heimilinu eða á aðfangadagskvöld td. (Það er alltaf þannig hjá okkur).

Eldur hefur líka verið vinsæll fyrir utan veitingarstaði, veislusali, kaffihús og söfn.  

„Birta“ er síðan útfærsla sem kom seinna í sölu en það er hvítur stjaki með 3 táknum sem gætu átt við trú von og kærleika en þau eru dúfa, kross og hjarta. Birta fæst aðeins í hvítu.

Við gerðum einnig útfærslur af stjökunum undir teljós og eru þau seld í umslögum og þarf því viðtakandi að bretta upp hliðarnar til að móta stjakann. Það er því auðvelt að senda gjöfina í pósti til viðkomandi og mjög ljúf leið til að votta samúð með aðstandendum.

Kertastjakarnir okkar fást í verslunum Systra&Maka á Laugavegi 40 sem og á Strandgötu 9 Akureyri.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Wintertime is my favourite time of the year !

Candle lights and cosy time with a loved one under a blanket is just so romantic and completely my cop of tea. That is why wintertime is my favourite time of the year!

Me and my husband, the team behind Krista Design love to make candle holders and have made several ones for tealights and regular candles. In Iceland it gets very dark at night in the winter time so we added to our collection a candle holder for outdoor use.

The story behind the first outdoor candle holder is that me and my husband Börkur wanted to give our grieving friends some memorial gift to remember their son by, but they had just lost Orri, their oldest son, at the age of 16 years old. We did not find anything appropriate enough for the young couple so we decided to make our own version for them and even manufacture them.

The candle holder was well received so we decided to donate some of it´s income to a charity for younger people going through depression and suicidal thoughts. They are suitable to be placed on graves of your loved ones in cemetery but can also be placed outside your home, on doorsteps or balcony.

This version, with the flames, is completely timeless and is fitting for outdoor use at your home, summerhouse, in front of restaurants or other.

We added some types to the collection later on, like the white version which is a little smaller and has three different icons on the sides, cross, dove and a heart.

Then we have the smallest version for tea light which comes in a flat pack. It can easily be shipped by mail so it is a kind gesture for the one you love. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira