Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / sumarbústaðurinn

Bústaðurinn fyrir og eftir - eldhúsið

Bústaðurinn fyrir og eftir - eldhúsið

Eldhús og baðherbergi eru iðulega dýrustu rými hússins til að taka í gegn. Það var líka það sem við vorum hræddust við í bústaðarbreytingunum öllum. 
Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Það er alveg ótrúlegt hvað málning og rétt birta getur breytt miklu eins og ég vil sýna ykkur aðeins í póstinum í dag.

Það er komið að því að sýna ykkur svefnherbergi 2, herbergið mitt og Tótu.

Hér er horft úr herberginu fram á gang og beint inn í eldhúsið, það er þarna beint á móti sumsé. Nú það sem að fyrri eigendur gerðu var að bæta við einni innréttingareiningu í viðbót í eldhúsið sem féll inn í vegginn. Þetta var skúffueining og kubbnum sjálfum var þá komið fyrir inn í svefnherbergið. Nokkuð sniðug lausn sossum til að bæta geymsluplássi við í eldhúsið en það var einfaldlega ekki að henta okkur þar sem við vildum gera þetta að tveggja manna herbergi og þurfum að nýta hvern einasta centimeter.

Makarnir duglegir!

Hér var mjó efri koja og undir henni var vanalega sófi og svo sjónvarp og fataskápur á móti. (sjá fyrstu myndina.) Þetta var því ekki hugsað sem gistirými þannig séð nema ef eitt og eitt barnabarn læddist með í bústaðinn :)

Við byrjuðum því á því að hreinsa allt út úr herberginu, skápinn, eldhúsinnréttingarkubbinn og kojuna sem gaf okkur hreinan ramma til að vinna með. (jebbs og herbergið virkaði smotterý að stærð.. sem það sossum er!)

Hér má sjá glitta í gatið eftir innréttinguna, við fylltum upp í gatið aftur með panil sem var eins og sá sem var og litamunurinn skipti engu þar sem við máluðum svo allt.

Við saumuðum öll teppi og púða á saumastofunni okkar svo hér var ég að fara í gegnum búta og efni sem við áttum til að nýta. 

Við rúnuðum hornin á kósýteppinu og snillingarnir á vélunum settu svo ullarskáband sem ég átti til allan hringinn, okkur fannst það koma æðislega vel út!

Þetta náttborðskrútt fundum við í Góða Hirðinum á litlar 3000.- (systkynið sáum við svo nokkrum vikum síðar en það var merkt "keypt".. skipti ekki öllu, við vorum fullkomnlega ánægð með eitt). :)

-Þetta var svona ekta A-HA móment!

Þar sem það var háglans, pússuðum við létt yfir það til að ná svolitlu gripi og grunnuðum svo með svörtum grunni sem við fengum blandaðan í Slippfélaginu í Hafnarfirði, algjör snilldar grunnur þegar maður er að mála svona svart. Það munar svo miklu, því þegar við fórum svo yfir allt með lakkinu þá sást hvergi glitta í hvítt (sem hefði annars mögulega gert ef grunnurinn hefði verið hvítur, sjáðu til!) Þetta snilldarráð notuðum við auðvitað á allt annað sem varð svartmálað í bústaðnum, rúmið, borðstofuskáoinn, stólana ofl.

Hnúðinn fengum við í einhverri heimsókninni okkar til Akureyrar, við eigum líka Systra&Maka verslun þar og þá förum við systur stundum og kíkjum aðeins til þeirra í Sirku.. ekki mjög leiðinlegt að stinga nefinu inn þar get ég sagt ykkur!

Þennan IKEA koll fengum við líka í Góða á 1000.- minnir mig.. hann var tilvalinn sem náttborð á móti hinum kubbnum, létt og fínt og smellpassaði í hornið!

Kommóðuna átti María í geymslunni hjá sér, og við nýttum auðvitað allt sem við gátum enda vitleysa að gera annað, ekki satt?!

Hér er kotið okkar Tótu svo tilbúið! Það er mun dekkra en herbergið hjá Maríu og Berki.. sjá hér: En það var líka alltaf ætlunin. Bústaðurinn neflinlega leiðir mann svolítið í gegnum rýmin frá ljósum yfir í dekkri stíl: fyrst er það gangurinn, svo er það baðherbergið rómantíska, þá er það svefnherbergið hjá M&B og svo dekkist þetta smátt og smátt á leiðinni inní stofuna og borðstofuna.

Ljósið í horninu fylgdi bústaðnum (það glittir í það á mynd 1) og þessu herbergi, en nú nýtur það sín fullkomnlega þar sem það lýsir upp litla kollinn í horninu!

Rúmið fylgdi bústaðnum og er aðeins 120 á breidd (það kemst ekki stærra rúm í þetta herbergi) en eins og við vorum vissar um að það væri of lítið þá rúmar það okkur bara svo vel! Dýnan er líka þokkalega stíf svo við rúllum ekki í keng inní miðju sem er vissulega mikill kostur! :)

Myndirnar á veggnum átti mamma Barkar en þetta eru gamlar grafík eftirprentanir sem að smellpössuðu hér inn!

Ef þið munið eitthvað eftir póstinum okkar þar sem við vorum að sækja innblástur fyrir bústaðinn, þá sýndum við þessa mynd hér að neðan. Þessi mynd var einmitt útgangspunkturinn að þessu herbergi.

Uppröðunin á myndunum fyrir ofan rúmið, græni tónninn sem við settum í púðana og lágstemmd notaleg lýsingin. 

Það er neflinlega svolítið "trix" að fá innblástur frá öðrum myndum án þess að finna alltaf nákvæmlega sömu hlutina til að framkvæma loka-útkomuna.  

Það er líka svo gaman að sjá hvernig Þoku liturinn á veggjunum breytist eftir því hvað er inní herberginu. Hér erum við með nokkra græna tóna í púðum, myndum og smáatriðum sem að okkur finnst endurspeglast svolítið í veggjunum, hann virkar einhvernveginn "grænni".

Þennan geggjaða stól fundum við Tóta fyrir nokkrum árum í einhverri nýtjaverslun höfuðborgarsvæðisins á jú 10.000.- og hann er algjört gull og það sér ekki á honum! Hinn mesti fjársjóður sem geymir nú púðana alla á nóttunni meðan við sofum.

Þar sem við komum ekki fataskáp fyrir í herberginu ákváðum við að festa tvær góðar lengjur af snögum sem við fundum í IKEA og litla gardínustöng fyrir kósýteppin. Hér má sjá kommóðuna sem María málaði og hún er eins og náttborðið allt í mismunandi hnúðum úr Sirku.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - stofan

Bústaðurinn fyrir og eftir - stofan

Við Tóta eyddum helginni í sumarbústaðnum okkar með yndislegum hópi vinkvenna þar sem þema helgarinnar var: hlátur, át, drykkja og slökun.. ekki amalegt það!

Þær voru allar að koma í fyrsta skipti og urðu svona líka heillaðar af bústaðnum okkar sem minnti mig á það að ég var aldrei búin að klára að birta allar bústaðarbreytingarnar. Þetta var því vænlegt spark og ég þarf endilega að halda áfram að sýna ykkur auðvitað! Hér má sjá stofuna okkar, bæði fyrir og eftir myndir :)

Hornglugginn hér til hægri er svona aðalatriðið í stofunni fyrir utan kamínuna sem verður að algjörlega ómissandi hlut um leið og maður fer að umgangast svona draum! Sófasettið hentaði okkur ekki alveg þar sem okkur fannst það aðeins of lítið og ekki alveg í stílnum sem við vorum að reyna að ná. Það var þó hægara sagt en gert að finna rétta stærð af sófasetti og við enduðum á því að gera okkar sett sjálf, kem betur að því hér á eftir.

Helsta breytingin í stofunni fyrir utan málningarvinnuna var að taka niður gardínurnar og kappana. Okkur þótti þær heldur þungar fyrir rýmið en erum fyrri eigendum endalaust þakklát fyrir geggjaðar screen rúllugardínur sem leyndust þarna undir. Ekki alveg hvítar, ekki alveg beige heldur blanda með svolítilli áferð, geggjaðar!

Hér er horft inní eldhúsið, út ganginn og á mótvegginn í stofunni. Sjáiði stóra flotta furuskápinn, hann fylgdi einnig bústaðnum sem við vorum svo hamingjusöm með! Hann neflinlega tekur alveg endalaust magn í geymslu og svo er hann ekkert nema fegurðin. Þessi fékk málningarumferð og endaði svo í borðstofunni.

Hér má svo sjá inní stofuna úr eldhúsinu. Gluggarnir fallegu eru nú opnari og njóta sín með öllu útsýninu og hringmottan sem þið sjáið hérna á gólfinu færðist upp á svefnloft.

Svona er stofan í dag!

Við það að mála loftin hvít breyttist nú heldur betur rýmið og það stækkaði um helming. Málningin fallega: "Þoka" frá Slippfélaginu er á veggjunum eins og allsstaðar og nýtur sín líka sérstaklega vel þar sem gluggalistar, hornlistar og hurðalistar eru orðnir hvítir. Það er gaman að segja frá því að Þoku liturinn breytist svolítið í mismunandi birtuskilyrðum, stundum er hann grár, stundum blágrár og stundum svolítið útí grænan tón!

Hér er verið að mála loftin, við notuðum Sperregrunn, tvær umferðir og Tóta er enn að jafna sig í öxlinni, já það tekur svolítið á að mála svona upp :) Það getur blætt svolítið í gegnum grunninn en það borgar sig að leyfa málningunni að þorna vel áður en farið er aftur yfir með annarri umferð af grunni eða vatnsmálningu. 

Hér var nýbúið að hreinsa kisturnar frá, fyrri eigendur eru neflinlega miklir blómaunnendur og komu fyrir svolítilli gluggakistu sem var iðulega stútfull af blómapottum. Nú þar sem við erum ekki með svo græna fingur og þykir garðurinn nógu mikil áskorun, leyfðum við kistunum að fjúka og gluggakarmarnir ramma gluggana svona líka dásamlega inn.

Svolítið gaman að segja frá þessu geggjaða veggteppi!

Við fundum þetta á sölusíðu Skreytum Hús að mig minnir og ég sá það algjörlega fyrir mér fyrir ofan borðstofuborðið. Myndin reyndist þó vera of löng svo hún passaði því miður einfaldlega ekki á vegginn. Við vorum þó mjög skotin í litunum í myndinni svo það voru góð ráð dýr. Ég hafði samband við konuna sem að seldi okkur myndina og spurði hvort hún vildi fá hana aftur eða hvort henni væri sama um að við tækjum hana í sundur.. æi okkur fannst svona réttara að láta hana vita þar sem hún fylgdist spennt með verkefninu á Instagram.

Henni var alveg sama hvað við gerðum við myndina þar sem hún hafði því miður ekki pláss fyrir hana sjálf svo við byrjuðum á því að taka hana af rammanum. 

Þá bjó ég til nokkur snið að púðaverum þar sem við nýttum myndina og já (afþví margir spurðu) það var svo sannarlega stressandi að klippa bara í útsauminn!

Það borgaði sig þó að lokum og við enduðum með að gera 8 stóra púða með svörtu velour efni í köntum og baki. Einnig poppuðum við þá upp með gulum púðum frá IKEA. Við erum alsæl með þessa breytingu á veggteppinu sem nýtur sín nú einstaklega vel sem bak í sófanum okkar!

Hér var aðeins verið að ímynda sér hvernig sófinn og borðið myndi passa á gólfinu.. maður nýtir það sem hendi er næst sko! ;)

Hér má sjá samsetningu sófans, við sumsé keyptum okkur stakt rúm í IKEA en við fundum tvö svona á slikk í útsöluhorninu í einni IKEA ferðinni. Keyptum bæði og nýttum annað hér í stofunni og hitt á svefnloftinu.

Skelltum á það yfirdýnu úr Rúmfatalagernum fyrir aukna mýkt.

Þá heftuðum við áklæðið á, það fengum við í Vogue og við saumuðum hornin og listana á hér á saumastofu Volcano, slungnar skvísurnar okkar sko!

Röðuðum svo að lokum öllum fínu púðunum og voila! 

Litli kollurinn er einnig úr IKEA, svona geymslukubbur bara, hann er örlítið lægri en svolítið stífari en dýnan svo við leyfðum þessu að vera með mismunandi hæð því þegar maður sest á "rúmið" verður það jafnt kubbnum. Hann er líka sniðugur því þarna er nú aukarúm og í kubbnum eru auka rúmföt! Hver rúmmetri er nýttur vel!

Hér má svo sjá sófaborðið í vinnslu. Hann Máni sonur Maríu og Barkar sauð það saman en hann er svolítið undrabarn með suðutækið. Þess má geta að hann sauð öll járnhúsgögnin okkar og við létum svo sprauta þau fyrir okkur.

Börkur sneið svo spýturnar á toppinn sem og undirhilluna sem við bæsuðum svo með sama bæsi og fór á sperrurnar í loftinu og allan annan við (elshúshillur, borðstofuborð, ofl). Bæsið heitir Lady Sjosand 9043 og fæst í Húsasmiðjunni.

Þetta krúttaða bleika svín fundum við í Góða Hirðinum á nokkrar krónur og það fékk tvær umferðir af svartri málningu og varð nú mun "dýrara" í útliti! 

Hér má sjá langa bekkinn í smíðun, Máni meistaraverk að brillera aftur!

Takið eftir því hvað hornið er nú mun léttara en það var áður og fallega kamínan fær að njóta sín til fullnustu!

Að lokum snýst þetta um að raða og stílisera, það getur tekið svolítinn tíma og gott auga að sjálfsögðu, en sýnið þolinmæði og það hefst iðulega að lokum.

Mér finnst alltaf gott að vera svolítið opin fyrir furðulegum hlutum, því þó svo að hluturinn virki "út úr kú" eða beinlínis ljótur í einu umhverfi getur hann tekið stakkarskiptum í öðru. Margt af því sem við notuðum til að stílisera fengum við á slikk í Góða, eitthvað kemur úr dánarbúi, sumt leituðum við uppi á sölusíðum á Facebook og svo bækur. Bækur eru alltaf frábær leið til að leika sér við mismunandi hæðir og fá þannig dýpt í uppröðunina.

Hér fær fallega svíni að njóta sín. Takið einnig eftir því að við notum sömu tóna og liti í hlutina til að búa til góða heildarmynd. td. fatan fyrir eldiviðinn, gyllta klukkan (virkar ekki, skiptir engu!), og gyllingin á bókunum.

Svarti liturinn varð gegnumgangandi um bústaðinn allan og gefur það góða endurtekningu sem myndar ró. 

Falleg birta og lýsing er lykillinn að notalegum rýmum, kertaljós, dimmanlegir lampar eða lampar með mildum perum skipta miklu máli.

Það er ekkert að því að eyða kvöldstund hér í góðra vina hópi sem sannaði sig um síðustu helgi! 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira
Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

(English is below the Icelandic text)

Við systurnar erum ekki beint á móti skrauti og stússi og elskum að stjana svolítið við heimilin okkar. Síðustu vikur, jú og mánuðir hafa þó reyndar verið sérstaklega uppfullir af dagskrá sem vill verða til þess kotin sitja á hakanum.

Heimilið hennar Maríu er vinnuaðstaða í bland svo þar hefur verkstæði jólasveinsins verið með yfirhöndina upp á síðkastið. Við Tóta breyttum aðeins hjá okkur, máluðum svefnherbergi og bjuggum til heimaskrifstofu og svona sem er ekki alveg búið að klára svo það féll svona aðeins á milli hluta að jóla allt.

// Us sisters truly love to decorate our homes but recently we have been so super busy we didn't think we could actually "make the time" to do anything extravagant this year! My sisters home is a workshop as well so Santa's little helpers have taken over her living room and I just hadn't found the "need" to go all out this year after all the store decorations.

We started with the store in Akureyri...//

Svo skreyttum við náttúrulega verslanirnar okkar, fyrst á Akureyri..

 

Þá græjuðum við Reykjavík..

// Then we did the Reykjavik based store...//

Hafnarfjarðarpopup búðin var einnig tekin með trompi...

//And the popup shop in Hafnarfjörður...//

Svo fórum við um daginn og jóluðum bústaðinn.. hann er svona svolítið bland af heimilum okkar beggja sem er yndislegt!

//The summerhouse got some twinkle lights as well of course...//

Heimilin voru því ekki á forgangslista og við ætluðum bara svona að bíða aðeins og sjá til, gera bara eitthvað lítið og sparlegt. En hún María mín tók sig svo til um daginn og græjaði heimilið sitt svona dásamlega hátíðlega enda þvílík smekkmanneskja!

Húsið hennar er líka svo yndislega notalegt, allt í hvítum og ljósum tónum með jarðtónum í bland!

//And after all this María of-course found the need to do something at home and one night she went all out. Her home is very beautiful, white mixed with earthy tones and loads of lights and sparkle!//

Þá kom bakterían í mig og við Tóta notuðum storminn í gær til inniveru og græjuðum hjá okkur.

Mér finnst líka svo gaman hvað við systur erum með ólík heimili en finnst báðir stílarnir svo skemmtilegir hjá hvor annarri!

//And she eventually gave me the "bug" to do something so me and Tota decorated everything last night during the storm! I love how different the homes are but we really love each-others style and it mixes well in the summerhouse also!//

 

Nú mega jólin koma ekki satt?!

Að lokum tilkynnum við sigurvegarana í jólagjafaleiknum okkar en að þessu sinnu hljóta vinningshafarnir krukkulímmiða frá Kristu Design eins og þessa:

 

Í Reykjavík er sigurvegarinn: Guðrún Þórhalla Helgadóttir

Á Akureyri vann: Védís Baldursdóttir

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira