Leikir og afþreying fyrir börnin
Ég elska leiki og almennt bras og hef verið að gera smá "efni" fyrir fullorðna fólkið á Instagram, þar má nú finna nokkur "insta quiz" með mismunandi þema.
En þar sem margir eru fastir heima með gormana sína og þolinmæði bæði barna og foreldra oft af skornum skammti þá datt mér í hug að setja hér saman smá lista yfir leiki og afþreyingu fyrir fjölskylduna.
Vonandi gagnast þetta einhverjum og stuðlar að gæðastundum fyrir fjöldskylduna á þessum furðulegum tímum.