Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / interior design

Veitingastaður tekinn í gegn: fyrir & eftir.

(English below)

Þar sem þið eruð alveg sjúklega heit fyrir "Fyrir & eftir" verkefnum ákvað ég að deila aftur breytingum sem að við Tóta sáum um á veitingarstað á Þórshöfn.

Ég hef nú skrifað um þennan stað áður en lesendahópurinn á þessu litla bloggi okkar hefur aukist til muna síðan þá svo mér datt í hug að þið hefðuð kannski fleiri gaman að því að sjá þetta verkefni:

Báran er veitingarstaður á Þórshöfn sem að við Tóta buðumst til að taka í gegn. Við gerðum það með hjálp vina og vandamanna sem og góðkunningjum Bárunnar. Ferlega skemmtilegt verkefni sem að við græjuðum síðustu páska.

Báran er ss veitingarstaður, kaffihús, bar og notaður af öllum aldri. Sjónvarpið er mikið nýtt af sjómönnum og gestum til að horfa á íþróttaleiki svo við vildum gera notalega stofustemmningu sem myndi vera hentug fyrir þá en líka dömurnar og vinahópana sem koma í happy-hour.

Staðurinn var svolítið "beige" áður og okkur fannst vanta soldið mikið uppá notalegheitin og kósý stemmninguna svo það var aðalmarkmiðið.

Hér má sjá upprunalega póstinn þar sem hægt er að lesa meira um verkefnið:

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Kósý hornið fyrir - cosy corner before.

 

Kósý hornið eftir- cosy corner after.

Notalegur staður til að horfa á leiki - nice spot to watch sports!

Tveggja manna hornið við gluggann, uppáhalds staðurinn minn!

The two person spot by the window, my favourite spot!

Hér má sjá vinahornið, frábært til að taka í spil! This is the friend table- fantastic to play some cards!

Salurinn orðinn miklu notalegri - the dining room is now much more intimate! 

Þetta snýst allt um smáatriðin - the devil's in the details! 

 

Barinn nú einfaldari og skipulagðari - the bar is now much more simple and more organized!

 

Báran- a restaurant, bar, coffee-house and a sports bar: before & after.

 This was a project we did last Easter and you can read more about it here: 

Our group of readers have increased vastly since we first released this blog so I thought this might interest the new readers that missed this the first time. The summerhouse changes really got a great read so before & after pictures really seem to interest you guys!

If you would like to know more about this please press the link above :)

If you liked this post it would be wonderful if you could share the joy! :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, svefnherbergi og svefnloft.

(English below)

Svefnherbergi eitt...

Bústaðurinn er kannski ekki sá stærsti á landinu, en við ætlum að gera hann nýtilegan fyrir eins marga og hægt er með því þó að hafa hann þægilegan.

Fyrsta svefnherbergið er það stærsta, þar er hellings skápapláss og furuklæddir veggir í hólf og gólf. Hér stefnum við á að mála og ætlum að hafa veggina gráa alveg eins og frammi og loftin hvít. Fyrsta hugmyndin var að hafa herbergin alveg hvít, bæði veggi og loft en þar sem að bústaðurinn er ekki svo svakalega stór þá höldum við núna að það verði betra að hafa allt eins. Grái tónninn verður heldur ekki svo svakalega dökkur, svo herbergið mun ekki minnka, heldur verða bara enn meira kósý ef eitthvað er... (það er vonin allavega!)

Þessu svefnherbergi viljum við halda léttu og ljósu með gráum og gylltum tónum. Við elskum að blanda áferðum og munum gera það með mismunandi púðum, rúmteppi og kósý teppi. Eins viljum við halda lýsingunni góðri. Hér er aðalatriðið að vera með gott lesljós og notalega og hlýlega "kúri" birtu.

 

Þessi ljós eru bæði frá IKEA en þau gætu passað vel inn í þetta herbergi, aðeins að tengja bastið við körfurnar og mottuna í stofunni... þetta gæti verið eitthvað...

Mér finnst líka ofsalega fallegt að blanda svolítið af bleikum tónum við gyllt og grátt eins og sést á þessari mynd, svo það væri gaman að finna fallegt efni í "gammel-rose"..svolítið svona "Lauru Ashley" tón. Eins og hér er líka fallegt að grípa gyllta litinn með skrautmunum á náttborðinu.

Við erum aðeins að hugsa um náttborðin hér, það væri gaman og parktískt að koma fyrir kommóðu öðru megin, en hinum megin gæti verið annarskonar náttborð. Við erum ekki alveg búin að ákeða þetta, en hér eru td nokkrar sniðugar hugmyndir:

Svefnherbergi tvö...

Seinna svefnherbergið verður svo aðeins grárra, við viljum að hvort herbergið verði með sinn stíl og ekki alveg eins, en þó tengingu, svo maður sjái að þau eigi heima saman. Hér er myndin sem að líkist okkar hugmynd best:

Það eru auka stólar sem fylgja bústaðnum sem við vorum einmitt búin að hugsa okkur sem náttborð í þessu herbergi, og eins og sést hér kemur það mjög vel út, mála matta svarta og búmm done, ef að þeir eru ekki of stórir þá gæti þetta orðið lausn sem gæti hentað.

Ég á svo grátt efni á saumastofunni hjá Volcano sem að ég hef hugsað mér að nota í rúmteppi og kannski sauma svartan flaueliskant eða fóðra með svörtu flaueli sem er svo brotið yfir, eða bæði... Svo þurfum við að hafa svolítið af púðum í stíl og blanda öðrum tónum aðeins við.. kannski svolítið út í fölgrænt flauel, það gæti verið fallegt!

Það er eitthvað dálítið öðruvísi og ferskt við þennan tón, eruði ekki sammála?

Þessi myndaröðun fyrir ofan rúmið held ég að muni koma dásamlega vel út í þessu herbergi. Hér verður rúmið upp við vegg (ekki undir glugga eins og í hinu).

6 rammar eða þessvegna 9 stórir rammar með mikið af hvítu og litlar myndir inní.. þetta gæti verið málið...

Í þessu herbergi verður líklega ekki pláss fyrir fataskáp, svo hugmyndin er að reyna að koma fyrir kommóðu og snögum, þessir finnst okkur fallegir..

Eða eitthvað í þessum dúr eins og við erum með í versluninni okkar, nema með stærri snögum í stað hnúða. Þetta gæti líka orðið lausnin á ganginum fyrir útifötin.

Þá er það svefnloftið!

Það er ofsalega lágt, aðeins lægra en á myndinni fyrir ofan og er einmitt með svona lítinn krúttlegan glugga við endann! 

Við eigum tvær gamlar ferðatöskur sem við höfum hugsað okkur að nota sem náttborð öðru megin og gamlan viðarkassa hinumegin (þá er líka hægt að raða fallegum bókum inn í kassann.

Hér verður allt ofsalega hvítt með poppi af litum. Loftið verður hvítmálað sem og bitarnir og það litla sem sést af vegg þar sem meginpartur loftsins er undir súð, verður í gráa bústaðarlitnum.

Ég elska svona myndir á gólfi sem halla upp að veggnum svo ég er aðeins að ýta á Maríu systur að mála eitthvað hér... við skulum sjá! :)

Þessi bekkur hérna fyrir framan rúmið finnst mér líka snilld! Við þurfum aðeins að sjá hvort að það verði nægilegt pláss, en ég læt mig dreyma.

Það verða tvær mottur sitthvorumegin við rúmið sem að við fengum í Ilvu svona langar og mjóar. Önnur ferðataskan sem verður í náttborðinu er líka blá svo þetta rými verður í ljósu, gráu og bláu, ferskt og fallegt!

Gluggarnir í öllum svefnherbergjunum eru nú þegar með myrkrunargardínur sem við ætlum að sjálfsögðu að halda, íslenskar sumarnætur og allt það. Það eru líka tau gardínur núna fyrir öllum gluggum sem við ætlum að fjarlægja þar sem við viljum að gluggarammarnir sjálfir fái að njóta sín betur. Hlýleikinn af tau-inu er samt eiginlega ómissandi í svona bústað svo ég held að þessi lausn muni sóma sér vel..

Létt og fallegt hör eða bómullarefni á gormi eða lítilli þrýstistöng, já þetta er málið!

Á efri hæðinni er líka pláss fyrir annað lítið 90cm rúm sem við ætlum að koma fyrir við rimlana niður í stofu, hugmyndin er að gera svolítið krakkarými.

Við ætlum ss að taka fæturna af rúminu þar sem það er of hátt og þá liggur það alveg á gólfinu með stórum og djúsí púðum við bakið, svo verða hér tvö heimasaumuð hrúgöld úr sama efni og við ætlum að klæða rúmið (og sófann í stofunni) svona svolítið sjúskað leðurlíki. Svo verður hér æðisleg kringlótt fléttuð motta sem að fylgdi með bústaðnum og þessi eining sem að við keyptum á Skreytum Hús sölugrúppunni:

Hér ætlum við að kom fyrir litlu sjónvarpi og DVD diskum í skúffurnar sem og allskonar kössum og körfum með dóti og spilum. Ekta svona kósý krakkahorn sem getur nýst sem auka svefnpláss fyrir ungling eða einn fullorðinn. Einingin verður á miðju gólfi og mun því skipta svefnloftinu aðeins niður: krakkarými VS svefnrými. Hér mun því hver centimeter nýtast án þess að vera yfirfullur eða troðinn.

Eruð þið ekki að sjá þetta fyrir ykkur?! :)

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með öllum breytingum og sniðugum verkefnum hér á blogginu svo það er um að gera að fylgjast með. Við erum líka alltaf opin fyrir hugmyndum svo endilega kastið á okkur ef þið eruð með góð og sniðug ráð! 

Nú er bara málerí en það er að ganga alveg fáranlega vel, við erum dugleg að henda inn myndum á Instagram síðuna okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Brainstorming for the summerhouse: bedrooms and sleeping loft.

We keep on brainstorming for the summerhouse. The paint-job is going super well and is almost finished. It is taking a while to paint this though, not having flawless walls but panelling means brushes which is so time consuming. It will however look super cosy and warm so I believe it is totally worth it.

Bedroom one:

We were thinking of having the bedrooms in all white but after a great consideration de decided to go with the same grey as in the main space. The house isn't huge and keeping consistency we believe will function better.

The first bedroom is the largest, great closets with beautiful panelling and lovely ceilings which will be white. We want to keep this room light and intend to use soft greys, beige, gold and perhaps a little gammel-rose pinks. The main thing is lovely lighting which is good for reading and snuggling.. I mean that is the point of cosy summerhouses right?!

This image describes this room pretty well:

We have found some samples of fabrics for the bedspread, natural, grey/brown soft tones mixed with a bit of soft velour, glitter and knits. I love mixing textures and think it makes everything look more "expensive" and interesting.

Bedroom two.

The second bedroom will be a bit cooler, more grey tones and blacks. We want to keep on mixing textures and the bedspread will be a mix of black velour edging and a grey wool blend. Pillows in blacks, knits, greys and perhaps we will introduce a little green to this space, I think that could look good.

These couple of images sort of give you the right feel..

Can you imagine how lovely this can look, cool and crisp and not exactly summerhouse-y, but we think it will work! Girls gotta hope right?!

The loft.

Finally we have the loft bedroom. It is a very low space, crawling really and perfect for kids and teenagers. I do think I will spend a lot of time here reading, it is the perfect place to read I believe. Very snuggly, cosy and now since it has become white, super crisp and clean, bright and fresh, (wow lots of adjectives!!.. but you get the point)

 

This is how it was before...

This is how we want it to look...

We have two old suitcases and one of them is blue, which we want to use as bedside table on one side with an empty box on the other side. The colour blue will be kept throughout in detailing, pictures, cushions and a throw. 

We are having rugs in every bedroom under the front part of the bed like so:

We would however like to change it up a bit on the loft and have two smaller ones on either side of the bed.. oh you know, just because! :)

Something like this and we found lovely rugs at Ilva in Iceland.

The rugs are like these:

The loft is surprisingly spacious and we are going to fit in a kids play-space mixed with a TV area and an extra bed. It sounds like it is huge but really it's just a space all in one.

We have a single box mattress from IKEA we are going to use without legs, cover it with foe leather and bunch of pillows, essentially making it a sofa/bed. Then we are going to sew two bean bags from the same material and place couple of side-tables made of old wooden boxes with cute lamps. The devil is in the details you know!

Then we found a cheap second hand TV cabinet we are placing on the middle of the floor and that will actually divide the space into two but still keeping everything open and light: TV/kids area VS bedroom space. Are you seeing it?!

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

 

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, stofa og eldhús.

(English below)

 

Jú við fórum náttúrulega á flug í að finna fallegar myndir til að gefa okkur innblástur og hugmyndir að innréttingum og stíl í bústaðinn.

Brátt fundum við þessar myndir svo þá var eiginlega ákveðið strax að hafa hann svartan að utan með hvítum gluggum. Við erum ekki alveg ákveðin í því hvort við málum hann núna eða næsta vor. Ég er að elska þennan Skandinavíska stíl. 

 

Inní bústaðnum viljum við svo vera með hvít loft, glugga og hurðar sem og hornlistana en gráa veggi. Við ætluðum svo að hafa herbergin með hvítum veggjum en þegar við byrjuðum sáum við að þar sem bústaðurinn er ekki svo stór þá höfðum við herbergin grá eins og frammi. Eins viljum við vera með svolítið af svörtum hlutum, eitthvað af mublum, svarta myndaramma og svart í púðum og öðrum smáatriðum. Við vonum að með þessu verði bústaðurinn hlýlegur en einnig svolítið rokkaralegur og öðruvísi.

Ég vil byrja á því að segja ykkur aðeins frá hugmyndunum fyrir aðalrýmið: stofuna, borðstofuna og eldhúsið.

Viðarbitana í loftunum viljum við dekkja aðeins og koma þeim viðarlit inn í hillur og borðplötu líka. Þessi mynd er svolítið lýsandi..

Við urðum strax hrifin af því að halda svolítið af viðarlit í bland við ljósa veggina, bastið er líka hlýlegt og það verður bara að vera svolítið af basti í bústöðum, eruði ekki sammála?

Hér eru fleiri myndir sem að við fundum fyrir stofuna:

Litirnir á þessari mynd eru aðeins of kaldir miðað við það hvernig við viljum, en okkur finnst sófinn skemmtilegur og ætlum að nýta þessa hugmynd.

Pælingin er ss. að græja sófa úr einstaklings rúmi og púðum og pullum. Við þetta er þá einnig möguleiki á auka gistirými án þess að vera með svefnsófa sem að við fundum ekki í réttri stærð. Við vonum því að þessi lausn muni nýtast vel og koma skemmtilega út. Við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með því þegar þar að kemur... 

  

Svartir tónar í bland við ljósa, gráa og viðarlit, þetta finnst okkur kósý og sófinn fullur af pullum "kallar" bókstaflega á mann!

Við erum virkilega hrifin af sófaborðinu á þessari mynd, enda hafa járnborð í þessum stíl verið vinsæl uppá síðkastið. Hugmyndin er að smíða okkar eigið borð, mögulega með hillu í miðjunni eða neðarlega líka til að geyma bækur ofl. Með því að gera borðið sjálf munum við geta notað sama viðinn í borðplötuna eins og við stefnum á að nota í hillur í eldhúsinu, þar mun myndast tenging og heildarmynd á rýmið.

Við erum með einn karamellu brúnan leðurstól sem við viljum hafa í stofunni, ekki eins og á myndinni en þessi gefur smá hugmynd. Okkur grunar að hann komi með mikinn hlýleika og muni brjóta svolítið upp ljóst umhverfið. Grænar plöntur eru líka dásamlegar í bland við þessa tóna svo það verður eitthvað valið af þeim fyrir stofuna, ætli það endi ekki í plastplöntum þar sem þetta er uppí sumarbústað og við ekki ávallt á staðnum til að vökva og sinna þeim, en "lookið" verður klárlega til staðar!

Stækkanlegt borðstofuborð fylgir bústaðnum ásamt stólum. Settið er furusett, klassíkst sumarbústaðarlook sem að við viljum aðeins poppa upp.

Stólana ætlum við að lakka svarta sem og borðfótinn en borðplatan mun fá að halda viðarlitnum þar sem hún verður bæsuð í stíl við sófaborðið, eldhúshillurnar og loftbitana. Við erum líka búin að kaupa einn svartan baststól úr IKEA sem að verður á öðrum endanum og dökkan bekk sem verður á annarri hliðinni. Við þetta verður hellings sætapláss og borðið nær vonandi áfallt að vera í fullri stærð.

Einnig fylgir ofsalega fallegur postulínsskápur sem við erum að hugsa um að mála svartan. Við systur vorum alveg ákveðnar í að mála hann hvítan fyrst en erum nú orðnar mjög heitar fyrir svarta litnum. Ég er svakalega spennt fyrir því að sjá hvernig hann kemur út og það væri alveg spurning að halda hluta af honum viðarlitum.. borðplötu og hillum eins og á myndinni hér að ofan eða mögulega öllu innvolsi... þetta verður spennó!

Eldhúsið er skemmtilega skipulagt með ofsalega góðu innvolsi nú þegar. Við viljum þó fjarlægja efri skápana og létta aðeins á innréttingunni með því að koma með opnar hillur. Borðstofuskápurinn mun hýsa mikið af postulíninu hvort eð er svo að hillurnar verða meira til að létta á rýminu og til að leyfa fallegum skrautmunum að njóta sín.

"Einnig ætlum við að láta sprauta fyrir okkur eldhúsfrontana hvíta í stíl við loftin, gluggana og hilluberana. Hillurnar verða viðarlitar en borðplatan er nú þegar dökkgrá og mjög fín svo henni viljum við alls ekkert breyta." Þessi setning var skrifuð áður en að við máluðum veggina, innréttingin er svolítið ljósbleik í furuumhverfinu en nú þegar búið er að mála grátt og hvítt í kring þá finnst okkur hún alls ekkert svo slæm.. við ætlum því aðeins að bíða með að sprauta innréttinguna og eyða peningunum frekar í skrautmuni, (við systur erum snöggar að aðlagast.. ;)

Í næsta pósti ætla ég aðeins að segja ykkur frá svefnherbergjunum og svefnloftinu.. fylgist því endilega með elskurnar! :)

Við bendum á að allar myndirnar í þessum pósti má ýta á og finna uppruna hverrar myndar.

Við erum svo með eiginlega "live feed" af breytingunum á Instagraminu okkar, endilega fylgist með þar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Mood-board for the summerhouse: kitchen, living and dining.

We started planning for the look for the summerhouse couple of weeks ago and have decided to paint it black on the outside with white detailing. This will probably not happen until next spring because it is "PRACTICAL"... hate the term "practical", but I might have to give in, we'll see..

This Scandinavian look is so up our alley and we are loving it..

On the inside we will have white ceilings, doors, windows and cornices which will pop with the grey walls. We also meant to paint the rooms completely white but have now decided to keep them grey like in the main space. 

We love black details, not exactly "summerhouse-y", but we like that.. a bit more rock, modern and cool but still keeping it classy and cosy! Black picture frames, couple of furnitures in black, pillows and details

Here are some ideas for the kitchen, living and dining...

The wooden beams in the loft we decided to darken and it has now a dark walnut colour, absolutely lovely! We will also introduce this stainer to the dining-room table, kitchen shelves, living-room bench and sofa table and that will connect all those spaces together.

We also want to introduce some bast, in summerhouses you've got to have some bast, don't you think?!! Living room rug, baskets etc...  

Whereas we didn't find a sofa that fitted perfectly into the space we have decided to make our own from a bed and pillows. This will give us an extra sleeping "just in case" and we find it to be super cosy looking! We are also going to make our own sofa table, metal structured frame with stained wood matching the ceiling beams and dining room table. Introducing a little industrial feel we will continue that style throughout the space.

The kitchen is a bit heavy as it was originally so we removed the upper cabinets which lightened this whole space. We will add open shelving instead and paint the buffet black. We were going to paint the kitchen fronts in white but are going to hold on that thought for now since the colour of the cabinet changed completely when we painted the surrounding walls.

In the next post I will tell you more about the bedrooms, loft and bathroom so please stay tuned.

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira