Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Origami jólatré- einfalt og fallegt föndur!

Við systur höfum brotið talsvert af origami jólatrjám í gegnum tíðina til að skreyta verslanirnar okkar eða heimilin, eða einfaldlega sem pakkaskraut. 

Trén héngu í gluggunum í verslununum okkar á Laugavegi og á Akureyri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, svo gaman að rifja upp gamla tíma.

En brotin eru svo sannarlega tímalaus og þau er auðvelt að gera með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi.

Þessi krúttuðu tré eru ekki mjög flókin í gerð en við fylgdum einfaldlega leiðbeiningum af ofsalega skemmtilegu bloggi sem heitir: mylifeboxjewelry.com Við fundum bloggið eftir stutta leit á Pinterest. Hægt er að sjá fleiri leiðbeiningar en mér finnst hún Anna-Rosa lýsa þessu mjög vel og hún er einnig með video þar sem hún sýnir ferlið. 

Bloggið sjálft um tréð má sjá hér:

Eins og sjá má í video-inu frá henni þá er hún með svolítið stífan pappír. Við systur notuðum einfaldlega venjulegan prentpappír sem og blaðsíður úr gömlum bókum eða tímaritum, við höfum einnig gert úr gömlum nótnablöðum og þykkum innpökkunarpappír. Svo það er margt hægt að nota, athugið þó að gamlar blaðsíður geta verið ofsalega viðkvæmar og þær geta rifnað auðveldlega ég mæli því með því að byrja á venjulegum prentpappír eða ennþá betra, origami pappír!

 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!