Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / photoshoot

Smá „sneak peak“ af sumarlínu Volcano Design.

(english below)

Við ákváðum að fá smá aðstoð við sumartökuna okkar í þetta skiptið og fengum hana Julie Rowland til að koma og mynda og Emma, vinkona hennar, aðstoðaði við lýsinguna. Við Jóhanna Gils sjáum vanalega bara um þetta eins og við höfum oftast gert, en nú fannst okkur tími til kominn til að breyta örlítið til og skipta um umhverfi og áhrif.

Ég vildi hafa myndirnar svona svolitlum „götustíl“ eða „street fashion“ og fórum því í miðbæ Reykjavíkur þar sem Tóta mín keyrði þar um með fullan vörubíl af vörum og ég var með ljósmyndarann, ljósamann og módelið í öðrum bíl ásamt propsi.

Þetta var yndislegur dagur, ótrúlega fallegt veður, sól og notalegheit, reyndar soldið skörp sólin stundum sem gerði lýsinguna oft svolítið erfiða.. (ef það er ekki engin sól þá er það of mikil sól, maður er aldrei sáttur;).

Það eru ekki allar vörurnar komnar og ég er búin að halda í mér að sýna ykkur þessar myndir í svolítinn tíma, þó svo að það sé ekki allt komið þá gat ég ekki beðið lengur og bið ykkur því vel að njóta.

Það er allt saman væntanlegt von bráðar og meira til, svo sumarið verður heldur betur stútfullt af nýjum vörum mjög svo reglulega! Ég held að bjartar nætur hafi svona ofsalega góð áhrif á mig ég er uppfull af hugmyndum það vantar bara fleiri klukkutíma í sólarhringinn til að framkvæma!

Skartið er svo allt saman frá Maríu sys eða Kristu Design og fæst í versluninni okkar, hún er mun skipulagðari, skartið er allt komið ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

A little sneak peak of Volcano Design summer collection.

Normally I and my model just take care of the photoshoots ourselves but this time we decided to get some professionals in. The photographer is Julie Rowland and her friend Emma assisted with the lighting.

It was a wonderful day, sunny and shiny (a little too sunny sometimes which can make the lighting difficult, we are just never happy are we?!) :)

I wanted the shoot to look a bit „street stylish“ so we went to downtown Reykjavík with a Van full of items and another car with me, the model, the photographer and the lighting assistant.

It was so much fun, so very different from the normal „white background“ and simple shoots we always do and now I am inspired to more of these.. You know; „once you get the taste“...

All the jewellery is from my sister’s collection: Krista Design and they are all available in our store. The clothes are not all in already but some are, I just couldn‘t wait to show you any longer!

Please enjoy dear friends and we really hope you like our summer inspiration!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

Lesa meira