Klúbbakvöld
Hvernig væri að gera sér glaða kvöldstund með vinahópnum ykkar hjá Systrum og mökum? Við systurnar Katla og María Krista bjóðum upp á skemmtileg kynningarkvöld á vinnustofu okkar í Síðumúla 32 en þar getum við lofað ykkur notalegu og fróðlegu kvöldi hvort sem það er fyrir saumaklúbbinn, vinnufélagana eða félagasamtök.
Aðgangseyrir er 3.500.- og innifalið í verðinu er kynning á starfsemi okkar og vinnuferli sem og léttar veitingar að henni lokinni.
Þá er farið í búðina, en hægt að rölta á milli þessvegna ef veðrið er notalegt og þar bíða ostabakkar, sódavatn og rauðvíns eða hvítvínsglas (hægt verður að kaupa aukaglös á 500.-), á eftir verða molar og kaffi og þið fáið 10% afslátt af öllu sem verslað þetta kvöld.
Þetta miðast við að byrja ca 18-18:30 og svo er búðin aðeins opin fyrir hópinn um kvöldið til svona 21:00/21:30.
Í þennan pakka þurfum við að lágmarki 15 manns.
Við bjóðum einnig hópum að hafa samband við okkur til að fá kynningu í versluninni sjálfri á opnunartíma, þá er hægt að vera með léttar veitingar í versluninni, en það kostar hópana ekkert.
Ef um enn stærri hópa er að ræða er hægt að senda okkur fyrirspurn á netfangið okkar þar sem við bjóðum uppá annarskonar kvöld.
Með von um fjörug kvöld framundan í góðra vina hópum.
Kveðja Katla og María Krista.