Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / cosy

Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.

Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég elska svona notalegt heimastúss og sérstaklega þegar maður á virkilega að slaka vel á eins og til dæmis um jólin!

Þessi var því í raun sérstaklega gerður fyrir mig og gæðastundirnar mínar uppí bústað öll jólin! Já, planið er einfalt: kósýgallinn, fjölskyldan mín, góðar bíómyndir (hér er einmitt mjög góður listi), góðar bækur, spil og stór konfektkassi, ostar, jólaöl og ekkert nema notalegheit!

Mér þykir þetta bara nokkuð gott plan! Ef að veðrið verður gott er alveg spurning að hendast í einn og einn labbitúr um svæðið en það er ekkert möst, ég get líka alveg faðmað mig bara í þessum!

Toppurinn er úr bambus og það er eins og að vera í skýi að vera í þessum "gourmet" galla! Buxurnar eru úr laufléttu viscose og berar táslur eða notalegir ullasokkar eru málið!

Takið eftir strengnum, já hann er breiður og með mikilli teygju, það verður því nóg pláss fyrir allskyns gúmmelaði!! Elsku laufabrauð.. komdu bara, nú tökum við á því!!!

Svo erum við einmitt með tvö kósý "Gæðastundar teppi" í bústaðnum, þetta verður því uppskrift að einhverjum notalegustu jólum fyrr og síðar!!

Hér verð ég að gera EKKERT í nokkra daga!!! ahhhhhhhhhh en sú sæla!

18. í jólagjafatali Systra & Maka, vinningur dagsins er Victoria Ilmkerti: Jóladúó!

Vinningshafinn í Reykjavík er: Karen Guðmundsdóttir

Á Akureyri: Agnes Björk Blöndal

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinningana :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

A cosy overall for a very chilled Christmas time is absolutely necessary, and here it is!

This one was in fact made especially for me, it is such a privilege to be able to make stuff for myself when I need it. And this overall was my next necessity to own! You see I have a plan: after a very busy December and well year in fact I see Christmas vacation in mirage as this super relaxed time in our summerhouse. We are talking this overall, my family, quality movies (and here is a good list btw), good books, board games, a large box of chocolate treats, cheeses, Christmas malt brew and nothing but cosy time!  

A pretty good plan right?!

Perhaps we go for a walk or two around the area, but not at all a must! I can just as well just stay by the fireplace and hug myself wearing this, so soft!! 

The top is made of bamboo and it is like wearing the clouds! The pants are a light viscose and bear toes or woolly socks is definitely the way to go!

Ahhh and notice the waist band, stretchy, wide and soft: bunch of space for all that gourmet food right!?!

Plus we have two of these cosy blankets in the summerhouse, so this will be a recipe for some of the nicest Christmases ever I believe!!!

Here I'll be staying, doing absolutely NOTHING for a few days!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

(English below)

Við systur og makar skelltum okkur á Jólamarkað á Þórshöfn um helgina og erum því búin að vera frekar léleg á blogginu upp á síðkastið. Hún Tóta mín er sumsé ættuð frá Þórshöfn eins og ég hef komið inná áður (sjá hér). Okkur var boðið að taka þátt í markaðnum svo við skelltum okkur í ferðalag, skreyttum búðina okkar á Akureyri svolítið í leiðinni svo það var "multi-taskað" eins og okkar er von og vísa.

Nú erum við komin aftur í raunveruleikann eftir yndislegt dekur hjá tengdó og það styttist í jólin og nýjar vörur eru að hrúgast inn. (Ég ætla að fara aðeins betur yfir það í næsta pósti).

En nú að svefnherbergi 1 í bústaðnum.

Það var eins og restin af bústaðnum, furulitað og eins og sést á efstu myndinni snéri rúmið í átt að hurðinni þegar maður kom inn. Okkur fannst það ekki nýta herbergið alveg nógu vel en grunar að ástæðan hafi verið hjá fyrri eigendum að koma kommóðu í hornið. Þau notuðu neflinlega bústaðinn ótrúlega mikið og þurftu því enn meira geymslupláss.

Við ákváðum strax að létta svolítið á þessu með hvítu rúmi, léttum náttborðum og að sjálfsögðu fallega Þoku litnum úr Slippfélaginu.

Hún Gulla, sem er mikil vinkona okkar, var í örlitlu fríi þarna frá námi erlendis og brunaði auðvitað beint upp í bústað í málningargallanum og eyddi stórum hluta frísins hjá okkur! Meira hvað það er dýrmætt að eiga svona yndislega félaga, í alvöru, það er svo ótrúlega mikið gull!

Gunna, önnur frábær vinkona, kom og græjaði gamlan spegil sem við fengum í Góða Hirðinum fyrir 3000.- Hún pússaði létt yfir hann en ramminn var í raun hart plast (1990 stíll), grunnaði með hvítum grunni og málaði svo með þráhyggjupenslinum með hvítu lakki.

Þessa sætu kommóðu fengum við líka í Góða Hirðinum á 2000.- (Svo sá ég systur hennar nokkrum vikum síðar, reyndar í svolítið verra ástandi en við vorum þá orðin svo ánægð að við vorum ekkert að splæsa í hana). Hún fékk sömu meðferð og spegillinn, þrif, létt púss, hvítur grunnur og svo hvítt lakk. Hnúðana átti María en hún fékk þá upphaflega í Kaupmannahöfn.

Rúmið keyptum við í IKEA ásamt borðlampanum sem sést hér á myndinni að ofan. Veggljósið var líka úr IKEA en við áttum það síðan einhverntíman í geymslunni. (Það átti greinilega að eiga heima hér!)

Gardínurnar voru í bústaðnum áður og þar þökkum við fyrri eigendum enn og aftur fyrir vandaða hluti, myrkvunargardínur í hvítu með keðjum og það sá að sjálfsögðu ekki á þeim!

Rúmteppið saumuðu snillingarnir á saumastofunni sem og flesta púðana. Bleiku púðana fengum við þó í Söstrene Grene, aðra græjuðum við. Efnin fengum við í Vogue og Álnabæ en við notuðum frekar gróf-ofið efni í teppið sjálft með flauelis kanti. 

Heklaða blúnduteppið er gamla fermingarteppið hennar Tótu sem við stálum í einhverri heimsókninni til tengdó, það var upphaflega úr IKEA.

Hér má sjá spegilinn fína sem sómir sér svona vel á veggnum. Það þarf neflinlega ekki alltaf að vera rándýrt til að vera dásamlega fallegt! 

Krossinn er úr smiðju Kristu Design en þau eru með tvær stærðir af þessum fallegu vegg krossum.

Kransinn í glugganum er að sjálfsögðu einnig frá Krista Design, en hann hentar bæði sem heilsárs eða sem jólakrans. Þeir hafa verið að slá í gegn uppá síðkastið en Krista býður einnig upp á Ílex krans sem og Hreindýrakrans.

Myndirnar hér á veggnum prentaði María út af þessari síðu og hér má einnig sjá minni týpuna af krossinum sem hangir hér á skápahurðinni.

Það má einnig geta þess að við tókum viðarhnúðana af skápahurðunum og nýttum hnúðana sem áður voru á eldhúsinnréttingunni úr bústaðnum. 

Þetta ljós var einnig í eldhúsinu svo það passaði svona glimrandi vel við hnúðana fínu!

Hér á myndinni fyrir ofan má einnig sjá hjarta sem er eins og krossarnir frá Kristu Design og slána fengum við í IKEA en hún er hugsuð fyrir rúmteppið meðan gestirnir hrjóta.

Þetta var þá svefnherbergi eitt sem að við erum svo ofsalega ánægð með. Það er töluvert léttara og ljósara en hitt herbergið en það var planið frá upphafi að hafa þau svolítið misjöfn, María og Börkur eiga þetta herbergi enda ótrúlega rómantísk og væmin bæði tvö ;) 

Ég og Tóta rokkari eigum svo næsta herbergi en það er allt annað lúkk á því, miklu svartara og dekkra...

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is time to tell you about the first bedroom in our summerhouse.

We decided to have the bedrooms quite different; one light and quite romantic and the next one quite dark and a bit more eccentric.

The bedroom was like the rest of the house, covered in pine and as you can see from the top image the bed faced the door as soon as you entered the room.

We decided to turn it to the left to get more space when you entered and to get an easier access to the cabinets.

We believe the reason for turning the bed the way they used to was to have more storage in the room, they actually fitted a dresser next to the bed but since the house will not be used as much by us and more by guests we don’t need quite as much permanent storage solutions.

Firstly we wanted to lighten the space up, painted the ceilings white as well as the doors, the windows and window frames. The walls got to be in the grey colour, same as the rest of the house.

Gulla, our dear friend, had a little vacation from her studies abroad when we renovated the house and she came as soon as we called to help us out. Seriously, it is so very precious to have friends like that!

Gunna, another helping hand, came and renovated the frame. It was s very cheap old second hand plastic framed mirror we sanded lightly. Based it with a base foundation and did a top coat with white lacquer.

This little bedside table we also got at a second hand store very cheaply. Same process: cleaning, light sanding, base foundation and a top coat of white lacquer. The knobs my sister got some time ago in Copenhagen so they fitted perfectly!

The bed frame is from IKEA as well as the table lamp. The wall lamp is also from IKEA but we had that from some time ago and now it found itself a place to belong!

The curtains came with the house and again we thank the previous owners for quality in their choices! Full darkness curtains are a necessity here in Iceland whereas the summer nights have full daylight for the whole 24 hours!

The bedspread was sewn at Volcano Design’s sewing room as well as most of the cushions. The pink velvet cushions we got at Sostrene Grene but the other ones we made.

The white crochet throw is also from IKEA but a quite old collection, sadly not available anymore.

Here you can see the mirror, perfect by the bed!

We decided to use a simple fold chair as the other side table. It was light and simple and doesn't take much space, plus we found it was very “beachy” and “summerhouse-y” (that’s a word, right?!)

The cross is made by Krista Design but they offer two sizes of these beauties!

The wreath in the window is also from Krista Design. This one I absolutely love! It can be used as a Christmas decoration but it is also perfect for the whole year around!

Krista also has 2 other wreaths, the Christmas reindeer one and the Holly Berry wreath!

The images on the wall María printed from this page:

Here you can also see the smaller version of the wall cross.

The pole is for the bed spread during the nights and the heart is the same collection from Krista Design as the wall crosses.

So, this was bedroom one and we are completely thrilled with it! It is very light and airy and very different from the next room, (more coming soon).

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

(English below)

Næsti kafli í bústaðarbreytingunum er svefnloftið, en það er eitt af mínum uppáhalds rýmum.

Það er ekki með fulla lofthæð reyndar en úff það er svo kósý eitthvað og krúttlegt og þessi gluggi horfir yfir allan dalinn, hér er æði að vakna!

Svona var svefnloftið áður þegar við tókum við fallega bústaðnum, furuklætt eins og restin og þarna til vinstri á efri myndinni getið þið séð vatnstankinn.

Við vildum strax halda þessu rúmi á sínum stað svona undir glugganum og mála það hvítt, okkur grunaði líka að loftið yrði aðeins léttara þegar búið væri að mála það og vá hvað það varð mikill munur (sést á myndum hér aðeins neðar).

Við vildum líka setja upp einhverskonar klæðningu fyrir hitakútinn, sérstaklega þar sem við erum að fara að leigja hann út þá á þessi "fíll" ekki að vera sjáanlegur.

Þetta rúm var einnig hér á loftinu við rimlana en við fórum með það niður í svefnherbergi tvö (ég segi betur frá því síðar).

Hér sjást semsagt rimlarnir og hér til hægri er smá skápainnrétting sem var fest í gólfið.

Hér sést skápurinn enn betur, hann er ss þarna svolítið út á miðju gólfi en myndar þessar hillur þarna við hliðina. 

Við fjarlægðum þetta allt saman út og vorum svo heppin að parketið var alveg heilt undir og það var bara eins og það hefði aldrei neitt verið þarna, enn og aftur vil ég þakka fyrri eigendum fyrir gæði í öllum frágangi!!

Þá tók auðvitað yndislega málningarvinnan við, grunna grunna, mála og mála :)

Hún Tóta mín var þarna á fjórum fótum í nokkra daga og rak svart hárið reglulega upp í hvíta loftið.. hún var bókstaflega að verða gráhærð á þessu! hohoho ;)

En ohhh, svona var þetta létt og fallegt!

Þá var komið að því að mála rúmið hvítt...

Feðgarnir að koma fyrir rennum svo hægt væri að loka fyrir hitakútinn, þarna er svo kominn léttur renniveggur sem hægt er að opna svo við græddum þarna svolitla aukageymslu fyrir fleiri sængur.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Hér er svo loftið tilbúið: Þetta er boxdýna úr Ikea en við tókum bara fæturna undan því og saumuðum utanum það brúnt leðurlíkisáklæði. Fallegu blómapúðarnir fylgdu bústaðnum sem og kringlótta ofna mottan, hún var áður í stofunni en smellpassaði nú á loftið!

Þessa litlu innréttingu fundum við í gegnum sölusíðu Skreytum Hús en hún smellpassaði inn!

Þetta rými er semsagt hugsað svona svolítið fyrir krakkana: skúffurnar eru með DVD diskum og spilum og bókum. Eins nýtist boxdýnan auðvitað sem aukarúm fyrir einn fullorðinn eða ungling.

Öll rúmteppi og púðaver saumuðu snillingarnir á saumastofunni okkar, Volcano Design. Þær eru að verða ansi vanar að stökkva úr fatasaum í heimilissaum þessar elskur... já aðallega orðnar ótrúlega vanar þessu veseni í okkur!

Hér er svo fallega rúmið við gluggann, ég algjörlega elska þetta eins og ég sagði. Unglegt, ferskt og notalegt!

Motturnar fengum við í ILVA (það eru tvær langar sitthvorumegin við rúmið). Náttborðið öðrumegin er gamall viðarkassi og hinumegin notuðum við gamlar ferðatöskur.

Myndirnar sem halla hér uppað veggnum fengum við á heimasíðu sem býður uppá þann möguleika að prenta út fría grafík. Við nýttum okkur þessa skemmtilegu lausn á nokkrum stöðum um bústaðinn.

Hér sjáið þið td fjaðrirnar fallegu í rammanum, þær eru líka af þessari síðu.

Karfan hér fyrir framan er svo hugsuð fyrir alla púðana og rúmteppið meðan sofið er í rúminu.

Ég elska að stútfylla allt af púðum og teppum og öllu sem öskrar "GÆÐASTUND" svo ég fékk það sem ég vildi í þessu! :)

Þarna má svo finna gæða lesefni, Bridget Jones ofl "gourmet stuff"! 

Svona er hæðin, eins og þið sjáið hérna vinstra megin þá lokuðum við þessum vegg með svolitlum panil og komum slökkvaranum aftur fyrir (þarna var enginn veggur áður). Þetta verður til þess að loftið virkar dálítið skipt þegar maður kemur upp, maður byrjar á að horfa á sjónvarpsdýnuna og svo til vinstri á rúmið.

Litla sjónvarpsinnréttingin er með glerplötu svo við komum nokkrum myndasögum fyrir undir plötunni til að gera þetta enn "krakkalegra". Ég veit, þetta er Tinni sem er alveg bannað að rífa, en bókin var brotin og nokkrar blaðsíður rifnar úr, það er eina ástæðan fyrir því að við notuðum Tinna!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Next chapter in the summerhouse renovations is the loft but that is one of my absolute favourite places!

It doesn't have a full loft height but oh it is so lovely and cost and this window offers view over the whole valley!

This is how the loft looked like before we changed it, covered in pine which made it very cosy but a little heavy and dark.

We loved the location of the bed, under the little window and decided to keep it there from the start but the space needed to become a bit lighter with paint and the difference is vast!

We also wanted to set up some sort of a cover for the water tank to make it “invisible”.

This bed was also here on the loft next to the banister but we took this downstairs to be used in the second bedroom.

Here you can see the banisters and there on the right you can see a little cabinet that was stuck to the floor.

Here the cabinet is even more visible, we decided to remove this storage and luckily the flooring underneath was whole, again we are so very thankful to the previous owners for their fine finishing’s!

Then it was time to paint paint paint.. but how everything brightened with a bit of white!

Look, what a difference!

The bed was painted white…

The father and son built a little wall to the left when you go up the stairs and a little light moving wall to hide the water tank. By doing this we gained some extra storage for more bed linens and sheets.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Here the loft is ready. This is a box mattress from IKEA but we simply removed the legs and covered it with brown foe leather cover. The pillows came with the house as well as the rug but that used to be located at the living room.

This little storage we bought second hand online but it fitted perfectly!

This space is considered to be an area for the kids, the drawers are filled with DVD’s and books and board games. The box mattress also works as a “sofa” as well as an extra sleeping space for one adult or a teenager!

All bed sheets and pillow cases were made at Volcano Design’s sewing room. They are now quite used to jump from clothes making to home ware which I truly appreciate!

Here we can see the beautiful bed next to the window: I LOVE this like I said! Young, fresh and oh so cosy!

The images on the wall we got online at a brilliant blog called Oh so lovely but she offers free printable’s. This we used in several places throughout the house!

The feathers in the frame are also from this brilliant page!

The basket here in front of the bed is for all the pillows and throws because I am such a sucker for everything that screams “Cosy time”! I got what I wanted!

Quality reading material: Bridget Jones… well of course!

This is how the floor looks from one end to the other. The little wall we built is a sort of a cover for the bed area as soon as you come upstairs. Firstly you see the extra “sofa bed” on the right and then you see the main sleeping area to the left.

We also but some old cartoons under the glass plate on top of the TV cabinet, just to emphasize slightly that this area is “meant for” the kids and teenagers.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, svefnherbergi og svefnloft.

(English below)

Svefnherbergi eitt...

Bústaðurinn er kannski ekki sá stærsti á landinu, en við ætlum að gera hann nýtilegan fyrir eins marga og hægt er með því þó að hafa hann þægilegan.

Fyrsta svefnherbergið er það stærsta, þar er hellings skápapláss og furuklæddir veggir í hólf og gólf. Hér stefnum við á að mála og ætlum að hafa veggina gráa alveg eins og frammi og loftin hvít. Fyrsta hugmyndin var að hafa herbergin alveg hvít, bæði veggi og loft en þar sem að bústaðurinn er ekki svo svakalega stór þá höldum við núna að það verði betra að hafa allt eins. Grái tónninn verður heldur ekki svo svakalega dökkur, svo herbergið mun ekki minnka, heldur verða bara enn meira kósý ef eitthvað er... (það er vonin allavega!)

Þessu svefnherbergi viljum við halda léttu og ljósu með gráum og gylltum tónum. Við elskum að blanda áferðum og munum gera það með mismunandi púðum, rúmteppi og kósý teppi. Eins viljum við halda lýsingunni góðri. Hér er aðalatriðið að vera með gott lesljós og notalega og hlýlega "kúri" birtu.

 

Þessi ljós eru bæði frá IKEA en þau gætu passað vel inn í þetta herbergi, aðeins að tengja bastið við körfurnar og mottuna í stofunni... þetta gæti verið eitthvað...

Mér finnst líka ofsalega fallegt að blanda svolítið af bleikum tónum við gyllt og grátt eins og sést á þessari mynd, svo það væri gaman að finna fallegt efni í "gammel-rose"..svolítið svona "Lauru Ashley" tón. Eins og hér er líka fallegt að grípa gyllta litinn með skrautmunum á náttborðinu.

Við erum aðeins að hugsa um náttborðin hér, það væri gaman og parktískt að koma fyrir kommóðu öðru megin, en hinum megin gæti verið annarskonar náttborð. Við erum ekki alveg búin að ákeða þetta, en hér eru td nokkrar sniðugar hugmyndir:

Svefnherbergi tvö...

Seinna svefnherbergið verður svo aðeins grárra, við viljum að hvort herbergið verði með sinn stíl og ekki alveg eins, en þó tengingu, svo maður sjái að þau eigi heima saman. Hér er myndin sem að líkist okkar hugmynd best:

Það eru auka stólar sem fylgja bústaðnum sem við vorum einmitt búin að hugsa okkur sem náttborð í þessu herbergi, og eins og sést hér kemur það mjög vel út, mála matta svarta og búmm done, ef að þeir eru ekki of stórir þá gæti þetta orðið lausn sem gæti hentað.

Ég á svo grátt efni á saumastofunni hjá Volcano sem að ég hef hugsað mér að nota í rúmteppi og kannski sauma svartan flaueliskant eða fóðra með svörtu flaueli sem er svo brotið yfir, eða bæði... Svo þurfum við að hafa svolítið af púðum í stíl og blanda öðrum tónum aðeins við.. kannski svolítið út í fölgrænt flauel, það gæti verið fallegt!

Það er eitthvað dálítið öðruvísi og ferskt við þennan tón, eruði ekki sammála?

Þessi myndaröðun fyrir ofan rúmið held ég að muni koma dásamlega vel út í þessu herbergi. Hér verður rúmið upp við vegg (ekki undir glugga eins og í hinu).

6 rammar eða þessvegna 9 stórir rammar með mikið af hvítu og litlar myndir inní.. þetta gæti verið málið...

Í þessu herbergi verður líklega ekki pláss fyrir fataskáp, svo hugmyndin er að reyna að koma fyrir kommóðu og snögum, þessir finnst okkur fallegir..

Eða eitthvað í þessum dúr eins og við erum með í versluninni okkar, nema með stærri snögum í stað hnúða. Þetta gæti líka orðið lausnin á ganginum fyrir útifötin.

Þá er það svefnloftið!

Það er ofsalega lágt, aðeins lægra en á myndinni fyrir ofan og er einmitt með svona lítinn krúttlegan glugga við endann! 

Við eigum tvær gamlar ferðatöskur sem við höfum hugsað okkur að nota sem náttborð öðru megin og gamlan viðarkassa hinumegin (þá er líka hægt að raða fallegum bókum inn í kassann.

Hér verður allt ofsalega hvítt með poppi af litum. Loftið verður hvítmálað sem og bitarnir og það litla sem sést af vegg þar sem meginpartur loftsins er undir súð, verður í gráa bústaðarlitnum.

Ég elska svona myndir á gólfi sem halla upp að veggnum svo ég er aðeins að ýta á Maríu systur að mála eitthvað hér... við skulum sjá! :)

Þessi bekkur hérna fyrir framan rúmið finnst mér líka snilld! Við þurfum aðeins að sjá hvort að það verði nægilegt pláss, en ég læt mig dreyma.

Það verða tvær mottur sitthvorumegin við rúmið sem að við fengum í Ilvu svona langar og mjóar. Önnur ferðataskan sem verður í náttborðinu er líka blá svo þetta rými verður í ljósu, gráu og bláu, ferskt og fallegt!

Gluggarnir í öllum svefnherbergjunum eru nú þegar með myrkrunargardínur sem við ætlum að sjálfsögðu að halda, íslenskar sumarnætur og allt það. Það eru líka tau gardínur núna fyrir öllum gluggum sem við ætlum að fjarlægja þar sem við viljum að gluggarammarnir sjálfir fái að njóta sín betur. Hlýleikinn af tau-inu er samt eiginlega ómissandi í svona bústað svo ég held að þessi lausn muni sóma sér vel..

Létt og fallegt hör eða bómullarefni á gormi eða lítilli þrýstistöng, já þetta er málið!

Á efri hæðinni er líka pláss fyrir annað lítið 90cm rúm sem við ætlum að koma fyrir við rimlana niður í stofu, hugmyndin er að gera svolítið krakkarými.

Við ætlum ss að taka fæturna af rúminu þar sem það er of hátt og þá liggur það alveg á gólfinu með stórum og djúsí púðum við bakið, svo verða hér tvö heimasaumuð hrúgöld úr sama efni og við ætlum að klæða rúmið (og sófann í stofunni) svona svolítið sjúskað leðurlíki. Svo verður hér æðisleg kringlótt fléttuð motta sem að fylgdi með bústaðnum og þessi eining sem að við keyptum á Skreytum Hús sölugrúppunni:

Hér ætlum við að kom fyrir litlu sjónvarpi og DVD diskum í skúffurnar sem og allskonar kössum og körfum með dóti og spilum. Ekta svona kósý krakkahorn sem getur nýst sem auka svefnpláss fyrir ungling eða einn fullorðinn. Einingin verður á miðju gólfi og mun því skipta svefnloftinu aðeins niður: krakkarými VS svefnrými. Hér mun því hver centimeter nýtast án þess að vera yfirfullur eða troðinn.

Eruð þið ekki að sjá þetta fyrir ykkur?! :)

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með öllum breytingum og sniðugum verkefnum hér á blogginu svo það er um að gera að fylgjast með. Við erum líka alltaf opin fyrir hugmyndum svo endilega kastið á okkur ef þið eruð með góð og sniðug ráð! 

Nú er bara málerí en það er að ganga alveg fáranlega vel, við erum dugleg að henda inn myndum á Instagram síðuna okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Brainstorming for the summerhouse: bedrooms and sleeping loft.

We keep on brainstorming for the summerhouse. The paint-job is going super well and is almost finished. It is taking a while to paint this though, not having flawless walls but panelling means brushes which is so time consuming. It will however look super cosy and warm so I believe it is totally worth it.

Bedroom one:

We were thinking of having the bedrooms in all white but after a great consideration de decided to go with the same grey as in the main space. The house isn't huge and keeping consistency we believe will function better.

The first bedroom is the largest, great closets with beautiful panelling and lovely ceilings which will be white. We want to keep this room light and intend to use soft greys, beige, gold and perhaps a little gammel-rose pinks. The main thing is lovely lighting which is good for reading and snuggling.. I mean that is the point of cosy summerhouses right?!

This image describes this room pretty well:

We have found some samples of fabrics for the bedspread, natural, grey/brown soft tones mixed with a bit of soft velour, glitter and knits. I love mixing textures and think it makes everything look more "expensive" and interesting.

Bedroom two.

The second bedroom will be a bit cooler, more grey tones and blacks. We want to keep on mixing textures and the bedspread will be a mix of black velour edging and a grey wool blend. Pillows in blacks, knits, greys and perhaps we will introduce a little green to this space, I think that could look good.

These couple of images sort of give you the right feel..

Can you imagine how lovely this can look, cool and crisp and not exactly summerhouse-y, but we think it will work! Girls gotta hope right?!

The loft.

Finally we have the loft bedroom. It is a very low space, crawling really and perfect for kids and teenagers. I do think I will spend a lot of time here reading, it is the perfect place to read I believe. Very snuggly, cosy and now since it has become white, super crisp and clean, bright and fresh, (wow lots of adjectives!!.. but you get the point)

 

This is how it was before...

This is how we want it to look...

We have two old suitcases and one of them is blue, which we want to use as bedside table on one side with an empty box on the other side. The colour blue will be kept throughout in detailing, pictures, cushions and a throw. 

We are having rugs in every bedroom under the front part of the bed like so:

We would however like to change it up a bit on the loft and have two smaller ones on either side of the bed.. oh you know, just because! :)

Something like this and we found lovely rugs at Ilva in Iceland.

The rugs are like these:

The loft is surprisingly spacious and we are going to fit in a kids play-space mixed with a TV area and an extra bed. It sounds like it is huge but really it's just a space all in one.

We have a single box mattress from IKEA we are going to use without legs, cover it with foe leather and bunch of pillows, essentially making it a sofa/bed. Then we are going to sew two bean bags from the same material and place couple of side-tables made of old wooden boxes with cute lamps. The devil is in the details you know!

Then we found a cheap second hand TV cabinet we are placing on the middle of the floor and that will actually divide the space into two but still keeping everything open and light: TV/kids area VS bedroom space. Are you seeing it?!

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

 

Lesa meira