Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / snæfellsnes

Seyðandi Snæfellsnesið

(English below)

Ég verð að deila með ykkur nokkrum myndum sem við tókum á ferð okkar um Snæfellsnesið fagra en fallegri akstursleið er varla hægt að finna.

Endalaust myndefni í krúttlegum smábæjunum á leiðinni frá Stykkishólmi og niður að Hótel Búðum. Eftir notalega helgi í bústaðnum í Hólminum þar sem við nutum þess að vera í smá fríi frá vinnunni, með nokkrum Dolly vafningum þó, þá héldum við heim á leið en ákváðum að fara „hina“ leiðina niður að Vegamótum. Með viðkomu í pylsuvagninum þar sem menn fengu sér mögulega eina Þórhildi og Hinrik þá var brunað af stað.

Grundarfjörður, Ólafsvík, Hellissandur, Rif, Arnarstapi og Hellnar voru sérstaklega fallegir í frábæra veðrinu sem við fengum. Nautnabelgirnir sem við erum stoppuðum hér og þar í ís og snakkáfyllingum og eitthvað var sopið á kaffinu. Ég verð þó að nefna að verðlagið á veitingastöðum er ansi breytilegt og víða sorglega hátt að mínu mati. Okkur langaði að setjast niður í kökusneið á einum stað en hreinlega tímdum ekki að borga 1100.- fyrir litla sneið af hjónabandssælu ! Fannst það bara hreinlega ekki málið.

 

Eftir kríuhitting á Rifi og skoðunarferð um eyðibýli sem ég laðast sérstaklega mikið að þá ákváðum við að bruna beint á Akranes og prófa veitingastað sem ég hafði lesið góða dóma um.

Þetta var Gamla kaupfélagið sem stendur við Kirkjubrautina og þótt húsið hafi ekki kallað neitt sérlega á mann þá var andinn innandyra notalegur og matseðilinn kjánalega girnilegur.

Eldri sonurinn átti í mestu vandræðum með að velja sér en við enduðum á að prófa nokkra mismunandi rétti svo hægt væri að smakka hjá hvor öðrum. Það er eitthvað sem einkennir okkur systur, matseðlagræðgi og smakkárátta.

Helst viljum við að allir panti sitthvort svo við missum ekki af neinu með mismikilli ánægju samferðafólks.

Þjónustan var ljómandi góð og sérþörfum yngri sonarins sinnt með ánægjusvip. Verðinu var stillt í hóf, maturinn kom hratt og örugglega úr eldhúsinu og smakkaðist hreint út sagt frábærlega. Þetta er flott tilbreyting frá vegasjoppunum og svei mér þá jafndýr ef ekki ódýrari. Get alveg mælt með þessu fína veitingahúsi fyrir allan aldur og buddur.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The seductive Snæfellsnes

I must share with you couple of photos we took on our way around Snæfellsnes but a more appealing drive can hardly be found. Snæfellsnes is a peninsula situated to the west of Borgarfjörður, in western Iceland.

We spent a weekend at my parent’s summerhouse and took the “other way home”.

They drive is filled with photo-moments, all sorts of cute small towns; Grundafjörður, Ólafsvík, Hellissandur, Rif, Arnarstapi and Hellnar. And being the foodies that we are we stopped at several places on the way to enjoy hot dogs, ice-creams, refilled our snack supplies at every other drive through and the coffee limit was reached and passed!

The prices are very different at the restaurants and at some I must say I found it to crude, so travelling around Iceland try to look for the best prices. Sometimes it is totally worth it, especially if the surroundings, interior and details has been touched with love (you see that straight away) then I am totally willing to spend the buck. But too high of a “tourist price” I really feel put off.

Anyhow, after a meeting with some crazy arctic terns at “Rif”, (they pick your head if you get to close). We decided to go straight to Akranes to try a restaurant I had heard raves about. (I know, you’d expect us to be fully fed up at this point but this lovely Sunday our tummy’s seemed to be bottomless!) The restaurant is called “Gamla Kaupfélagið” which is a not necessarily the most attractive on the outside the interior was very cosy, the menu was especially desirable!

My older son had problems picking a dish to try so we ended up trying a few. My sister and I have this in common, we get “food jealous”, because someone might get a better dish! A great solution is to get everybody to order differently so we can try all the dishes, not exactly popular always but hey, give us some love! “Menu-greed” and “taste fetish”, those are some real symptoms you know!

The service was great, which we value greatly, the food was delish, (all the dishes) and the price was very reasonable, I can definitely recommend this place! Check out the restaurant here.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira