
Að kyssast undir Mistilteini- upphaflega norrænt?!
Þessi dularfulla planta hefur verið notuð í athöfnum hjá Keltum, Germönum og Evrópubúum. Grikkir töldu hana hafa yfirnáttúrulega krafta.
Aðeins 5 pakkar eftir!
Falleg dagatöl frá Systur&Makar á 1900.- pakkinn til að nota í aðventunni fyrir ýmsa hluti. Sem viðburðadagatal með hugmyndum að verkefnum eða samverustundum, til að hengja á litla poka eða pakka fyrir gjafir eða á sultukrukkur til að lýsa upp hvern dag í aðventunni.
Kynnið ykkur málið hér!
Við systur höfum brotið talsvert af origami jólatrjám í gegnum tíðina til að skreyta verslanirnar okkar eða heimilin, eða einfaldlega sem pakkaskraut.
Trén héngu í gluggunum í verslununum okkar á Laugavegi og á Akureyri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, svo gaman að rifja upp gamla tíma.
En brotin eru svo sannarlega tímalaus og þau er auðvelt að gera með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi.
Saga þessa litla og krúttlega fyrirtækis er ansi hreint fjölbreytt og skemmtileg og er nú komið að nýjum kafla.
Þetta hefur verið ein heljarinnar rússíbanareið sem endaði í þessari glæsilegu verslun sem minnir okkur alltaf á risastóran og rándýran konfektkassa sem við höfum algjörlega dýrkað að sinna og erum einstaklega stoltar af.
Næstu skref og breytingar eftir áramót eru...
Þetta var ósköp saklaust sossum í byrjun en mamma mín, hún Fríða, er stórmerkileg uppspretta hugmynda og pælinga sem er magnað að fá að taka þátt í. Hún hringdi semsagt í mig stuttu eftir að fréttir bárust um að fyrsti íslenski jökullinn væri nú horfinn sökum loftslagsbreytinga og hvatti mig til að gera eitthvað til minningar um hann.
Eitt kvöldið festist ég illa í mjöð og kalla þurfti á aðstoð sjúkrabíls til að koma mér til læknis og þarna var botninum náð. Ég býsnaðist yfir því að vesalings sjúkraflutningamennirnir þyrftu að bera mig út í bíl og skammaðist mín alveg ofan í tær. Nú skyldi ég breyta um lífstíl og það strax hugsaði ég.
Nú er partýið búið, sumarfríisdagarnir uppurnir og margir farnir að hella sér í rútínuna, eða koma sér aftur á hnakkinn ef svo má að orði komast.
Við systur ætlum að taka þátt í rútínuskipulagningu með ykkur og bjóða ykkur velkomin á heilsudaga í versluninni okkar dagana 16.-18. ágúst nk.
Það verður boðið upp á fríar uppskriftir með allri seldri matvöru.