Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / systur og makar

Íhugun um hönnunarhugtakið

Íhugun um hönnunarhugtakið

Í ljósi umræðunnar um „skeiðina hans afa“ síðastliðna viku, höfum við hjá Systrum&Mökum rætt hugtakið hönnun og viljum aðeins fara yfir okkar afstöðu til þess.

Það er líklega best að byrja á því að útskýra forsöguna. Þann 9.febrúar sl birtist grein á Vísir um „skeiðina hans afa“. Þar segir frá stúlku sem hafði fengið skeiðina að gjöf og furðar hún sig á því að hún skuli teljast íslensk hönnun þar sem efniviðurinn sé fenginn úr IKEA.

María Krista hönnuður Krista Design, svarar því að eflaust þyki einhverjum furðulegt að nota efnivið úr IKEA, en bætir þó við að hugmyndin sem liggi að baki endurgerð hennar eigi sér rætur að rekja til afa okkar systra sem fyrir u.þ.b. 40 árum tók hefðbundna matskeið úr skúffunni hjá ömmu, boraði á þær göt svo sigta mætti meðlæti frá vökva. Teljum við því að sú hugmynd sem og endurútfærsla Maríu Kristu sé hönnun/hugvit í sjálfu sér. Hér má til að mynda vitna í Christian Guellerin sem segir m.a. að hönnun snúist um athöfn eða ferli frekar en vöru og að verkefni hönnuðarins sé að umbreyta heiminum og bæta umhverfið, að gera það fallegra, nothæfara og gagnlegra.

Það ber þó að nefna að Krista Design hélt því aldrei fram að skeiðin væri sín hönnun, né íslensk hönnun yfirhöfuð heldur einfaldlega endurgerð á hugviti afa. Hann taldi sig svo sem ekki hafa fundið upp hjólið heldur bjargaði hann sér með lausn á vandamáli. „Skeiðin hans afa“ var því gerð til að heiðra afa og fínu hugmyndina hans sem kallast á hönnunarmáli „repurposing“ eða að finna einhverju nýtt hlutverk. Töluvert fyrir birtingu greinarinnar á www.visir.is skrifaði María m.a. bloggfærslu um skeiðina skemmtilegu sem lesa má hér.

Í umfjölluninni spurði Vísir Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands, hvað henni fyndist um þetta og svarar hún: „Það er einfalt - þetta er ekki hönnun þau eru bara að búa eitthvað til sem er bara fínt. Fólk ruglar mjög mikið með hönnunarhugtakið“.

„Til að vera hönnuður er ekki nóg að ákveða bara að maður sé hönnuður og búa eitthvað til. Langflestir hönnuðir hafa að minnsta kosti 4 ára háskólanám að baki. Það eru til ómenntaðir einstaklingar sem geta talist hönnuðir en þeir eru undantekning. Mig grunar að fólki í þessu fyrirtæki hafi aldrei lært neitt í hönnun“.

Það voru einmitt þessi hörðu ummæli Höllu sem urðu kveikjan að þessari grein okkar systra og maka og íhugun okkar um hönnunarhugtakið.

Það að vera hönnuður er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi eins og Halla staðfesti einmitt í Vikunni hjá Gísla Marteini, en það er hvergi gerð krafa um að einstaklingur þurfi að vera sérmenntaður til að geta hannað. Eins og segir í íslensku alfræðiorðabókinni samkvæmt www.mennta.hi.is er hönnun:

„Mótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Iðnhönnun er á sama hátt mótun hluta til fjöldaframleiðslu“ (Íslenska alfræðiorðabók H-O.1997:137).

Þetta segir okkur það að í raun er allt okkar umhverfi að einhverju leyti hannað, svo lengi sem það falli einfaldlega ekki undir náttúrulega sköpun móður jarðar.

Halla segir enn fremur að fólk rugli handverki og föndri við hönnunarhugtakið þar sem einungis menntaðir hönnuðir sem flestir hafa háskólanám að baki geti gert, annað telst til undantekninga. Lesa má frekar um skilgreiningar Höllu hér:

Þessu getum við ekki samsinnt að einungis menntuðum einstaklingum sé hampað og hinum ómenntuðu er meinaður titillinn nema um sérstæð tilvik sé að ræða. Hver er dómarinn sem gefur undantekningunum titlaheimild sem að menntaðir einstaklingar fá í útskriftargjöf? Eru það aðrir menntaðir einstaklingar, það að birtast í hönnunartímaritum, fá viðurkenningu frá erlendum hönnunarhúsum eða hver?

Með þessu er að sama skapi verið að gagnrýna alla þá einstaklinga sem að starfa ómenntaðir í fögum sem ekki hafa lögverndað starfsheiti sbr. listamenn, tónlistarmenn, leikara, rithöfunda og svo mætti lengi telja. Við sem eigum einmitt svo mörg dæmi um fagmenn á sínum sviðum sem þó eru ófaglærðir.

Hvað með til dæmis Jón Gnarr?

Þar er gott dæmi um einstakling sem fer allt á eigin verðleikum og hefur starfað á sviði ritstarfa, tónlistar, leiklistar og svo í pólitík þrátt fyrir að hafa þó ekki lokið stúdentsprófi. Er hann einn af þessum fáu sem heyrir til undantekninga?

Við systur erum reyndar báðar menntaðar á sviði hönnunar og lista þar sem María Krista nam fyrst iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist svo með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Katla útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbraut í Garðabæ og er með Diploma frá  Istituto Europeo di Design í Barcelona sem innanhúshönnuður. Við höfum einnig verið föndrarar, handverkskonur og hönnuðir allt frá barnæsku bæði fyrir og eftir nám og einkunnarblöð.

Við rekum atvinnuskapandi fyrirtæki, saumastofu, vinnustofu og verkstæði þar sem við erum bæði með faglærða sem og ófaglærða einstaklinga í vinnu. Við leggjum upp úr því að gera eins mikið hérlendis og við mögulega getum og rekum tvær verslanir auk netverslunnar sem selur okkar eigin hönnun og handverk í bland við aðrar vörur.

Við höfum verið stoltir þátttakendur á hinum ýmsu hönnunar -og handverskmörkuðum um land allt ásamt öðrum föndrurum, handverksmönnum og hönnuðum þar sem við stöndum hlið við hlið og seljum okkar eigin sköpunarverk.

Við gagnrýnum það að háskólamenntun sé ávísun á gæði í starfi og afurðum og teljum það rangt að tala um undantekningar ómenntaðra einstaklinga. Virðum heldur vinnu náungans og höldum áfram að starfa við það sem veitir okkur gleði og skapa hluti sem bæta umhverfi okkar hvort sem það sé nytjavara, til fagurfræði, skemmtunnar eða ögrunar.

Við tökum þó fram að nám er aldrei af hinu slæma og fögnum því og öllum þeim einstaklingum sem að mennta sig, hvort sem það sé gert með skólafenginni reynslu eða annarri.

Lifum í sátt og samlyndi hvort við annað og hættum titlatoginu. Hyllum heldur fjölbreytileikann og sköpunarkraftinn í hvaða mynd sem hann birtist, annað skilar engri hönnun. 

Lífið væri jú ansi litlaust ef hæfileikarnir fengju ekki að njóta sín því hugvitið leynist víða, eins og til dæmis hjá afa heitnum!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju

- Systur & Makar –

 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Lesa meira
Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

(English below)

Jólatrésstjakinn er nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design!

Hann kom á markaðinn núna rétt í byrjun nóvember og hann er algjört æði!

Tréð er úr dufthúðuðu áli og er fáanlegt í hvítu, það kemur í litlum kassa og er tilvalin jólagjöf!

Einfalt og fallegt en með stjakanum fylgir einnig glerstjaki undir teljós. Tréð er í stærðinni 22 X 11 cm

Stjakinn kostar 6900.- m/VSK en hægt er að versla hér á netversluninni með því að smella á myndirnar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The Christmas tree candle-holder is a popular choice for presents, particularly before Christmas!

It displays a christmas tree with christmas lights and a few presents all around.  It is a simple yet decorative candle holder.

Do you need a gift for mum or the grandparents, anyone?!

It is made of made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop.

The light comes with a glass bowl for tea lights in a beautiful packaging.

Size: 22 cm x 11 cm

The candle holder can be shopped here on-line and shipped to you wherever, just by clicking on the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Popup verslun í Hafnarfirði í desember!

Popup verslun í Hafnarfirði í desember!

(English below)

Við Systur&Makar fengum símtal í byrjun nóvember þar sem við vorum beðin að íhuga þá hugmynd að setja upp skammtíma verslun, eða svokallaða "popup" verslun í Hafnarfirði. Hugsunin var að hafa hana opna í desember mánuði í samfloti við jólaþorpið.

Okkur fannst þetta auðvitað strax spennandi þar sem við systur og annar makinn erum úr Hafnarfirði svo eftir svolitlar samningarviðræður og örlitla leit að góðu húsnæði slógum við til.

Húsnæði vinstri grænna stóð okkur til boða sem að við þáðum með þökkum enda á frábærum stað og stærðin algjörlega mátuleg!

Við byrjuðum á því að tæma allt út en það er hellings pláss í bakrými hússins þar sem við gátum raðað upp öllum borðum og stólum.

Það var svolítið búið að negla og svona í veggina og líklega þónokkur tími frá því síðast var málað, svo Tóta, sem er ofurmálari hópsins, skellti einni umferð af hvítu á allt á mettíma svo við byrjuðum með "hreinan striga" (ofsalega hljómar þetta listamannslegt!).

Þá var þrifið, skúrað og allt gert klárt fyrir innréttingar og röðun!

Við vorum búnar að mála nokkrar mublur þarna vikuna áður og bólstra einn stól. Svo fundum við nokkrar púðafyllingar sem við saumuðum utanum sem og tvo löbera á borðið.

Hér sjást fínu löberarnir, þeir fela neflinlega samskeytin á borðinu þar sem stækkanirnar koma, aldeilis flott redding ;)

Svo þurftum við aðeins að prufa nokkrar uppraðanir á stofunni góðu.

Það þurfti auðvitað að nærast inn á milli flutninga og þrifa.

Hér var farin að koma nokkuð góð mynd á stofuna.

Ragga frænka að leggja lokahönd á arininn, ohhh svo jólalegt að hafa svona arinn!

Þá var komið að því að jóla búðina svolítið upp en við ákváðum að halda okkur svona í skandinavískum stíl, piparpökur, músastigar, greni og "origami" jólatré (sérstaklega skandinavísk! ;)

Í gærkvöldi kláruðum við svo alltsaman! Jólaglöggsblandan er næst á dagskrá en við opnum kl 17:00 í dag og bjóðum upp á glögg og piparkökur!

Það eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn á eftir sem og allar helgar fram að jólum. Við bætum mögulega svolítið í opnunartímana þegar líða fer að jólum og auglýsum við það þá á Facebook síðunni okkar hér.

Jólaþorpið hefst í dag og verður lifandi alla helgina sem og kveikt verður á jólatrénu kl 18:00 í kvöld.

Hér má svo sjá dagskrá jólaþorpsins í kvöld: 

                                  

Er þá ekki rétt að enda á nokkrum myndum úr búðinni en það er auðvitað allt annað að mæta sjálfur og upplifa með eigin augum :)

Við vonum svo sannarlega að við getum orðið hin fínasta viðbót á Strandgötuna í Hafnarfirði fyrir þessi jólin og tökum vel á móti öllum gestum í aðventunni!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Systur & Makar open up a "popup shop" in Hafnarfjörður!

We got a message in the beginning of November asking us to do a popup shop in Hafnarfjörður but that is a town close to Reykjavík where me, my sister and her husband were raised.

It was not exactly planned to open up the third shop so close to Christmas, even though it is short term, because this year will be the first year we are running two stores as well as the web store. The third walk in store was not in the plans but we just couldn't say no, so off we went to plan everything, paint and decorate and voilà! -a new store has been born! 

The idea is to have the store open according to the Christmas village in Hafnarfjörður, but they have been praised for great Christmas spirit in past years. They actually set up a small "village" of houses where there are all sorts of goods, crafts and design sold among great entertainment on the stage.

This year they are adding horseback riding, decorated bus that will be driving around the town and bunch of pop up stuff like ours.

The street will be full of life every weekend in the advent and if you have any change to we encourage to come and visit!

We are opening our store tonight at 17:00 and will be open until the 23rd of December every weekend (and perhaps a bit more). Tonight we are celebrating the first Christmas village day with some mulled wine and ginger snaps!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Föstudagur til Fjár - "Black Friday" - allt fullt af tilboðum!

Föstudagur til Fjár - "Black Friday" - allt fullt af tilboðum!

(English below)

Við hjá Systrum & Mökum erum að stússa heilan helling þessa dagana og föstudagurinn verður sérstaklega stór hjá okkur!

Í verslununum okkar í Reykjavík og á Laugavegi ætlum við að halda upp á Föstudag til fjár eða svokallaðan "Black Friday" en búðirnar verða stútfullar af allskonar tilboðum sem væri hrein og bein vitleysa að láta framhjá sér fara! 

 

(Kl 17:00 á föstudeginum erum við svo að opna pop-up verslun í Hafnarfirði sem ég ætla að segja ykkur betur frá á morgun). ...dááálítið spennandi!!! ;)

 

Tilboðssláin í búðinni bætir við sig 10% afslætti svo sumar vörurnar þar fara upp í -70% afslátt!

Eins verðum við með stórar slár á -30% afslætti, -20% afslætti og smávörur á -10% afslætti aðeins þennan eina dag!

Við verðum með allar Crabtree & Evelyn vörurnar á -10% sem og vörurnar frá Villimey og öll fallegu lökkin frá Essie! Hér er tilvalið að gera jólagjafakaup!

Þar sem að við erum á flugi út og suður þá höfum við því miður ekki tök á því að vera með afsláttinn á netversluninni svo við biðjum ykkur því að fylgjast vel með okkur á Facebook síðunni og senda pantanir inn þar. 

Hér má svo sjá albúm með hluta af því úrvali sem verður á afslættinum okkar á föstudaginn!

Við hlökkum ofsalega til að sjá ykkur sem flest kæru vinir, það verður mikið stuð á Laugaveginum á föstudaginn og allt að gerast!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Systur & Makar take part in Black Friday!

We are having a huge one day Black Friday sale tomorrow!

We have loads of products going on discount for this one day and it is the perfect opportunity to get some Christmas gift shopping done, and perhaps find your holiday outfit!

This is happening both in Reykjavik and at Akureyri but unfortunately we can't have it on-line whereas our stock is very very limited! So if you have the change, show up early and get your shopping on! :)

For more images of the products on offer click here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira
Aðventudagatal Systra&Maka - gerðu eitthvað skapandi!

Aðventudagatal Systra&Maka - gerðu eitthvað skapandi!

(English below)

Við systur létum prenta fyrir okkur jóladagatal í tveimur litum. Okkur langaði svo í hreina miða með gati úr ágætlega stífu kartoni sem hægt væri að nota fyrir allskonar aðventu-dagatals pælingar.

Um er að ræða hvít spjöld með ljósgráu letri, létt og ljós og svo brún náttúruleg spjöld úr kvistpappír með svörtu prenti.

Tölustafirnir eru misjafnir svo spjöldin raðast skemmtilega upp þegar þeim er raðað á sinn stað.

Hægt er að nota þau á ýmsa vegu, þau má til dæmis hengja á litla poka með gjöfum sem er krækt á band eins og sjá má hér:

Fallegt er að binda smá borða utan um þau og festa utan um tómar sultukrukkur með sprittkerti og svo er kveikt á nýju kerti á hverjum degi. Þetta kemur ofsalega vel út í glugga! (Athugið að þið munið þurfa 300 kerti í krukkurnar í heildina miðað við að kertin lifa í einn dag hvert).

Einnig er hægt að festa þau á vegg og nota þau sem viðburðardagatal:

Þetta finnst mér æðisleg hugmynd afþví það þarf ekki endilega að vera búið að setja gjafirnar í poka, þær geta verið í formi samverustunda með fjölskyldunni alla aðventuna. Verkefnin þurfa ekki alltaf að vera flókin og hér er smá listi með nokkrum skemmtilegum hugmyndum

 1. Förum í skautaferð
 2. Eldum saman eitthvað gott í matinn
 3. Bökum piparkökur
 4. Spilum spil
 5. Föndrum jólakort
 6. Förum í bakaríið og kaupum snúð
 7. Búðarferð á Laugaveginn
 8. Kíkjum á kaffihús og fáum okkur heitt súkkulaði
 9. Skreytum úti-tré með seríu
 10. Förum á jólatónleika
 11. Laufabrauðsbakstur
 12. Föndrum jólaskraut
 13. Kíkjum í jólahúsið
 14. Förum í bíltúr að skoða jólaljósin
 15. Bökum smákökur
 16. Horfum á jólamynd saman
 17. Höldum fjölskylduspilakvöld
 18. Verslum jólagjafir
 19. Förum í göngutúr að skoða jólaljós
 20. Fáum okkur heitt kakó og smákökur
 21. Finnum jólatré
 22. Verslum í jólamatinn
 23. Búum til snjókarl
 24. Skreytum jólatréð
 25. Förum í jólabaðið
 26. Byggjum snjóhús
 27. Fáum okkur jólabjór (svona fullorðins ;)
 28. Föndrum aðventukrans
 29. Lærum um jólahefðirnar
 30. Skoðum erlendar jólahefðir
 31. Pússlum jólapúsl
 32. Finnum og pökkum inn jólum í skókassa
 33. Förum í jólamessu
 34. Lesum jólasögu
 35. Skrifum jólasögu
 36. Lesum jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum
 37. Lærum um aðventukertin fjögur
 38. Bjóðum vinum í jólakaffi
 39. Föndrum krans á leiðin
 40. Búum til jólakonfekt

Og svo mætti lengi telja! Hugmyndirnar geta verið úr öllum áttum og ef þér dettur fleira í hug má endilega skrifa það hér í commentin að neðan svo aðrir geti nýtt sér þær!

Aðventudagatölin fást hér á netversluninni með því einfaldlega að ýta á myndirnar sem og í verslununum okkar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is tradition here in Iceland, and all at many more places I suppose, to have a Christmas calendar hanging from the 1st of December until the 24th. 

We decided to get our own calendar cards printed and they are available in two colours: white with light grey and natural brown with black. The idea was to create a very versatile sort of a calendar that could be used for all sorts! The fonts are different so the whole look is very cute and fun and stack up very nicely!

You can hang them on a string like so:

 

We also find it adorable to make a candle calendar and tie a little string through the hole in the card and around small jam jars with tea-lights in them. Then you light a new candle every day! (Please note that you will need 300 candles for the whole 24 days). This is a beautiful installation in a windowsill for example!

 

You can also tie or stick the cards to little bags which you have filled with little treats for every day..

Then you can stick them to a wall and they will work as an event calendar for the whole 24 days. Something to do with the family: quality times in December! This can be adjusted to just about anybody, kids, couples, work spaces etc.

The project don't need to be very complicated and here is a little list with some fun ideas:

 

 • Go ice-skating.
 • Cook something nice together
 • Make gingerbread
 • Play a board game
 • Make Christmas cards
 • Go to the bakery together for a little treat
 • Go shopping in the main street
 • Go to a coffee-house for hot chocolate
 • Decorate a tree in the yard with lights
 • Hand-craft some Christmas decorations
 • Go to a Christmas concert
 • Take a ride to check out the Christmas lights in the neighbourhood
 • Bake Christmas cookies
 • Watch a Christmas film together
 • Throw a family game night
 • Shop for Christmas presents
 • Go snow sleigh riding 
 • Eat cookies and hot chocolates and think of what you are thankful for
 • Shop for a Christmas tree
 • Make a snowman
 • Decorate the tree
 • Make the advent wreath
 • Take the Christmas bath with bubbles and the works!
 • Learn about the story of Christmas
 • Learn about foreign Christmas traditions
 • Puzzle a Christmas puzzle
 • Read a Christmas story
 • Write a Christmas story
 • Go to Christmas mass
 • Invite friends to a advent coffee
 • Make Christmas treats

And the list goes on and on! If you have some more ideas, please write them in the comments here below so others may enjoy them!

The calendars are available here on-line simply by clicking any of the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira