Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / dolly

#dollyaroundiceland

(English below)

Dolly er einföld útfærsla af íslensku kindinni og bæði skemmtilegur minjagripur sem og stofustáss. Hún hefur heldur betur slegið í gegn meðal ferðamannanna en hún er hæfilega stór í töskuna og hentar sérstaklega vel í gjafir! Dolly fæst í nokkrum sauðalitum og 2 stærðum Dolly stór og Dolly lamb. (Þeim líður voða vel saman, en það er svo auðvitað smekksatriði!) Hún er einnig fáanleg í bleiku og túrkis í verslununum okkar.

Upprunalega er fyrirmyndin af Dolly skólaverkefni sem sonur minn Nói gerði í handmennt hjá Sólveigu Baldursdóttur á sínum tíma en hún er með betri kennurum sem ég hef kynnst. Nói minn dýrkar hana og dáir og saknar hennar mikið.  Hann kom heim með þessa sætu kind úr pappír og þvottaklemmum og var búið að vefja hana ansi hraustlega með vínrauðri ull eins og syni mínum einum er lagið. Ég heillaðist af þessari einföldu útfærslu sem reyndar má finna á alnetinu og pinterest í allskonar búningi en rauði þráðurinn var að nota þvottaklemmur og pappaspjald. Mig langaði að gera hana örlítið veigameiri svo ég settist við teikniborðið og teiknaði upp Dolly úr krossvið. Festingin við botninn var aðalhöfuðverkurinn en við hjónin leystum það þó enda maðurinn minn afskaplega klár og er því hægt að losa Dolly af botninum og jafnvel skipta um "föt" á henni ef því er að skipta. Það var þó ekki auðfengið að fá að að setja Dolly á markað án þess að sonurinn fengi eitthvað fyrir sinn snúð þar sem hann taldi sig eiga hugmyndina og fljótlega fóru í hönd samningaviðræður. Hann samdi móður sína algerlega undir borðið um prósentur pr stk enda hafði hún ekki hugmynd um hversu fljótt vinsæl Dolly yrði og í dag er hann massa sáttur eigandi að Playstation 4 tölvu.

 

Efniviður: Krossviður og íslensk ull.

Stærð: Dolly stór 12 cm x 10 cm

            Dolly lamb 6 cm x 5 cm

Dolly fór nýlega á ferðalag um landið og kom við á hinum ýmsu stoppistöðum á leiðinni.

Hægt er að fylgjast með ferðum hennar á instagramminu okkar hér: https://instagram.com/systurogmakar/ En þið getið að sjálfsögðu tekið þátt í ferðalaginu, farið með dolly með ykkur í ferð og smellið mynd, og "hashtaggið": #dollyaroundtheworld

það væri gaman að sjá hversu víða hún Dolly fer en við heyrum sögur af henni allsstaðar að úr heiminum enda áfangastaðirnir mjög fjölbreyttir!

Hér má sjá nokkrar myndir af ferðum hennar um landið okkar.

Einnig fæst Dolly hér á netversluninni með því einfaldlega að smella á myndirnar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

#dollyaroundiceland #systurogmakar

Dolly is Krista Design's version of the Icelandic sheep, simple yet very smart and is both a very fun souvenir as well as a cute décor for the home.

It is available in several colours and two sizes “The mommy” and “the lamb”.. just so you know, they like to be together ;)

Material: plywood and Icelandic wool

Size: Mommy: 12 cm x 10 cm

Dolly lamb: 6 cm x 5 cm

Now Dolly is taking a trip around our lovely country and you can follow her travels on our Instagram page with the hash-tags above. 

You can also take part in her travels and for those of you that have bought Dolly here in Iceland it would be wonderful to see where they end up, just place them at a fun and caring little place, because you know, they need to be taken care of, and take a photo, add to Instagram and hash-tag with #dollytravelstheworld and/or #systurogmakar

Plus you can shop Dolly by clicking on any photo of her.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira