Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / krista

Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

(English below)

Sagan um Mistilteininn !

Mistilteinninn er merkileg planta sem festir sig á stofn trjáa og fær næringu sína þaðan eins og þekkist hjá sníkjudýrum.



Mistilteinninn sem margir nota sem jólaskraut er ættaður frá Norður Ameríku en svo er til Evrópskt afbrigði sem er með hvítum berjum.
Þessi dularfulla planta hefur verið notuð í athöfnum hjá Keltum, Germönum og Evrópubúum. Grikkir töldu hana hafa yfirnáttúrulega krafta.



Til eru margar sögur sem tengjast mistilteininum og ein þeirra segir frá því að ástargyðjan Frigg hafi litið á mistilteininn sem heilaga plöntu.

Það var vegna þess að þegar Baldur syni hennar dreymdi fyrir dauða sínum þá leitaði Frigg til allra náttúruaflanna, lofts, elds, vatns og jarðar og fékk þau til að lofa sér að ekkert myndi skaða son hennar.

Henni yfirsást þó dularfullu plöntuna mistilteininn sem hvorki lifði á jörðu né ofan í jörðu heldur á stofni eplatrésins.

Loki sem var óvinur Baldurs sá sér leik á borði og bjó til ör úr mistilteininum sem Baldur var skotinn með og lést hann af sárum sínum.

Dauði Baldurs var Frigg mikill harmur og í 3 daga reyndu öflin öll að lífga hann við en ekkert gekk.

Frigg á að hafa grátið á hverjum degi af ólæknandi sorg og breyttust tárin í hvít ber sem nú má finna á mistilteininum og sagan segir að ást hennar á syni sínum hafi að lokum vakið hann frá dauðum.



Eftir þetta kyssti Frigg alla sem gengu undir tréð sem mistilteinn hékk í og er því talið að ef fólk kyssist undir mistilteini þá muni ekkert illt henda viðkomandi því ástin sigrar hið illa.

Hvort sem þessi þjóðsaga er sönn eða ekki veit enginn en falleg er hún engu að síður.

Efni: Hvítt húðað ál.

Textinn fylgir með sem segir sögu Mistilteinsins.

Versla má mistilteininn frá Kristu Design með því að ýta á myndirnar.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Vinningshafarnir í jólagjafatalinu í dag 11. desember eru:

Í Reykjavík: Ásta Kristjánsdóttir

Á Akureyri: Kristín Magnea Karlsdóttir

Þið hafið unnið ykkur NOEL jólaspreyið frá Crabtree & Evelyn, nokkur sprey um íbúðina eða húsið og jólin eru mætt!

The story about the mistletoe!

The Mistletoe is a remarkable plant that attaches itself to stems of trees and it gets nutrition from it like a parasite.

The Mistletoe that many use as a Christmas decoration is descended from North America but there also exists a European version that has white berries.

This mystical plant has been used for all sorts of Celtic, Germanic, and European ceremonies. Greece believed it had supernatural powers (so if you feel any, be sure to inform us! ;))

There are many stories that involve the mistletoe and one of them includes the Nordic love goddess Frigg but she considered the plant holy. Baldur, her son, had a dream about his own death and Frigg looked to all the natural forces; air, earth, water and fire and made them promise her that nothing in the world could ever hurt her son.

She failed to include this mystical plant that didn’t live in or on the ground but on the trunk of the apple tree.

“Loki”, Baldur’s arch enemy found out about this and got a cruel idea. He made an arrow from the plant and shot Baldur which lead to his very sad death. To his mother, Frigg, this was understandably a traumatising event and for three days she got all the natural forces to try to bring him back to life, without success.

Frigg supposedly cried every day of incurable grief and those tears turned to the white berries that can be found on the Mistletoe. The story says that in the end, her endless love finally brought her son back to life.

For the rest of time Frigg kissed everybody that walked under the apple tree where the Mistletoe was hanging, and it is believed that by doing so nothing evil will ever happen to either of them, love will always prevail!

Whether this folklore is true or not, nobody knows, but the beauty of the tale is definitely worth sharing!

Material: Aluminium Powdercoated

The story about the mistletoe is included.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira

Litabókarkort- þetta er nú skemmtilegt!

(English below)

Litabækur fyrir fullorðna, alveg ótrúlega skemmtilegt trend sem hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið!

Ég elska svona heilbrigð hobby, sérstaklega ef að þau auka sköpunarkraftinn, róa og hafa góð og falleg áhrif á hugann!

Nú er Krista Design komin með litabókarkort í sölu en þau er hægt að lita áður en kortið er gefið eða leyfa "kortamóttakaranum" að lita sjálf(ur).. eða byrja aðeins að lita og leyfa hinum að klára.. möguleikarnir eru endalausir! :)

Hún er með nokkrar mismunandi útfærslur en þær eru hver öðrum fallegri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.. Hún er meira að segja komin með útgáfu af jólakorti svo er þið sendið 120 kort eins og við Tóta þá er kannski ekki seinna vænna en að fara að draga upp litakassann og lita lita lita :)

Hægt er að panta kortin með því að smella á myndirnar eða ýta hér:

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Colouring cards, newest gift card addition from Krista!

Colouring books for adults has been a growing trend and recently it took Iceland by the storm, everybody are colouring!!!

I love healthy hobbies like these especially when they hype the creative force and calm the mind!

Krista Design has now added colouring cards to their gift-card range but each is more beautiful than the other! She even has a Christmas version which is great for people like me and Tota that send 120 cards each year.. better start colouring eh?!

The cards can be ordered by clicking the images or here:

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

#dollyaroundiceland

(English below)

Dolly er einföld útfærsla af íslensku kindinni og bæði skemmtilegur minjagripur sem og stofustáss. Hún hefur heldur betur slegið í gegn meðal ferðamannanna en hún er hæfilega stór í töskuna og hentar sérstaklega vel í gjafir! Dolly fæst í nokkrum sauðalitum og 2 stærðum Dolly stór og Dolly lamb. (Þeim líður voða vel saman, en það er svo auðvitað smekksatriði!) Hún er einnig fáanleg í bleiku og túrkis í verslununum okkar.

Upprunalega er fyrirmyndin af Dolly skólaverkefni sem sonur minn Nói gerði í handmennt hjá Sólveigu Baldursdóttur á sínum tíma en hún er með betri kennurum sem ég hef kynnst. Nói minn dýrkar hana og dáir og saknar hennar mikið.  Hann kom heim með þessa sætu kind úr pappír og þvottaklemmum og var búið að vefja hana ansi hraustlega með vínrauðri ull eins og syni mínum einum er lagið. Ég heillaðist af þessari einföldu útfærslu sem reyndar má finna á alnetinu og pinterest í allskonar búningi en rauði þráðurinn var að nota þvottaklemmur og pappaspjald. Mig langaði að gera hana örlítið veigameiri svo ég settist við teikniborðið og teiknaði upp Dolly úr krossvið. Festingin við botninn var aðalhöfuðverkurinn en við hjónin leystum það þó enda maðurinn minn afskaplega klár og er því hægt að losa Dolly af botninum og jafnvel skipta um "föt" á henni ef því er að skipta. Það var þó ekki auðfengið að fá að að setja Dolly á markað án þess að sonurinn fengi eitthvað fyrir sinn snúð þar sem hann taldi sig eiga hugmyndina og fljótlega fóru í hönd samningaviðræður. Hann samdi móður sína algerlega undir borðið um prósentur pr stk enda hafði hún ekki hugmynd um hversu fljótt vinsæl Dolly yrði og í dag er hann massa sáttur eigandi að Playstation 4 tölvu.

 

Efniviður: Krossviður og íslensk ull.

Stærð: Dolly stór 12 cm x 10 cm

            Dolly lamb 6 cm x 5 cm

Dolly fór nýlega á ferðalag um landið og kom við á hinum ýmsu stoppistöðum á leiðinni.

Hægt er að fylgjast með ferðum hennar á instagramminu okkar hér: https://instagram.com/systurogmakar/ En þið getið að sjálfsögðu tekið þátt í ferðalaginu, farið með dolly með ykkur í ferð og smellið mynd, og "hashtaggið": #dollyaroundtheworld

það væri gaman að sjá hversu víða hún Dolly fer en við heyrum sögur af henni allsstaðar að úr heiminum enda áfangastaðirnir mjög fjölbreyttir!

Hér má sjá nokkrar myndir af ferðum hennar um landið okkar.

Einnig fæst Dolly hér á netversluninni með því einfaldlega að smella á myndirnar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

#dollyaroundiceland #systurogmakar

Dolly is Krista Design's version of the Icelandic sheep, simple yet very smart and is both a very fun souvenir as well as a cute décor for the home.

It is available in several colours and two sizes “The mommy” and “the lamb”.. just so you know, they like to be together ;)

Material: plywood and Icelandic wool

Size: Mommy: 12 cm x 10 cm

Dolly lamb: 6 cm x 5 cm

Now Dolly is taking a trip around our lovely country and you can follow her travels on our Instagram page with the hash-tags above. 

You can also take part in her travels and for those of you that have bought Dolly here in Iceland it would be wonderful to see where they end up, just place them at a fun and caring little place, because you know, they need to be taken care of, and take a photo, add to Instagram and hash-tag with #dollytravelstheworld and/or #systurogmakar

Plus you can shop Dolly by clicking on any photo of her.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Uglur uglur út um allt!

(English below)

Uglur hafa notið ótrúlega mikilla vinsælda undanfarin ár enda svo fallegir fuglar og Snæuglan svo íslensk!

Krista Design hefur verið með uglukrúttin sín í sölu í rúmlega ár en þau eru alveg ferlega vinsæl.

Uglukrúttin eru hugsuð sem híbýlaprýði og henta vel í glugga eða sem hangandi skraut úr lofti. Uglurnar eru tilvalin útskriftargjöf en hafa einnig verið mikið teknar í fermingar- og afmælisgjafir. Uglurnar fást í tveimur stærðum og eru úr dufthúðuðu áli, ýmist í svörtu eða hvítu. Silkiborði fylgir með og koma uglurnar í gjafapakkningu.

Stærðir 

Stór: 23 cm x 14 cm 

Lítil: 12 cm x 7 cm

Þær hafa líka verið vinsælar í gluggana í sumarbústöðunum og vinsælar gjafir. Litlu uglurnar koma líka í lítilli flatri pakkningu svo auðvelt er að senda þær með póstinum út á land eða erlendis.

Krista framleiðir einnig dásamleg uglukort og uglumyndir í nokkrum mismunandi útfærslum, þær hafa verið sérstaklega vinsælar í útskriftargjafirnar.

Annars er sjón sögu ríkari og bjóðum við ykkur því í heimsókn í búðina okkar á Laugavegi 40 eða á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Owl trend sweeps the nation and we of course take part!

Krista has been selling her very popular owl cutenesses for the past year and has now added owl images and greeting cards. 

The owl cuteness’s are designed as a home décor pieces for hanging in the window or from the ceiling. They are great as graduation presents and have also been popular as presents for the teenager or for the summer house owner.

They are available in two sizes made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop in black and white.

It comes in a pretty package with a silk ribbon for hanging.

Sizes

Large: 23 cm x 14 cm 

Small: 12 cm x 7 cm

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

3 mínútna morgunverður

(English below)

Þá er runninn upp mánudagur og helgin mögulega búin að taka sinn toll t.d. í mataræðinu. Mataræðið hefur nefninlega svo mikið að segja með blessaða heilsuna og er ég sjálf mikill reynslubolti á því sviði. Ég hef líklegast prófað alla kúra sem skapaðir hafa verið og skipt um mataræði oftar en einu sinni. Ég hef tapað þegar mest var um rúmum 30 kílóum sem máttu alveg missa sig sérstaklega hvað heilsufarið varðar. Það að sleppa sykri í mat er þó það einna gáfulegasta sem ég hef reynt og lifi 80-90% eftir þeirri reglu og búin að gera síðustu 2 árin með mismiklum áherslum.  Lág kolvetna mataræðið sem hefur rækilega slegið í gegn undanfarið er frábær leið til að losa sig undan sykurpúkanum því í stað sykurs má leyfa sér feita osta, sósur og steik nánast í öll mál ef maður hefur lyst á því. Ég elda og borða mikið af grænmeti, góðri fitu og prótíni og reyni fyrir alla muni að standast sykurinn. Ég hef haldið úti bloggi síðustu árin sem hefur gengið ótrúlega vel og vonandi náð að hjálpa einhverjum sem hafa verið í sömu sporum og ég varðandi breytta lífshætti. Það þarf ekki endilega að vera barátta við vigtina sem ýtir fólki í átt að þessu mataræði því margir þjást af glútenóþoli eða hveitiofnæmi eins og sonur minn og þá er þessi leið að henta sérlega vel. Ég vil setja hér inn uppskrift af einni vinsælustu uppskriftinni af blogginu frá upphafi og fylgir með dálítið myndskeið sem útskýrir ferlið á nokkrum mínútum. Endilega prófið þessa því hún getur alveg bjargað manni á ögurstundu þegar EKKERT er til í skápnum nema súkkulaðikex.

Örbylgjubollan:

Innihald:

1 egg

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 tsk HUSK trefjar

1 kúfuð tsk af kókoshveiti

eða 2-3 tsk af möndlumjöl

3 tsk rjómi  eða möndlumjólk

1 tsk kúmen

Aðferð:

Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust. Bollinn fer svo í örbylgjuofninn í 2.10 -2.30 mín og þá bakast þessi líka fína bolla sem hægt er að hafa í morgunmat með áleggi að eigin vali.

 

Þreytt og áhugalaus um lífið og tilveruna.                     Betra form og betri líðan á hreinna mataræði.

 

 

Eins viljum við benda á að uppskriftabókin sem kom út jólin 2013 er fáanleg í verslunum Systra&Maka og einnig hér á vefversluninni okkar.

Við systur höfum líka gengið skrefinu lengra varðandi sykurleysið og fengið til liðs við okkur hana Eirnýju í dásamlegu ljúfmetisversluninni BÚRIРá Grandagarði 35 í Reykjavík.Hún framleiðir nú sultu og chutney fyrir verslunina okkar eftir uppskriftum mínum (Kristu) sem inniheldur engan sykur og er því frábær fyrir þá sem vilja halda kolvetnum í lágmarki. Um er að ræða hressandi chilisultu með papriku og hindberjum og rabarbarachutney með aprikósum og hressandi kryddum. Vörurnar henta vel með ostum, ofan á kex en eru líka frábærar með hverskonar mat og smáréttum. Nú eru sulturnar fáanlegar á netverslunninni okkar hér.

Bloggið hjá Kristu er hér:

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Today its monday and the weekend was hopefully joyful for everyone. It might though be possible that your diet hasn´t  been the healthiest as it tends to when you are on your vaction but diet has such a huge impact on your health and I personally really know what I´m talking about having lost over 60 pounds through the years, gaining some back and lost again.

I've been on every diet there is and changed lifestyles several times. The one thing though that has worked best for me is skipping suger and I try to obey that rule 80-90% of my time.

Low carb dieting is very popular in Iceland at the moment and is very good for people who are in the progress of "de-sugering" You can eat a lot of good fat, meat and veggies instead and roasted broccoly, steak and bearniese isn´t such a terrible alternative is it?

I´ve been blogging for about 2 years about low carb dieting  but not only is it better for your waistline, it also suits people with gluten intolarence and allergies to wheat like my 12 year old son, so it´s got a lot of benefits.

Here we have a recipe who has been my most popular blog post from beginning and it is really easy to make and can save you when there is "NOTHING" to eat in the kitchen except sugary cookies.

Breakfast bun in less than 3 minutes.

Ingredients:

1 egg

½ tsp baking powder

¼ tsp salt

½ tsp HUSK fiber

1 tsp coconut flour or 2-3 tsp almond meal

3 tsp cream or almond milk

1 tsp cumin seeds ( optional )

How to:

Mix every ingredient together in a microwave safe bowl or cup. Mix until mixture is lumpfree and then place the bowl in a microwaveoven and cook on high for 2.10- 2.30 min, it can vary between ovens. Be careful when you remove bun from bowl it is very hot. Slice and enjoy with butter, cheese or whatever your want.

We have now made jams and chutneys in collaboration with the lovely delicatessen shop in Reykjavik, called BÚRIРtransl. :Pantry and we proudly introduce the Rhubarb chutney which is made of rhubarb, apricot, stevia, erythritol and variation of spices and the Chilijam with peppers and rasberrys. The jam is now available in our webstore. Here.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista on behalf of

- Systur & Makar –

Lesa meira