Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / food

Seyðandi Snæfellsnesið

(English below)

Ég verð að deila með ykkur nokkrum myndum sem við tókum á ferð okkar um Snæfellsnesið fagra en fallegri akstursleið er varla hægt að finna.

Endalaust myndefni í krúttlegum smábæjunum á leiðinni frá Stykkishólmi og niður að Hótel Búðum. Eftir notalega helgi í bústaðnum í Hólminum þar sem við nutum þess að vera í smá fríi frá vinnunni, með nokkrum Dolly vafningum þó, þá héldum við heim á leið en ákváðum að fara „hina“ leiðina niður að Vegamótum. Með viðkomu í pylsuvagninum þar sem menn fengu sér mögulega eina Þórhildi og Hinrik þá var brunað af stað.

Grundarfjörður, Ólafsvík, Hellissandur, Rif, Arnarstapi og Hellnar voru sérstaklega fallegir í frábæra veðrinu sem við fengum. Nautnabelgirnir sem við erum stoppuðum hér og þar í ís og snakkáfyllingum og eitthvað var sopið á kaffinu. Ég verð þó að nefna að verðlagið á veitingastöðum er ansi breytilegt og víða sorglega hátt að mínu mati. Okkur langaði að setjast niður í kökusneið á einum stað en hreinlega tímdum ekki að borga 1100.- fyrir litla sneið af hjónabandssælu ! Fannst það bara hreinlega ekki málið.

 

Eftir kríuhitting á Rifi og skoðunarferð um eyðibýli sem ég laðast sérstaklega mikið að þá ákváðum við að bruna beint á Akranes og prófa veitingastað sem ég hafði lesið góða dóma um.

Þetta var Gamla kaupfélagið sem stendur við Kirkjubrautina og þótt húsið hafi ekki kallað neitt sérlega á mann þá var andinn innandyra notalegur og matseðilinn kjánalega girnilegur.

Eldri sonurinn átti í mestu vandræðum með að velja sér en við enduðum á að prófa nokkra mismunandi rétti svo hægt væri að smakka hjá hvor öðrum. Það er eitthvað sem einkennir okkur systur, matseðlagræðgi og smakkárátta.

Helst viljum við að allir panti sitthvort svo við missum ekki af neinu með mismikilli ánægju samferðafólks.

Þjónustan var ljómandi góð og sérþörfum yngri sonarins sinnt með ánægjusvip. Verðinu var stillt í hóf, maturinn kom hratt og örugglega úr eldhúsinu og smakkaðist hreint út sagt frábærlega. Þetta er flott tilbreyting frá vegasjoppunum og svei mér þá jafndýr ef ekki ódýrari. Get alveg mælt með þessu fína veitingahúsi fyrir allan aldur og buddur.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The seductive Snæfellsnes

I must share with you couple of photos we took on our way around Snæfellsnes but a more appealing drive can hardly be found. Snæfellsnes is a peninsula situated to the west of Borgarfjörður, in western Iceland.

We spent a weekend at my parent’s summerhouse and took the “other way home”.

They drive is filled with photo-moments, all sorts of cute small towns; Grundafjörður, Ólafsvík, Hellissandur, Rif, Arnarstapi and Hellnar. And being the foodies that we are we stopped at several places on the way to enjoy hot dogs, ice-creams, refilled our snack supplies at every other drive through and the coffee limit was reached and passed!

The prices are very different at the restaurants and at some I must say I found it to crude, so travelling around Iceland try to look for the best prices. Sometimes it is totally worth it, especially if the surroundings, interior and details has been touched with love (you see that straight away) then I am totally willing to spend the buck. But too high of a “tourist price” I really feel put off.

Anyhow, after a meeting with some crazy arctic terns at “Rif”, (they pick your head if you get to close). We decided to go straight to Akranes to try a restaurant I had heard raves about. (I know, you’d expect us to be fully fed up at this point but this lovely Sunday our tummy’s seemed to be bottomless!) The restaurant is called “Gamla Kaupfélagið” which is a not necessarily the most attractive on the outside the interior was very cosy, the menu was especially desirable!

My older son had problems picking a dish to try so we ended up trying a few. My sister and I have this in common, we get “food jealous”, because someone might get a better dish! A great solution is to get everybody to order differently so we can try all the dishes, not exactly popular always but hey, give us some love! “Menu-greed” and “taste fetish”, those are some real symptoms you know!

The service was great, which we value greatly, the food was delish, (all the dishes) and the price was very reasonable, I can definitely recommend this place! Check out the restaurant here.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Gullni hringurinn og Snaps

(English below)

Höldum þá áfram sögunni um heimsóknina um síðustu helgi.

Við sóttum Charles og Suzanne á hótelið kl 12:00 á Laugardeginum en þau höfðu tekið daginn snemma, farið í morgunmat á Café París sem þau voru mjög ánægð með og röltu um miðbæinn. Þau fóru upp að Hallgrímskirkju, kíktu í Hörpu og spjölluðu við allskonar fólk eins og þeim einum er lagið, en Charles er einn "opnasti" maður sem ég hef nokkurntíman hitt! Hann býður öllum góðan daginn og spjallar við alla, dásemd!

 

Jæja, þau komu í bílinn þar sem við vorum með fersk íslensk jarðaber fyrir þau til að smakka og niðurskorna gula melónu sem þau jöpluðu á, á leiðinni í sumarbústaðinn hennar Helgu. Hún var búin að panta smurbrauð frá Jómfrúnni og var með ískaldan bjór, þið getið ímyndað ykkur hvað þetta sló í gegn!

Allt svo smekklegt og smart hjá Helgu enda mikill fagurkeri!

Svo fengum við kaffi og lakkríssúkkulaði frá Omnom (sem er án gríns, eitt það besta ever!!!)

Áfram héldum við ferðinni og keyrðum að útsýnispallinum hjá Almannagjá og þar á eftir að Geysi, þar sáum við Strokk gjósa!

Svo kíktum við í Geysis verslunina eins og sannir túristar og ég missti það aðeins á myndavélinni, mér fannst hún æðisleg! Ótrúlega skemmtilega innrétt og sjarmerandi, ekta túrista en hrikalega töff og vel gerð!

Þar splæsti Charles í ís og þau Tóta mátuðu víkingahjálma, fór þeim ekkert smá vel!

Hér sá ég líka eina þá allra túristalegustu vöru EVER, án gríns fólk: íslenskt loft í dós!!! ókei, cool og skemmtileg hugmynd en fyrir 1600.- þá finnst mér brandarinn aðeins missa marks :S (æi þetta finnst mér of mikið okur og skammast mín ekkert fyrir að segja það!) En þetta selst örugglega ótrúlega vel! úff... 

Hönnuðurinn hún Tóta mín er með mun sterkari hugmynd að pakkningu, sjáði þetta ekki fyrir ykkur? Glær dós (þetta var plast svo það er örugglega hægt að græja þetta í glæru) eða einfaldlega í glerkrukku sem væri virkilega fallegt, með mynd af íslensku landslagi innaní krukkunni og fallega skrift sem segir: "memories from Iceland, fresh mountain air!" ... já hún er ekki öll sem hún er séð hún Tóta, hér er komin ferðamannavara sem ég myndi vilja hafa uppí hillu, smart, einföld og skemmtileg! 

Þá var það Gullfoss, svona til að klára hringinn og við keyrðum smá útsýnistúr heim og við sem ekki vorum undir stýri nutum útsýnisins með einum ísköldum, ekki amalegt það!

Um kvöldið fórum við saman á Snaps en Gunna vinkona kom með okkur þangað. Maturinn var himnaríki og Selma sem þjónaði okkur til borðs var dásamleg! Æi það er alltaf svo geggjað að fá svona heimilislega og notalega þjónustu en hún stóð sig eins og hetja og ég held að maturinn hafi orðið enn betri fyrir vikið! Það var ferlega mikið stuð á okkur eitthvað og þau elskuðu að vera leidd á milli staða hugsunarlaust!

Við enduðum svo kvöldið í drykk á Skylounge og 101 Hótel en fórum þokkalega snemma heim til að geta klárað síðasta daginn með trompi!

Meira næst..

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

The Golden circle and Snaps.

To continue with our little story about last weekend with our friends.

Well we picked them up at the hotel on Saturday at 12:00, they had then been out and about, took a stroll in down-town Reykjavík, had breakfast at Café Paris which they were very happy with. Went to check out Harpa concert hall and walked up to Hallgrímskirkja our largest church and enjoyed the weather that had fortunately changed it's forecast to sunny and sweet! We couldn't believe it, it was supposed to be raining all weekend but the weather gods were super nice to us!

So we went to a little tourist drive, started with visiting Helga's beautiful summerhouse but she had ordered Danish open sandwiches called "Smørrebrød" and cold Icelandic beers!

Yeah, it was all right! :)

We then drove to the observation platform next to Þingvellir, our national park to take a look at Almannagjá.

Then we checked out Geysir and saw a small one called "Strokkur" blow. ("we didn't see that coming, ha! Suzanne?!) :)

Finally we went to see Gullfoss and on the way home, us "non drivers", enjoyed the view with one ice-cold beer! 

That evening Gunna our friend joined us for a meal at Snaps, I must recommend this place! The food is always delicious, the atmosphere is buzzing, young and fun and the service it top notch! If you ever get the change to visit please do! The only thing is, is that you can't order a table, just arrive and wait at the cellar bar lounge until your name is called. It is completely fine, but just so you know, it can take a bit of time for the wait., but well worth it if you have the time to kill! Check it here: Snaps.

We ended the night at two lovely Hotel bars: Skylounge and 101 Hotel.

The evening was super fun, lots of laughs and joking about, idiotic comments and to explain it the best: "Friendships growing stronger!"

More next time..

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sumarpartý á pallinum- "Retox Colony"!

(English below)

Þetta er nú svolítið skemmtileg saga, við Tóta fórum fyrir ári síðan til Spánar með Helgu, vinkonu okkar. Tilgangurinn var að slaka á og "hreinsa" okkur aðeins, svo við bókuðum okkur á djús og líkamsræktarhótel í viku! Ef einhver ykkar þekkir okkur Tótu þá er þetta eins langt frá okkur og mögulegt er held ég!

En við skelltum okkur út, fengum okkur eplaköku með rjóma fyrir flug (síðasti séns á sykri í bili) og banana í flugvélinni (voða byrjaðar eitthvað)! Mætum út og við tekur vika af djús og vatni! Án gríns!! "Detox Colony"

Engar dýraafurðir, ekkert kaffi, ekkert áfengi, ekkert neitt! Tebolli með sítrónu var orðinn "heaven"!

Við byrjuðum dagana á því að vakna, fara í 5km göngu á fastandi maga með vatnsbrúsa, heim á hótel: djús, yoga, sundæfing, djús, slökun og sólbað, kaffidjús (sem var basically decilíter!) æfing eða ganga, fyrirlestur (eða bara sólbað og bókalestur), sund, djús, chilla og sofa. Svona voru dagarnir okkar í viku. Við fórum frá því að vera að drepast úr hausverk á 2-3 degi í að líða dáááásamlega restina af vikunni! Þegar vikan var að klárast vorum við aðeins farnar að borða aftur eitt og eitt kálblað og sneið af tómat og jeminn það var himnaríki!

Jæja, þetta er nú ekki aðalatriðið, málið var það að við kynntumst æðislegu fólki sem var þarna með okkur! Aðallega bretar og skotar og þau voru yndisleg! Það voru einhvernveginn allir þarna á sömu forsendum, að missa nokkur kíló, og við ræddum um meltingu og vanlíðan eins og ekkert væri, alveg bullandi edrú, ekki dropi af áfengi eða nokkru til að auðvelda spjallið og umræðan varð furðu lífleg og hrikalega skemmtileg! "Hvernig er meltingin?" kom í staðinn fyrir "Góðan daginn"? 

Ári síðar fáum við Tóta skilaboð frá hjónum sem voru með okkur úti: "eruð þið uppteknar næstu helgi"? -Nei?

"Getum við komið og hitt ykkur"?!!

 er

Við trylltumst, hoppuðum af gleði og spenningi og við lögðumst yfir blöð og pappíra til að plana plana plana til að ná sem mestu úr helginni! Við komumst yfir ótrúlega margt þessa helgi og ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá föstudeginum:

Við sóttum þau út á flugvöll þar sem þau mættu frá Glasgow með djús í hönd (það var sá eini sem að þau fengu að drekka alla helgina, restin var plönuð fyrir mun "skemmtilegri" drykki). Við vorum með skylti sem á stóð "Retox Colony", en helgin fór í að "re-toxicate", (restin af sumrinu fer þá líklega í að "de-toxicate" aftur hehehehe).

Tóta henti mér heim þar sem ég gat klárað matarmál, fór með þau að skrá sig inn á hótelið og svo komu þau heim saman með Helgu vinkonu á pallinn í sumarpartý.

Það rigndi svolítið en við vorum með nóg af teppum, markísu sem hélt okkur þurrum og hitara. Umræðan fór fljótt af stað, við skiptumst á gjöfum (aðallega nammi sem var ótrúlega viðeigandi!) og drukkum og átum og nutum og spjölluðum þar til við þorðum ekki að "jinxa" næsta degi meir!

Við Tóta elskum svona matarboð, létta smárétti, osta, kex og sultur úr Búrinu, sultur frá okkur: Systrum & Mökum ásamt döðlupoppinu. Beikonvafðar döðlur hitaðar í ofni (þessi réttur slær alltaf í gegn!). Svo keyptum við carpaccio í Kjötkompaníi og 2 tegundir af snittum þar sem við höfðum takmarkaðan tíma til að græja mat og þetta varð bara æðislegt!

Lúpínan er náttúrulega í fullum blóma núna svo hún skreytti borðið án þess að kosta okkur krónu, kerti og kósý og allir urðu glaðir!

 

Suzanne, Charles og Helga

Ég, Gunna æskuvinkona Tótu og nágranni og Tóta.

(Ég held svo áfram með helgarsöguna á næstu dögum).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Retox Colony!

Here is a little story about me and Tóta and our good friend Helga, but we went to a detox centre in Spain about a year ago. Anyone who knows me and Tota just about at all would realize that this is so far from our comfort zone! But off we went, cakes and coffee at the airport (apparently this was very common among the "detox patients" which we found very funny!).

The week consisted of Juice, water, exercise, swimming, chilling, reading, sunbathing, juice, sleep!

No animal products what so ever, no caffeine, no alcohol, no nothing really and for the first 3 days we thought we would DIE!

... But, after that, seriously we felt so amazing, way better than we could have ever thought! Writing this makes me want to juice right now.. in fact, hold on, be right back! ;)

So being completely chilled, very relaxed but having hunger pains, we met all this wonderful people! It was such a great thing to get to know people under such different circumstances, completely sober and chilled, and for the first days completely out of energy. Normal greetings went from being: "Good morning!" to being "How's your digestion?" and it was the most normal thing in the world! We got close, very close in these few days! :) Especially to this wonderful couple Charles and Suzanne. (I mean we were planning on opening another juice treatment centre, we were so into the whole thing.. then you step into reality and get meat.. things change you know! hahaha

Anyway, a year went by, and we get a message: "Hi guys, busy next weekend?"

What, uu NO!, "Well we are thinking about coming, would that be OK?!"... as you can only imagine, we completely lost it, jumping with joy like puppies we were so excited! this was so sudden and wonderful and we couldn't wait! So me and Tota started planning the weekend, we had to pack a lot into a very short time!

So I'll just briefly tell you about the first day, Friday. and in the next couple of days I will finish the story :)

Me and Tota picked them up at the airport with a card saying: "Retox Colony" (very fitting since there would be no detoxing done here!). Greeted them with one juice, the only one they would get all weekend, we planned on more fun sort of drinks for the rest of the stay.

Tota drove me home to finish preparing the dinner, and them to the hotel to check in. They then picked up Helga and Gunna, Tota's childhood friend joined us, they all came to our place were we greeted them with Champagne, hugs and kisses. Exchanged gifts, mostly candy which was very fitting! Laughed, lived and loved! 

Such a wonderful evening! 

Me and Tota love dinner parties like this: small courses, tapas style dining, cheese, jams, crackers, canapés and beef carpaccio. Oh and bacon wrapped dates, that is a dish that always hits the mark! 

So we enjoyed the evening until we couldn't risk jinxing the next day, it was fully planned! 

More next time..

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Myndarlegir hlutir á mánudegi!

(English below)

Helgin er búin að vera viðburðarrík hjá okkur systrum, við skelltum okkur með flottum vinkonuhóp á Tinu-showið á laugardagskvöldið sem var geggjað en fyrr um daginn við fórum í bæjarferð og kíktum á Laugavegsrölt. Það var ferlega skemmtilegt en um leið skrítið að vera ekki á leið í vinnuna. Það er frábært að sjá hvað það er mikil gróska í fallegri íslenskri hönnun. Ég verslaði mér peysu hjá Leynibúðinni, það er svo gaman að styrkja aðra hönnuði og María fékk sér uppáhaldskertið sitt frá Voluspa.

Við fórum svo og fengum okkur “gourmet” eftirrétti og makkarónur á Apótekinu. Við mælum sérstaklega með saltkermellu Makkarónunum, juhöööömm!!

Við erum óttarlegir hrafnar og umkringjum okkur með fallegum munum og ekki er verra þegar þeir eru íslenskir. Ég fann mér td. Mús í Skúmaskoti um daginn, ferlega krúttleg eftir merki sem kallast “Saja design”.

Við höfum einnig selt í nokkur ár á Handverkshátíðinni á Hrafnagili (við verðum þó ekki þar í ár heldur með verslunina okkar opna á Akureyri). Í fyrra fundum við þessi dásamlegu furðudýr eftir hana Hildi Harðardóttur og fengum við okkur sitthvort dýrið!

María fékk sér þennan forláta saltstauk á handverkssýningu í Hafnarfirði eftir hana Hönnu Grétu keramik. Hann er snilld og sérstaklega fallegur, hluti saltsins er geymdur ofaná í lítill krukku og restin ofaní henni! 

Þar sem myndatakan heima var farin á fullt smelltum við nokkrum auka af fallegum munum sem hafa safnast á heimilin okkar í gegnum árin. Persónuleg loftbelgsmynd var jólagjöfin í fyrra frá Maríu og Berki til okkar Tótu en hún sló algjörlega í gegn. Kisarnir okkar sjást þarna td. ásamt nokkrum skrauthlutum af heimilinu.Myndir eins og þessar er hægt að panta hjá Bergrúnu Írisi hér

Matur er aldrei mjög fjarri okkur systrum og fer síminn vanalega á loft um leið og diskurinn er kominn á borðið, hér má sjá nokkra girnilega rétti síðustu daga.

(Spælt egg með fetaosti, salti og pipar).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Magnificent things on a Monday.

My sister and I love collecting beautiful things and this weekend we found some serious treasures. Here are a few images of the pretty things that inspire us and of food that we adore.  We love quirky little things especially if they are made in Iceland and here are a couple of images from our homes, please enjoy!

(Dades wrapped with bacon and cooked in the oven or on a BBQ-grill until golden brown, the perfect little thing for every occasion)!

And finally here we have a little cuteness overload!!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

 

Lesa meira