Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Um okkur

Systur og Makar ehf. er fyrirtæki sem stofnað var af tveimur systrum Kötlu Hreiðarsdóttur og Maríu Kristu Hreiðarsdóttur ásamt eiginmanni Maríu, Berki Jónssyni.

Katla sér nú um rekstur verslana Systur&Makar, önnur er staðsett í Síðumúla 21 og hin er hér á netinu.

Systur&Makar var stofnað til að þjóna sem svokallaður "hattur" yfir vörur og framleiðslu systranna sem eru framleiddar hér á landi. Verslunin leggur nú ríka áherslu á fatnaðinn en einnig eru vörur Kristu sem og aðrar smávörur og skart fáanlegt í versluninni.

Ásamt því að reka verslunina í Síðumúla heldur Katla einnig úti vinnustofu og saumastofu þar sem við komum vörunum frá hugmynd til veruleika. Saumastofan er staðsett í sama húsnæði og verslunin sjálf og býður því upp á sérstaklega góða þjónustu þar sem auðvelt er að fá auðveldar breytingar oft einfaldlega meðan beðið er.

Svolítið hliðarverkefni fyrirtækisins var að kaupa og taka í gegn sumarbústað haustið 2015, frekari upplýsingar um hann má finna hér:

Verslun, saumastofa og skrifstofa

Síðumúli 21, 108 Reykjavik 
Sími 588 0100
systurogmakarrvk@gmail.com
Opnunartímar
Alla virka daga 10:00 – 17:00
Laugardaga 11:00 -16:00