Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / oil painting

Dagbjört Drífa Thorlacius - þvílík færni!

(English below)

Fuglakona 120 X 100 cm

Ég rakst á síðuna hennar Dagbjartar Drífu Thorlacius á Facebook fyrir þónokkru síðan þar sem ég sá svo fallegar myndir eftir hana. Mér finnst þær yndislega rómantískar, svolítið spúkí og ótrúlega vel málaðar.

Mér datt í hug að fleiri myndu vilja kynnast þessari kláru stelpu og sendi henni smá línu til að forvitnast aðeins um hana. 

Dagbjört er fædd 1980 og kemur frá Búðardal, litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Hún hafði alltaf hugsað sér að verða listamaður frá því að hún var 8 ára stúlka þó auðvitað með nokkrum efasemdum. Eftir Grunnskólann í Búðardal fór hún í fjölbraut í Breiðholti á myndlistabraut, síðan í smástund í hjúkrunarfræði en komst að því að það þýddi ekkert að streytast á móti, hún var alltaf með hugann við myndlist.

Þannig að þá var það Listaháskólinn sem var upphafið á einhverju spennandi, nýjar dyr inn í annan heim opnuðust...

"Ég sé sem sagt ekkert eftir því að hafa hætt í hjúkrun. Það er bara svo frábært að rækta með sér þessa þráhyggju að mála og teikna og hafa þannig ákveðna rödd."

Dagbjört bætti svo við sig diplomagráðu í listkennslufræðum frá sama skóla árið 2006. Bjó um tíma í Kaupmannahöfn og fór þar á ljósmyndanámskeið og núna síðast kláraði hún Master í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Það má því óneytanlega segja að hún hafi  smán saman verið að bæta ofan á menntun sína margskonar áhugaverðu sem nýtist í myndlistinni:

Fuglamaður 120 X 80 cm

"Ég er alltaf að horfa í kringum mig, alltaf með fólk á heilanum, fólk í sínu nánasta umhverfi. Tengsl milli fólks og umhverfis er það sem vekur alltaf áhuga minn".

Hún segir að málverkin séu í raun vangaveltur um tilvist einstaklingsins og fjalla öll á einhvern hátt um manneskjuna og umhverfið í kringum hana. Verkin varpa ljósi á fólk í gegnum tímans rás og byggja á fólki sem hún hefur einhversstaðar séð, það hefur orðið á vegi hennar eða hún séð það í sjónvarpi eða bæði á nýlegum og gömlum ljósmyndum.

"Þetta er allt fólk sem hefur einhverra hluta vegna vakið áhuga minn. Þannig að útgangspunkturinn er alltaf byggður á raunverulegu fólki en svo veit ég aldrei hver lokaútkoman verður, ég er fljót að segja skilið við þetta raunverulega fólk og mannverurnar í myndunum mínum byrja að myndast jafnt og þétt á meðan ég er að mála þær og ráða sér þannig sjálfar hvernig þær koma til með að líta út".

Svona vindur verkið upp á sig smátt og smátt og í því er leikurinn fólginn. Drífa segir að sér fyndist ekkert gaman að mála ef hún vissi fyrirfram hvernig útkoman yrði. Í verkunum fléttast síðan utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif á okkar daglega líf eins og tilfinningar, náttúra, litir og tíðarandi. Hvert verk býr yfir eigin sögu  og sagnabrotin koma úr ólíkum áttum líkt og fólkið á myndunum en tengjast þó í nýja frásögn með hversdagslegum og ljóðrænum undirtóni. Svo er sveitin aldrei langt undan það er oft svona dulin sveitarómantík í myndunum, einskonar fortíðarþrá.

Drífa notar yfirleitt alltaf olíuliti, þynnir þá vel með terpentínu og málar í einu þunnu lagi og áður en hún veit af er komin mynd! 

Við óskum Drífu góðs gengis með framtíðina en við höfum trú á að þetta mikla talent muni komast langt og þökkum henni kærlega fyrir viðtalið! 

Ef að þið hafið áhuga á að skoða fleiri verk eftir Drífu þá mælum við með því að fylgjast með henni á Facebook síðunni hennar eða heimasíðunni hennar hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

I was browsing Facebook the other day and someone shared a photo I completely loved! I checked out the page it belonged to and it turns out it is by and Icelandic artist called Dagbjört Drífa Thorlacius. I find her paintings to be so beautiful, charming and a little spooky!

I contacted her and got to ask her a couple of questions because firstly I really wanted to get to know the person behind the paintings and secondly I wanted to share her story!

Dagbjört is born in the year 1980 and comes from a rather small community in Iceland called Búðardalur, everyone knows everyone kind of a thing! She had always thought she would end up as an artist from 8 year old but she tried several different things on her way there. She went to college with emphasis on painting, took a little while where she studied nursing but saw quickly that she belonged in the art world!

She went to study at the Icelandic Art Academy which was the door into something very interesting and exciting.

She says that she doesn't regret quitting nursing because she loves to have a voice through her paintings!

Dagbjört added to her studies and finished a diploma degree as an art teacher, lived for a while in Copenhagen and took a seminar in photography. Lastly she finished a master’s degree in pragmatic culture communication from the Icelandic Academy.

So you can for sure say that she has added to her field with education that will for sure do her art scene some good!  

“I am always checking my environment, I have people on my mind all the time and watch people in my nearest surroundings. Connection between people and their environment interest me greatly!”

She says that her paintings are in fact her thoughts of the individual’s existence and they have all to do with the person and their surroundings. She is interested in time, day and age and she bases the pieces on people she has seen somewhere, seen on screen, or on new or old photographs.

"These are all people that have spiked my curiosity and interest! The beginning is always based on real people but I never know how the end result will look like! I am quick to part from reality to the creatures in my paintings because they start to take over shortly after I begin to paint and inevitably take charge of the way they will end up looking like."

Drífa says that she wouldn’t find it very fun to paint if she knew the final outcome in the beginning. Each piece has its own story and it is influenced by motions, nature, colours and zeitgeist. It is influenced by diverse factors that surrounds the artist and country life is never far ahead and an underlying country romance is common in her pieces, some sort of a nostalgia.

Normally Drífa uses oil paint and thins it down with turpentine, she paints in thin layers one at a time and before she knows it the image has appeared.

We wish Drifa the best of luck with her art future which we are sure will be bright for this young talent!

If you are interested to see more pieces by Drífa please follow her Facebook page and/or check out her homepage here.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira