Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / snaps

Uppáhalds veitingarstaðirnir í Reykjavík.

(English below)

Við höfum svo sannarlegar tekið við ótrúlegum fjölda ferðamanna í allt sumar í búðirnar okkar og þá sérstaklega á Laugavegi. Ferðamennirnir fylla göturnar og blása þvílíku lífi í miðbæinn, veitingarstaðir eru ávallt fullir, hótelin og gistiheimilin bókuð og í nógu að snúast!

Það er svo gaman að fá allt þetta fólk til okkar þar sem það leitar að íslenskri hönnun, einhverju öðruvísi sem fæst kannski ekki hvar sem er, sérstaklega leitar það að ferðamannavöru sem er ekki of "ferðamannaleg". Vörurnar frá Kristu Design hafa því verið einstaklega vinsælar í allt sumar, Dolly lömbin, Kirkjuprýðin, Íslandsplattarnir og fleira íslenskt sem sómir sér vel á hvaða heimili sem er og er jafnvinælt meðal Íslendinga og útlendinga.

Vendingurinn er einnig ótrúlega vinsæll hjá ferðamönnunum, en álíka vöru hafa þeir ekki séð.

Þeir hafa líka gaman að því að skoða öll ljósin í búðinni en krukkuljósin eru endalaust mynduð sem og ljósin fyrir ofan eldhúsdeildina en þau eru gerð úr gömlum bökunarformum.

Það myndast því oft heilmikil umræða við þennan fjölbreytta hóp fólks sem spyr um verslunina, framleiðsluna og ekki líður á löngu þar til það vill fá ábendingar um veitingarstaði. Alltaf endum við í matarumræðunni! :)

Eftir að hafa skrifað nokkra af okkar uppáhalds veitingarstöðum á blöð trekk í trekk ákváðum við að prenta einfaldan bækling fyrir gestina okkar þar sem þeir fengu beint í æð okkar uppáhalds staði. 

Það þykir ástæða til að benda á það að bæklingurinn var ekki gerður í samvinnu við neinn af stöðunum, þetta er algjörlega okkar persónulega skoðun og ekkert annað. Ég er ekki frá því að ykkur heimamönnum gæti þótt þetta spennandi enda flottir staðir hér á ferð.

Vitabar- einfaldlega bestu borgararnir í bænum, Bergþórugötu 21, 101 Reykjavík.

Ölstofa Kormáks og Skjaldar- heimilislegur bar, fullur af vinalegum heimamönnum og Bríó bjór, Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík.

Kex Hostel- notalegt og öðruvísi umhverfi, góður matur og drykkur í skemmtilegri blöndu heima- og ferðamanna, Skúlagata 20, 101 Reykjavík.

Íslenski barinn- frábær íslenskur matur í hliðargötu af Laugaveginum, kósý stemmning og létt andrúmsloft, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík.

Café Rósenberg- Lifandi tónlistarviðburðir nánast öll kvöld í hlýlegu umhverfi og maturinn er alltaf frábær, Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík.

Le Bistro- langar þig að kíkja til Frakklands? Kíktu þá hingað og fáðu þér geitaostasalatið eða lauksúpuna! Laugavegur 12, 101 Reykjavík.

Snaps- einn vinsælasti veitingarstaðurinn í Reykjavík, geggjaður matur og andrúmsloftið er ferskt og lifandi, Þórsgata 1, 101 Reykjavík.

Sandholt- fallegt bakarí þar sem glæný sérbökuðu vínarbrauðin bráðna, ójá! Laugavegur 36, 101 Reykjavík.

Kaffibrennslan- notalegt kaffihús á Laugaveginum með skemmtilegu útisvæði, túnfisksalatið er líka æði! Laugavegur 21, 101 Reykjavík.

The Coocoo's Nest- besti brunchinn í bænum í yndislegu umhverfi, þessi er úti á Granda og vel þess virði að prufa! Grandagarður 23, Reykjavík.

Sundhöllin- við urðum að benda á þessa, einstaklega skemmtilega innréttuð sundlaug, þessa þurfa allir að hafa prófað, orginalinn! Barónstíg 45, 101 Reykjavík.

Við vonum að þessar ábendingar geti nýst ykkur vel næst þegar þið viljið prufa eitthvað nýtt í miðbænum!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Our favourite restaurants, café's and bars in Reykjavík.

We have had such a great summer in our store, we just opened in February this year in Reykjavik, in the form it is now so technically this is our first real summer.

The amount of travellers, tourists and locals is amazing and we have been so fortunate to welcome them to our store. Loads of travellers are looking for souvenirs and mementos from Iceland but they want it to be timeless, not TOO "touristy" and one of the most popular and most common requests: "is it really Icelandic"?!

We are proud to be able to service these clients whereas vast majority of our products are made by us, in Iceland, very local and some even from Icelandic materials. This means we have loads of items that fit the brief!

Our store is a cosy boutique, with seating for the gentlemen and hot coffee, they love that!

Often the conversations start flowing, questions about the store, the designs and the manufacturing as well as "where should we eat"! I can definitely relate to that, and looking for a local place recommended by a local is always a plus!

So after writing the same couple of places down again and again we decided to make a little brochure for the client to take with them. It is just our personal opinions and the places we love! We find it necessary to say that we did this completely by ourselves, the restaurants had nothing to do with it and I am not even sure they know about this.

Anyway, these are the places we recommend, the foodies behind Systur & Makar!

Vitabar- Best burgers in town, simple as that! Bergþórugötu 21, 101 Reykjavík.

Ölstofa Kormáks og Skjaldar- Bar full of friendly locals and fine beer! Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík.

Kex Hostel- Fantastic surroundings, great atmosphere, food and drinks! Skúlagata 20, 101 Reykjavík.

Íslenski barinn- Eccentric environment, fantastic food! Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík.

Café Rósenberg- Live music & great food, experience the local musicians! Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík.

Le Bistro- French cuisine, beautiful restaurant and the goats cheese salad is a bliss! Laugavegur 12, 101 Reykjavík.

Snaps- Nordic cuisine, trendy bar and restaurant with open kitchen, worth the buck! Þórsgata 1, 101 Reykjavík.

Sandholt- Beautiful bakery, a lovely place to savour your sweet tooth! Laugavegur 36, 101 Reykjavík.

Kaffibrennslan- Lovely outdoor area at the main street, great coffee and the tuna salad is nice! Laugavegur 21, 101 Reykjavík.

The Coocoo's Nest- Just a little out of the way, but make a trip there and you won't regret it! The best brunch in town! Grandagarður 23, Reykjavík.

Sundhöllin- The most original swimming pool in Reykjavík! Barónstíg 45, 101 Reykjavík.

We truly hope this little list can help you in the next quest for something to fill your tummy!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Gullni hringurinn og Snaps

(English below)

Höldum þá áfram sögunni um heimsóknina um síðustu helgi.

Við sóttum Charles og Suzanne á hótelið kl 12:00 á Laugardeginum en þau höfðu tekið daginn snemma, farið í morgunmat á Café París sem þau voru mjög ánægð með og röltu um miðbæinn. Þau fóru upp að Hallgrímskirkju, kíktu í Hörpu og spjölluðu við allskonar fólk eins og þeim einum er lagið, en Charles er einn "opnasti" maður sem ég hef nokkurntíman hitt! Hann býður öllum góðan daginn og spjallar við alla, dásemd!

 

Jæja, þau komu í bílinn þar sem við vorum með fersk íslensk jarðaber fyrir þau til að smakka og niðurskorna gula melónu sem þau jöpluðu á, á leiðinni í sumarbústaðinn hennar Helgu. Hún var búin að panta smurbrauð frá Jómfrúnni og var með ískaldan bjór, þið getið ímyndað ykkur hvað þetta sló í gegn!

Allt svo smekklegt og smart hjá Helgu enda mikill fagurkeri!

Svo fengum við kaffi og lakkríssúkkulaði frá Omnom (sem er án gríns, eitt það besta ever!!!)

Áfram héldum við ferðinni og keyrðum að útsýnispallinum hjá Almannagjá og þar á eftir að Geysi, þar sáum við Strokk gjósa!

Svo kíktum við í Geysis verslunina eins og sannir túristar og ég missti það aðeins á myndavélinni, mér fannst hún æðisleg! Ótrúlega skemmtilega innrétt og sjarmerandi, ekta túrista en hrikalega töff og vel gerð!

Þar splæsti Charles í ís og þau Tóta mátuðu víkingahjálma, fór þeim ekkert smá vel!

Hér sá ég líka eina þá allra túristalegustu vöru EVER, án gríns fólk: íslenskt loft í dós!!! ókei, cool og skemmtileg hugmynd en fyrir 1600.- þá finnst mér brandarinn aðeins missa marks :S (æi þetta finnst mér of mikið okur og skammast mín ekkert fyrir að segja það!) En þetta selst örugglega ótrúlega vel! úff... 

Hönnuðurinn hún Tóta mín er með mun sterkari hugmynd að pakkningu, sjáði þetta ekki fyrir ykkur? Glær dós (þetta var plast svo það er örugglega hægt að græja þetta í glæru) eða einfaldlega í glerkrukku sem væri virkilega fallegt, með mynd af íslensku landslagi innaní krukkunni og fallega skrift sem segir: "memories from Iceland, fresh mountain air!" ... já hún er ekki öll sem hún er séð hún Tóta, hér er komin ferðamannavara sem ég myndi vilja hafa uppí hillu, smart, einföld og skemmtileg! 

Þá var það Gullfoss, svona til að klára hringinn og við keyrðum smá útsýnistúr heim og við sem ekki vorum undir stýri nutum útsýnisins með einum ísköldum, ekki amalegt það!

Um kvöldið fórum við saman á Snaps en Gunna vinkona kom með okkur þangað. Maturinn var himnaríki og Selma sem þjónaði okkur til borðs var dásamleg! Æi það er alltaf svo geggjað að fá svona heimilislega og notalega þjónustu en hún stóð sig eins og hetja og ég held að maturinn hafi orðið enn betri fyrir vikið! Það var ferlega mikið stuð á okkur eitthvað og þau elskuðu að vera leidd á milli staða hugsunarlaust!

Við enduðum svo kvöldið í drykk á Skylounge og 101 Hótel en fórum þokkalega snemma heim til að geta klárað síðasta daginn með trompi!

Meira næst..

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

The Golden circle and Snaps.

To continue with our little story about last weekend with our friends.

Well we picked them up at the hotel on Saturday at 12:00, they had then been out and about, took a stroll in down-town Reykjavík, had breakfast at Café Paris which they were very happy with. Went to check out Harpa concert hall and walked up to Hallgrímskirkja our largest church and enjoyed the weather that had fortunately changed it's forecast to sunny and sweet! We couldn't believe it, it was supposed to be raining all weekend but the weather gods were super nice to us!

So we went to a little tourist drive, started with visiting Helga's beautiful summerhouse but she had ordered Danish open sandwiches called "Smørrebrød" and cold Icelandic beers!

Yeah, it was all right! :)

We then drove to the observation platform next to Þingvellir, our national park to take a look at Almannagjá.

Then we checked out Geysir and saw a small one called "Strokkur" blow. ("we didn't see that coming, ha! Suzanne?!) :)

Finally we went to see Gullfoss and on the way home, us "non drivers", enjoyed the view with one ice-cold beer! 

That evening Gunna our friend joined us for a meal at Snaps, I must recommend this place! The food is always delicious, the atmosphere is buzzing, young and fun and the service it top notch! If you ever get the change to visit please do! The only thing is, is that you can't order a table, just arrive and wait at the cellar bar lounge until your name is called. It is completely fine, but just so you know, it can take a bit of time for the wait., but well worth it if you have the time to kill! Check it here: Snaps.

We ended the night at two lovely Hotel bars: Skylounge and 101 Hotel.

The evening was super fun, lots of laughs and joking about, idiotic comments and to explain it the best: "Friendships growing stronger!"

More next time..

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira