Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / popup

Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

(English is below the Icelandic text)

Við systurnar erum ekki beint á móti skrauti og stússi og elskum að stjana svolítið við heimilin okkar. Síðustu vikur, jú og mánuðir hafa þó reyndar verið sérstaklega uppfullir af dagskrá sem vill verða til þess kotin sitja á hakanum.

Heimilið hennar Maríu er vinnuaðstaða í bland svo þar hefur verkstæði jólasveinsins verið með yfirhöndina upp á síðkastið. Við Tóta breyttum aðeins hjá okkur, máluðum svefnherbergi og bjuggum til heimaskrifstofu og svona sem er ekki alveg búið að klára svo það féll svona aðeins á milli hluta að jóla allt.

// Us sisters truly love to decorate our homes but recently we have been so super busy we didn't think we could actually "make the time" to do anything extravagant this year! My sisters home is a workshop as well so Santa's little helpers have taken over her living room and I just hadn't found the "need" to go all out this year after all the store decorations.

We started with the store in Akureyri...//

Svo skreyttum við náttúrulega verslanirnar okkar, fyrst á Akureyri..

 

Þá græjuðum við Reykjavík..

// Then we did the Reykjavik based store...//

Hafnarfjarðarpopup búðin var einnig tekin með trompi...

//And the popup shop in Hafnarfjörður...//

Svo fórum við um daginn og jóluðum bústaðinn.. hann er svona svolítið bland af heimilum okkar beggja sem er yndislegt!

//The summerhouse got some twinkle lights as well of course...//

Heimilin voru því ekki á forgangslista og við ætluðum bara svona að bíða aðeins og sjá til, gera bara eitthvað lítið og sparlegt. En hún María mín tók sig svo til um daginn og græjaði heimilið sitt svona dásamlega hátíðlega enda þvílík smekkmanneskja!

Húsið hennar er líka svo yndislega notalegt, allt í hvítum og ljósum tónum með jarðtónum í bland!

//And after all this María of-course found the need to do something at home and one night she went all out. Her home is very beautiful, white mixed with earthy tones and loads of lights and sparkle!//

Þá kom bakterían í mig og við Tóta notuðum storminn í gær til inniveru og græjuðum hjá okkur.

Mér finnst líka svo gaman hvað við systur erum með ólík heimili en finnst báðir stílarnir svo skemmtilegir hjá hvor annarri!

//And she eventually gave me the "bug" to do something so me and Tota decorated everything last night during the storm! I love how different the homes are but we really love each-others style and it mixes well in the summerhouse also!//

 

Nú mega jólin koma ekki satt?!

Að lokum tilkynnum við sigurvegarana í jólagjafaleiknum okkar en að þessu sinnu hljóta vinningshafarnir krukkulímmiða frá Kristu Design eins og þessa:

 

Í Reykjavík er sigurvegarinn: Guðrún Þórhalla Helgadóttir

Á Akureyri vann: Védís Baldursdóttir

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Popup verslun í Hafnarfirði í desember!

Popup verslun í Hafnarfirði í desember!

(English below)

Við Systur&Makar fengum símtal í byrjun nóvember þar sem við vorum beðin að íhuga þá hugmynd að setja upp skammtíma verslun, eða svokallaða "popup" verslun í Hafnarfirði. Hugsunin var að hafa hana opna í desember mánuði í samfloti við jólaþorpið.

Okkur fannst þetta auðvitað strax spennandi þar sem við systur og annar makinn erum úr Hafnarfirði svo eftir svolitlar samningarviðræður og örlitla leit að góðu húsnæði slógum við til.

Húsnæði vinstri grænna stóð okkur til boða sem að við þáðum með þökkum enda á frábærum stað og stærðin algjörlega mátuleg!

Við byrjuðum á því að tæma allt út en það er hellings pláss í bakrými hússins þar sem við gátum raðað upp öllum borðum og stólum.

Það var svolítið búið að negla og svona í veggina og líklega þónokkur tími frá því síðast var málað, svo Tóta, sem er ofurmálari hópsins, skellti einni umferð af hvítu á allt á mettíma svo við byrjuðum með "hreinan striga" (ofsalega hljómar þetta listamannslegt!).

Þá var þrifið, skúrað og allt gert klárt fyrir innréttingar og röðun!

Við vorum búnar að mála nokkrar mublur þarna vikuna áður og bólstra einn stól. Svo fundum við nokkrar púðafyllingar sem við saumuðum utanum sem og tvo löbera á borðið.

Hér sjást fínu löberarnir, þeir fela neflinlega samskeytin á borðinu þar sem stækkanirnar koma, aldeilis flott redding ;)

Svo þurftum við aðeins að prufa nokkrar uppraðanir á stofunni góðu.

Það þurfti auðvitað að nærast inn á milli flutninga og þrifa.

Hér var farin að koma nokkuð góð mynd á stofuna.

Ragga frænka að leggja lokahönd á arininn, ohhh svo jólalegt að hafa svona arinn!

Þá var komið að því að jóla búðina svolítið upp en við ákváðum að halda okkur svona í skandinavískum stíl, piparpökur, músastigar, greni og "origami" jólatré (sérstaklega skandinavísk! ;)

Í gærkvöldi kláruðum við svo alltsaman! Jólaglöggsblandan er næst á dagskrá en við opnum kl 17:00 í dag og bjóðum upp á glögg og piparkökur!

Það eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn á eftir sem og allar helgar fram að jólum. Við bætum mögulega svolítið í opnunartímana þegar líða fer að jólum og auglýsum við það þá á Facebook síðunni okkar hér.

Jólaþorpið hefst í dag og verður lifandi alla helgina sem og kveikt verður á jólatrénu kl 18:00 í kvöld.

Hér má svo sjá dagskrá jólaþorpsins í kvöld: 

                                  

Er þá ekki rétt að enda á nokkrum myndum úr búðinni en það er auðvitað allt annað að mæta sjálfur og upplifa með eigin augum :)

Við vonum svo sannarlega að við getum orðið hin fínasta viðbót á Strandgötuna í Hafnarfirði fyrir þessi jólin og tökum vel á móti öllum gestum í aðventunni!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Systur & Makar open up a "popup shop" in Hafnarfjörður!

We got a message in the beginning of November asking us to do a popup shop in Hafnarfjörður but that is a town close to Reykjavík where me, my sister and her husband were raised.

It was not exactly planned to open up the third shop so close to Christmas, even though it is short term, because this year will be the first year we are running two stores as well as the web store. The third walk in store was not in the plans but we just couldn't say no, so off we went to plan everything, paint and decorate and voilà! -a new store has been born! 

The idea is to have the store open according to the Christmas village in Hafnarfjörður, but they have been praised for great Christmas spirit in past years. They actually set up a small "village" of houses where there are all sorts of goods, crafts and design sold among great entertainment on the stage.

This year they are adding horseback riding, decorated bus that will be driving around the town and bunch of pop up stuff like ours.

The street will be full of life every weekend in the advent and if you have any change to we encourage to come and visit!

We are opening our store tonight at 17:00 and will be open until the 23rd of December every weekend (and perhaps a bit more). Tonight we are celebrating the first Christmas village day with some mulled wine and ginger snaps!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira