Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / helgarferð

Ostakökur, indverskur og sniðgengin H&M - dagur tvö í Kaupmannahöfn.

Ostakökur, indverskur og sniðgengin H&M - dagur tvö í Kaupmannahöfn.

(English below)

Hún Mekkín er nú ekkert blávatn og byrjaði daginn á því að gefa okkur systrum ljúfan morgunmat! Jebb hún vaknaði og bakaði sykurlaust bananabrauð, hitaði bollur og dekraði við okkur – ljúf þessi elska!

(Ef þið misstuð af fyrsta deginum þá má lesa um hann hér:)

Mér fannst líka skemmtilegt að við ættum allar eins tannbursta og það var að sjálfsögðu myndað! - þarf ekki mikið til að gleðja :)

Nú framundan lá leiðin í miðborgina á Strikið og litlu krúttgöturnar þar í kring. Við vorum svolítið grá öll eftir kokteilana kvöldið áður svo dagurinn átti einfaldlega að fara í rólegheit, mögulega versla eitthvað sætt ef við dyttum um eitthvað spennilegt en annars njóta bara dagsins!

Danir hangsa minna í símunum á kaffihúsum en Íslendingar.

(Takið eftir því að mæðgur gátu ekki beðið með að smakka áður en ég náði að smella mynd! -blessuð svínin;)

Jú það var reyndar eitt sem við átfíklarnir vorum búnir að plana og það var að skella okkur á Daily á Strikinu til að fá okkur bakaðar ostakökur! Juhuuummm! Ein sítrónukaka með marengs rann ljúft en þeim mun betri var glútenlausa berja og súkkulaðitertan! Yndislega létt og ljúffeng ostakaka og ég setti mér markmið að læra að gera bakaðar ostakökur árið 2016. Það verða einhverjir ævintýralegir sunnudagar sem fara í það grunar mig...

María sys er náttúrulega skrefinu á undan að þessu leiti og bjó til uppskrift að sykurlausri sítrónu ostaköku. Hún er reyndar ekki bökuð en virkilega ljúffeng og svona þegar það fer að styttast svolítið í sumarið þá er þessi tilvalin!

Sumarleg og fersk ostakaka

Botn:

120 g möndlumjöl(gróft)

30 g brætt smjör

10 dropar stevía Via Health

30 g Sukrin

Fylling:

400 g rjómaostur

1 peli rjómi léttþeyttur

1 sítróna, börkurinn og safinn

1 msk matarlímsduft

( má hugsanlega sleppa vegna sítrónunnar en mér fannst kakan extra þétt og fín með því )

100 g Sukrin Melis

10 dropar stevía Via Health

Toppur:

1 pk sykurlaus Lemon J-ello (fæst í Kosti og Hagkaup)

Aðferð:

Blandið saman öllu í botninn og þrýstið í springform eða eldfast mót ef ekki á að skera kökuna í sneiðar. Bakið í 10 mín á 180°C.  Kælið vel. Rífið börkinn og kreistið safann úr sítrónunni. Notið allan safann í skál með matarlímsduftinu og sætunni og helminginn af rifna berkinum.Hrærið kröftuglega og bætið svo rjómaostinum saman við. Blandið síðast léttþeyttum rjómanum saman við og hrærið vel saman. Hellið þessari blöndu í formið og kælið.

Blandið nú saman J-elló pokanum við 300 ml af sjóðandi vatni og leysið vel upp.  Restin af sítrónuberkinum fer hér út í.
Kælið vökvann örlítið í ískáp. Hellið vökvahlaupinu næst yfir kökuna þegar blandan er farin að þykkna og látið allt standa í 2 tíma í það minnsta. Þetta er fersk og góð kaka, passlega sæt og súr og bara hreinlega æðisleg.

Ég tók sérstaklega eftir því að gestir kaffihússins voru ekki mikið í símunum sínum og það þótti mér gaman að sjá. Mér fannst það reyndar áberandi um alla borgina og ég held að við séum töluvert háðari þessum tækjum en Danir. Æi það er alltaf hægt að reyna að gera betur og láta símana ekki stjórna okkur endalaust, það er kannski annað markmið fyrir 2016, hvað finnst ykkur?

 

Kuldboli var svolítið við líði í höfuðborginni svo við fórum og fengum okkur vettlinga. Okkur fannst þessir svo sætir að við ákváðum bara allar að vera í stíl enda fóðraðir með fleece og dásamlega mjúkir!

Ég fann mér einnig geggjað loðhárband í vintage búð á örfáar krónur og gerði þar kostakaup, ferlega sæl og loksins var mér orðið hlýtt!

Við kíktum aðeins inn í H&M og verslanirnar í bænum. Ég hafði sett mér markmið (enn eitt markmiðið, ég meinaða!) um að versla mér ekkert í H&M í þessari ferð. Ég vildi heldur versla færri hluti og styrkja minni verslanir og mögulega hönnunarverslanirnar. Það reyndist nokkuð erfitt sérstaklega þar sem það var alveg hellingur af fallegu í H&M sem að mig langaði ægilega í en þrjóskupúkinn stóð við sitt og ég stillti mig um alla stórkeðjuverslun. Ég verslaði reyndar skyrtu í Ginu Tricot og aðra í Monki, jú keðjur en þónokkuð mikið minni en H&M svo mér fannst ég ekki svíkjast svo mikið um. Mér tókst einnig að eyða smá í litlu búðunum og fann mér þá einstakari og skemmtilegri hluti.

Ég vil taka það fram að ég gagnrýni svo sannarlega ekki ákvarðanir nokkurs um hvar hann eyðir sínum peningum hvort sem það er hjá stórum keðjum, litlum smáverslunum eða beggja blands. Þetta var einfaldlega ákvörðun sem að ég tók fyrir mig persónulega án þess að setja út á val annarra!

Eftir allt labbið vorum við stöllur orðnar ansi hungraðar og þær mæðgur eru báðar með sérstakt blæti fyrir indverskum mat. Stefnan var því sett á lítinn stað í Valby sem heitir Punjab. Staðurinn er þokkalega stór og hann býður upp á hlaðborð. Við vorum glorsoltnar og vissar um að við gætum svo sannarlega fengið peninganna virði hér en svo er það svo magnað með indverskan og vel kryddaðan mat að maður getur ekkert troðið svo mikið í sig þegar á hólminn er komið!

Maturinn var svakalega góður og við drukkum ástaraldinsafa með þar sem mælt var með því með matnum. Eftirréttirnir voru mjög girnilegir líka og ég fékk mér auðvitað af öllum og smellti þessari líka girnilegu mynd, þeir voru þó ekki góðir! Alls ekki fyrir okkar bragðlauka og sjúklega sætan hentaði okkur því miður ekki, jakk!

Dökkt súkkulaði féll í mun mýkri jarðveg þegar heim var komið!

Eftir átið og langt labb allan daginn héldum við heim á leið í kósýtime og horfðum á The Intern með Robert De Niro og Anne Hathaway. Yndisleg mynd sem minnti mig svolítið á The Devil Wears Prada. Æi Robert De Niro er líka bara yndislegur í öllu einhvernveginn! Ég allavega mæli klárlega með þessari fyrir næsta stelpukvöld ;)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Cheesecakes,. Indian food and boycotting H&M - day two at Copenhagen! 

Mekkín my niece really is like a wonder-kid, well now she is a beautiful, fully grown educated and a very smart woman, but she will still always be a “kid” to me! She woke up early and prepared a very jummy breakfast, we are talking bacon, eggs, and buns with cheese and ham the whole shenanigans, oh yes and she also baked a little sugar free banana bread from scratch! Spoiled we were indeed!

What a great start to the day!

I loved the fact that we all had the same style of toothbrush and in the same colour! Don’t really need much eh!

The day ahead was spent walking about in the city and checking out the main shopping street Strøget as well as the small intersecting streets there around. I admit we were a little “grey” after all the cocktails from the night before so the day was really just supposed to be kept calm and relaxed with no agenda and only do a little shopping if we fell over anything interesting on the way.

I feel the Danish spent less time on their smartphones at coffee-houses and restaurants than the Icelanders do.

I feel the Danish spent less time on their smartphones at coffeehouses and restaurants than the Icelanders do.

Well actually we had one thing planned for the day and that was to go to Daily but they serve these amazing baked cheesecakes! Oh so very nice indeed and we ordered one lemon and merengue we enjoyed to bits but it had no take on the gluten free (simply a plus) chocolate and berry cheesecake! I mean that one rumbled my life a little! I set myself a goal for 2016 to learn how to make baked cheesecakes. Pretty sure there will be some adventurous Sundays in my nearest future… 

I also especially noticed that I believe the Danes spend less time on their smartphones when at coffee-houses and restaurants! I really applaud that and that is my second goal for 2016, spend less time with head faced on a screen, watch people and listen more! 

It was a bit cold in the city so when we stumbled on these lovely black and white striped, fleece lined, ultra-soft mittens, we went all matchy matchy and warm and fuzzy!

It was a bit cold in the city so when we stumbled on these lovely black and white striped, fleece lined, ultra-soft mittens, we went all matchy matchy and warm and fuzzy!

We got our body temperatures back to normal Celsius levels by popping into couple of stores on the walk. I had actually set myself another goal (dude, stop with the goals already!) but that was to not shop at large chains like H&M but rather support smaller stores and boutiques. This was in fact a rather difficult task whereas I found so many sweet things at H&M that I like really, really wanted, but stubborn little me stuck to my gut and kept my wallet away from the cashier! I did in fact make a purchase at Gina Tricot and another at Monki, yes those are chains but without a doubt way smaller than H&M so I thought I did pretty well, considering. I also got some great unique finds at smaller designer boutiques that I just loved!

I wish to emphasize that this decision was solely my choice and by doing this I am not by any means criticizing other people’s choices to shop at large chains, smaller boutiques or a little of both. Merely a humble little experiment and a choice I tend to keep regardless of other people’s decisions! So shop away dears, I will for sure not try to stop you! :)

After all the walking we were at a starving stage and my sister and niece have this serious fetish for Indian food. After spending her time in Copenhagen my niece had of course found this little place that served an all you can eat, Indian buffet (did I mention fetish?)

So there we went and filled our plates with all sorts of delicious courses but the funny thing about strong and spicy food, you can’t really stuff your tummy, have you ever noticed? Is that the secret behind all the fit Indians and Asians.. Spicy food! I really should exercise my chilli tolerance!  

The food was great and we chucked it down with passion fruit juice, recommended by the waiter. The desserts looked delish also and I had a little try of everything and got this great professional looking photo, but it was sickly sweet and not at all our cup of tea.  

Later that night a plate of dark chocolate was much more satisfying!

After all the eating and walking we headed home for a little cosy time at the sofa where we watched The Intern starring Robert De Niro and Anne Hathaway. Wonderful feel-good film that reminded myself a little of The Devil Wears Prada.

I recommend this one for the next girl’s night in for sure!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Freyðivín og kokteilar í Kaupmannahöfn - dagur 1

Freyðivín og kokteilar í Kaupmannahöfn - dagur 1

(English below)

Við systurnar ákváðum að skella okkur í svolitla heimsókn til Arnars og Mekkínar frænku, dóttir Maríu, núna í janúar en þau eru í námi í Kaupmannahöfn. Jólin er mikill vinnutími fyrir okkur eins og ég held að allir í verslunarrekstri þekkja vel svo örlítið skot til að skipta um umhverfi var akkurat það sem við þurftum. Makarnir stóðu vaktina í versluninni á Laugaveginum á meðan og leyfðu okkur systrunum alveg að eiga þessa dásemdar helgi útaf fyrir okkur! Takk hnoðrar - þið eigið inni dekur!

Við vorum með einfalt plan fyrir þessa ferð: ekkert skipulag!

Það var virkilega frelsandi, við vorum ekki búnar að ákveða að við YRÐUM að sjá þetta, prufa þetta eða fara þangað.. nei- einfaldlega vera, upplifa og njóta og það var akkurat það sem við gerðum! Kannski ekki alveg "eat-pray-love" upplifun en á okkar mælikvarða var skipulagsleysi og stressfrelsi akkurat kúplið sem við systur þurftum!

Við pökkuðum létt og versluðum á flugvellinum tollfrjálsan varning, samlokur og við vorum svo óstjórnlega slakar að litlu munaði að við misstum af vélinni! Ókei, smá spark í rass stelpur þó að fríið sé byrjað!..

Flugferðin var ljúf, svolítill svefn, Marías spilað með miklum metnaði og það þarf varla að segja frá því en litla systir burstaði - að sjálfsögðu! Skálað í freyðivíni og hrotið!

Mekkín tók á móti okkur á flugvellinum og símarnir voru mundaðir í „sjálfum“ víbrandi af spenningi fyrir komandi helgi!

Enn meira freyðivín var smakkað og ég skipti strax yfir í dönskuna. Ég tók eitt og hálft ár í námi í Herning á Jótlandi fyrir nokkrum árum síðan og bjóst ekki við því að danskan myndi smella svo fljótt inn.. kannski var það bara ljúft léttvínið..?

Veðrið var yndislegt og betra en það hafði verið í þónokkurn tíma í Kaupmannahöfn en sólin lét meira að segja sjá sig og bauð okkur systurnar velkomnar til Danaveldis!

Fyrsta kvöldið var ákveðið að við færum öll saman á Sticks n‘sushi!

Arnar rakaði rauða skeggið fyrir kvöldið meira að segja.. smá svona "fyrir-eftir" stemmning í pósti dagsins sumsé ;)

Maturinn var vægast sagt himneskur og við nutum til botn en eftirréttirnir, ahhhh eftirréttirnir færðu sko gleðina á annað plan og ég sver það, litlu munaði að ég myndi ættleiða kokkinn! Við pöntuðum svona „taste menu“ af eftirréttunum og 9 litlar skálar mættu á borðið ásamt Espresso Martini.. ég er að reyna að leggja mikla áherslu á þetta hérna en ALLIR eftirréttirnir voru úr öðrum heimi og það sannast af pollinum sem er hægt og rólega að myndast hérna á lyklaborðinu!

Ella Fitzgerald og dönsk húsgögn - I'm in heaven!

Þá fórum við fjórmenningarnir á röltið um borgina og fundum falinn lítinn bar sem lét ekki mikið yfir sér að utan. Trip Advisor leiddi okkur áfram að næsta drykk og við fylgdum símunum í blindni! Treystið Trip Advisor elskurnar, þessi sannaði sig! Duck and Cover heitir demanturinn!

Við vorum komin aftur til 1960 og ég var meira að segja í blómasamfesting með varalit, stóra gyllta lokka og háan snúð og fannst ég algjörlega eiga heima þarna! Ella Fitzgerald ómaði og við sátum á gömlum dönskum tekk húsgögnum með svörtu leðri og sötruðum kokteila meðan barþjónarnir (sem voru btw ægilega sætir) þjónuðu okkur.. ég meina halló, þessi helgi byrjaði vel!

Þegar ég var farin að smella myndum og plana endurinnréttingar á íbúðinni okkar Tótu var tími til kominn að halda heim á leið.. annar dagur á morgun!

Mekkín og Arnar búa svolítið frá miðbænum svo við tókum nú lest og strætó og það var ekkert annað að gera en að smella nokkrum myndum af okkur í gleðivímunni sem Kaupmannahöfn bauð okkur uppá!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Bubbles and cocktails in Copenhagen - day one!

My sister and I decided to do a little weekend getaway and bought a trip to Copenhagen. My niece, María’s daughter lives there with her boyfriend where they study so the sofa was our bunk for the weekend and they took us on a trip around the city. Spoiled ladies we were indeed and loved every second!

We had agenda for the weekend: absolutely no plan at all!

Ahh and it was liberating for sure! For planners like ourselves, this was exactly what we needed!

After a little tax free shopping at the airport we enjoyed some bubbles on air and played cards, gossiped, slept and looked forward to the weekend ahead!

Mekkín came to the airport and welcomed us with hugs and kisses and according "selfies" of course!

Couple more glasses of bubbles and I started speaking Danish.. didn’t really expect that so soon after arrival. I studied in Denmark for a while couple of years ago and it was nice to remember a bit of the local language.. I could well manage and then some.. maybe just the bubbles talking but still!

The weather was fab and nicer than it had been for a while, even some sunshine to welcome us sisters and we really appreciated it!

For the first evening we all decided to go out to Sticks n’sushi!

Ahh the food left us speechless and let me tell you: that for one thing is hard to do! Couple of fantastic cocktails and some really nice food and I was willing to adopt the chef! Not at all over yet because the desserts were, for reals, OUT OF THIS WORLD! We absolutely loved every single bite!

My sister and I have a hard time deciding on "only one thing", especially when it comes to some sweet things, so we chose the “taste menu” with no less than NINE different desserts and every single one was to die for! The Espresso Martini just took us over the edge and we left the restaurant in utter bliss!

Ella Fitzgerald and Danish furnitures - I'm in heaven!

Onwards and upwards, not that we thought that would be possible after the amazing meal. The quartet took to the feet and walked about the city with our phones as our guiding lights and Trip Advisor led us to a little bar. Didn’t really look like much from the outside, quite dark interior and well semi in a basement really. We thought that for the first Trip Advisor would have failed but let me tell you – Duck and Cover is the jewels name and we were so happy with the lucky find!

We had landed in the 1960’s and I, funnily enough was wearing a jumpsuit with large golden bangles and a big hair bun and felt right at home! Soft jazzy Ella and some beautiful classic Danish teak furnishings and greenery welcomed us, plus the bartenders were quite cute and served us amazing cocktails!

What a great start to this weekend!

When I had taken started planning my remodelling of my apartment back in Reykjavík and really began thinking: “how will I sell this idea to Tota”.. it was time to go home!

Mekkín and Arnar live a little away from the city centre so a train and a bus ride later with some serious selfie moments in bliss town, a deep sleep on the sofa was just the perfect ending to our first day!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira