Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / svitnað til góðs

Hressandi að gefa !!!

(English below)

Ég ætla hér með að lýsa ánægju minni og stolti af því að vera meðlimur að vinalegustu líkamsræktarstöð landsins, þótt víðar væri leitað svei mér þá en ég er að tala um hverfisstöðina mína HRESS á Dalshrauninu í Hafnarfirði.

Það er hreinlega eitthvað krúttlegt við það að raunveruleg manneskja bjóði manni góðan daginn en ekki augnskanni eða kortahlið og ég vel þetta umhverfi fyrir mig fremur öðru og hef gert undanfarin 10 ár. Það er ekki nóg með að stöðin sé heimilisleg, starfsfólkið frábært og tímarnir séu fjölbreyttir heldur eru þau hjónin Linda og Nonni einstaklega góðhjartað fólk.

Þau hafa staðið fyrir svokölluðum Hressleikum síðustu 6 árin en Hressleikarnir eru góðgerðaleikar þar sem þátttakendur styrkja kroppinn og gott málefni í leiðinni.

Þetta eru sannkallaðir gleðidagar því það er einstaklega mikil jákvæðni í lofti allt frá því að maður stígur inn á stöðina og þar til lokastundar þegar sviti og hellingur af gleði-og sorgartárum renna saman niður kinnarnar í sameiginlegri stund með viðtakendum söfnunarinnar. Ég mæli með að þú mætir og takir þátt en ef þú átt ekki heimangengt er hægt að styrkja málstaðinn með frjálsum framlögum. Ég hef sjálf tekið þátt allavega fimm sinnum og stefni á að bæta sjötta skiptinu við í ár, á bara eftir að velja mér lið, viltu vera memm ? :)

Ég hef auðvitað farið alla leið í litaþemanu og má sjá hér nokkrar svipmyndir af ósköpunum.

Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt HRESSLEIKANA í gegnum árin og erum við hjá Systrum & Mökum stolt af því að vera með í ár. Áfram HRESS !!!

Á leikunum eru 8, 28 manna lið sem öll klæðast sérstökum lit sem æfa í 15 mínútna lotum í tvo tíma.
Eftirtaldir litir eru í boði: Gulur, rauður, grænn, blár, hvítur, appelsínugulur, bleikur og fjólublár.
Aðgangur að leikunum er 2.500.- og rennur óskiptur til söfnunarverkefnis ársins 2015
Það eina sem þú þarft að gera er að velja lit og greiða 2.500 kr.
Það er öllum velkomið að taka þátt hvort sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki.

Oftar en ekki eru liðin vel skreytt sínum lit og kennarar klæðast búningum sem eru oft óborganlegir.


Græna liðið

Það er 5 manna fjölskylda úr Hafnarfirðinum sem HRESS styrkir í ár.

Fjölskyldan samanstendur af Kristínu Þórsdóttur (móðir 31 árs) og Kristjáni Birni Tryggvasyni (faðir 34 ára). Saman eiga þau þrjú börn, Bóas Örn 2 ára, Öglu Björk 7 ára og Ísak Þór 12 ára.


Fyrir 9 árum greindist Kristján með heilaæxli og var honum ekki spáð langlífi en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að sigrast á meininu. Afleiðingarnar af heilaæxlinu er framheilaskaði. Kiddi hefur alltaf verið ótrúlega jákvæður og glímt við veikindin af mikilli jákvæðni. Kristján hefur undafarin ár lagt mikið á sig til að safna fyrir aðra og m.a. safnað nokkrum milljónum fyrir Mottumars.

Eftir að Kiddi sigraðist á veikindunum vann hann hjá Hreinsitækni á dælubíl. Hjá Hreinsitækni lenti hann í alvarlegu vinnuslysi. Eftir árs veikindaleyfi byrjaði hann að vinna á sambýli í Hafnafjarðabæ sem var hans draumastarf. Því miður greindist Kristján aftur með illkynja heilaæxli í maí á þessu ári og varð að láta af störfum og hefja lyfjameðferð.

Við þetta áfall varð Kristín að láta tímabundið af störfum líka til að sinna veikum eiginmanni og börnum. Því miður hefur Kristjáni hrakað undanfarið og hafa öll þessi áföll haft veruleg áhrif á fjárhag fjölskyldunnar og framtíðar drauma þeirra.

REIKNINGSUPPLÝSINGAR UM SÖFNUNARREIKNINGINN FYRIR ÞÁ SEM VILJA STYKJA MÁLEFNIÐ ER:
135-05-71304 KT 540497-2149 

Svitnum saman til góðs!!

Ef þér líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Linda Hilmarsdóttir eigandi HRESS í svakalegum gír

 

Superwomen teaching Foam Flex

Team purple

Sweating for charity !!

I am so proud to be a member of one of the friendliest gyms in the country: Hress in Hafnarfjörður. I just love the fact that when I go to the gym I am greeted friendly by a person not an eye scanner and I have chosen this environment for the part 10 years.

Not only are the staff super friendly, the classes very fun and the gym itself extremely “homey”, but the owners: Linda and Nonni are such goodhearted people! They have been responsible for so-called “Hress-games” for the past six years but that is an event for charity fundraising. Meaning the participants that take part strengthen their own bodies as well as a support a good cause at the same time.

This is one of the spinning teachers!!!

This is such a great event where people come together to do something great for themselves as well as others at the same time.

I have taken part myself for the past 5 years and will definitely do so again this year, I just need a team: do you need a member?!

The games are full of joy and fun and sympathy and each team dresses up in a distinct colour as you can see from the photos!

Me and my daughter Mekkín

The games are 8 teams of 28 people that exercise for 15 minutes in turns for two hours. To participate in the games you pay 2500.- ISK per person but that fund goes undivided to the cause. The only thing you have to do is pay 2500.- and choose a colour, and you do not have to be a member of the gym, everybody are welcome!

Many companies have taken part in the fundraising for the past years and we at Systur & Makar are of course a proud part of those companies.

This year Hress is funding a family of 5: Krístín Þórsdóttir(mother), Kristján Björn (father) and together they have 3 children: Bóas (two year old), Öglu Björk (7 years old) and Ísak Þór (12 years old).

9 years ago Kristján, the father, got diagnosed with a brain tumour, the doctors didn’t expect him to live for long but remarkably he survived the disease. Kiddi has always been such a positive person dealt with the disease with such grace and positivity. He has always been the person to give back and being kind to others has been his forte.

Unfortunately the tumour came back in May this year and Kristín had to stop working to take care of him and their children. These series of events have obviously been a huge struck to their finance plan and future.

If you would like to make a donation here is their account:

Account: 135-05-71304 ID number: 540497 - 2149

The teachers donate all their work

Fun all the way 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Sweating for charity !!

Lesa meira