Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / Jólin

Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

(English below)

 

Krista Design hefur verið að gefa út jólaóróa á hverju ári núna í nokkur ár og oftar en ekki nokkra sama árið. Þetta er einhver lenska hjá henni, hún getur ekki beðið þegar hugmyndin er fædd og drífur þá allt í gang! 

Það er nú reyndar líka kosturinn við að vera með íslenska framleiðslu hvað þá þegar hönnuðurinn sefur hjá framleiðandanum þá gengur þetta ósköp hratt fyrir sig svona. :)

Hér má svo sjá óróana en einnig má smella á myndirnar sjálfar og nýr gluggi opnast þar sem hægt er að versla hér á netversluninni.

Mig langar nú að segja ykkur aðeins frá ferlinu en vinnan þeirra fer nokkurnveginn svona fram: hugmyndin fæðist, María teiknar hönnunina upp í Illustrator, grafíkina sendir hún svo á Börk sem er með vatnsskurðarvél og hann yfirfærir teikninguna hennar Maríu í forrit sem að vélin getur lesið. Svo raðar hann hönnuninni upp á plötuna til að nýta efniviðinn sem allra best en þau nota iðulega ál í þessa óróa.

(Þessir kisugormar verða næst pússaðir og svo skellt í húðun).

Þá fer vélin af stað og sker í gegnum efnið með miklum þrýstingi af vatni og örlítið af sandi. Ástæðan fyrir því að vélin er full af vatni er vegna þess að krafturinn er svo mikill að það þarf stórar þungar járnplötur í botninn og vatn til að minnka kraftinn þegar bunan er komin í gegnum efniviðinn, annars sagar vélin botninn bara úr sér!!

Stykkin eru þá brotin úr plötunni og þau pússuð niður og fíniseruð og því næst komið í húðun. Krista Design lætur húða allt fyrir sig innanlands en það er svokallað "powdercoating" eða dufthúðun. Þessi tegund af húðun er notuð fyrir margskonar varning svosem varahluti í bíla svo gæðin eru mjög góð en sumar vörur Kristu eru til dæmis ætlaðar til útinota og endist varan, jah út í það óendanlega ef að farið er vel með stykkin!

Þá er að þræða í óróana silkiborða og pakka í sérmerktar pakkningar, skutla í búðina og þar bíða þeir eftir þér ;)

  

Ferlið má sjá hér í video-inu okkar en þetta hefst á mínútu: 6:26

Þeir eru að sjálfsögðu fáanlegir í verslununum okkar á Laugaveginum, á Strandgötunni á Akureyri sem og á Strandgötunni í Hafnarfirði. Ég bendi ykkur á að vera tímanlega þar sem þessir fallegu óróar eru orðnir ofsalega vinsælir í gjafir enda á frábæru verði!

Einnig minnum við á það að ef varan er búin tökum við einfaldlega niður pantanir og bjöllum um leið og hún kemur í hús aftur :)

    

 

Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu unnu sér inn jólaóróa frá Kristu Design að eigin vali!!

Í Reykjavík: Sigrún Agnes Njálsdóttir

Á Akureyri: Vordís Björk Valgarðsdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Locally made Christmas ornaments from Krista Design.

Krista Design has been making new Christmas mobiles every year now for a couple of years and more often than not she makes more than one version per year! You see, when they get a new idea it is difficult to postpone it to another year, especially when the designer "sleeps" with the maker.. they just make it right away! 

The benefit of having your own local production for sure!

 

Here you can see the mobiles available and you can press the images to go to a shopping site here on our on-line store. They are of course also available in our stores!

I would like to tell you little bit about the process of making them. An idea is born and María draws the graphic or outlines in Illustrator. She then sends the file to Börkur, her husband and the maker, which opens the graphic up in a programme that the water jet cutter can read. He organizes all the pieces on a plate so the material is fully used, and for these ornaments they use aluminium plates.

When the machine starts cutting it is basically high intensity water with a little bit of sand. The reason for the tank to be filled with water is because the force of the water is so extreme that the water slows down the power until it reaches thick steel plates at the bottom of the tank that prevents the jet to go through the base of the machine itself!

The pieces are then released from the plate and all the edges are sanded and finished. It is then powder-coated, silk thread goes through the hole for hanging, packaged, labelled and driven to the stores.

  

The process can also be seen in the video here below from minute 6:26

The mobile ornaments don't have to be only for Christmas, many are suitable for the whole year around! They are available in our stores as well as here on-line. We do ask you to be timely before Christmas because they are becoming super popular especially due to their great price point! 

    

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

(English is below the Icelandic text)

Við systurnar erum ekki beint á móti skrauti og stússi og elskum að stjana svolítið við heimilin okkar. Síðustu vikur, jú og mánuðir hafa þó reyndar verið sérstaklega uppfullir af dagskrá sem vill verða til þess kotin sitja á hakanum.

Heimilið hennar Maríu er vinnuaðstaða í bland svo þar hefur verkstæði jólasveinsins verið með yfirhöndina upp á síðkastið. Við Tóta breyttum aðeins hjá okkur, máluðum svefnherbergi og bjuggum til heimaskrifstofu og svona sem er ekki alveg búið að klára svo það féll svona aðeins á milli hluta að jóla allt.

// Us sisters truly love to decorate our homes but recently we have been so super busy we didn't think we could actually "make the time" to do anything extravagant this year! My sisters home is a workshop as well so Santa's little helpers have taken over her living room and I just hadn't found the "need" to go all out this year after all the store decorations.

We started with the store in Akureyri...//

Svo skreyttum við náttúrulega verslanirnar okkar, fyrst á Akureyri..

 

Þá græjuðum við Reykjavík..

// Then we did the Reykjavik based store...//

Hafnarfjarðarpopup búðin var einnig tekin með trompi...

//And the popup shop in Hafnarfjörður...//

Svo fórum við um daginn og jóluðum bústaðinn.. hann er svona svolítið bland af heimilum okkar beggja sem er yndislegt!

//The summerhouse got some twinkle lights as well of course...//

Heimilin voru því ekki á forgangslista og við ætluðum bara svona að bíða aðeins og sjá til, gera bara eitthvað lítið og sparlegt. En hún María mín tók sig svo til um daginn og græjaði heimilið sitt svona dásamlega hátíðlega enda þvílík smekkmanneskja!

Húsið hennar er líka svo yndislega notalegt, allt í hvítum og ljósum tónum með jarðtónum í bland!

//And after all this María of-course found the need to do something at home and one night she went all out. Her home is very beautiful, white mixed with earthy tones and loads of lights and sparkle!//

Þá kom bakterían í mig og við Tóta notuðum storminn í gær til inniveru og græjuðum hjá okkur.

Mér finnst líka svo gaman hvað við systur erum með ólík heimili en finnst báðir stílarnir svo skemmtilegir hjá hvor annarri!

//And she eventually gave me the "bug" to do something so me and Tota decorated everything last night during the storm! I love how different the homes are but we really love each-others style and it mixes well in the summerhouse also!//

 

Nú mega jólin koma ekki satt?!

Að lokum tilkynnum við sigurvegarana í jólagjafaleiknum okkar en að þessu sinnu hljóta vinningshafarnir krukkulímmiða frá Kristu Design eins og þessa:

 

Í Reykjavík er sigurvegarinn: Guðrún Þórhalla Helgadóttir

Á Akureyri vann: Védís Baldursdóttir

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira