Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / family time

Aðventudagatal Systra&Maka - gerðu eitthvað skapandi!

Aðventudagatal Systra&Maka - gerðu eitthvað skapandi!

(English below)

Við systur létum prenta fyrir okkur jóladagatal í tveimur litum. Okkur langaði svo í hreina miða með gati úr ágætlega stífu kartoni sem hægt væri að nota fyrir allskonar aðventu-dagatals pælingar.

Um er að ræða hvít spjöld með ljósgráu letri, létt og ljós og svo brún náttúruleg spjöld úr kvistpappír með svörtu prenti.

Tölustafirnir eru misjafnir svo spjöldin raðast skemmtilega upp þegar þeim er raðað á sinn stað.

Hægt er að nota þau á ýmsa vegu, þau má til dæmis hengja á litla poka með gjöfum sem er krækt á band eins og sjá má hér:

Fallegt er að binda smá borða utan um þau og festa utan um tómar sultukrukkur með sprittkerti og svo er kveikt á nýju kerti á hverjum degi. Þetta kemur ofsalega vel út í glugga! (Athugið að þið munið þurfa 300 kerti í krukkurnar í heildina miðað við að kertin lifa í einn dag hvert).

Einnig er hægt að festa þau á vegg og nota þau sem viðburðardagatal:

Þetta finnst mér æðisleg hugmynd afþví það þarf ekki endilega að vera búið að setja gjafirnar í poka, þær geta verið í formi samverustunda með fjölskyldunni alla aðventuna. Verkefnin þurfa ekki alltaf að vera flókin og hér er smá listi með nokkrum skemmtilegum hugmyndum

  1. Förum í skautaferð
  2. Eldum saman eitthvað gott í matinn
  3. Bökum piparkökur
  4. Spilum spil
  5. Föndrum jólakort
  6. Förum í bakaríið og kaupum snúð
  7. Búðarferð á Laugaveginn
  8. Kíkjum á kaffihús og fáum okkur heitt súkkulaði
  9. Skreytum úti-tré með seríu
  10. Förum á jólatónleika
  11. Laufabrauðsbakstur
  12. Föndrum jólaskraut
  13. Kíkjum í jólahúsið
  14. Förum í bíltúr að skoða jólaljósin
  15. Bökum smákökur
  16. Horfum á jólamynd saman
  17. Höldum fjölskylduspilakvöld
  18. Verslum jólagjafir
  19. Förum í göngutúr að skoða jólaljós
  20. Fáum okkur heitt kakó og smákökur
  21. Finnum jólatré
  22. Verslum í jólamatinn
  23. Búum til snjókarl
  24. Skreytum jólatréð
  25. Förum í jólabaðið
  26. Byggjum snjóhús
  27. Fáum okkur jólabjór (svona fullorðins ;)
  28. Föndrum aðventukrans
  29. Lærum um jólahefðirnar
  30. Skoðum erlendar jólahefðir
  31. Pússlum jólapúsl
  32. Finnum og pökkum inn jólum í skókassa
  33. Förum í jólamessu
  34. Lesum jólasögu
  35. Skrifum jólasögu
  36. Lesum jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum
  37. Lærum um aðventukertin fjögur
  38. Bjóðum vinum í jólakaffi
  39. Föndrum krans á leiðin
  40. Búum til jólakonfekt

Og svo mætti lengi telja! Hugmyndirnar geta verið úr öllum áttum og ef þér dettur fleira í hug má endilega skrifa það hér í commentin að neðan svo aðrir geti nýtt sér þær!

Aðventudagatölin fást hér á netversluninni með því einfaldlega að ýta á myndirnar sem og í verslununum okkar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is tradition here in Iceland, and all at many more places I suppose, to have a Christmas calendar hanging from the 1st of December until the 24th. 

We decided to get our own calendar cards printed and they are available in two colours: white with light grey and natural brown with black. The idea was to create a very versatile sort of a calendar that could be used for all sorts! The fonts are different so the whole look is very cute and fun and stack up very nicely!

You can hang them on a string like so:

 

We also find it adorable to make a candle calendar and tie a little string through the hole in the card and around small jam jars with tea-lights in them. Then you light a new candle every day! (Please note that you will need 300 candles for the whole 24 days). This is a beautiful installation in a windowsill for example!

 

You can also tie or stick the cards to little bags which you have filled with little treats for every day..

Then you can stick them to a wall and they will work as an event calendar for the whole 24 days. Something to do with the family: quality times in December! This can be adjusted to just about anybody, kids, couples, work spaces etc.

The project don't need to be very complicated and here is a little list with some fun ideas:

 

  • Go ice-skating.
  • Cook something nice together
  • Make gingerbread
  • Play a board game
  • Make Christmas cards
  • Go to the bakery together for a little treat
  • Go shopping in the main street
  • Go to a coffee-house for hot chocolate
  • Decorate a tree in the yard with lights
  • Hand-craft some Christmas decorations
  • Go to a Christmas concert
  • Take a ride to check out the Christmas lights in the neighbourhood
  • Bake Christmas cookies
  • Watch a Christmas film together
  • Throw a family game night
  • Shop for Christmas presents
  • Go snow sleigh riding 
  • Eat cookies and hot chocolates and think of what you are thankful for
  • Shop for a Christmas tree
  • Make a snowman
  • Decorate the tree
  • Make the advent wreath
  • Take the Christmas bath with bubbles and the works!
  • Learn about the story of Christmas
  • Learn about foreign Christmas traditions
  • Puzzle a Christmas puzzle
  • Read a Christmas story
  • Write a Christmas story
  • Go to Christmas mass
  • Invite friends to a advent coffee
  • Make Christmas treats

And the list goes on and on! If you have some more ideas, please write them in the comments here below so others may enjoy them!

The calendars are available here on-line simply by clicking any of the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira