Pissublöðruvænir samfestingar!
(English below)
Ég geri mér grein fyrir því að fyrirsögnin á þessu bloggi er kannski svolítið svona „sérstök“ en þetta er satt, svona byrjaði hugsun mín þegar hönnunin á „samfestingunum“ fór af stað.
Samfestingar finnst mér bara vera endalaust töff, mér finnst einhvernveginn allir sem geta verið í samfesting sjúklega cool, með bein í nefninu og ekki hræddir við að vera svolítið „out there“. Ég einfaldlega elska þá, en ég þoli ekki hvað þeir eru ekki „pissublöðruvænir“.
Ég er neflinlega með ágætlega „partývæna“ pissublöðru en það eru svo sannarlega ekki allir svo ég ákvað að hanna samfesting sem að væri einfaldari í notkun, krefðust ekki risa-salerna til að afklæðast algjörlega þegar það þyrfti en væru samt cool og svolítið „out there“.
Úr varð að besta lausnin var einfaldlega að gera buxur með sérstaklega háum streng og topp við, ss ekki beint samfesting en galla sem að lítur út eins og samfestingur þegar hann er paraður, og pissuvandamálið er úr sögunni!
Crop toppar eru mjög svo útfyrir minn þægindarramma þar sem ég leitast frekar við að gera eitthvað sem að felur eða heldur allavega við magasvæðið og bjóst ekki við því að láta sjá mig í magabol, aldrei!
En ég er nú sannfærð, magabolir eru málið, sérstaklega þetta snið þar sem þeir eru aðeins síðari að aftan og styttri að framan og sýna aðeins örlítið af maganum fyrir ofan háa buxnastrenginn. Mér finnst þeir reyndar líka mjög smart yfir hlýraboli svo það þarf alls ekki að sýna í neitt bert frekar en maður vill.
Það að hafa samfestingana í sitthvoru lagi gerir það líka að verkum að hægt er að para þá við mismunandi efri/neðriparta.
Túbu pilsin komu einmitt líka í sömu efnum og svo maxi pils sem eru æðisleg með toppunum!
Ef þetta er ekki sumarlegt þá veit ég ekki hvað?!
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Pee-friendly jump suits!
Yes I know, not really the “poshest” title, still this was the thought that went through my mind when I started this summer’s jump suit design.
You see, I LOVE jumpsuits and I find everybody that wears them to be super cool, confident and somehow independent. They can be extremely flattering but damn they can be such a “bitch” to party in! You know, going to the bathroom and having to completely undress, you somehow loose the cool- factor a bit!
So I took this as a challenge: how to design a jumpsuit that is pee-friendly?
Well it is damn difficult so the result was a two piece that looks like an onesie when worn in a pair. This is of course not a jumpsuit anymore, not per say, but it is pretty damn cool and becoming and so very comfortable.
The pants have a low crotch fit, high waist in the same fabric as the pant and matching crop top.
Crop tops are another thing I have always been afraid of but you know what, I am now a believer! Crop tops are wonderful, you can wear them over tanks, with all sorts of bottoms and even layer them over dresses. No skin “needs” to be revealed, and in this case only a little slit is visible whereas the pants waistband is so high!
Plus I love investing in clothing I can mix and match, so I decided to make matching skirts. Making the skirt and the crop top to look sort of like a dress. And we added maxi skirts because they are also wonderful, so now the mixing and matching game can truly begin!
Summery all the way- am I right?!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!