Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / italian

Ítalskur, danskar hönnunarverslanir og La Glace - síðasti dagurinn í Kaupmannahöfn.

Ítalskur, danskar hönnunarverslanir og La Glace - síðasti dagurinn í Kaupmannahöfn.

(English below)

Síðasti dagur dekursins í Danaveldi var nú hafinn og hann var ansi kaldur!

Við pökkuðum öllum gersemunum saman í töskurnar og héldum af stað niður á lestarstöð þar sem þeim var nú komið fyrir í geymslu. Flugið okkar var ekki fyrr en um kvöldið svo við náðum að nýta síðasta daginn í enn meira rölt um bæinn, jú svolítið át og hér og þar og nú var síðasta tækifærið til að versla gjafir fyrir drengina og makana.

Fyrst byrjuðum við á því að fá okkur morgunmat og góða kaffibolla, tókum myndir af geggjuðum götulistaverkum og skoppuðumst á milli búða í rigningu og kulda.

Við gengum Iestegade fram og til baka þar sem við sáum margar skemmtilegar hönnunarverslanir og helst ber þar að nefna Girlie Hurly en sú verslun er ofsalega sæt með heilmörgum fallegum munum frá aðallega dönskum hönnuðum. Ég fékk mér tvö stór plaköt héðan eftir Kristinu Gordon en hún kallar merkið sitt YapYap.

Ferlega skemmtilegar myndir sem ég hef hugsað mér að ramma inn í stóra ramma og koma fyrir ofan rúmið í svefnherberginu.

Við enduðum röltið í Kødbyen eða „meat market district“ á æðislegum ítölskum veitingarstað sem heitir Mother. Hér pöntuðum við okkur allskonar í bland og deildum réttunum. Mér fannst líka svo fallegt að hafa ferska basiliku á borðunum og lausnin með stólinn fannst mér sniðug. Takið eftir að aftari fætur stólsins hafa verið sagaðar af svo hann liggur í glugganum, þetta sparar pláss og kemur bara svona líka skemmtilega út!

Ofsalega góður matur og notaleg stemmning svo við mælum klárlega með þessum!

Til að enda þessa frábæru helgi fórum við saman á La Glace en það er yndislegt bakarí/kaffihús á hliðargötu við Strikið. Við vorum alveg viss um að það væri lokað á mánudögum

Ég vek athygli á því að á þessum 5 dögum (og takið eftir því að einum þeirra var nánast alfarið eytt í sófanum með nammiskál hvílandi á bumbunni meðan kínamatnum var skutlað heim) tókst okkur að labba um það bil 48 km. Ég bæti því einnig við að nokkrir kílómetrana voru teknir á hælum og örugglega nokkrir á þónokkrum dansihraða.. Ferðin á La Glace var því fullkomnlega réttlætanleg, ekki það að við þurfum skrefamæli til að segja okkur það, en það er ágætis montprik í kladdann að vera með staðreyndirnar á hreinu.

Aftur að tertunum...

La Glace er elsta og að þeirra sögn besta conditori Danmerkur sem var stofnað 1870. Staðurinn býður gestum sínum að versla bakkelsi til heimabrúks eða njóta á staðnum í gömlu umhverfi. Þau mæla með könnu af heitu súkkulaði með rjóma eða kaffi með tertunum og gátum við ekki valið á milli heldur pöntuðum bæði ásamt þremur mismunandi tegundum af tertum, hver annarri betri!

Takið einnig eftir gluggaútstillingunum sem var sambland af yndisfögrum kjólum og enn fallegri tertum í stíl!

Að loknu tertuáti í þessu notalega umhverfi var kominn tími á að sækja töskurnar og ferðinni var nú heitið út á flugvöll.

Við systur þökkum Arnari og Mekkín kærlega gestristnina, fylgdina og endalausa skemmtun á ferðalagi okkar um Kaupmannahöfn sem við vonum að geta heimsótt aftur sem allra fyrst! Ógleymanleg helgi í frábærum félagsskap!!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Italian, Danish design shops and La Glace - the last day in Copenhagen!

The day had arrived, the last day of our vacation where uncontrollable sugar intake, vacation and stress free walking about was our everyday reality!

It was cold and windy when we packed our bags to store them at the train station for the day. We had some time to spare until the flight so we began with a lovely breakfast, walking about and doing some final shopping.

We spent a while at Iestegade where we checked out some gorgeous designer boutiques and I would like to give Girlie Hurly a praise for great selection of fun products!

I bought myself two posters from Kristina Gordon but her label is called YapYap, very cool graphic art that I intend to frame and put above my bed.

 

Here we have “The Forest Book Club”.

 

 

 

 

 

Here we have “The Forest Book Club”.

Aren't they wonderful?!!!

We ended our walk about the town at the meat market district at a lovely Italian restaurant called “Mother”. Here we ordered a few different plates to share and I just loved the fact that each table had it’s own live basil plant to use if needed!

Please also note the very smart solution with the chair in the window, they just cut off the back legs so the chair could rest comfortably in the window sill, saving on space but adding comfort! I love ideas and solutions like these!

Very nice food and relaxed atmosphere that we can for sure recommend!

To end this epic weekend we went to La Glace, a highly praised Conditori which they themselves even call the best in Copenhagen. They first opened it’s doors in 1870 and offer their guests to have a seat in or take away.

After walking around Copenhagen for these past 5 days, and please note that one of those was spent at the sofa with a bowl of candies for a whole day, we managed to walk 48 km. Not that we needed any excuse it was nice to know that we had in fact walked our asses off, so we chose a seat in at La Glace where we enjoyed coffee, a jug of hot chocolate with whipped cream and an assortment of 3 different slices of some masterpiece cakes! Bring on the sugar and everything nice: we were here to enjoy – and indeed we did!

Please also note the window decorations that are a combination of wonderful dresses and matching heavenly cakes!

Að loknu tertuáti í þessu notalega umhverfi var kominn tími á að sækja töskurnar og ferðinni var nú heitið út á flugvöll.

After some binge eating, it was time to head to the airport so a good farewell to our fantastic hosts was in order!

Dear Mekkín and Arnar, thank you so very much for a wonderful weekend full of experiencing, adventure, laughing and love – you rock! This will not be forgotten and we hope to barge in on you again soon!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira