AÐEINS UM OKKUR.....

Systur & Makar er notaleg lífstílsverslun með íslenska hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru sem öll er hönnuð og framleidd af tveimur systrum, maka annarrar og starfsmönnum þeirra. Verslanirnar eru með merki systranna Volcano Design og Krista Design í forgrunni ásamt gjafavöru frá hinum ýmsu merkjum. 

Verslanirnar eru staðsettar í Síðumúla 21 í Reykjavík og hér á netinu.

Brim toppur blettatígur gulur
Brim toppur blettatígur blár
Brim toppur blettatígur bleikur
Svala skyrta svört

LÁG KOLVETNA MATARÆÐIÐ

Lágkolvetna mataræðið og vörur sem henta þessum lífstíl hefur verið stór partur af vöruframboði Systra&Maka fram að þessu. Hér hefur þó orðið breyting á en María Krista heldur nú úti viðamikilli og glæsilegri síðu þar sem hún heldur áfram fræða Íslendinga með námskeiðahaldi og lifandi heimasíðu sem og instagram aðgangi sem við mælum eindregið með því að þið fylgið. @kristaketo

Verslun Systur&Makar er þó hætt með lágkolvetna matvörurnar í sölu hjá sér enda er mataræðið orðið vel vinsælt og fæst nú allt sem til þarf í flestöllum matvöruverslunum landsins.

Fyrir ykkur sem fylgið eða viljið tileinka ykkur þennan lífstíl mælum við með því að smella á hlekkinn hér að neðan og þið verðið færð yfir á síðuna hennar Kristu.

MARÍAKRISTA.COM

VERSLUN

Síðumúla 21, 101 Reykjavik  
Sími 588 0100 
systurogmakarrvk@gmail.com

Opnunartímar
Alla virka daga 11:00 – 18:00
Laugardaga 11:00 -16:00

Krúttlegar kvikmyndir

Krúttlegar kvikmyndir

Ef að rigningin gerir vart við sig í sumar og manni vantar eitthvað feel good stuff þá er þessi kvikmyndalisti kannski málið. Hér eru svona nokkrar af mínum uppáhalds sem ég get horft á aftur og aftur!

Flestar koma frá mér en svo bætti ég í listann nokkrum góðum ábendingum frá instavinkonum..

Þetta er voða mikið svona rómans, notalegur húmor og auðvelt og gott áhorf!

Lesa áfram
Skítur Skeður- fyrsti partur

Skítur Skeður- fyrsti partur

Árið 2006 héldum við Edda, tvær galvaskar til Barcelona á leið í 3. ára innanhúshönnunarnám úr Hafnarfirði. 

Fyrsta árið okkar bjuggum við á sitthvorum staðnum en hittumst reglulega á "Chatelet, dásamlegum bar þarna mitt á milli heimilanna okkar. Þar áttu til að gerast ansi magnaðir hlutir en þar var td. alltaf tilboð á jarðaberja Daquiri sem frysti alla heilastarfsemi æstra íslenskra meyja (okkar, ávallt) og það var kannski einmitt þessvegna, vegna takmarkaðrar heilastarfsemi, sem að hugmyndinn að "bókinni" virtist hin besta ákvörðun.

Hér er fyrsti kafli... Edda mín: sorry!

Lesa áfram
Núðla á leiðinni eftir frekar flókið ferðalag..

Núðla á leiðinni eftir frekar flókið ferðalag..

Eftir tilkynninguna á Instagramminu og stuttlega umræðu um vesenið sem hefur plagað mig á þessu sviði, þá fékk ég fjöldan allan af fyrirspurnum og hreinlega beiðnum um að taka smá  spjall um þetta mál.

Ég var búin að skrifa smá pistil með tilkynningunni sjálfri á mitt persónulega facebook til vina og vandamanna sem ég ætla að flétta inní þetta, sem var svona meira upp á gamanið, en fór þó stuttlega inn á þetta málefni, og það er greinilegt að umræðan er þörf.. svo „here goes“.

Lesa áfram

Instagram feed

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm