AÐEINS UM OKKUR.....

Systur & Makar er notaleg lífstílsverslun með íslenska hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru sem öll er hönnuð og framleidd af tveimur systrum, maka annarrar og starfsmönnum þeirra. Verslanirnar eru með merki systranna Krista Design og Volcano Design í forgrunni ásamt úrvali af sykurlausum og lágkolvetna matvörum, snyrti- og hárvörum, barnavörum, sokkabuxum og gjafavörur frá hinum ýmsu merkjum. 

Verslanirnar eru staðsettar í Síðumúla 21 í Reykjavík og hér á netinu.

Verma svört
Verma svört
49.900 kr
Dagatal Sykurlaust 2020
Hreistur síðkjóll rauður
Hreistur síðkjóll teal

LÁG KOLVETNA MATARÆÐIÐ

Nú hefur lágkolvetna mataræðið verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið og við systur erum dyggir fylgjendur enda Krista búin að gefa út matreiðslubók hér á árum áður með uppskriftum án sykurs, glútein og hveitis.  Nú hefur hún bætt við uppskriftapökkum og eru 10 uppskriftir í hverjum pakka sem henta vel fyrir þá sem eru að feta fyrstu sporin í lágkolvetnamatreiðslu.

Okkur fannst í framhaldinu tilvalið að auka úrvalið í versluninni með vörum sem henta til matargerðar í þessu mataræði. Við bjóðum einnig upp á sykurlaus súkkulaði sem fást aðeins í verslun okkar en þau eru án malitols og því mjög góður kostur.  Eins má finna sykurlausa gosdrykki, steinefnadrykki og fleira sem hentar þeim sem vilja tileinka sér þennan lífsstíl.

MATVÖRUR

VERSLUN

Síðumúla 21, 101 Reykjavik  
Sími 588 0100 
systurogmakarrvk@gmail.com

Opnunartímar
Alla virka daga 11:00 – 18:00
Laugardaga 11:00 -16:00

50.000.- króna gjafabréf frá Volcano Design.

50.000.- króna gjafabréf frá Volcano Design.

Hvernig virkar þetta?

Þetta er einfalt!

  • Þið þurfið að senda mér mynd af ykkur í flík eða með vöru frá Volcano Design.
  • Sendið mér myndina á instagram eða facebook eða einfaldlega á emaili systurogmakar@gmail.com (munið að senda með fullt nafn og símanr.)
  • Eins væri snilld að deila henni sjálf með hashtagginu #volcanogjof
Ég mun deila öllum myndum reglulega á instagram og svo fara þær allar í albúm á facebook þann 5. des (myndir sem berast eftir það fá styttri tíma í kosningu).
5. des hefst kosning og hægt verður að læka og deila til miðnættis föstudaginn 20. desember!

Í verðlaun er 50.000.- króna vöruúttekt frá Volcano Design!

Lesa áfram
Að kyssast undir Mistilteini- upphaflega norrænt?!

Að kyssast undir Mistilteini- upphaflega norrænt?!

Mistilteinninn sem margir nota sem jólaskraut er ættaður frá Norður Ameríku en svo er til Evrópskt afbrigði sem er með hvítum berjum.
Þessi dularfulla planta hefur verið notuð í athöfnum hjá Keltum, Germönum og Evrópubúum. Grikkir töldu hana hafa yfirnáttúrulega krafta.
Lesa áfram
Aðventudagatal- sniðug verkefni og meiri samvera!

Aðventudagatal- sniðug verkefni og meiri samvera!

Aðeins 5 pakkar eftir!

Falleg dagatöl frá Systur&Makar á 1900.- pakkinn til að nota í aðventunni fyrir ýmsa hluti. Sem viðburðadagatal með hugmyndum að verkefnum eða samverustundum, til að hengja á litla poka eða pakka fyrir gjafir eða á sultukrukkur til að lýsa upp hvern dag í aðventunni.

Kynnið ykkur málið hér!

Lesa áfram

Instagram feed

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm