AÐEINS UM OKKUR.....

Systur & Makar er notaleg lífstílsverslun með íslenska hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru sem öll er hönnuð og framleidd af tveimur systrum, maka annarrar og starfsmönnum þeirra. Verslanirnar eru með merki systranna Volcano Design og Krista Design í forgrunni ásamt gjafavöru frá hinum ýmsu merkjum. 

Verslanirnar eru staðsettar í Síðumúla 21 í Reykjavík og hér á netinu.

Hlýri bambus bleikur
Hlýri bambus blár
Hlýri bambus svartur
Breki buxur rauðar

LÁG KOLVETNA MATARÆÐIÐ

Lágkolvetna mataræðið og vörur sem henta þessum lífstíl hefur verið stór partur af vöruframboði Systra&Maka fram að þessu. Hér hefur þó orðið breyting á en María Krista heldur nú úti viðamikilli og glæsilegri síðu þar sem hún heldur áfram fræða Íslendinga með námskeiðahaldi og lifandi heimasíðu sem og instagram aðgangi sem við mælum eindregið með því að þið fylgið. @kristaketo

Verslun Systur&Makar er þó hætt með lágkolvetna matvörurnar í sölu hjá sér enda er mataræðið orðið vel vinsælt og fæst nú allt sem til þarf í flestöllum matvöruverslunum landsins.

Fyrir ykkur sem fylgið eða viljið tileinka ykkur þennan lífstíl mælum við með því að smella á hlekkinn hér að neðan og þið verðið færð yfir á síðuna hennar Kristu.

MARÍAKRISTA.COM

VERSLUN

Síðumúla 21, 101 Reykjavik  
Sími 588 0100 
systurogmakarrvk@gmail.com

Opnunartímar
Alla virka daga 11:00 – 18:00
Laugardaga 11:00 -16:00

Mjósund 16- verkefnið framundan!

Mjósund 16- verkefnið framundan!

Kynning á verkefninu okkar í Mjósundi 16- íbúð í hjarta Hafnarfjarðar! Um er að ræða hæð og ris sem við erum að taka í gegn og ná aftur í Retro 50’s stílinn frá byggingartíma hússins! Hægt er að fylgjast með á instastory @systurogmakar og nánari lýsingar á efna, lita og vöruvali halda áfram að birtast á blogginu á systurogmakar.is
Lesa áfram
Leiðist ykkur nokkuð elskurnar?

Leiðist ykkur nokkuð elskurnar?

Þetta ár hefur verið heljarinnar rússíbani hjá okkur Hauki og þau eru ófá verkefnin sem við höfum tæklað á árinu hingað til! Nú fer júlí að líða undir lok og stærstu verkefnin eru enn framundan: barn og íbúðarbreytingar!

Þetta gæti ekki verið skemmtilegra!

Lesa áfram
Krúttlegar kvikmyndir

Krúttlegar kvikmyndir

Ef að rigningin gerir vart við sig í sumar og manni vantar eitthvað feel good stuff þá er þessi kvikmyndalisti kannski málið. Hér eru svona nokkrar af mínum uppáhalds sem ég get horft á aftur og aftur!

Flestar koma frá mér en svo bætti ég í listann nokkrum góðum ábendingum frá instavinkonum..

Þetta er voða mikið svona rómans, notalegur húmor og auðvelt og gott áhorf!

Lesa áfram

Instagram feed

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm