Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / zumba

Myndirðu segja þetta við 5 ára þig?!

(English below)

(Ein nokkuð góð af gömlum vinkonum: Hrefna Kristín, Anna Helga og ég er hér lengst til hægri,, í úlpu af stóra bróður að sjálfsögðu- mamma nýtna! :)).

Ég sagði ykkur einhverntíman frá því að við systur hefðum ofsalega gaman að því að fara í Zúmba og færum stundum í Valsheimilið til að taka svolítið á því með Dans og jóga hópnum. 

Nema hvað að ég fylgist ss stundum með síðunni þeirra því það koma reglulega inn nokkuð góðar blogg færslur og mér datt í hug að þið hefðuð gott af því að heyra þetta líka! 

Þetta límdist svolítið á heilann á mér og ég sendi Maríu sys textann líka sem gat vel "tengt" eins og ég held að margir geti gert! Nú er markmiðið að vera soldið meira næs við okkur sjálfar.. tel það ansi notalegt markmið bara!

Erum við nóg?

Þessi færsla er eftir Margréti Leifsdóttur heilsumarkþjálfa og arkitekt, en hún skrifar stundum fyrir þau færslur. Ég fékk leyfi hjá þeim að deila þessu bloggi með ykkur því ég vil endilega að fleiri taki þetta til sín. 

Þetta er ekki nógu gott hjá þér….
Þú ert léleg/ur….
Þú ert ekki nógu klár …..
Þú ert ekki að æfa nóg…..
Þú ert ekki nógu góð/ur
Þú ert ekki nóg…….
Þú ert ekki…..

Þegar ég les þessar setningar þá hugsa ég “úfff ekki myndi ég vilja láta tala svona við mig”

Það talar enginn svona við mig en skrítið ég kannast samt eitthvað svo svakalega við þessar setningar?

Já bíddu, ég tala sjálf svona við mig!

Ef ég væri spurð hverju myndir þú vilja breyta í fari þínu? Þá væri svarið; “Koma fram við sjálfa mig eins og ég væri 5 ára barnið mitt og hætta að gera þá kröfu að ég þurfi að vera og gera allt á “fullkomin hátt” annars sé ég ekki að standa mig! “

Ef okkur líður eins og við séum af einhverjum ástæðum ekki að ná að gera okkar besta og við dæmum okkur fyrir það, þá er alveg öruggt að okkur mun líða ennþá verr.

Dæmi 1: Ég geri mistök í vinnunni og ég dæmi mig hart fyrir það. Þetta gæti verið týpískt samtal sem færi fram. “Margrét hvað varstu að pæla? Hvernig gastu gert þetta, það er nú meira hvað þú getur verið vitlaus, já skammastu þín bara!

Dæmi 2: Ég geri mistök í vinnunni og ég sýni mér skilning og mildi: Margrét, ahh þetta var nú leiðinlegt, það gerðist nú ekkert alvarlegt og það geta allir gert mistök. Ég læri á þessu og geri þetta öðruvísi næst.

Hversu oft tekur þú leið 1 og hversu oft tekur þú leið 2? Ef við hefðum verið að tala við barnið okkar, hvor leiðin ætli sé vænlegri til árangurs? Við lærum þegar við gerum mistök.

Ef við leyfum okkur ekki að gera “mistök” þá lifum við í stöðugum ótta. Ótta við að einhver uppgötvi að við séum ekki nógu… eitthvað. Viðurkennum “mistök” virðum þau fyrir okkur eins og vísindamenn án þess að dæma og lærum af þeim. Því fleiri mistök sem við gerum þeim mun meira og hraðar lærum við.

Þegar við drögum okkur niður þá er erfiðara að hífa sig upp. Afhverju ættum við að draga okkur viljandi niður. Eigum við það skilið?

Það er enginn sem dæmir okkur eins hart og við sjálf.

Eitt er víst og það er að við erum alltaf að gera okkar besta!

Lífið er fullt af ævintýrum, tökum þátt í því á fordómalausan hátt gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Ef okkur tekst að vera mild gagnvart okkur sjálfum þá er miklu auðveldara fyrir okkur að sýna öðrum mildi.

Líf okkar er fullt af venjum. Við getum vanið okkur á nýjar hugsanir, hvernig væri að við skiptum setningunum sem komu fram hér í byrjun út fyrir þessar sem koma hér á eftir?

Ég er nóg eins og ég er núna…
Ég er frábær manneskja…
Ég á allt það besta skilið…
Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum nema sjálfri/um mér…
Ég geri alltaf mitt besta..

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Would you say this to the 5 year old you?!

 This is a wonderful little post I saw through me and my sister's zumba class blog. Ok, so I told you at some point that we love to take zumba classes and I try to follow their blog. They often come with some very good posts and I decided that this had to be shared and got the permission to do so.

I saw this and I sent it to my sister that could really relate which led to us having a mission: "be nicer to ourselves" and I think that is a pretty sweet mission: 

Not trying to be overly dramatic or sentimental here..but... really do read this, it WILL do you some good!

This is written by Margrét Leifsdóttir which is a health instructor and an architect but she occasionally writes for them. 

Are we enough?

This isn't good enough job...

You suck at this...

You are not smart enough...

You are not exercising enough...

You aren't good enough...

You aren't enough..

You aren't...

When I read these sentences I think :gees, I wouldn't want anyone to talk to me like this".

Nobody says things like these to me, however I really relate and I find them familiar?

Yes, wait, I talk to myself like this!

If somebody would ask what I would like to change about myself my reply would be: "treat myself like I were my 5 year old, stop making demands to be perfect and to everything perfectly otherwise I wouldn't be good enough!"

If we feel like we are for some reason not doing our best and judge us for it, it is a sure direction to be feeling worse!

Example 1. I make a mistake at work and I judge myself harshly for it, this is what I would say to myself: "Margrét, what were you thinking? How could you do this, you silly you, you should be ashamed"!

Example 2. I make a mistake at work and I show myself some understanding and mercy, this is what I would say: "well.. it wasn't that horrible, everybody can make mistakes, I will learn from it and do it better next time"!

How often do you do example one and how often example 2? If we had been talking to our child, which example is more plausible to lead to success. We learn when we make mistakes!

If we don't allow ourselves to make "mistakes" we live in constant fear. Fear that someone might figure out that we aren't enough...something! Let's recognise our "mistakes" and let's try to learn from them. The more "mistakes" we make, the faster and more we will learn.

When we kick ourselves when we are down it is so much harder to stand up. Why would we willingly by doing that? Do we deserve that?

Nobody judges us as harshly as ourselves. 

But we know we are always doing the best we can!

Life is full of adventures, let's participate in it open mindedly to ourselves and others. If we succeed in being gentle to ourselves it will be a lot easier to be gentle and tolerant to others.

Our lives are full of habits and we can break away from those and familiarise with new ones, What if we change the first sentences and use these instead?

I am enough as I am now...

I am fantastic...

I deserve the best...

I do not need to prove myself to anyone but myself...

I always do my best...

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Zúmba- Er kominn tími til að hrista af sér sumarbjórinn?

(English below)

Ég persónulega er alls ekkert hrifin af því að fara í líkamsrækt, mér hefur alltaf þótt það frekar leiðinlegt! Í alvöru, að hanga inn í sal með allskonar fólki, aðallega fólki sem hefur verið geggjað duglegt að fara og er komið í svaka form, svitinn perlar af vöðvunum og ég hugsa: "ohh afhverju byrjaði ég ekki í leikfimi þegar ég ætlaði að byrja síðast, eða þarsíðast eða fyrir 3 árum, þá væri ég komin í sama form og þau!!".. 

Í alvöru, fyrir mér er þetta bara alveg ótrúlega ömurlegt atriði, ég fer út í fýlu yfir að hafa ekki verið löngu byrjuð og dríf mig heim að borða fötu af sellerýi til að mínusa allar kalóríurnar sem ég hef neytt yfir daginn.. eða mun neyta seinna sama kvöld.

Ég var líka svona þegar ég var krakki, fannst alveg sérstaklega leiðinlegt í leikfimitímum en myndmennt, handmennt, smíðar og annað dútl hefur alltaf hentað mér muuuun betur!

Það sem að mér finnst aftur á móti ÆÐISLEGT, er að dansa og hvað þá við góða og háværa tónlist!! Þá er ég bara að reyna fylgja kennurunum, læra sporin og almennt halda mér á mínum stað í salnum meðan það er dúndrandi stuð, og ég tek aldrei eftir því að ég er í raun að taka svakalega á því og hálfpartinn leka niður í miðjum íþróttasalnum! Adrenalínið fer á fullt og ég skríð svo út eins og tómatsósa, húðin eins og marmari, lungun á yfirsnúningi, sjúklega hamingjusöm og sveitt á olnbogunum, (vissi ekki að það væri hægt.. en það er víst hægt!!)

Ég hef prufað allskonar tíma hjá mismunandi stöðvum og er iðulega mjög ánægð! Við systur ákváðum svo síðasta vor að fara í tíma hjá Dans & Jóga sem er haldið í Valsheimilinu. Fyrir svona "busy buisness" konur eins og okkur þá hentar þetta okkur brilliant vel, hér er hægt að kaupa klippikort svo enginn tími fer til spillis!

Eins er hægt að fara í jóga hjá þeim (sem er einmitt hin líkamsræktin sem að mér finnst skemmtileg) svo við erum bara svona líka glimrandi sáttar!

Í fyrradag fórum við svo í fyrsta tímann eftir sumarsukkið og vááááá hvað það var GAMAN!!!!

Mamma kom með (hún á neflinlega líka klippikort), og Mekkín frænka, dóttir Maríu sys. Við vorum semsagt þarna þrír ættliðir saman að kafna úr gleði! Myndin hérna efst var tekin eftir tímann og við að sturlast úr gleði!

Við mælum eindregið með þessum tímum, hægt er að fara inn á heimasíðuna þeirra hér, og Facebook síðuna þeirra hér. 

Laugardagsfjörið er líka geggjað og hentar vel fyrir vinkonuhópa sem eru að fara að gera eitthvað meira seinna um daginn.

Ég kynntist þessum tímum fyrst þegar María fór með mig í óvissuferð: hún sótti mig með rótsterkt smjörkaffi sem kallast Bulletproof (uppskrift á blogginu hennar Maríu og hér fyrir neðan), fór með mig í lit og plokk, beint í zúmba laugardagsfjör og svo í sund og lunch! Algjörlega brilliant, kostaði ekki handlegg en alveg snilldar uppskrift að góðum degi! (Svo væri hægt að halda áfram auðvitað, taka röltið niður Laugaveginn, kíkja í Systur & Maka sem er einmitt opið á laugardögum til 17:00.... of áberandi auglýsing kannski?) 

Bulletproof kaffi

50 gr ósaltað smjör (þetta í græna bréfinu)
1 msk MCT olía eða kókosolía
stór bolli af sjóðandi heitu kaffi
dash kanill
Setjið allt í blender nema kanil, setjið á fullt í nokkrar sek og hellið svo í bolla, dash af kanil yfir og orkuskot dagsins er tilbúið, minnir á heitan góðan latta á fínasta kaffihúsi.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Zumba- time to shake of the summer-beer?

I am not the biggest fan of going to the gym, in short I really can't stand it. I regret not having started going earlier and go out bummed and upset, passing all the fit people on the way out that actually DID start when I was thinking of doing it, but didn't!

I have always been like this.. gym at school, I tried every possible excuse in the world, gym with Tóta, yeah no, not my cup of tea!

But dancing.. well yes, that is a completely different story! That is something me and María have in common.. we LOVE dancing!!! 

I have been to couple of different Zumba classes before and I am always happy with them, but being very busy with our company's and stores, buying a steady full time gym admission is a huge commitment for me and I am not sure that would really work, so at this point in time being able to buy a 10 session card is a godsend!

We go together when we both can, we sweat, dance and forget everything else and go out red as tomatoes and happy as kites!

Maria introduced me to this specific class last spring. She took me on a surprise day trip: picked me up with a very "cleansing" bulletproof drink (recipe below), straight to get my eyebrows plucked, from there to Zumba and afterwards the swimming pool and lunch! Such a simple day, not to expensive but so much fun! Especially the fact that the day had been planned for me and I was just lead to each experience after the other in complete bliss! 

We really recommend this class, you can see their site here, and their Facebook page here, please join us for the fun!!

Bulletproof

50grams unsalted butter

1 tbsp MCT oil or coconut oil

1 large cup of hot black coffee

dash of cinnamon

Mix everything together in a blender (except the cinnamon), pour in a cup, sprinkle with the cinnamon and the power shot of the day is ready to go!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira