(English below)
Mamma mamma mamma....!
Þetta litla blogg okkar átti sossum ekki að snúast upp í endalausar grínfærslur, heldur ætluðum við að einbeita okkur að hönnuninni okkar, nýjum vörum, uppskriftum, góðum heimilisráðum eða DIY verkefnum í bland við sögur af okkur og fyrirtækinu. Síðasti póstur um hana Bryndísi Ásmunds fékk alveg dásamlega flottar viðtökur og var dreift ansi víða sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir enda svo gaman að þetta skemmtilega atriði hafi náð að gleðja svona marga :) Við sáum þá að þið, kæru vinir, hafið mikinn og góðan húmor og vil ég því deila hér smá glensi sem við systkinin stóðum fyrir í gær.
Þannig var mál með vexti að við systur og fjölskyldur fórum í eins árs afmæli til Öldu litlu, yngstu dóttur bróðir okkar. Góður matur, notalegt kvöld, mikið spjallað og hlegið og almennt mjög svo "ó-uppátækjasamt" kvöld. Nema hvað að mamma biður mig um að skrá sig inn á Facebookið sitt í símanum mínum, afþví hún vildi sýna okkur eitthvað fyndið og hún ekki með smartsíma. Sjálfsagt mál, hún sýndi okkur þessa mynd hér fyrir neðan, mjög svo viðeigandi enda elsku mamma ekki sú sterkasta í tæknimálum og furðar sig iðulega á því hvað barnabörnin hennar séu svakalega fljót að læra.
Mamma hugsaði ekkert meira um símann, en ég sat þarna með hana innskráða, í mínum síma.. ójá, heilinn fór á fullt og ég gekk á milli systkina og maka með hugmyndina í hausnum... "við verðum að gera eitthvað"!!!
Stuttu síðar lét ég mig hverfa afsíðis þar sem ég skrifaði (með þeim, þau eru sko ekki al-saklaus) svolitla færslu um Frakklandsferð:
Kæru vinir og vandamenn! Það er nú aldrei lognmolla í kringum okkur hjónakornin en við getum nú loksins uppljóstrað ástæðunni fyrir Frakklandsferðinni í sumar! Þannig er nú mál með vexti að þar sem að allir ungarnir eru flognir úr hreiðri og Hreiðar minn búinn að minnka við sig í vinnu þá mun ég nú láta drauma mína rætast og skella mér í myndlistarnám, en við vorum semsagt að skoða skóla í sumar! Við erum nú búin að fá leigutaka á Langeyrarveginum og höfum skrifað undir tveggja ára leigusamning á þessum ósköp snotra sveitakofa í suður Frakklandi sem er með þessum líka fína garði og hentar það okkar grænu fingrum auðvitað mjög vel! Hann Hreiðar minn er ekki alveg búinn að ákveða hvað hann ætlar sér að gera en ég efa það ekki að hann muni una sér vel í dásamlegri náttúrunni og yndislegri menningunni! Við leggjum í hann í lok október en hún mamma ætlar að koma með og dvelja hjá okkur fyrsta mánuðinn! Við reynum að vera dugleg að uppfæra myndir og fréttir hér á Fésbókinni svo þið kæra fjölskylda og vinir getið fylgst með öllu saman! Bestu kveðjur Fríða og Hreiðar Au revoir!!
Þessi mynd fylgdi svo með:
Við börnin ætluðum svo bara að steinþegja og leyfa gríninu að malla til morguns en það leið ekki á löngu þar til vinnufélagar, vinir, fjölskyldumeðlimir og fleiri hrúguðu inn heillaóskum og sorgarkveðjum yfir því að þau væru bara að fara að láta sig hverfa, hvað þá með svona stuttum fyrirvara!
Hér eru dæmi um nokkur frábær svör:
"Dásamlegt! Ekta þú Fríða mín ... Góða skemmtun og gangi þér vel í námi!"
"Ó nei ætlaru að yfirgefa okkur?! :( get eiginlega ekki sett læk á þetta en vonandi verður þetta frábært ævintýri hjá ykkur!"
"En spennandi - góða skemmtun elsku Fríða - mæ ó mæ yndislegt hús!! Skellir Hreiðar sé ekki í þrúguræktun - heimalöguð "saft" þegar frúin skilar sér ör-þreytt heim úr skólanum?"
"Til hamingju flottu hjón. Það er ekki einu sinni hægt að skrökva um sköpunarkraft, frumkvæði og framkvæmdir þessarar fjölskyldu. Allar góðar óskir."
"Bon voague... kann nú ekki að skrifa þetta rétt, en la go með það. Þið eruð meiri snillingarnir, mikið samgleðst ég ykkur að geta látið drauminn rætast !!!!"
"Ykkar verður sárt saknað á þriðjudögum sem aðra daga, en ó mæ god hvað þetta er mikil snilld!"
Þurfum við ekki að tilkynna grínið?!!
Magapínan fór að gera all-hressilega vart við sig hjá okkur og mórallinn grasseraði! OoÓ.. það trúa þessu ALLIR! Við biðum eftir símtali fyrir yfirmanni mömmu þar sem hún yrði spurð: "bíddu.. Fríða mín, þurfum við ekki að ræða eitthvað saman, ég sá tilkynninguna á Facebook"!!!????
Við ákváðum því að senda systur mömmu skilaboð og biðja hana að hringja í mömmu og spyrja út í þetta, enda gaman að sjá viðbrögðin! Það var auðvitað mjög mikið hlegið og pabbi sagði að besta "hefnið" yrði að raunverulega láta sig bara hverfa og fara bara í ferðina!! (Þau hefðu nú reyndar mjög gott og örugglega ferlega gaman að þessu, það er ekki það!).
Mamma svaraði svo vinunum með þessum skilaboðum alveg steinhissa á öllum viðbrögðunum við þessu gríni:
"Í kvöld, í eins árs afmæli yngsta gullmolans, lærði ég þrennt: Í fyrsta lagi orð úr heimi fésbókarinnar ; facerape (ekki fallegt), í öðru lagi þá segir maður engum leyniorðið sitt og í þriðja lagi þá kyrkir maður ekki krakkaormana sína einn af öðrum í barnaafmæli !
Svona eftir á að hyggja, elsku vinir, hafið þið ekkert þarfara að gera en hanga á Facebook ? Er ekkert gott í sjónvarpinu ? Riff er t.d. með margar góðar myndir í bíóum borgarinnar. Hreiðar varð að vísu dálítið fúll yfir að vera ekki með neitt annað fast í hendi en sinna mömmu á meðan ég málaði mig út í horn! Mamma, sem hefur ekki verið eins góð í skrokknum eins og eftir ferðina til Provence í haust: fannst líka einn mánuður allt of stuttur tími!
En það er voða góð tilfinning að finna að manns yrði saknað.... þetta er kannsi ekki galin hug......góða nótt....farin að pakka.... en hver á að vökva ???"
Hrikalega gaman að sjá viðbrögðin líka við svarinu hennar mömmu...
"hahahaha. Þið systkinin eruð nú meiri "apakettirnir". Samt í þeirra anda að gera eitthvað svona frábært! :)"
"O ég var svo fúl að þetta var gabb! Fannst þetta svo frábært! Nú verðið þið bara að skella ykkur ekki spurning! ;)"
"Þetta er með betri ''Facebook Rick-roll-um'' sem ég hef séð... Hreiðarsbörn - deux points!"
"Ég sem ætlaði að bóka flug í heimsókn til ykkar. Og það á stundinni! "
Fyrirgefðu elsku mamma, við meintum ekkert illt með þessu, þú rokkar! :)
Ef ykkur líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Mom, never give your children your Facebook password, they are EVIL!!
Oh you know, just a funny little thing we did...
So the family came together last night at my brother's daughter's one year old birthday party! Perfectly lovely evening with great food and cakes, laughs and sharing.
My mother, the ever so technically challenged, asked me to sign into her Facebook account on my smart phone since she wanted to show us this little thing. This was the image she showed us, very fitting don't you think?!
Well.. we laughed and she forgot she was still logged in... on my phone.. as you can imagine I didn't forget..!!!
My head started spinning and the ideas started flowing, together with my siblings (they are so not off the hook here!) we decided to write a little statement where she tells her friends and family that she and dad are moving to France!!! (evil bastards we are, I know!)
We wrote that since her children have all moved away from home and our father is now working less, they just decided to move there to enjoy life for two years in the sun, and that she was going to study art... oh and that they were leaving in a month!
We ended the status update with, well you guessed it: "Au-revoir" and an image of the lovely little French cottage they would be living in!
The response was fantastic and much more than we anticipated, we were sure people would figure out that their horrible little kids were behind the prank.. but they didn't!
"Have a wonderful trip", "This is fantastic, I am so happy for you", "I must come and visit you"! "What, this is amazing, I met you today, why didn't you tell me?!"
And so on and so on... FANTASTIC!
But we started feeling very guilty and were afraid her boss would soon call and ask "what the heck is going on"!! So we told her and the humorist as she is found it super funny but said that the best response to the joke would be to seriously leave and do the damn trip!!!
When she came home from the birthday party she wrote a response to her friends, so surprised by the great response:
"Tonight at my granddaughters first birthday party I learned three things, firstly: a word from the world of Facebook - "facerape" (a horrible word), secondly: NEVER tell anyone the password to your Facebook account! and thirdly: you really shouldn't choke your children one by one at a kids birthday party!!!
Dear friends, don't you have anything better to do then hang around on Facebook? Is nothing good on TV? We have a movie festival in town full of fantastic films.. go to one! But seriously, it is a great feeling to see that we would be missed, maybe this isn't such a horrible idea... good night, off packing.. but who is going to water the plants?!!!
So sorry mom... we love you!!!!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!