Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / blogg kynning

Yndisfagrar jólamyndir eftir Kristínu Vald! - 24. í jólagjafatalinu.

Yndisfagrar jólamyndir eftir Kristínu Vald! - 24. í jólagjafatalinu.

(English below)

Gleðilegan aðfangadag kæru lesendur!

Ef að þið eruð ekki enn komin í jólagírinn þá er ég hér með æðislegar jólamyndir til að koma ykkur þangað! Ég hafði samband við hana Kristínu Vald fyrir nokkrum dögum síðan þar sem ég bað um að fá að deila myndunum og blogginu hennar: "alveg sjálfsagt" sagði hún, og hér fáið þið því jólaandann beint í æð og hjarta! 

Hún Kristín Vald er einhver sá allra flottasti bloggari landsins!!!

Í alvörunni sko! Hún starfar sem íþróttakennari og býr í algjörum ævintýraheimi í Mosfellsbæ! Dætur hennar eru 7 og 11 ára og alveg ótrúlega duglegar að hjálpa mömmu sinni :) Hún er föndrari og handverkskona fram í fingurgóma, stíliserar allar myndirnar sínar með þvílíkri snilld og fyrir utan það einn fallegasti áhugaljósmyndari, veistu bara EVER, í HEIMINUM, ÖLLUM!! 

Ég fæ óstjórnlega þörf til að skrifa allt með "caps lock" eða RISASTÓRUM stöfum til að leggja áherslu á orð mín afþví HÚN ER ÆÐI og BEST!!!

Nú les hún þetta blogg og hristir hausinn yfir yfirgengilegum lýsingarorðum og hugsar örugglega: "æi róaðu þig Katla"!! En nei, ég ætla ekki að róa mig, það verða allir að sjá myndirnar hennar og það verða ALLIR að fylgjast með blogginu hennar HÉR!!!

Hún er búin að vera með jóladagatal í desember með nýjum myndum daglega og uppskriftum að allskonar gúmmelaði, þar á meðal heimagerðu Baileys:

Hún er hér með uppskriftir að "peppermint bark" og nokkrum öðrum tegundum af "barks". Yndislega girnilegu jólakonfekti, nei, ég meinaða!!

Ein eitthvað aðeins að dudda í jólakransi... ég veit ekki hvort ég geti sagt eitthvað meira ég sit bara hér með opinn munn og gapi á skjáinn! Þvílíka fegurðin á einum bæ!

Eins og sést er hún alveg svakalegt jólabarn og skreytir allt svo fallega hjá sér!

 

 

Dætur hennar eru svo bara annar kapituli útaf fyrir sig hreinlega! Þær eru svo yndislega fallegar og flottar eitthvað, sjáiði bara!! 

Nú er ég komin á staðinn: Mahalia Jackson er farin að spila í hjartanu á mér, ég er orðin meir og væmin:

Jólin eru mætt!!!

Við hjá Systrum & Mökum óskum ykkur öllum gleði og friðar á jólum!

Við vonum að þið njótið þeirra, slakið á, borðið allt sem er gott, eyðið tíma með fjölskyldunni, spilið spil og lesið, horfið á góðar myndir, notið þægilegan fatnað, andiði og eigið dásamlegan tíma!

Við sendum einnig hlýja strauma til allra bágtstaddra og vonum að hátíðarnar fari vel með ykkur öll!

Þá er það síðasti dagurinn í jólagjafatalinu okkar: vinningur dagsins er Værðarvoð - Gæðastund, kósýteppi!

Það má nálgast gjöfina í verslanirnar okkar milli hátíða :)

Í Reykjavík: Erla Gerður Sveinsdóttir

Á Akureyri: Ragnheiður Júlíusdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Merry Christmas dear readers! Today is the 24th of December and this is our main Christmas day in Iceland!

You you haven't found the Christmas spirit yet I am here to tell you not to worry, I have the most amazing images to get you all there! 

I contacted Kristín Vald couple of days ago but she is in fact one of the most amazing blogger and stylist and photographer enthusiast I have, like, EVER encountered! She gave me permission to share her images and blog and for that I am so greatful!

Her work NEEDS to be shared and what better day to do so than today!?!

I get this uncontrollable longing to write everything in CAPS LOCK to emphasize the quality of work here!

She is in one word, and there isn't really a better word to describe it: AMAZING!!

I am sure she is now reading this blog, shaking her head and thinking: "OK, chill on the adjectives woman"! But I will not, I want everybody to enjoy her great gift and follow her FABULOUS blog!!

You can do so here:

She has been having an advent calendar all December where she shared new images every day! Photos of her home, decorations, daughters, crafts and recipes! Here for example she has a recipe for a homemade  Baileys:

I mean: COMON!!

And here she has the most beautiful images and recipes for "peppermint bark" as well as couple of other "Barks" recipes! (You are blowing my mind girl!!!)

Here she is just crafting away on a little Christmas wreath and the details, I am seriously gasping! 

As you can see, she decorates everything so beautifully!!!

 

Then, oh yes, this is far from over: her daughters are like: 2 cups of beauty, 3 cups of nice and a bowl of photogenic! 

Im there now: Mahalia Jackson is playing in my heart and the sterio, I have become soft and fluffy and sentimental: 

Christmas have arrived!

We at Systur&Makar wish you all a very merry and peaceful Christmas!

We hope you will enjoy, relax, eat everything that is good, spend time with your family, play games, read, watch good movies, use comfortable clothes, stay warm, breath and generally have a wonderful time!

We also send warmth and hope to all of those in need and wish the holidays will treat you nice!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira