Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / mobile

Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

(English below)

 

Krista Design hefur verið að gefa út jólaóróa á hverju ári núna í nokkur ár og oftar en ekki nokkra sama árið. Þetta er einhver lenska hjá henni, hún getur ekki beðið þegar hugmyndin er fædd og drífur þá allt í gang! 

Það er nú reyndar líka kosturinn við að vera með íslenska framleiðslu hvað þá þegar hönnuðurinn sefur hjá framleiðandanum þá gengur þetta ósköp hratt fyrir sig svona. :)

Hér má svo sjá óróana en einnig má smella á myndirnar sjálfar og nýr gluggi opnast þar sem hægt er að versla hér á netversluninni.

Mig langar nú að segja ykkur aðeins frá ferlinu en vinnan þeirra fer nokkurnveginn svona fram: hugmyndin fæðist, María teiknar hönnunina upp í Illustrator, grafíkina sendir hún svo á Börk sem er með vatnsskurðarvél og hann yfirfærir teikninguna hennar Maríu í forrit sem að vélin getur lesið. Svo raðar hann hönnuninni upp á plötuna til að nýta efniviðinn sem allra best en þau nota iðulega ál í þessa óróa.

(Þessir kisugormar verða næst pússaðir og svo skellt í húðun).

Þá fer vélin af stað og sker í gegnum efnið með miklum þrýstingi af vatni og örlítið af sandi. Ástæðan fyrir því að vélin er full af vatni er vegna þess að krafturinn er svo mikill að það þarf stórar þungar járnplötur í botninn og vatn til að minnka kraftinn þegar bunan er komin í gegnum efniviðinn, annars sagar vélin botninn bara úr sér!!

Stykkin eru þá brotin úr plötunni og þau pússuð niður og fíniseruð og því næst komið í húðun. Krista Design lætur húða allt fyrir sig innanlands en það er svokallað "powdercoating" eða dufthúðun. Þessi tegund af húðun er notuð fyrir margskonar varning svosem varahluti í bíla svo gæðin eru mjög góð en sumar vörur Kristu eru til dæmis ætlaðar til útinota og endist varan, jah út í það óendanlega ef að farið er vel með stykkin!

Þá er að þræða í óróana silkiborða og pakka í sérmerktar pakkningar, skutla í búðina og þar bíða þeir eftir þér ;)

  

Ferlið má sjá hér í video-inu okkar en þetta hefst á mínútu: 6:26

Þeir eru að sjálfsögðu fáanlegir í verslununum okkar á Laugaveginum, á Strandgötunni á Akureyri sem og á Strandgötunni í Hafnarfirði. Ég bendi ykkur á að vera tímanlega þar sem þessir fallegu óróar eru orðnir ofsalega vinsælir í gjafir enda á frábæru verði!

Einnig minnum við á það að ef varan er búin tökum við einfaldlega niður pantanir og bjöllum um leið og hún kemur í hús aftur :)

    

 

Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu unnu sér inn jólaóróa frá Kristu Design að eigin vali!!

Í Reykjavík: Sigrún Agnes Njálsdóttir

Á Akureyri: Vordís Björk Valgarðsdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Locally made Christmas ornaments from Krista Design.

Krista Design has been making new Christmas mobiles every year now for a couple of years and more often than not she makes more than one version per year! You see, when they get a new idea it is difficult to postpone it to another year, especially when the designer "sleeps" with the maker.. they just make it right away! 

The benefit of having your own local production for sure!

 

Here you can see the mobiles available and you can press the images to go to a shopping site here on our on-line store. They are of course also available in our stores!

I would like to tell you little bit about the process of making them. An idea is born and María draws the graphic or outlines in Illustrator. She then sends the file to Börkur, her husband and the maker, which opens the graphic up in a programme that the water jet cutter can read. He organizes all the pieces on a plate so the material is fully used, and for these ornaments they use aluminium plates.

When the machine starts cutting it is basically high intensity water with a little bit of sand. The reason for the tank to be filled with water is because the force of the water is so extreme that the water slows down the power until it reaches thick steel plates at the bottom of the tank that prevents the jet to go through the base of the machine itself!

The pieces are then released from the plate and all the edges are sanded and finished. It is then powder-coated, silk thread goes through the hole for hanging, packaged, labelled and driven to the stores.

  

The process can also be seen in the video here below from minute 6:26

The mobile ornaments don't have to be only for Christmas, many are suitable for the whole year around! They are available in our stores as well as here on-line. We do ask you to be timely before Christmas because they are becoming super popular especially due to their great price point! 

    

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Kríuóróinn- falleg heimilisprýði!

(English below)

Kríuóróinn er kominn aftur hjá Kristu, og sem betur fer því þetta er ein af mínum uppáhalds vörum frá henni systur minni!

Ég elska skrautmuni og ef einhver ykkar hefur komið heim til okkar Tótu þá vitið þið það að þar hef ég fyllt allt af dóti! Veggirnir eru orðnir fullir, allar hillur, öll borð svo þá er komið að því að hengja í loftin og jeminn hvað óróinn kemur þá sterkur inn!!

"Krían er líka besta móðir í heimi", þetta sagði hún Bergrún Íris vinkona mín, en hún er teiknari og rithöfundur og gaf nýlega út bókina "Sjáðu mig sumar", en hún hefur alveg rétt fyrir sér, það er líklega enginn sem ver eggin og ungana sína jafn harðlega og hún, ef þú kemur nálægt verður allt vitlaust!

 

(Hér er mynd úr fallegu bókinni hennar en hana má finna hér:)

Fuglinn er hávær í raunveruleikanum og nokkuð árásargjarn en sérlega fallegur svo við gerðum okkar eigin hljóðlátu útgáfu. Kríuna má hengja upp í glugga eða loft og ég lofa að hún ræðst ekki á neinn.

Efni: Krossviður og kemur fuglinn í flötum pakkningum. Tilvalið til gjafa erlendis.

Hægt er að versla óróana hér á netversluninni með því að smella á myndirnar af óróanum!

Stærð: Vænghaf um 60 cm 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Arctic Tern mobile, a beautiful decoration that comes in a flat pack!

The Arctic Tern (Sterna paradisea) is a very common bird here in Iceland. It is a sea bird and we love the sharp shapes of the bird and it‘s striking features! The bird can be a bit agressive but our mobile is very calm and beautiful, floating in the air, or in a window. Guarantee no pecking from this one!

All the shapes are designed and drawn by Krista and made of plywood cut in a water jet cutter and finally painted in the locally based workshop.

The bird comes in a beautiful flat pack packaging.

Size: Wing span about 60 cm 

You can shop this fantastic mobile by simply clicking on the images of the bird and you will be re-directed to our web store.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Uglur uglur út um allt!

(English below)

Uglur hafa notið ótrúlega mikilla vinsælda undanfarin ár enda svo fallegir fuglar og Snæuglan svo íslensk!

Krista Design hefur verið með uglukrúttin sín í sölu í rúmlega ár en þau eru alveg ferlega vinsæl.

Uglukrúttin eru hugsuð sem híbýlaprýði og henta vel í glugga eða sem hangandi skraut úr lofti. Uglurnar eru tilvalin útskriftargjöf en hafa einnig verið mikið teknar í fermingar- og afmælisgjafir. Uglurnar fást í tveimur stærðum og eru úr dufthúðuðu áli, ýmist í svörtu eða hvítu. Silkiborði fylgir með og koma uglurnar í gjafapakkningu.

Stærðir 

Stór: 23 cm x 14 cm 

Lítil: 12 cm x 7 cm

Þær hafa líka verið vinsælar í gluggana í sumarbústöðunum og vinsælar gjafir. Litlu uglurnar koma líka í lítilli flatri pakkningu svo auðvelt er að senda þær með póstinum út á land eða erlendis.

Krista framleiðir einnig dásamleg uglukort og uglumyndir í nokkrum mismunandi útfærslum, þær hafa verið sérstaklega vinsælar í útskriftargjafirnar.

Annars er sjón sögu ríkari og bjóðum við ykkur því í heimsókn í búðina okkar á Laugavegi 40 eða á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Owl trend sweeps the nation and we of course take part!

Krista has been selling her very popular owl cutenesses for the past year and has now added owl images and greeting cards. 

The owl cuteness’s are designed as a home décor pieces for hanging in the window or from the ceiling. They are great as graduation presents and have also been popular as presents for the teenager or for the summer house owner.

They are available in two sizes made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop in black and white.

It comes in a pretty package with a silk ribbon for hanging.

Sizes

Large: 23 cm x 14 cm 

Small: 12 cm x 7 cm

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira