Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / cocktail

Geggjaðir kokteilar frá KOL og 22. í jólagjafatalinu.

Geggjaðir kokteilar frá KOL og 22. í jólagjafatalinu.

(English below)

Við Tóta fórum um daginn með yndislegri vinkonu okkar út að borða, þetta var frekar óvænt skrepp og við fengum sem betur fer borð á veitingastaðnum KOL á Skólavörðustíg.

Við höfum farið nokkrum sinnum áður og erum iðulega mjög ánægðar með matinn en þetta kvöld var á einhverju öðru "leveli"!! Í fyrsta lagi var þjónninn okkar YNDISLEGUR! Hann var ægilega sætur, hress og mikill húmoristi sem að mér finnst svooo mikill plús og ég sver það að maturinn bragðaðist enn betur fyrir vikið.

Ég og Lína vinkona fengum okkur nautakjöt sem var bara geggjað og Tóta fékk sér önd, ég át held ég af öllum diskunum og öfundaði Tótu svolítið af öndinni afþví mig langaði í hana líka, hefði samt ekki viljað sleppa nautinu, en hefði verið mjög ánægð með önd á kantinum.. græðgi much?!

Svo fengum við Lína okkur eftirrétt, halló halló hvað hann mikið rugl sko! Ókei, djúpsteikt kleinuhringjabolla með rjómafrauðgúmmelaði og þjónninn, þessi sæti muniði, kom með heita karamellu sem hann hellti yfir diskinn! RUUUUGL!!!

Allavega, snúum okkur að aðalmáli dagsins! Við byrjuðum sumsé á því að fá okkur kokteil og hann var eins og allt annað: æðislegur!

Hann Gunnar Rafn var að vinna á barnum en hann er einn af fjórum eigendum KOL og kokteilmeistari staðarins! Það stóð því ekki á gæðunum á kokteilunum að sjálfsögðu en við fengum okkur Donkey! úffsss!! Ég var svo heilluð af öllu að ég bað um að fá að blogga um kokteilinn hans og fékk meira að segja uppskriftina senda til að deila með lesendum okkar, meiri snillingurinn hann Gunnar!

OG ég keypti að sjálfsögðu bókina þeirra, við reyndar keyptum tvær og stálum óvart enn annarri sem að ég mun greiða fyrir við fyrsta tækifæri Gunnar, ég lofa.. fæ mér kannski einn Donkey um leið og ég greiði.. en ég mun koma! ;) Við vorum allar svo æstar að skoða þessa brilla bók með kokteiluppskriftunum að við löbbuðum allar út með eina og nefin í bókunum! "vakna stelpur!!"...

Donkey

Smirnoff Vodka 50 ml

Ferskur limesafi 30 ml

Sykursíróp 30 ml

Rauður greipsafi 20 ml

Ferskur engifersafi 10 ml

Blandið öllu í hristara, hristið og síið í glas fyllt af klaka. Skreytið með limebát og ferskri myntu.

Svo er hann svo séður hann Gunnar að hann er einnig með uppskrift að bollu, þetta líkar mér!!!

Uppskrift af Donkey bollu (20 glös)

Smirnoff Vodka 1,0 l

Ferskur limesafi 0,6 l

Sykursíróp 0,6 l

Rauður greipsafi 0,4 l

Ferskur engifersafi 0,2 l

Sódavatn 0,6 l

Hellið vodka, limesafa, sykursírópi, greipsafa og engifersafa í bolluskál með klaka og hrærið vel í. Blandið síðan sódavatninu saman við. Skreytið með limebátum og ferskri myntu.

Svo bætti Gunnar um betur og kom með jólalegan kokteil líka! Mér er farið að líka alveg virkilega vel við hann Gunnar, nýja vin minn!!

Rommlögun með rauðum eplum, kanil og negulnöglum 50 ml

Ferskur sítrónusafi 30 ml

Hrásykurssíróp 20 ml

Luxardo Maraschino líkjör 1 barskeið (1 tsk)

Blandið öllu í hristara, hristið og síið í glas fyllt af klaka. Skreytið með eplasneið og kanilstöng.

Rommlögun

Skerið 4-5 rauð epli í fjóra báta, takið kjarnann út og fyllið stóra krukku. Bætið við þremur kanilstöngum og tíu negulnöglum og fyllið krukkuna með ljósu rommi. Gætið þess þess að rommið nái upp fyrir eplin. Geymið við stofuhita í 2 vikur og síið þá rommið frá. Eftir það skal geyma rommið í kæli.

Ég veit það allavega að við Tóta ásamt Línu munum græja Donkey bollu í vinkonuhittingnum milli jóla og nýárs! :) Þú frystir klakana Lína og við komum með ferska mintu og lime til Þórshafnar! ;)

22. í jólagjafatalinu okkar, vinningshafar dagsins hljóta pinnalokka að eigin vali frá Kristu Design

Í Reykjavík: Sjöfn Gunnarsdóttir

Á Akureyri: Nína og Kalli

Verið hjartanlega velkomin í verslanirnar að sækja vinningana :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Me and Tota had a visit the other day from a dear dear friend and decided to take her out to a dinner! We went to KOL at Skólavörðustígur. For you travellers I recommend following them here on Trip Advisor, they are getting great reviews!

It is a beautiful restaurant and we have been there a couple of times before and always been pleased with the food, however this night, everything was on some sort of a different level! Our waiter for the first was FANTASTIC! We are talking cute, fun, upbeat, quick very keen on serving us and not to forget but he had this great humour and honestly I think the food tasted better as a result! 

Me and Lína, our friend. ordered beef and it was so delicious and well cooked! Tóta had duck and I ate a part of her plate as well.. I must admit I was a little jealous, I wanted beef with a side duck.. greedy much?!!

Than me and Lina ordered ourselves a dessert and oh my lord.. what is happening here?! We are talking doughnut ball, some creamy jummy cream-cheesy thing, some crumbly little bits, oh and remember the cute waiter, he brought the hot caramel fudge and poured it over the whole thing at the table! I died and went to heaven for a little while, lets pause for a sec while I reminisce.. 

Anyway.. to the main point of today's post!

So we ordered this cocktail which was like the rest of the evening FANTASTIC!

OH and Gunnar Rafn was working the bar but he is in fact one of four owners of KOL and their cocktail maestro! I was so happy with the cocktail we ordered, called Donkey, I asked him if I could blog about it, "of course"! -he replied, gave me his card and couple of days later I received the recipe as well as full blown images of the beauty.. the cocktail,, not Gunnar.. he was cute also but you get the point! 

I also bought the recently released recipe book by KOL and Donkey is in fact also in there! 

Donkey

Smirnoff Vodka 50 ml

Fresh limejuice 30 ml

Sugarsyrup 30 ml

Red grapejuice 20 ml

Fresh gingerjuice 10 ml

Mix everything in a shaker and shake! Strain to a glass filled with ice and decorate with a boat of lime and fresh mint leaves!  Soooo delish!

A sweet Gunnar is so ahead he gave us a larger punch bowl recipe.. This I will be making for suuuure! 

Donkey punch (20 glasses)

Smirnoff Vodka 1,0 l

Fresh limejuice 0,6 l

Sugarsyrup 0,6 l

Red grapejuice 0,4 l

Fersh gingerjuice 0,2 l

Sódawater 0,6 l

Pour the vodka, lime juice, sugar syrup, grape juice and ginger juice in a punchbowl with ice and stir well! Add the soda water and decorate with lime boats and fresh mint! 

Ahh Gunnar, I am starting to like you so much right now.. he added another recipe for a bit more "Christmasy" drink! All in the spirit, spirits.. of Santa right! ;)

Romm-brew with red apples, cinnamon and cloves 50ml

Fresh lemon juice 30ml

Raw sugarsyrup 20ml

Luxardo Maraschino liquor 1 bar spoon (1 teaspoon)

Mix everything in a blender and shake, filter to a glass filled with ice and decorate with a slice of an apple and a cinnamon stick. 

Romm brew:

Cut 4-5 red apples in four boats, take the centre out and fill up a large jug. Add three cinnamon sticks and ten cloves and fill the jug up with light rum. Make sure the rum covers all the apples. Store at room temperature for two weeks and filter the rum. After this please store the rum in a fridge. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sítrónudraumur, litli frændi Limonchello!

(English below)

Æskuvinkona Tótu kom í heimsókn til okkar í gistingu eina helgi, en hún kom færandi hendi með heimabruggað Limonchello, já takk mín kæra!

Við Tóta elskum sítrónur og allt sem þeim tengist, eftirréttir með sítrónum, sítrónur í eldamennsku, sítrónur í vatni og sítrónur í áfengi, sítrónur eru æðislegar! Svo þegar vinkonan kom í heimsókn með bruggið vorum við ekki lengi að finna glös og koma okkur fyrir á pallinum að ræða nýjasta slúðrið.

Limonchello er upphaflega ítalskur drykkur og samkvæmt Wikipedia er það aðallega framleitt í Suður Ítalíu. Það eru ekki allir sammála um nákvæman uppruna drykkjarins en talið er að hann sé allavega hundrað ára gamall. Limonchello er unnið úr hýðinu af sítrónum, nánar tiltekið úr Sorrento sítrónum, gula partinum eingöngu þar sem hvíti hlutinn er mjög beiskur. Hýðið er sett í sterkan spýra þar til olían losnar frá og þessu er svo blandað við sýróp, jú vissulega er þetta stutta og einfalda lýsingin á þessum merka drykk.

Uppskriftirnar eru margar en vinkona okkar lýsti ferlinu þar sem að hún blandaði þessu saman í flösku eftir kúnstarinnar reglum og þar beið þetta í ca mánuð meðan hún og pabbi hennar skiptust á að snúa flöskunni. Drykkurinn var svo góður að hann kláraðist fljótt!

Við Tóta vorum þó alls ekki komnar með nóg af sítrusnum og vildum prufa að gera "fljótlega útgáfu" af þessum kokteil enda ekki þolinmóðustu týpurnar.

Ítalirnir myndu örugglega hengja okkur upp á rasshárunum enda dirfumst við ekki að kalla okkar drykk "Limonchello" þar sem ekki er farið eftir 100 ára gömlum reglum.

Drykkurinn okkar er líkari kokteil heldur en líkjör, ekki alveg eins sætur, virkilega ferskur og borinn fram í glasi með fullt af klaka.

Þessi uppskrift er frekar súr en mig grunar að fyrir sætabrauðsgrísina væri gott að prufa aftur með aðeins meira sýrópi og þarafleiðandi örlítið meira af vodka en halda þó sítrónusafanum í sama magni. Daufur drykkur sossum þannig séð með alls ekki nokkuð áfengisbragð, heldur sterkt sítrónubragð og sætan sítrus ilm. Ég mæli með því að þið prufið! (Frá því að ég prufaði þetta fyrst hef ég gert aftur og þá með tvöföldu magni af sýrópsblöndu, hélt sama sítrónumagninu og bætti við slatta af Vodka, smakkaði til, það var ekki síðra, sætara og ekki alveg eins súrt.. held ég muni gera þetta þannig aftur næst ;)

Uppskrift:

1 bolli hvítur sykur

1 bolli vatn

Hýði af 2 sítrónum (bara guli parturinn, ekki hvíti)

safi úr 4 sítrónum

200ml vodki. (Má vera meira, hér þarf að smakka aðeins til...)

Aðferð:

Byrjið á því að blanda bolla af vatni og bolla af sykri saman í potti á hellu ásamt hýði af tveimur sítrónum. Hitið þar til sykurinn bráðnar og haldið áfram þar til blandan sýður og bubblar, leyfið henni að gera það í 2 mínútur og slökkvið þá undir pottinum og leyfið að kólna svolítið niður.

Kreistið safann úr öllum sítrónunum og passið að engir steinar séu í vökvanum.

Blandið safanum, sýrópinu og vodkanum saman, setjið í glös með miklum klaka og njótið!

Jább, ekki að grínast...svona einfalt!! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Lemondream cocktail, Limonchello's cousin...

 

I adore lemons, with everything, in food, in desserts, in smell, in water, in soaps and especially in alcohol!

Yes I do, they are so super fresh and wonderfully fragrant! So when a dear friend of ours came for a visit the other day with a home brewed Limonchello that had taken her about a month to make, I wasn't long to take out glasses and ice! Juhuuummm!!

Limonchello is originally an Italian liquor that is said to be at least 100 years old. It is traditionally made with Sorrento Lemons in the south of Italy and it is Italy's second most popular drink. Limonchello is served ice cold, in frozen shot glasses and is a popular dessert wine that has been seeing growing popularity in the past couple of years outside of Italy, f.ex. in posh restaurants in the US. This is of course all according to our dear friend Wikipedia so I do hope that I am getting this all more or less correct.

We finished the bottle relatively quickly and I wanted to try to make my own. My patience does not cover a month of brewing so me and Tóta tried to make a very quick little version.

It is of course NOT Limonchello and we would never compare the two except for the lemons... and sugar syrup... and alcohol.. but still it is not Limonchello as it is supposed to be done! See, I am respecting the original!

I would like to try this recipe again with a bit more syrup and a bit more vodka but keep the same amount of lemon juice... making it a bit sweeter and more alcoholic, until then I really enjoyed this super fresh drink!

Ingredients:

1 cup sugar

1 cup water

Zest of two lemons

Juice from 4 lemons

200ml Vodka. (may be a little more, taste until right).

 

Method:

Start with blending sugar, water and lemon zest in a pot and heat until the sugar is dissolved. Bring to the boil and let it bubble for about two minutes and then cool.

Squeeze the juice from all the lemons and make sure to remove all the seeds.

Mix the lemon juice, the vodka and the syrup together and serve in tall glasses with loads of Ice!

Yes, it's THAT simple!!

Enjoy!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira