Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / blue lagoon

Sunnudagurinn, síðasti dagurinn með skosku vinum okkar!

(English below)

Eftir smá stuð kvöldið áður á Snaps og börum borgarinnar þýddi ekkert annað en að fara með vini okkar á Vitabar í einn almennilegan borgara!

Systir hennar Tótu og maðurinn hennar reka Vitabar og sonur þeirra var að afgreiða, (ég held að hann hafi sett extra mikla sósu því borgararnir voru sérstaklega góðir!)

Þá fórum við með þau á saumastofuna okkar og sýndum þeim hana, sem og í búðina á Laugaveginum, þau versluðu sér svolítið af gripum og 2 döðlu-popppoka en þau smökkuðu á því kvöldið áður og það sló svona heldur betur í gegn! Grunar að þeir hafi svo verið kláraðir í vélinni heim!

Með fulla maga af mat og í yndislegu veðri tókum við þau í smá bíltúr, keyrðum út að Bessastöðum. Þeim fannst ótrúlegt að sjá að hús forsetans væri bara svona "bert", ekki varið innan um risastór hlið í lokuðum garði á einkasvæði sem væri ómögulegt að sjá glitta í! Þetta fannst þeim stórmerkilegt, enda er þetta það. 

Á leiðinni út afleggjarann fannst okkur við sjá hann og þau tístu eins og smákrakkar!

"It waaas him, he's going in, WE JUST PASSED THE PRESIDENT!!"

Ótrúlega skemmtilegt að sjá þau láta svona því okkur fannst þetta ekkert svo merkilegt, hann Ólafur fer stundum að sækja sér rúnstykki í Sandholt hérna við hliðina á búðinni (enda eitt besta bakaríið í bænum) svo við stöndum stundum við hliðina á honum í röð, hann var því líklega bara á leiðinni heim út bakaríinu þennan fína sunnudag. Æi það er svo notalegt að vera Íslendingur og vera algjörlega í eigin heimi stundum!

Við keyrðum með þau um Hafnarfjörð og sýndum þeim hvar við systurnar ólumst upp og þar sem við vorum með svo góðan tíma fórum við í smá rölt um Hellisgerði. Ég lék mér þar iðulega þegar ég var krakki svo ég gat leitt þau um þennan fallega garð. Það er frábært að sjá hvað það er búið að taka hann í gegn, öll tún voru vel slegin, þar voru nýir bekkir og tjörnin var búin að fá yfirhalningu! Við fengum okkur svo kaffibolla á Álfakaffi og sleiktum sólina!

Þá var kominn tími til að bruna í Bláa Lónið, og það var yndislegt!

Við höfðum bókað tíma sem borgar sig klárlega að gera núna en þau sögðu okkur frá því að þau þyrftu oft að vísa fólki frá þar sem lónið væri fullt! Það voru um 500 manns í lóninu þegar við fórum ofaní en það virkaði alls ekki þannig. 

Ég fór síðast fyrir nokkrum árum síðan og fannst aðstaðan búin að taka stakkarskiptum, vatnið var mjög hreint og kísillinn var greinilega unninn, ég man að síðast var hann allur í kögglum, nú var hann eins og mjúkt krem. Ég veit ekki hvort að virknin sé alveg sú sama en þetta var eins og að maka á sig hárnæringu, svo við gerðum það öll að sjálfsögðu og vorum með þetta á okkur þar til það storknaði! Jú þetta kostaði svolítið en við vorum öll sammála um að þetta var alveg þess virði!

Þá var kominn tími til að kveðja, við skutluðum þeim á völlinn eftir algjörlega frábæra helgi sem að við munum lifa á lengi!

Okkur fannst skemmtilegast að geta gert hluti allan tímann sem að kostuðu alls ekki mikið, matarboð á pallinum, smurbrauð við Þingvallavatn, kaffibolli í Hellisgerði og langir og góðir bíltúrar í góðum félagsskap er klárlega uppskrift að góðri helgi!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Sweet Sunday, last day with our dear Scottish friends!

After a super fun Saturday, great food at Snaps and couple of drinks at the local bars it was definitely time to treat them to some seriously juicy burgers! 

We went to Vitabar, Tota's sister and her husband run this burgerbar and their son was working this day, I am sure he added some sauce because they were extra tasty! It is one of the staple places in Reykjavík, been here for years and the locals love it! Basic burgers but oh so good, the blue cheese addition is also wonderful!

You can find them here:

We then showed them our sewing room and workshop and our store in Reykjavik. They really loved the tour and shopped some souvenirs and sugar free dates popcorn in our store, (sure that was for the air plane ride home!). 

We took them to a little drive around Hafnarfjörður, my hometown, and drove to Bessastaðir, where the president lives. 

They found that so remarkable, the state is not isolated at all, no fancy gates and metal fence, no bodyguards just a relatively humble house, a church and a fantastic view.

On the way back from his driveway we passed him in his car, they freaked! It was so funny: "It waaaas him, he's going in, WE JUST PASSED THE PRESIDENT"!!

This is such a normal thing here in Iceland, we meet him in the bakery from time to time and don't find this to be so amazing, which is the difference between Iceland and most other countries I suppose.

After a sunny day of driving around we went to Hellisgerði, a lovely park in Hafnarfjörður, but that town is said to be filled with elves and trolls, my hometown. Hellisgerði is no exception and the elves have a party here all the time! 

This lovely lava park in the centre of Hafnarfjordur town, was founded in 1922. The park gets its name because of from the cave in it's centre. It is dedicated to the old folk tales, the Icelandic strong believe in the existence of hidden folk.
This park is considered to be one of the major settlements of elves and fairies and other mystical beings.

It is a friendly park to visit, with a collection of about 150 miniature bonsai trees and a playground for children. One might perhaps find a cave or a hole the hidden folk live in.

(This text is found on a comment at Trip advisor, so well written I couldn't not post it!.)

By the time we had finished with the park it was time to take them to the Blue Lagoon. For those who don't know what it is, it's a geothermal spa recognized as one of the 25 wonders of the world. and as they write at their homepageThe Blue Lagoon was formed in 1976 during operation at the nearby geothermal power plant. In the years that followed, people began to bathe in the unique water and apply the silica mud to their skin. Those with psoriasis noticed an incredible improvement in their condition. Over the years, Blue Lagoon has been innovative in harnessing this gift of nature to develop different spa services and products. Today, Blue Lagoon is recognized as one of the wonders of the world.

We had reserved a spot in the lagoon which was essential due to it's huge popularity! There were about 500 people in when we arrived but it didn't feel that way at all. The water was fantastic and everything was very clean and they have now added a poolside bar in the water, oh we loved that!!

Finally after a great weekend it was time to say goodbye! Not ashamed to say but a little tear formed in the corner of my eye, this lifelong friendship is just beginning and we can't wait to see them again! Lots of love to you guys, Charles & Suzanne, you rock!!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira