Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / new workspace

Tiltekt, skipulag og breytingar á nýju ári! - Fyrir/eftir.

Tiltekt, skipulag og breytingar á nýju ári! - Fyrir/eftir.

(English below)

 

Þetta blessaða blogg okkar fer heldur rólega af stað en sama get ég ekki sagt um okkur systur og maka. Um leið og við Tóta komum úr dekrinu frá Þórshöfn og María og co voru búin að jafna sig eftir yndisleg slökunar jól fórum við ferningarnir saman út að borða á Apótekið og skáluðum fyrir afmæli Maríu og Tótu sem og nýju ári!

Já, við bara leyfðum okkur að fagna svolítið liðnu ári með öllum þeim uppákomum og verkefnum sem því fylgdi og fórum um leið aðeins að hugsa fram á veginn að næstu verkefnum.

Þetta var síðasta "fagnið" í janúar þar sem við tók "dry january", ekkert áfengi, sykur né hveiti í mánuð, þetta er eitthvað sem ég þarf að segja ykkur frá í næsta bloggi... mæ ó mæ...

 

Jæja, eitt af því fyrsta var að koma vinnustofunni hennar Maríu (sem var í raun undirlögð stofan og heimili þeirra hjóna) á vinnustofuna til okkar í Síðumúlann. Það var ágætis verkefni en við erum með ansi stórt og rúmgott húsnæði hér og þar sem að ég er algjör safnari var ég búin að taka 3 skrifstofur og breyta í geymslur undir að mestu leyti (já og ég viðurkenni það), drasl!

Við tók því heljarinnar tiltekt hér á saumastofunni áður en við gátum boðið Maríu og Röggu starfsmanninn hennar og frænku okkar velkomnar!

Ég þurfti virkilega að taka á honum stóra mínum til að tíma að henda þessu og henda hinu, algjörum gersemum auðvitað sem ég var búin að sjá fyrir mér mikla notkunarmöguleika á... „einhverntíman alveg örugglega“...

Það varð úr að við tæmdum 5 stóra, troðfulla sendiferðabíla í fyrsta kasti og við erum ekki alveg búin enn... veiki? já mögulega...

Margt fékk nýtt heimili í Góða Hirðinum, einhverju var skilað til upprunalegra heimkynna og enn fleira fékk að fjúka. Ein geymslan var tæmd og náðum við að opna það rými svo hún stækkar nú „frontinn“ okkar en þar er nú að myndast ansi krúttleg verslun/lageraðstaða. 

Okkur tókst þó að tæma hornskrifstofuna sem við innréttuðum sem vinnustofu Kristu Design. En einni geymslunni héldum við fyrir söfnunaráráttuna mína en ég verð náttúrulega að fá að fæða mitt innra skrímsli örlítið ekki satt..?

Eftir svolítið stúss, IKEA ferð, flutninga og uppröðun birtist hér þessi líka myndarlega vinnustofa!

Ég fékk skrifborð í horninu mínu sem er við hliðina á kaffistofunni en mér líkar mjög vel að vinna í opnu rými innanum fólkið mitt og Svenna skrifstofa var tekin svolítið í gegn þar sem Tóta fékk lítið horn og er nú komin með aðstöðu fyrir tölvuna sína og sitt skipulag.

Svona hreinsunarárátta smitar heljarinnar mikið útfrá sér og tókum við Tóta geymsluna okkar í gegn síðasta sunnudag þar sem við náðum að losa heilan sendiferðabíl út, þetta er verkefni sem við höfum ætlað okkur í nokkur ár núna en einhvernveginn aldrei „gefið okkur“ tíma í það. Ahh, meiri léttirinn! Geymslur verða aldrei einhver óttarleg bjútísvæði, en það er allavega hægt að komast í kistuna núna! :)

María hreinsaði náttúrulega til hjá sér líka og færði tölvuaðstöðuna sína sem áður var á ganginum, undir stiganum og er nú komin með yndislega notalega skrifstofu eins og henni einni er lagið. (Hún tók engar fyrirmyndir og ég er búin að skamma hana..) En það er alltaf ferlega kósý hjá Maríu og fyrirmyndirnar hefðu verið alveg jafn flottar en vinnuaðstaðan er nú mun betri og þetta mun einfalda alla vinnu!

Svo fékk hún um leið þetta líka notalega horn undir stiganum og takið eftir myndinni þarna með einkunnarorðunum okkar: "Skapaðu þína eigin hamingju".. hún er að koma í sölu hjá okkur! ;)

Vinnustofan okkar í Síðumúlanum er enn í þróun og ekki alveg tilbúin öll og þið fáið svo kannski að sjá fleiri myndir þegar enn meira verður tilbúið en þetta byrjar ansi vel. Svona hreinsun er öllum holl stundum (segir safnarinn sjálfur) og er furðumikill léttir að losa sig við hluti sem maður kemur mögulega aldrei til með að nota!

"Minimalískur lífstíll" er eitthvað sem ég mun líklega aldrei tengja mig við né lifa eftir, það er þó munur á því að vera ruslasafnari eða "hoarder" og minimalísk og það er þessi gullni meðalvegur sem ég vil reyna að tileinka mér.. batnandi mönnum og allt það ekki satt! ;)

Okkur systrum líst allavega ofsalega vel á þessa breytingu og stuðið eykst hér á vinnustofunni við ný og fersk andlit! Einnig held ég að breytingar geti alltaf verið af hinu góða ef maður ákveður að hugsa um þær þannig svo við bjóðum 2016 svo sannarlega velkomið og hlökkum til að taka vel á því!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

New year, new projects!

Yes, we have been a little slow on the blog lately but that cannot be said about our physical work.. we have been re-grouping and re-organizing our workshop! It's is such an infectious thing once you get going but I am a total hoarder and really dislike throwing things out! This was a huge challenge for me because I have this talent or rightfully "flaw" that I can see the potential beauty in all sorts of things and this results in huge amounts of "crap" I want to do something with, someday!...

The group of us however decided to combine the workspaces and invite Krista's Design workshop to our sewing space which meant I had to throw away 5 van-loads of all sorts!

Once you get going it becomes an addiction and it is hard to stop which resulted in a new front showroom/stock room and a "chill zone" for clients, a new office for me, 2 storages out and a new workspace for Krista.

We kept going and did our home storage as well and María did herself a brand new homeoffice and has now regained control of her home which has served as her workshop for the past few years.

These are indeed grand changes and something everyone needs to get adjusted to, but ahh what a breath of fresh air! I feel much more organized already and ready for the new year!

Not only this but January is typically a month of organization and new healthy diets right? Yes well, if you are already doing the one you might as well do the other so in the next post I will tell you a little bit about our month of exercising, step counting, sugar, wheat and alcohol free diet and on top of that, try to get in a bit more sleep and more water consumption!

Until next time!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira