Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Volcano Design

Volcano Design var stofnað árið 2008 en komst í fullan rekstur árið 2009 og er rekið af Kötlu Hreiðarsdóttur.
Katla er útskrifuð sem innanhúshönnuður frá IED í Barcelona en hefur ávallt haft áhuga á fatahönnun frá því að hún kláraði textílbrautina úr FG.

Frá upphafi reksturs hefur áherslan verið á kvenleg, þægileg og skemmtileg snið sem hentar sem fjölbreyttasta kúnnahópnum.Við erum stolt af því að vera með og hafa alltaf verið alfarið með íslenska framleiðslu á eigin saumastofu.
Starfsmenn fyrirtækisins eru reynslumiklir á sínum sviðum og sést það vel á handbragðinu. Gæði og fjölbreytileiki skiptir öllu sem og faglegt handbragð.

Katla hefur trú á því að þegar konum líður vel í fötunum eru þær fallegastar svo þægindi skipta miklu máli.

 

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA:
Frá upphafi VOLCANO DESIGN hafa allar vörur merkisins verið framleiddar á Íslandi á eigin saumastofu. Það er ákveðið flækjustig og kostnaðarsamt en hefur um leið ótal kosti enda höfum við fullkomna stjórn á magni, gæðum sem og umhverfi og ferli framleiðslunnar.

Hjá okkur starfa bæði menntaðir og ómenntaðir fagaðilar og skiptir það okkur miklu máli að ferlið á bakvið vöruna sé jákvætt, bjart og gott enda skilar það sér í loka útkomuna.

 

 

DEAD STOCK:
Í ferli efna- og fataframleiðslu myndast oft lagerar sem sitja ónýttir og kallast þeir „Deadstock“. Við hjá VOLCANO DESIGN eigum það til að nýta okkur þennan efnakost og draga þannig úr landfyllingu. Þetta er ekki lausn á offramleiðsluvanda fataframleiðslunnar en þetta er þó umhverfisvænt og gengur hjá okkur þar sem framleiðslan er ekki í massavís né „fast fashion“.

 

ENDURNÝTING:
Í sníðaferlinu falla til bútar sem ekki nýtast í hina eiginlegu vöruframleiðslu og þykir okkur bæði óskaplega gaman og mjög gefandi að nýta þessa afganga.

Þessar vörur taka jafnan mun lengri tíma í sníðslu sem og saum en ferlið er virkilega skemmtilegt og umhverfisvænt og varan verður svo sannarlega einstök því hver og ein endurunnin vara á sér enga sína líka.

Þess má einnig geta að menin frá merkinu KOLBRÚN eru endurnýtt úr eldra skarti sem og eyrnalokkarnir frá DREA JAMES eru unnir úr blandi af nýjum og eldri steinum.

 

STÆRÐIRNAR OKKAR:
Stærðir VOLCANO DESIGN eru svolítið öðruvísi en annarsstaðar en ástæðan fyrir þessu er Katla valdi að útbúa sinn eigin stærðarskala.. því hún einfaldlega ræður þessu sjálf! Stærðirnar eru því hugsaðar útfrá Íslenskum konum og eru sem hér segir:

Stærð 1 (36/38), XS (38/40) S (42/44) M (46/48) og XM (50/52/54)

Við gætum alveg eins kallað þetta bara „guðdómleg, dásamleg, yndisleg og frábær“ skiljiði, enda skipta stærðirnar engu máli.. þetta snýst um falleg snið, faglegt handbragð og að líða vel!