Þið sem að lásuð um dagsferð okkar systra í þessum pósti hér, sáuð það að við fórum í smá keppni. Það var sumsé áskorun um það hvor okkar gæti gert betri búning úr dóti frá Tiger.
Við systur erum nú hálfgerðir "snapparar" þó svo að áhorfendahópurinn hlaupi kannski ekki á fleiri tugum þúsunda eins og hjá þessum allra vinsælustu. En þið eruð þó nokkur þarna úti sem eruð tryggir áhorfendur og fylgist með þessari dæmalausu vitleysu.