Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / captains mirror

Skipstjóraspegill- DIY

(English below)

Við áttum dásamlega nótt í bústaðnum og María og Börkur bættu svo við einni nótt í viðbót með strákunum sínum. Það var yndislegt að gista þarna sérstaklega eftir að við vorum búin að græja svona mest allt tilbúið! Kamína, Irish, grillmatur og næslæf! Þessi mynd lýsir stemmningunni ágætlega þarna fyrsta kvöldið!

Ég ætla nú að nota nokkra pósta í að fara svona aðeins yfir verkefnin sem að við höfum verið að gera þarna sérstaklega þar sem það eru mjög margir búnir að spyrja.. hvaðan við fengum vörurnar osfrv. allavega svona í bland við aðra pósta. Verslunin er einnig að fyllast af nýjum vörum svo ég mun líka kynna þær smátt og smátt á næstu dögum.

Hringspegillinn eða "The captains mirror" eins og hann heitir raunverulega er þessi hér:

Hann er svakalega flottur en við höfum ekki efni á honum og kannski ekki fyrir bústaðinn heldur. Við vildum þó nota okkur þessa fallegu hönnun sem innblástur að okkar eigin spegli.

Það eru til ofsalega mörg DIY verkefni um gerð þessa spegils og hér er okkar útgáfa:

Við versluðum okkur kringlóttan bakka í IKEA sem kostaði 1550.-

Máluðum hann...

Þessi var málaður með litunum sem sjást á myndinni.. en það er alveg eins hægt að grunna með svörtum vatnsgrunn og hálfmöttu lakki eins og við gerðum flestar aðrar mublur í bústaðnum.

Börkur hennar Maríu skar út hringspegilinn í vélinni sinni en við grennsluðumst aðeins fyrir og okkur skilst að sér-skorinn hringspegill sé að kosta ca. 5000.-

Þá var bara að líma spegilinn ofaní bakkann og við skrúfuðum svo litlar skrúfur í hliðina á honum fyrir keðjuna sem að María átti til.

Hér er hann svo kominn á endanlegan stað í bústaðnum, ofsalega notalegur svona við hliðina á kamínunni.

Við fundum allskonar útgáfur af heimagerðum skipstjóraspeglum og hér eru fleiri útgáfur:

House and Home er hér með video:

Style at home er hér með útgáfu út frá Ikea spegli.

Design Sponge er hér með vandaða útgáfu:

Já og svo er hellingur á Pinterest af allskonar útgáfum af svona heimagerðum krinlóttum speglum :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The captain's mirror - DIY

So in the next few posts I will be giving you more examples of the DIY projects at the summerhouse. We tried to be super smart and do things as cheaply as possible but make it look as expensive as possible at the same time! 

We are still so amazed by all the support and compliments we got for the changes and loads of questions as to where we got all these different things. So here is the first project: The captain's mirror.

We would have loved to buy the original but apparently the price for one of those is about 1500$ so that wasn't really going to be happening at the summerhouse, so we got the idea to make our own DIY style.

Many have done similar projects already and I will share couple of links to those here at the bottom, this is however how we made ours:

 

Firstly we bought a round wooden tray from IKEA. 

Then we painted the sides of the tray like shown here above. We used Martha Stewart paint like you can see on the image above, but I'm pretty sure you can use just about any paint you have or spray paint as long as it sticks to the wood.

Glue the mirror on the inside of the tray..

and put small hooks on the sides, we then attached black chain we already had in our storage..

Tadaaaaa ready and done and at it's final place at the summerhouse!

here are some more DIY Captain's mirrors:

House and Home:

Style at home.

Design Sponge:

And many many more on Pinterest!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira