Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / style

"Seventies" útvíðar buxur, hippamussur og kögur: tískan 2016

"Seventies" útvíðar buxur, hippamussur og kögur: tískan 2016

(English below)

Ég er búin að vera að skoða nýjustu tískustraumana síðustu vikurnar og „the seventies“ eða áttundi áratugurinn er mjög áberandi. Þessi stíll sást fyrst á tískupöllunum fyrir haustið 2015 og er hvergi nærri hættur en heldur sterkur áfram inn í vorið 2016. Við sjáum stílinn ekki aðeins koma fyrir í fatnaði heldur förðun, hári, skarti, kvikmyndum sem og innanhúshönnun.

Mér þykir þessi tíska algjört æði, frjáls, opin, fjölbreytt og spennandi.

Það fylgir hönnunarferlinu mikil rannsóknarvinna og ég vil lesa mig vel til um nýjustu strauma og stíla. Afla mér þekkingar á því sem er í gangi í kringum mig og skapa svo mínar eigin útfærslur út frá því sem að mér og mínum stíl hentar.

Ég hafði því áhuga á að vita hvað það var sem var í gangi á árunum 1970-1980 og vil segja ykkur aðeins frá því og svona þessum helstu augnablikum tískunnar sem áttu sér stað þennan áratuginn.

Þar sem ég er ekki endilega sérfræðingur í sögu tískunnar þá nýti ég mér þekkingu Ásdísar Jóels sem að kenndi mér fatahönnun og listasögu í Fjölbraut í Garðabæ. Hún Ásdís er neflinlega uppfull af vitneskju og örugglega ein sú fróðasta á þessu sviði hér á landi en hún gaf út bókina „Tísku aldanna“ árið 2005. Ég mæli klárlega með þessari bók fyrir alla tískuunnendur þarna úti!

Eins og Ásdís skrifar: „Tímabilið einkennist af pólitískum sviptingum í opinberum stjórnmálum og vígbúnaðarkapphlaupi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og vaxandi hryðjuverkum. Eiturlyf, frjálst kynlíf og kommúnulíf voru mikilvægar staðreyndir, svo og kven- og jafnréttisbarátta. Tískan varð vettvangur til að sýna pólitíska og samfélagslega afstöðu“.

Þetta er mjög athyglisvert og við sjáum stíla frá sjöunda áratugnum blandast við strauma hippatímans með þjóðlegu ívafi, diskó og pönki. Litagleði fyrri áratugar er hér á undanhaldi og við tóku mun dekkri og daufari litatónar.

Hin barnalega og mjóslegna Twiggy var ekki lengur sú fyrirmynd sem sóst var eftir, heldur hin náttúrulea og þroskaða kona sem hafði jafnvel einhvern fegurðargalla sem gaf henni persónulegan þokka, til dæmis skarð á milli framtanna“.

Ég fann einnig nokkuð athyglisverðan lista yfir tískuhápunkta þennan merka áratug og má hér sá hluta af þeim sem að mér þykir áhugaverðastir. (Sjá má heildarlistann hér).

Diane Von Furstenberg And The Wrap Dress, 1974 

Það vita þetta kannski ekki margir en „wrap-kjóllinn“ eða bundni kjóllinn kom fyrst á sjónarsviðið árið 1974 þegar Diane Von Furstenberg kynnti hann fyrir heiminum. Þetta er ein sú allra besta uppfinning tískunnar þykir mér og algjörlega magnað að hann hafi ekki sést fyrr. Markmið hennar var að gera þægilegan kjól úr notalegu silki jersey efni sem myndi henta hvaða kvenlíkama sem er. Síðan þá hefur kjóllinn verið endurgerður í endalaust mörgum útgáfum og Diane var titluð „söluvænlegasti hönnuðurinn síðan Coco Chanel var uppi“.

Við hjá Volcano Design höfum einnig gert útgáfur af „wrap kjólnum hennar Diane“ sem má sjá hér, enda er „wrap sniðið“ einkar þægilegt og klæðilegt og þarf eiginlega að vera nauðsynleg eign í hverjum fataskáp.

Joni Mitchell, 1972

Joni Mitchell var kanadísk söngkona og lagahöfundur og Rolling Stones titlaði hana einn færasta lagahöfund tuttugustu aldarinnar. Einnig má sjá hana fyrir ef við hugsum um hippastílinn en hún var ein af táknmyndum áttunda áratugarins. Hún notaði tie-dye blússur lausar síðar gollur og lét hárið falla frjálst. Iðulega toppaði hún svo lúkkið með því að vera berfætt með gítar í hönd.

Eitt af mínum uppáhalds lögum með Joni er „A case of you“. Ahh hún er æði!

Cher, 1973 

Cher er ótrúleg og gaf út heilar 10 plötur þennan áratuginn og var bókstaflega allsstaðar! Stíllinn hennar fór ekki framhjá neinum enda er hún ýkt í öllu; rödd, hári, munstrum og hún lifir svo sannarlega eftir einkunnarorðunum „more is more“ sem að mér persónulega finnst æðislegt. Ég er sjálf soldið svona „more is more“ týpa og fer frekar langt yfir strikið heldur en næstum því í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.. td með sjúklega löngum bloggum! ;)

Studio 54, 1970s 

Studio 54 í New York var heitasti staðurinn/ diskótekið á áttunda áratugnum. Þangað fór allt þotuliðið eða „jet setters“ en það var orð sem notað var um hið nýríka og örþreytta fræga fólk sem stundaði ferðalög á fínu bað- og skíðastaðina til þess að skemmta sér og sniffa kókaín. Allt frá Andy Warhol til Yves Saint Laurent, allir sem voru eitthvað fundust hér að skemmta sér hvaða dag vikunnar! Hér er til dæmis Bianca Jagger en hún var ein af tískutáknum áratugarins og var innblástur fyrir marga hönnuði en hún heldur áfram að blása innblæstri enn þann dag í dag.

Diana Ross

Diana Ross var drottning motown og eftir að hafa slegið í gegn með sönghópnum fræga „The Supremes“ fór Diana að starfa sem sóló artist en hún gaf út 9 plötur þennan áratug. Hún var þekkt fyrir lausa wrap kjóla og XXL gull eyrnahringi. Hún var fræg fyrir stílinn sinn og ruddi brautina fyrir mörgum nýjum dökkum söngkonum.

Ég fann þetta förðunarvideo sem sýnir stílinn hennar ágætlega og mér finnst þetta skemmtileg útgáfa af hennar lúkki, hún var þó einna þekktust fyrir bláa og fjólubláa augnskugga, ég er persónulega hrifnari af svona gylltum tónum.

Biba 

Barbara Hulanicki upplifði mikla söluaukningu í versluninni sinni í London þegar hún kom með útvíðar buxur og jakka í stíl sem og þrönga síða kjóla í ýmsum litum á viðráðanlegu verði. Hún bauð einnig upp á póstsendingar svo konur um allt land gátu nú upplifað hina hröðu tísku „fast fashion“ í fyrsta skipti.

Disco, 1977
Saturday Night Fever kom í kvikmyndahúsin árið 1977 og heimurinn varð smitaður af diskóinu. John Travolta og Karen Lynn Gorney fengu alla til að teygja sig í þykkbotna skóna sína og útvíðu jakkafötin og heimurinn hóf að dansa áhyggjurnar burt!

Abba 

Nú erum við farin að tala um alvöru diskó og útvítt alla leið! Agnetha, Björn, Benny og Anni-Frid spruttu fram á tónlistar og tískusviðið árið 1972 þar sem þau kynntu Bretlandi fyrir conceptinu „Scandi cool“ í fyrsta skipti, „svala Skandinavía“. Fatnaðurinn þeirra var algjörlega út fyrir allt, glimmer, pallíettur, hot pants, silfurlit þykkbotna stígvél og allur kvartettinn íklæddur hvítum kimonoum. Abba kom – sá og sigraði Eurovision söngkeppnina árið 1974 með laginu Waterloo og þar má sjá skósítt pils og silfurlitu stígvélin – ahhh ég elska þennan tíma!!

 

Debbie Harry, 1976 

Hér er svo pönkið farið að ráða ríkjum meðal diskósins og gallabuxnaskyrtur ásamt útvíðum buxum var tilvalinn hversdagsklæðnaður áttunda áratugarins. Debbie Harry var ný á sjónarsviðið og náði trendinu snemma rétt þegar Blondie hóf sinn feril og pönk tískan fór að tröllríða götutískunni.

Tískustraumarnir koma úr öllum áttum og enn fleiri straumar réðu ríkjum þennan áratug. Nú er næst á dagskrá hjá okkur systrum að fara til Kaupmannahafnar í fyrramálið en þar ætlum við að rölta um göturnar og skoða verslanir, tísku og strauma ásamt því að njóta lífsins í nokkra daga í fylgd Mekkínar. Hún er í námi í Kaupmannahöfn og ætlar að gefa okkur svolítinn dekurtíma milli bókalesturs.

Það verður spennandi að sjá hvort að áttundi áratugurinn ráði ekki svolítið ríkjum í borginni og við munum passa okkur á að taka myndir af öllu þessu helsta. Hver veit nema að við komum til baka uppfullar af nýjum hugmyndum og innblæstri og skellum okkur á fullt í að gera nýjar vörur í anda „the seventies“!

Ég vil enda á þessu lagi sem hefur glatt mitt hjarta síðustu daga en það á ansi vel við þennan pistil og nær örugglega mörgum úr þungu skammdegi.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

So I have been looking at the current trends recently and the seventies influences have been very prominent. This style was very obvious for the fall of 2015 and it is even more in fashion now for spring 2016. We see it in fashion, make-up, hairstyles, jewellery, interior design as well as movies hence the movie "Joy".

I absolutely love this style and find it so free, versatile, open and intriguing!  

The design process includes vast time of researching and I want to learn about the upcoming trends and stiles that are happening every moment and then create my own version that fits my brand and style.

I became very interested in knowing what was actually happening in this period and tell you a little bit about it. Whereas I am not exactly a specialist in fashion history, I got much of my knowledge from my old fashion history teacher which really is an expert in this field and actually released a book here in Iceland about the history of fashion in 2005. 

Like she writes: The era is characterized by political changes and armament race between the US and the Soviet Union and growing terrorism. Drugs, free sex and commune life were facts of the time as well as women- and equal rights movements. The fashion became a domain to show political and sociological solidarity.

I find this very interesting and we see influences from the seventies as mixes between the hippie movement as well as disco and punk, quite a mix really! The extreme colour mix of the sixties is retreating and softer, darker tones are becoming more prominent. 

The childish skinny look from Twiggy was no longer the prefiguration but the natural ripe woman that even had a visible flaw giving her a personal charm and added interest, such as a gap between the teeth.

 

I also found quite an interesting list of fashion highlights and icons through this remarkable era and here is a part of that list, the things I found most interesting. The whole list can be viewed here.

Diane Von Furstenberg And The Wrap Dress, 1974 

Let's start with one of the most famous fashion inventions ever, shall we? Diane made her now-iconic wrap in 1974 after setting out to create a relaxed, silk jersey dress that could suit every woman's body with ease. Originally available in a small range of sooo Seventies prints, she was quickly given the cover of business bible Newsweek and declared the 'most marketable designer since Coco Chanel.' The magazine was right and by 1976 Diane had sold over 5 million of the dress worldwide, building a lasting fashion empire in the process. 

Joni Mitchell, 1972

The poster girl of hippie chic, Joni Mitchell was undoubtedly one of the Seventies' ultimate style icons. She wore tie dye blouses, earth-goddess hair and billowing kaftans like no other, usually completing her trademark look with bare feet and a guitar in hand. All together now, 'Don't it always seem to go...'

Cher, 1973 

Cher released a whopping 10 albums in the 1970s meaning, quite simply, that she was absolutely everywhere. From more-is-more prints to epic perms, she trialled every trend the decade had to offer with gusto.

Studio 54, 1970s 

Studio 54 in New York was the Seventies hottest venue bar none. From Andy Warhol to Yves Saint Laurent, anyone who was anyone could be found right here, having the time of their lives every day of the week. Here's Bianca Jagger riding into her Studio 54 birthday party on a white stallion, just because...

Diana Ross

Post The Supremes, Diana was all about lilac eyeshadow, loose wrap dresses and XXL hoop earrings. Like Cher, she whipped up an incredible nine albums in her first decade as a solo artist and was a key style icon, too. We're sure the sepia tones and retro wardrobe choices in this picture must have inspired American Hustle?
I also found this make-up video which shows her style quite well, she was indeed mostly known for her purple and blue eye shadows but I really love this gold version like in the video. 

 

Biba 

What did real women wear in the Seventies? Barbara Hulanicki's London boutique Biba experienced a sales boom, selling bell bottom power suits (cat covered, of course) and smock dresses in saturated colours, all at affordable price points. The roots for high street fashion were firmly planted and, thanks to an unrivalled mail ordering service, women around the country were able to experience fast fashion for the first time.  

Disco, 1977

Saturday Night Fever hit cinemas in 1977 and the world became infatuated with disco. John Travolta's car-salesman suit and Karen Lynn Gorney's major commitment to ruffles had everyone reaching for their platforms and dancing their troubles away.

Abba 

Now there's a pair of flares. Agnetha, Björn, Benny and Anni-Frid burst onto the music and fashion scenes in 1972, introducing the UK to the concept of 'Scandi cool' for the first time. Their outfits were outrageous - think sequin hot pants and silver moon boots, or the entire quartet all clad in white kimonos.

 

Debbie Harry, 1976 

The denim market exploded in the 1970s as a denim shirt and flared jeans were declared the decade's ideal casual wear ensemble. Newcomer Debbie Harry caught on to the trend early, just as Blondie took off and the punk era really kicked in.
The seventies is an interesting decade indeed and not only for its fabulous fashion styles! 
Tomorrow me and María are going to Copenhagen to visit her daughter, my niece, and I cannot wait! We will be walking the streets with no particular plan and that is my absolute favourite way of travelling! Plan free, going with the flow.. maybe a little bit in the style of the seventies, free and flowing right?
I am pretty sure we will get lots of inspiration and perhaps we will come back full of ideas for the next products in the spirit of the seventies.
Finally I would like to end this post with a song that I have been playing on repeat for the past couple of days. Perfect for a rainy and a bit snowy days just to get you out of any funk, tune this beauty up and enjoy it!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, svefnherbergi og svefnloft.

(English below)

Svefnherbergi eitt...

Bústaðurinn er kannski ekki sá stærsti á landinu, en við ætlum að gera hann nýtilegan fyrir eins marga og hægt er með því þó að hafa hann þægilegan.

Fyrsta svefnherbergið er það stærsta, þar er hellings skápapláss og furuklæddir veggir í hólf og gólf. Hér stefnum við á að mála og ætlum að hafa veggina gráa alveg eins og frammi og loftin hvít. Fyrsta hugmyndin var að hafa herbergin alveg hvít, bæði veggi og loft en þar sem að bústaðurinn er ekki svo svakalega stór þá höldum við núna að það verði betra að hafa allt eins. Grái tónninn verður heldur ekki svo svakalega dökkur, svo herbergið mun ekki minnka, heldur verða bara enn meira kósý ef eitthvað er... (það er vonin allavega!)

Þessu svefnherbergi viljum við halda léttu og ljósu með gráum og gylltum tónum. Við elskum að blanda áferðum og munum gera það með mismunandi púðum, rúmteppi og kósý teppi. Eins viljum við halda lýsingunni góðri. Hér er aðalatriðið að vera með gott lesljós og notalega og hlýlega "kúri" birtu.

 

Þessi ljós eru bæði frá IKEA en þau gætu passað vel inn í þetta herbergi, aðeins að tengja bastið við körfurnar og mottuna í stofunni... þetta gæti verið eitthvað...

Mér finnst líka ofsalega fallegt að blanda svolítið af bleikum tónum við gyllt og grátt eins og sést á þessari mynd, svo það væri gaman að finna fallegt efni í "gammel-rose"..svolítið svona "Lauru Ashley" tón. Eins og hér er líka fallegt að grípa gyllta litinn með skrautmunum á náttborðinu.

Við erum aðeins að hugsa um náttborðin hér, það væri gaman og parktískt að koma fyrir kommóðu öðru megin, en hinum megin gæti verið annarskonar náttborð. Við erum ekki alveg búin að ákeða þetta, en hér eru td nokkrar sniðugar hugmyndir:

Svefnherbergi tvö...

Seinna svefnherbergið verður svo aðeins grárra, við viljum að hvort herbergið verði með sinn stíl og ekki alveg eins, en þó tengingu, svo maður sjái að þau eigi heima saman. Hér er myndin sem að líkist okkar hugmynd best:

Það eru auka stólar sem fylgja bústaðnum sem við vorum einmitt búin að hugsa okkur sem náttborð í þessu herbergi, og eins og sést hér kemur það mjög vel út, mála matta svarta og búmm done, ef að þeir eru ekki of stórir þá gæti þetta orðið lausn sem gæti hentað.

Ég á svo grátt efni á saumastofunni hjá Volcano sem að ég hef hugsað mér að nota í rúmteppi og kannski sauma svartan flaueliskant eða fóðra með svörtu flaueli sem er svo brotið yfir, eða bæði... Svo þurfum við að hafa svolítið af púðum í stíl og blanda öðrum tónum aðeins við.. kannski svolítið út í fölgrænt flauel, það gæti verið fallegt!

Það er eitthvað dálítið öðruvísi og ferskt við þennan tón, eruði ekki sammála?

Þessi myndaröðun fyrir ofan rúmið held ég að muni koma dásamlega vel út í þessu herbergi. Hér verður rúmið upp við vegg (ekki undir glugga eins og í hinu).

6 rammar eða þessvegna 9 stórir rammar með mikið af hvítu og litlar myndir inní.. þetta gæti verið málið...

Í þessu herbergi verður líklega ekki pláss fyrir fataskáp, svo hugmyndin er að reyna að koma fyrir kommóðu og snögum, þessir finnst okkur fallegir..

Eða eitthvað í þessum dúr eins og við erum með í versluninni okkar, nema með stærri snögum í stað hnúða. Þetta gæti líka orðið lausnin á ganginum fyrir útifötin.

Þá er það svefnloftið!

Það er ofsalega lágt, aðeins lægra en á myndinni fyrir ofan og er einmitt með svona lítinn krúttlegan glugga við endann! 

Við eigum tvær gamlar ferðatöskur sem við höfum hugsað okkur að nota sem náttborð öðru megin og gamlan viðarkassa hinumegin (þá er líka hægt að raða fallegum bókum inn í kassann.

Hér verður allt ofsalega hvítt með poppi af litum. Loftið verður hvítmálað sem og bitarnir og það litla sem sést af vegg þar sem meginpartur loftsins er undir súð, verður í gráa bústaðarlitnum.

Ég elska svona myndir á gólfi sem halla upp að veggnum svo ég er aðeins að ýta á Maríu systur að mála eitthvað hér... við skulum sjá! :)

Þessi bekkur hérna fyrir framan rúmið finnst mér líka snilld! Við þurfum aðeins að sjá hvort að það verði nægilegt pláss, en ég læt mig dreyma.

Það verða tvær mottur sitthvorumegin við rúmið sem að við fengum í Ilvu svona langar og mjóar. Önnur ferðataskan sem verður í náttborðinu er líka blá svo þetta rými verður í ljósu, gráu og bláu, ferskt og fallegt!

Gluggarnir í öllum svefnherbergjunum eru nú þegar með myrkrunargardínur sem við ætlum að sjálfsögðu að halda, íslenskar sumarnætur og allt það. Það eru líka tau gardínur núna fyrir öllum gluggum sem við ætlum að fjarlægja þar sem við viljum að gluggarammarnir sjálfir fái að njóta sín betur. Hlýleikinn af tau-inu er samt eiginlega ómissandi í svona bústað svo ég held að þessi lausn muni sóma sér vel..

Létt og fallegt hör eða bómullarefni á gormi eða lítilli þrýstistöng, já þetta er málið!

Á efri hæðinni er líka pláss fyrir annað lítið 90cm rúm sem við ætlum að koma fyrir við rimlana niður í stofu, hugmyndin er að gera svolítið krakkarými.

Við ætlum ss að taka fæturna af rúminu þar sem það er of hátt og þá liggur það alveg á gólfinu með stórum og djúsí púðum við bakið, svo verða hér tvö heimasaumuð hrúgöld úr sama efni og við ætlum að klæða rúmið (og sófann í stofunni) svona svolítið sjúskað leðurlíki. Svo verður hér æðisleg kringlótt fléttuð motta sem að fylgdi með bústaðnum og þessi eining sem að við keyptum á Skreytum Hús sölugrúppunni:

Hér ætlum við að kom fyrir litlu sjónvarpi og DVD diskum í skúffurnar sem og allskonar kössum og körfum með dóti og spilum. Ekta svona kósý krakkahorn sem getur nýst sem auka svefnpláss fyrir ungling eða einn fullorðinn. Einingin verður á miðju gólfi og mun því skipta svefnloftinu aðeins niður: krakkarými VS svefnrými. Hér mun því hver centimeter nýtast án þess að vera yfirfullur eða troðinn.

Eruð þið ekki að sjá þetta fyrir ykkur?! :)

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með öllum breytingum og sniðugum verkefnum hér á blogginu svo það er um að gera að fylgjast með. Við erum líka alltaf opin fyrir hugmyndum svo endilega kastið á okkur ef þið eruð með góð og sniðug ráð! 

Nú er bara málerí en það er að ganga alveg fáranlega vel, við erum dugleg að henda inn myndum á Instagram síðuna okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Brainstorming for the summerhouse: bedrooms and sleeping loft.

We keep on brainstorming for the summerhouse. The paint-job is going super well and is almost finished. It is taking a while to paint this though, not having flawless walls but panelling means brushes which is so time consuming. It will however look super cosy and warm so I believe it is totally worth it.

Bedroom one:

We were thinking of having the bedrooms in all white but after a great consideration de decided to go with the same grey as in the main space. The house isn't huge and keeping consistency we believe will function better.

The first bedroom is the largest, great closets with beautiful panelling and lovely ceilings which will be white. We want to keep this room light and intend to use soft greys, beige, gold and perhaps a little gammel-rose pinks. The main thing is lovely lighting which is good for reading and snuggling.. I mean that is the point of cosy summerhouses right?!

This image describes this room pretty well:

We have found some samples of fabrics for the bedspread, natural, grey/brown soft tones mixed with a bit of soft velour, glitter and knits. I love mixing textures and think it makes everything look more "expensive" and interesting.

Bedroom two.

The second bedroom will be a bit cooler, more grey tones and blacks. We want to keep on mixing textures and the bedspread will be a mix of black velour edging and a grey wool blend. Pillows in blacks, knits, greys and perhaps we will introduce a little green to this space, I think that could look good.

These couple of images sort of give you the right feel..

Can you imagine how lovely this can look, cool and crisp and not exactly summerhouse-y, but we think it will work! Girls gotta hope right?!

The loft.

Finally we have the loft bedroom. It is a very low space, crawling really and perfect for kids and teenagers. I do think I will spend a lot of time here reading, it is the perfect place to read I believe. Very snuggly, cosy and now since it has become white, super crisp and clean, bright and fresh, (wow lots of adjectives!!.. but you get the point)

 

This is how it was before...

This is how we want it to look...

We have two old suitcases and one of them is blue, which we want to use as bedside table on one side with an empty box on the other side. The colour blue will be kept throughout in detailing, pictures, cushions and a throw. 

We are having rugs in every bedroom under the front part of the bed like so:

We would however like to change it up a bit on the loft and have two smaller ones on either side of the bed.. oh you know, just because! :)

Something like this and we found lovely rugs at Ilva in Iceland.

The rugs are like these:

The loft is surprisingly spacious and we are going to fit in a kids play-space mixed with a TV area and an extra bed. It sounds like it is huge but really it's just a space all in one.

We have a single box mattress from IKEA we are going to use without legs, cover it with foe leather and bunch of pillows, essentially making it a sofa/bed. Then we are going to sew two bean bags from the same material and place couple of side-tables made of old wooden boxes with cute lamps. The devil is in the details you know!

Then we found a cheap second hand TV cabinet we are placing on the middle of the floor and that will actually divide the space into two but still keeping everything open and light: TV/kids area VS bedroom space. Are you seeing it?!

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

 

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, stofa og eldhús.

(English below)

 

Jú við fórum náttúrulega á flug í að finna fallegar myndir til að gefa okkur innblástur og hugmyndir að innréttingum og stíl í bústaðinn.

Brátt fundum við þessar myndir svo þá var eiginlega ákveðið strax að hafa hann svartan að utan með hvítum gluggum. Við erum ekki alveg ákveðin í því hvort við málum hann núna eða næsta vor. Ég er að elska þennan Skandinavíska stíl. 

 

Inní bústaðnum viljum við svo vera með hvít loft, glugga og hurðar sem og hornlistana en gráa veggi. Við ætluðum svo að hafa herbergin með hvítum veggjum en þegar við byrjuðum sáum við að þar sem bústaðurinn er ekki svo stór þá höfðum við herbergin grá eins og frammi. Eins viljum við vera með svolítið af svörtum hlutum, eitthvað af mublum, svarta myndaramma og svart í púðum og öðrum smáatriðum. Við vonum að með þessu verði bústaðurinn hlýlegur en einnig svolítið rokkaralegur og öðruvísi.

Ég vil byrja á því að segja ykkur aðeins frá hugmyndunum fyrir aðalrýmið: stofuna, borðstofuna og eldhúsið.

Viðarbitana í loftunum viljum við dekkja aðeins og koma þeim viðarlit inn í hillur og borðplötu líka. Þessi mynd er svolítið lýsandi..

Við urðum strax hrifin af því að halda svolítið af viðarlit í bland við ljósa veggina, bastið er líka hlýlegt og það verður bara að vera svolítið af basti í bústöðum, eruði ekki sammála?

Hér eru fleiri myndir sem að við fundum fyrir stofuna:

Litirnir á þessari mynd eru aðeins of kaldir miðað við það hvernig við viljum, en okkur finnst sófinn skemmtilegur og ætlum að nýta þessa hugmynd.

Pælingin er ss. að græja sófa úr einstaklings rúmi og púðum og pullum. Við þetta er þá einnig möguleiki á auka gistirými án þess að vera með svefnsófa sem að við fundum ekki í réttri stærð. Við vonum því að þessi lausn muni nýtast vel og koma skemmtilega út. Við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með því þegar þar að kemur... 

  

Svartir tónar í bland við ljósa, gráa og viðarlit, þetta finnst okkur kósý og sófinn fullur af pullum "kallar" bókstaflega á mann!

Við erum virkilega hrifin af sófaborðinu á þessari mynd, enda hafa járnborð í þessum stíl verið vinsæl uppá síðkastið. Hugmyndin er að smíða okkar eigið borð, mögulega með hillu í miðjunni eða neðarlega líka til að geyma bækur ofl. Með því að gera borðið sjálf munum við geta notað sama viðinn í borðplötuna eins og við stefnum á að nota í hillur í eldhúsinu, þar mun myndast tenging og heildarmynd á rýmið.

Við erum með einn karamellu brúnan leðurstól sem við viljum hafa í stofunni, ekki eins og á myndinni en þessi gefur smá hugmynd. Okkur grunar að hann komi með mikinn hlýleika og muni brjóta svolítið upp ljóst umhverfið. Grænar plöntur eru líka dásamlegar í bland við þessa tóna svo það verður eitthvað valið af þeim fyrir stofuna, ætli það endi ekki í plastplöntum þar sem þetta er uppí sumarbústað og við ekki ávallt á staðnum til að vökva og sinna þeim, en "lookið" verður klárlega til staðar!

Stækkanlegt borðstofuborð fylgir bústaðnum ásamt stólum. Settið er furusett, klassíkst sumarbústaðarlook sem að við viljum aðeins poppa upp.

Stólana ætlum við að lakka svarta sem og borðfótinn en borðplatan mun fá að halda viðarlitnum þar sem hún verður bæsuð í stíl við sófaborðið, eldhúshillurnar og loftbitana. Við erum líka búin að kaupa einn svartan baststól úr IKEA sem að verður á öðrum endanum og dökkan bekk sem verður á annarri hliðinni. Við þetta verður hellings sætapláss og borðið nær vonandi áfallt að vera í fullri stærð.

Einnig fylgir ofsalega fallegur postulínsskápur sem við erum að hugsa um að mála svartan. Við systur vorum alveg ákveðnar í að mála hann hvítan fyrst en erum nú orðnar mjög heitar fyrir svarta litnum. Ég er svakalega spennt fyrir því að sjá hvernig hann kemur út og það væri alveg spurning að halda hluta af honum viðarlitum.. borðplötu og hillum eins og á myndinni hér að ofan eða mögulega öllu innvolsi... þetta verður spennó!

Eldhúsið er skemmtilega skipulagt með ofsalega góðu innvolsi nú þegar. Við viljum þó fjarlægja efri skápana og létta aðeins á innréttingunni með því að koma með opnar hillur. Borðstofuskápurinn mun hýsa mikið af postulíninu hvort eð er svo að hillurnar verða meira til að létta á rýminu og til að leyfa fallegum skrautmunum að njóta sín.

"Einnig ætlum við að láta sprauta fyrir okkur eldhúsfrontana hvíta í stíl við loftin, gluggana og hilluberana. Hillurnar verða viðarlitar en borðplatan er nú þegar dökkgrá og mjög fín svo henni viljum við alls ekkert breyta." Þessi setning var skrifuð áður en að við máluðum veggina, innréttingin er svolítið ljósbleik í furuumhverfinu en nú þegar búið er að mála grátt og hvítt í kring þá finnst okkur hún alls ekkert svo slæm.. við ætlum því aðeins að bíða með að sprauta innréttinguna og eyða peningunum frekar í skrautmuni, (við systur erum snöggar að aðlagast.. ;)

Í næsta pósti ætla ég aðeins að segja ykkur frá svefnherbergjunum og svefnloftinu.. fylgist því endilega með elskurnar! :)

Við bendum á að allar myndirnar í þessum pósti má ýta á og finna uppruna hverrar myndar.

Við erum svo með eiginlega "live feed" af breytingunum á Instagraminu okkar, endilega fylgist með þar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Mood-board for the summerhouse: kitchen, living and dining.

We started planning for the look for the summerhouse couple of weeks ago and have decided to paint it black on the outside with white detailing. This will probably not happen until next spring because it is "PRACTICAL"... hate the term "practical", but I might have to give in, we'll see..

This Scandinavian look is so up our alley and we are loving it..

On the inside we will have white ceilings, doors, windows and cornices which will pop with the grey walls. We also meant to paint the rooms completely white but have now decided to keep them grey like in the main space. 

We love black details, not exactly "summerhouse-y", but we like that.. a bit more rock, modern and cool but still keeping it classy and cosy! Black picture frames, couple of furnitures in black, pillows and details

Here are some ideas for the kitchen, living and dining...

The wooden beams in the loft we decided to darken and it has now a dark walnut colour, absolutely lovely! We will also introduce this stainer to the dining-room table, kitchen shelves, living-room bench and sofa table and that will connect all those spaces together.

We also want to introduce some bast, in summerhouses you've got to have some bast, don't you think?!! Living room rug, baskets etc...  

Whereas we didn't find a sofa that fitted perfectly into the space we have decided to make our own from a bed and pillows. This will give us an extra sleeping "just in case" and we find it to be super cosy looking! We are also going to make our own sofa table, metal structured frame with stained wood matching the ceiling beams and dining room table. Introducing a little industrial feel we will continue that style throughout the space.

The kitchen is a bit heavy as it was originally so we removed the upper cabinets which lightened this whole space. We will add open shelving instead and paint the buffet black. We were going to paint the kitchen fronts in white but are going to hold on that thought for now since the colour of the cabinet changed completely when we painted the surrounding walls.

In the next post I will tell you more about the bedrooms, loft and bathroom so please stay tuned.

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira