Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / eins árs

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, stofa og eldhús.

(English below)

 

Jú við fórum náttúrulega á flug í að finna fallegar myndir til að gefa okkur innblástur og hugmyndir að innréttingum og stíl í bústaðinn.

Brátt fundum við þessar myndir svo þá var eiginlega ákveðið strax að hafa hann svartan að utan með hvítum gluggum. Við erum ekki alveg ákveðin í því hvort við málum hann núna eða næsta vor. Ég er að elska þennan Skandinavíska stíl. 

 

Inní bústaðnum viljum við svo vera með hvít loft, glugga og hurðar sem og hornlistana en gráa veggi. Við ætluðum svo að hafa herbergin með hvítum veggjum en þegar við byrjuðum sáum við að þar sem bústaðurinn er ekki svo stór þá höfðum við herbergin grá eins og frammi. Eins viljum við vera með svolítið af svörtum hlutum, eitthvað af mublum, svarta myndaramma og svart í púðum og öðrum smáatriðum. Við vonum að með þessu verði bústaðurinn hlýlegur en einnig svolítið rokkaralegur og öðruvísi.

Ég vil byrja á því að segja ykkur aðeins frá hugmyndunum fyrir aðalrýmið: stofuna, borðstofuna og eldhúsið.

Viðarbitana í loftunum viljum við dekkja aðeins og koma þeim viðarlit inn í hillur og borðplötu líka. Þessi mynd er svolítið lýsandi..

Við urðum strax hrifin af því að halda svolítið af viðarlit í bland við ljósa veggina, bastið er líka hlýlegt og það verður bara að vera svolítið af basti í bústöðum, eruði ekki sammála?

Hér eru fleiri myndir sem að við fundum fyrir stofuna:

Litirnir á þessari mynd eru aðeins of kaldir miðað við það hvernig við viljum, en okkur finnst sófinn skemmtilegur og ætlum að nýta þessa hugmynd.

Pælingin er ss. að græja sófa úr einstaklings rúmi og púðum og pullum. Við þetta er þá einnig möguleiki á auka gistirými án þess að vera með svefnsófa sem að við fundum ekki í réttri stærð. Við vonum því að þessi lausn muni nýtast vel og koma skemmtilega út. Við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með því þegar þar að kemur... 

  

Svartir tónar í bland við ljósa, gráa og viðarlit, þetta finnst okkur kósý og sófinn fullur af pullum "kallar" bókstaflega á mann!

Við erum virkilega hrifin af sófaborðinu á þessari mynd, enda hafa járnborð í þessum stíl verið vinsæl uppá síðkastið. Hugmyndin er að smíða okkar eigið borð, mögulega með hillu í miðjunni eða neðarlega líka til að geyma bækur ofl. Með því að gera borðið sjálf munum við geta notað sama viðinn í borðplötuna eins og við stefnum á að nota í hillur í eldhúsinu, þar mun myndast tenging og heildarmynd á rýmið.

Við erum með einn karamellu brúnan leðurstól sem við viljum hafa í stofunni, ekki eins og á myndinni en þessi gefur smá hugmynd. Okkur grunar að hann komi með mikinn hlýleika og muni brjóta svolítið upp ljóst umhverfið. Grænar plöntur eru líka dásamlegar í bland við þessa tóna svo það verður eitthvað valið af þeim fyrir stofuna, ætli það endi ekki í plastplöntum þar sem þetta er uppí sumarbústað og við ekki ávallt á staðnum til að vökva og sinna þeim, en "lookið" verður klárlega til staðar!

Stækkanlegt borðstofuborð fylgir bústaðnum ásamt stólum. Settið er furusett, klassíkst sumarbústaðarlook sem að við viljum aðeins poppa upp.

Stólana ætlum við að lakka svarta sem og borðfótinn en borðplatan mun fá að halda viðarlitnum þar sem hún verður bæsuð í stíl við sófaborðið, eldhúshillurnar og loftbitana. Við erum líka búin að kaupa einn svartan baststól úr IKEA sem að verður á öðrum endanum og dökkan bekk sem verður á annarri hliðinni. Við þetta verður hellings sætapláss og borðið nær vonandi áfallt að vera í fullri stærð.

Einnig fylgir ofsalega fallegur postulínsskápur sem við erum að hugsa um að mála svartan. Við systur vorum alveg ákveðnar í að mála hann hvítan fyrst en erum nú orðnar mjög heitar fyrir svarta litnum. Ég er svakalega spennt fyrir því að sjá hvernig hann kemur út og það væri alveg spurning að halda hluta af honum viðarlitum.. borðplötu og hillum eins og á myndinni hér að ofan eða mögulega öllu innvolsi... þetta verður spennó!

Eldhúsið er skemmtilega skipulagt með ofsalega góðu innvolsi nú þegar. Við viljum þó fjarlægja efri skápana og létta aðeins á innréttingunni með því að koma með opnar hillur. Borðstofuskápurinn mun hýsa mikið af postulíninu hvort eð er svo að hillurnar verða meira til að létta á rýminu og til að leyfa fallegum skrautmunum að njóta sín.

"Einnig ætlum við að láta sprauta fyrir okkur eldhúsfrontana hvíta í stíl við loftin, gluggana og hilluberana. Hillurnar verða viðarlitar en borðplatan er nú þegar dökkgrá og mjög fín svo henni viljum við alls ekkert breyta." Þessi setning var skrifuð áður en að við máluðum veggina, innréttingin er svolítið ljósbleik í furuumhverfinu en nú þegar búið er að mála grátt og hvítt í kring þá finnst okkur hún alls ekkert svo slæm.. við ætlum því aðeins að bíða með að sprauta innréttinguna og eyða peningunum frekar í skrautmuni, (við systur erum snöggar að aðlagast.. ;)

Í næsta pósti ætla ég aðeins að segja ykkur frá svefnherbergjunum og svefnloftinu.. fylgist því endilega með elskurnar! :)

Við bendum á að allar myndirnar í þessum pósti má ýta á og finna uppruna hverrar myndar.

Við erum svo með eiginlega "live feed" af breytingunum á Instagraminu okkar, endilega fylgist með þar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Mood-board for the summerhouse: kitchen, living and dining.

We started planning for the look for the summerhouse couple of weeks ago and have decided to paint it black on the outside with white detailing. This will probably not happen until next spring because it is "PRACTICAL"... hate the term "practical", but I might have to give in, we'll see..

This Scandinavian look is so up our alley and we are loving it..

On the inside we will have white ceilings, doors, windows and cornices which will pop with the grey walls. We also meant to paint the rooms completely white but have now decided to keep them grey like in the main space. 

We love black details, not exactly "summerhouse-y", but we like that.. a bit more rock, modern and cool but still keeping it classy and cosy! Black picture frames, couple of furnitures in black, pillows and details

Here are some ideas for the kitchen, living and dining...

The wooden beams in the loft we decided to darken and it has now a dark walnut colour, absolutely lovely! We will also introduce this stainer to the dining-room table, kitchen shelves, living-room bench and sofa table and that will connect all those spaces together.

We also want to introduce some bast, in summerhouses you've got to have some bast, don't you think?!! Living room rug, baskets etc...  

Whereas we didn't find a sofa that fitted perfectly into the space we have decided to make our own from a bed and pillows. This will give us an extra sleeping "just in case" and we find it to be super cosy looking! We are also going to make our own sofa table, metal structured frame with stained wood matching the ceiling beams and dining room table. Introducing a little industrial feel we will continue that style throughout the space.

The kitchen is a bit heavy as it was originally so we removed the upper cabinets which lightened this whole space. We will add open shelving instead and paint the buffet black. We were going to paint the kitchen fronts in white but are going to hold on that thought for now since the colour of the cabinet changed completely when we painted the surrounding walls.

In the next post I will tell you more about the bedrooms, loft and bathroom so please stay tuned.

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Við erum eins árs- þetta fengum við okkur í afmælisgjöf!!!

(English below)

Aðvörun: þessi póstur er fullur af sjálfshóli og er vissulega viðurkenning á eigin geðveilu.. haltu áfram ef þú vilt vita meira!

Ef að þið haldið að okkur leiðist eða að við höfum ekki nóg að gera með að sinna framleiðslunni, verslununum tveimur, blogginu, netversluninni, starfsmannamálum og markaðssetningu meðan reynt er að halda þokkalega eðlilegu heimilislífi, þá skjátlast ykkur.

Stoppar það okkur í að taka að okkur fleiri verkefni? -NEI, alls ekki! Ég er farin að hallast að því að við þrífumst best þegar við erum að drukkna í vinnu! 

Við vorum neflinlega í "vinnufríinu" okkar að leysa af í versluninni á Akureyri um daginn og þá spratt upp ný hugmynd! Það er líka svo skemmtilegt að hugmyndin kom á sama degi og fyrir ári síðan þegar við fengum hugmyndina að verslun Systra & Maka. Alveg eins og fyrir ári síðan, uppá dag sátum við systur í sitthvorum bílnum á leiðinni suður og skrifuðumst á í gegnum Facebook, sms og Snapchat um það hvernig við ætluðum að útfæra hugmyndina. Þetta var algjört Deja-vu!

Hugmyndin var sem sagt sú að kaupa okkur sumarbústað, sem fyrirtæki, til að leigja út, eiga og njóta! Það er líka svolítið gaman að við systur erum iðulega taldar þessar klikkuðu í hópnum sem vilja ALLT STRAX... hugmyndin að bústaðarkaupunum kom frá maka og var ekki síður æst upp af hinum makanum. Þau eiga að heita þessi stabílu í hópnum, þessi sem sjá um allt þetta leiðinlega: fjármál, ábyrgð og annað slíkt. Svo það er ekki von að við systur veðruðumst svolítið upp og vorum kannski aðeins búnar að kaupa 3 rúm, bekk, rúmföt, skálar, hnífapör, stól, púðaver, krukkur og gólfmottu áður en að við höfðum fengið hann afhentan ! Ég meinaða, við hverju bjuggust þau !?!

"Nei en frábært, Systur & Makar orðið árs gamalt fyrirtæki, til hamingju, gerðuð þið eitthvað til að fagna afmælinu?"

-"Heyrðu já, gaman að segja frá því, við keyptum okkur sumarbústað"!! 

Nema hvað að úr varð að við fórum að leita, við systur lágum yfir fasteignasíðunum í bílunum í misgóðri internet tenginu um leið og við lágum yfir hugmyndum á Pinterest. Það er neflinlega ekkert alltaf tiltökumál að vera komin með aðstöðuna þegar við erum búnar að hanna allt innvols, við aðlögum svo bara hugmyndirnar að aðstæðum. Þannig var það með verslunina fyrir ári og þannig er það með bústaðinn núna og hentar okkur bara fínt!

Fallegan sunnudagsmorgun rétt um viku eftir að hugmyndin fæddist fórum við fjórmenningarnir í bíltúr um sumarbústaðahverfin til að skoða hvað væri í boði. Við stoppuðum á Cafe Mika til að borða eins og ég skrifaði einmitt um hér: (alveg bannað að gleyma að borða!)

Veðrið var dásamlegt og við skoðuðum nokkra bústaði sem við höfðum mælt okkur mót við.

Margir hverjir spennandi og verandi ansi nösk í að "tala okkur upp" í hugmyndirnar, þá voru nánast allir að koma til greina. Jú jú það var iðulega eitthvað sem mátti betur fara: stiginn á svefnloftið var ekki nógu sterkur hér, gólfið hallaði svolítið hér, ansi mikil fluga á þessu svæði en flestir komu þó alveg til greina.

Við vorum svo á leiðinni heim, búin að fá nóg eftir daginn og eiginlega orðin of sein í síðasta opna húsið þegar við ákváðum að hringja í fasteignasalann og biðja hann aðeins að hinkra. Æi, við vorum svo nálægt svo við skelltum okkur í heimsókn með litlar væntingar.

Um leið og við stigum út úr bílnum var blankalogn, engin fluga og dauðaþögn! Við vorum í miðjum fjallahring í algjörri kyrrð í dásamlegu umhverfi. Aðkoman er frábær með ofsalega snyrtilegu bílastæði með hliði sem opnast inn í verðlaunagarðinn, jebb, verðlaunagarðinn!! Nokkrir viðarpallar leiða mann upp að bústaðnum framhjá fánastöng, jebb fánastöng! Við vorum strax að elska umhverfið!

Pallurinn í kringum bústaðinn er stór og snyrtilegur með glæsilegum og vel hirtum garði. Þar má finna útiskúr sem seinnameir mætti gera að hrotukofa eða votrými fyrir útisturtu og gufubað td. Gróðurhús fullt af jarðaberjum og þar fyrir aftan er rabbabaragarður og grænmetisgarður. Ekki nóg með það eru þarna rólur, rennibraut, sandkassi og fótboltavöllur, já og nei ég er ekki að grínast!

Þá var kominn tími á að kíkja inn, hann er svona svolítið týpískur furu-panilklæddur svefnloftsbústaður. Við höfðum skoðað nokkra í svipaðri teikningu en þessi var langtum skemmtilegastur og skipulagið innandyra sérstaklega vel heppnað og vel nýtt. Jú og við hliðina á hurðinni inn er lítil útigeymsla, svona köld geymsla fyrir grillið og gosið, æi þið vitið..næs bara!

Um leið og komið er inn er baðherbergi til vinstri með sturtuklefa, beint á móti er fyrsta svefnherbergið og þar við hliðina, svefnherbergi tvö.

Hægramegin fyrir aftan útihurðina er stiginn upp á lágt svefnloft með glugga, ég sé fyrir mér að lesa þó nokkrar bækur á þessu lofti, brjálæðislega kósý!

Fyrri eigendur eru nostrarar fram í fingurgóma, hann smiður sem var búinn að ganga ofsalega vel frá öllu, hvergi vantaði lista og allt til fyrirmyndar. Hún er greinilega ein sú allra snyrtilegasta í bransanum; það var ekki rykkorn að sjá og svefnloftið var "spotless"! Ofninn er kapituli útaf fyrir sig en ég hef aldrei séð jafn snyrtilegan ofn, hann er eins og nýr, en hún hefur samt örugglega verið búin að baka þó nokkrar kökurnar í honum þessum!

Þegar komið er inn í opna rýmið er eldhúsið í horn á vinstri hönd, stór ísskápur með frysti, búrskápur, uppþvottavél og eldavél með ofni. Þar við hliðina er stækkanlegt borðstofuborð og svo hurð út á pall (sem horfir yfir gróðurhúsið, rólurnar, fótboltavöllinn og fjöllinn, sleppur alveg)... Vinstra megin er svo stór veggur með ofsalega fallegum postulínsskáp, kamína, (KAMÍNA!!!) og hornsófi fyrir framan stóra og opna glugga.

Við áttum ekki orð, buðum í hann og fengum hann, badabing badabúmm, til hammó með ammó!!!

Stíllinn mun breytast, við þurfum að hafa puttana aðeins í útlitinu á honum og sníða hann aðeins að okkar "looki" með vörum frá Kristu Design, rúmteppi og púðaver saumuð á saumastofu Volcano Design osfrv. Hann er ofsalega notalegur og við viljum alls ekki missa það enda sómir þetta útlit sér mjög vel í mörgum íslenskum og erlendum bústöðum!

Við viljum þó létta hann svolítið og stefnum á að mála og breyta húsgögnum og uppröðun og gera hann aðeins öðruvísi en "klassískir íslenskir sumarbústaðir" en passa þó að missa alls ekki "kósý factorinn".

Við erum með ýmsar sniðugar hugmyndir og skemmtilegar lausnir sem við ætlum að leyfa ykkur að fylgjast vel með hér á blogginu og hvet ég ykkur því til að tékka reglulega, eins er hægt að skrá sig á bloglovin hér fyrir neðan eða fréttabréfið hér að ofan hægra megin.

Við verðum því fjarri góðu gamni og höldum upp á afmælið með pensilinn á lofti!

Þetta verður eitthvað... ;) (já og hér fyrir neðan í enska textanum eru fleiri myndir..)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Systur & Makar are turning one year old today- we bought a summerhouse as a present for us!

Yes, it's true! Today it has been a year since we opened our first Systur & Makar store in Akureyri! 

Almost four weeks earlier last year we got the idea to open Systur & Makar, this year, at exactly the same time we got the idea to buy a summerhouse here in Iceland.

September 5th last year we opened up our store, September 5th this year we will get the keys to the summerhouse!

It's just remarkable timing and we can hardly believe it, this is apparently our time of the year when the ideas are flowing and the action is taken!

(This time next year: we will be put to sleep!)

Anyway, the idea was to find a house we could refurnish, paint and up-do for us to enjoy and rent out to travellers. We started looking and found this little gem just about 40 minutes from Reykjavik city in a lovely summerhouse area. It is a beautiful little cottage with two bedrooms, bathroom with a shower, low sleeping loft and an open area for a kitchen, dining and living. 

It has a fireplace in the living room and a lovely, price winning garden! (We have to keep that up for sure!) The previous owners were an older couple that had nurtured the garden and the house since I believe they got it. The garden has plenty of grass and greenery as well as the natural old lava surrounding this area and a large wooden patio with a path to a little outdoor house. This little cabin could be turned into an extra bedroom or a wet area with a shower, bathroom and changing room whereas we are thinking of bringing in a hot tub for the outdoor space, that is pretty much a "must" in Icelandic summerhouses! 

The garden also has a football field, a garden-house with strawberries and a kids playground with swings and a slide.

It is located in a beautiful valley surrounded with tall mountains, such a dream!

Right now it is in the traditional summer house - pine covered look from ceiling to the floors which is a style that is super cosy and warm. We would however like to brighten it up a bit, the ceilings will be white, the beams wooden, slightly darker than now and the walls light grey. We want to import little black features to the area, soft tones mixed with caramel, chalk, contrasts and greenery. 

Lots of soft furnishings such as blankets, pillows, throws and carpets in loads of textures mixed with bast baskets, glass vases and black picture frames. We want the lighting to be soft with lamps that can be dimmed and a kitchen with open shelving.

Yeah, it will be a change and we will show you everything on the way. Please stay tuned by following our blog, loads of DIY ideas and fun "before and after" images coming soon!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira