Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / sugarfree

Tiramisú fylltar bollakökur, lyginni líkast

(English below)

Jæja eins og þið eruð væntanlega farin að taka eftir þá erum við systur miklir nautnabelgir og það sem við eigum sameiginlegt er að elska Tiramisu!

Ekta ítalskt Tiramisu með dash af líkjör og auðvitað mascarpone rjómaosti, það er málið! Nú um helgina síðustu ákváðum við systur og makar að skreppa í bústaðinn góða til að slaka bara pínu á, s.s. ekki mála, laga, breyta né bæta ekki nema þá hugsanlega að taka einn fund í mesta lagi.

Eftir hið vinsæla blogg um hana Öldu sem svo sannarlega hefur snúið við blaðinu og tileinkað sér súperhollt líferni þá áttum við erfitt með að sukka bara alla helgina eins og vill gerast í sumarbústaðarferðum.

Við völdum því hinn gullna meðalveg og vorum með ítalskt þema:

Nauta carpaccio, osta úr Búrinu, kúrbítspasta, tómata, ferska basiliku með mozarella di Bufala sem við fengum í Hagkaup (vonum að þessi sé kominn til að vera!) og ferska ávexti. Já sko okkur!! Semi hollt allavega en hrikalega gott og obbosins fallegt til að mynda!

Til að næra eftirréttaþörf okkar systra ákvað ég samt að baka tiramisu-fylltar bollakökur sem ég útfærði án sykurs, gers og glúteins en þær eru ótrúlega góðar, þrátt fyrir sykurleysið!

Ég vil því deila uppskriftinni hér með ykkur og skora á alla að prófa! Virkar pínu flókið en er það þó ekki!  

      

      

Tiramisú bollakökur 6 stk

Deig:
2 egg
40 g Via Health strásæta eða Sukrin 
10 dropar Via Health stevía
1/2 dl rjómi
1/2 dl sýrður rjómi eða grísk jógúrt
20 g mjúkt smjör
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
30 g kókoshveiti
1/4 tsk salt
20 ml kaffiblanda

Kaffiblanda:
30 ml soðið vatn
2 tsk skyndikaffi
1/2 tsk rommdropar eða 2 msk koníak

Fylling:
80 g mascarpone ostur
1-2 msk kaffiblanda
1/3 tsk vanilludropar
30 g Via Health , fínmöluð sæta eða Sukrin Melis
10 dropar Via health stevía

Krem:
80 g rjómaostur
60 g Sukrin Melis
1/2 tsk vanilludropar
10 dropar Via Health stevía
120 ml rjómi (ég nota laktósafrían)

Aðferð:

Þeytið fyrst eggin, sukrin og stevíu saman þar til eggin eru létt og ljós, bætið,smjöri, rjóma og sýrðum rjóma út í og þeytið vel. Næst fara þurrefnin saman við ásamt kaffiblöndunni Setjið deigið í smurð bréfa-bollakökuform ( nóg að spreyja létt með kókosfeiti eða Pam)
Bakið í 20 - 25 mín við 170°C á blæstri.
Kælið vel kökurnar og munið að taka þær upp úr álmúffuforminu svo þær bakist ekki áfram í hitanum af því.

Fylling:

Þeytið innihaldinu í fyllingunni saman með þeytara eða setjið í matvinnsluvél þar til allt hefur blandast vel saman, þynnið með kaffiblöndunn þar til hægt er að sprauta fyllingunni með sprautupoka.
Þegar múffurnar eru kólnaðar, þá skal skera úr miðjuna með breiðari endanum á sprautustút og moka upp með teskeið. Sprautið fyllingunni í kökurnar og kælið.

Krem:

Þeytið saman rjómaost, Via Health fínmalaða strásætu eða Sukrin Melis, stevíu og vanillu. Hellið rjómanum varlega saman við og hrærið hægt. Þegar rjóminn er kominn út í þá setjið þið vélina á fullan kraft þar til toppar myndast í kreminu.  Setjið kremið í sprautupoka með fallegum sprautustút og skreytið hverja köku. Fallegt er að sigta dökku kakói yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Tiramisu filled cupcakes- sugar-free and you won't believe it!

(English below)

Well, like you have probably noticed already my sister and I are complete foodies and we have one favourite dessert in common: Tiramisu!

Tiramisu is originally and Italian dessert made of ladyfingers dipped in coffee, layered with whipped mixture of eggs, sugar and mascarpone cheese, flavoured with cocoa oh, and with a dash of liquor for good measure!

Last weekend the group (my sister and I and our partners) decided to go to our darling summerhouse to relax! Yes, no work, and no painting, nothing but a meeting at the most which our “nights off” normally end up like... (You know this: it’s like being parents that go on a date and skip talking about their children! it doesn’t work that way!!)

But after the very popular blog about Alda, my dear friend that decided to change her diet and lifestyle we didn't want to go all out and overdose on sugar. These stories can truly be inspiring you know!

So we chose the golden mean and decided to throw an Italian themed dinner party!

Beef carpaccio, cheese, zucchini pasta, tomatoes with fresh mozzarella di buffala and basilica and fruits. So very tasty, quite healthy and beautiful to photograph!

To fill our dessert needs I decided to bake Tiramisu filled cupcakes which I elaborated without sugar, yeast and wheat and believe me: they are DELISH!

I wanted to share the recipe with you here and I encourage you all to try it! It seems a bit complicated but it really isn't!

Tiramisu cupcakes: 6 items.

Dough:
2 eggs
40grams Sukrin Melis (sugar free sugar)
10 drops Stevia drops
½ dl full fat cream
½ dl sour cream
20 grams soft butter
1 teaspoon raising powder
½ teaspoon vanilla essence
30 grams coconut wheat
¼ teaspoon salt
20ml “coffee blend” (see recipe below)

 

Coffee blend:
30ml boiled water
2 teaspoons instant coffee
½ teaspoons Cognac

 

Filling:
80 grams mascarpone cheese
1-2 tablespoons coffee blend
1/3 teaspoons vanilla essence
30 grams finely  Sukrin Melis
10 drops Stevia drops

 

Cream:
80 grams cream cheese
60 grams Sukrin Melis
½ teaspoon vanilla drops
10 drops Stevia
120 ml full fat cream (I use without lactose)

 

 

Method:
Firstly whip the eggs, Sukrin and stevia together until the eggs are light and fluffy. Add butter, cream and sour cream and whisk well together. Next you add the dry ingredients and the coffee blend.
Put the dough in buttered paper muffin tins (you can also use Pam).
Bake for 20-25 minutes 170°C on a fan setting.
Cool the muffins well and remember to take them from the aluminium-tin-form so they don’t bake more.
Filling:Fylling:
Whip the filling with a whisk or put in a food processor until everything is mixed well, thin with the coffee blend until it is soft enough for a piping bag, put it to the side.
When the muffins are cold, cut the middle out with a melon bowler. Pipe the filling in the holes and cool.

Frosting:
Whisk cream cheese, fine Sukrin, stevia and vanilla essence. Pour the cream softly in and whisk slowly. When the cream is mixed set the machine to full speed until you see soft peaks. Put the frosting in a piping bag with a lovely looking, jagged edged tip and decorate each muffin. Then sift each cake with cocoa just before you serve them.

Bon appetite!

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sykurlaust Döðlupopp frá Systrum & Mökum

(English below)

Við systur áttum alveg dásamlega skemmtilegan Laugardag síðastliðinn, en við skelltum okkur í Iðnmark ehf. í Hafnarfirði (þar sem stjörnupoppið er framleitt).

Þar hittum við hann Sigurjón sem að tók svona glimrandi vel á móti okkur, skellti okkur í hárnet og skóhettur og inn í framleiðslu! Við höfum aldrei verið jafn smart!

Ég elska svona íslenskan iðnað og dýrka að sjá svona „how it‘s made“ verksmiðjur, hvað þá að fá að taka þátt í framleiðslunni, þetta var hrikalega skemmtilegur dagur!

Við poppuðum með sérstaklega hvítum baunum sem er sama baunin og er notuð í fitnesspopp. Poppið okkar var poppað í gufu án allrar olíu og það er ekkert saltað á þessu stigi.

Þá mældum við döðlublönduna okkar góðu og hrærðum við poppið í stórum potti sem var yfir gasi og wúallah- tilbúið sykurlaust döðlupopp!

Allt poppið var sett á álborð þar sem við blönduðum smá salti við og létum kólna, svo í fóru pakkarnir með rennu í „skammtarann“ en hann vigtar þetta allt saman hátt og lágt og skammtaði í fullkomna poka fyrir 50 grömmin okkar!

Því næst tókum við systur við pokunum sem komu dásamlegir úr vélinni og pökkuðum, þetta var alveg ALVÖRU!

Límmiði í carnival stíl var þá hannaður og smellt á pakkningarnar og systurnar fóru ansi sælar af stað með þetta í búðina! Svona eiga laugardagar að vera!

Hér er svo poppið til sölu: 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

 

Sugar free caramel popcorn with dates from Systur & Makar.

Last Saturday I and my sister had a wonderful day! We went ahead to a little factory in Hafnarfjörður, a town in the Reykjavík area (where we are both born and raised) to make our own sugar free date/caramel popcorn.

We love to see “how it’s made” and to be able to take part is such a pleasure and privilege!

In we went, hairnets on and off to popping!

The popcorn is popped with hot fumes and no oil or salt is added at this stage.

Then we mixed our special date, butter and coconut oil mix with the popcorn in a large pot heated over gas.

Then it is cooled and slightly salted on a cooling table and finally packed with the coolest measuring, packing, dispensing machine ever!

Finally we added our little touch with a carnival themed sticker and voila! A readymade sugar free caramel/dates popcorn!

And here it is for sale online! 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

3 mínútna morgunverður

(English below)

Þá er runninn upp mánudagur og helgin mögulega búin að taka sinn toll t.d. í mataræðinu. Mataræðið hefur nefninlega svo mikið að segja með blessaða heilsuna og er ég sjálf mikill reynslubolti á því sviði. Ég hef líklegast prófað alla kúra sem skapaðir hafa verið og skipt um mataræði oftar en einu sinni. Ég hef tapað þegar mest var um rúmum 30 kílóum sem máttu alveg missa sig sérstaklega hvað heilsufarið varðar. Það að sleppa sykri í mat er þó það einna gáfulegasta sem ég hef reynt og lifi 80-90% eftir þeirri reglu og búin að gera síðustu 2 árin með mismiklum áherslum.  Lág kolvetna mataræðið sem hefur rækilega slegið í gegn undanfarið er frábær leið til að losa sig undan sykurpúkanum því í stað sykurs má leyfa sér feita osta, sósur og steik nánast í öll mál ef maður hefur lyst á því. Ég elda og borða mikið af grænmeti, góðri fitu og prótíni og reyni fyrir alla muni að standast sykurinn. Ég hef haldið úti bloggi síðustu árin sem hefur gengið ótrúlega vel og vonandi náð að hjálpa einhverjum sem hafa verið í sömu sporum og ég varðandi breytta lífshætti. Það þarf ekki endilega að vera barátta við vigtina sem ýtir fólki í átt að þessu mataræði því margir þjást af glútenóþoli eða hveitiofnæmi eins og sonur minn og þá er þessi leið að henta sérlega vel. Ég vil setja hér inn uppskrift af einni vinsælustu uppskriftinni af blogginu frá upphafi og fylgir með dálítið myndskeið sem útskýrir ferlið á nokkrum mínútum. Endilega prófið þessa því hún getur alveg bjargað manni á ögurstundu þegar EKKERT er til í skápnum nema súkkulaðikex.

Örbylgjubollan:

Innihald:

1 egg

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 tsk HUSK trefjar

1 kúfuð tsk af kókoshveiti

eða 2-3 tsk af möndlumjöl

3 tsk rjómi  eða möndlumjólk

1 tsk kúmen

Aðferð:

Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust. Bollinn fer svo í örbylgjuofninn í 2.10 -2.30 mín og þá bakast þessi líka fína bolla sem hægt er að hafa í morgunmat með áleggi að eigin vali.

 

Þreytt og áhugalaus um lífið og tilveruna.                     Betra form og betri líðan á hreinna mataræði.

 

 

Eins viljum við benda á að uppskriftabókin sem kom út jólin 2013 er fáanleg í verslunum Systra&Maka og einnig hér á vefversluninni okkar.

Við systur höfum líka gengið skrefinu lengra varðandi sykurleysið og fengið til liðs við okkur hana Eirnýju í dásamlegu ljúfmetisversluninni BÚRIРá Grandagarði 35 í Reykjavík.Hún framleiðir nú sultu og chutney fyrir verslunina okkar eftir uppskriftum mínum (Kristu) sem inniheldur engan sykur og er því frábær fyrir þá sem vilja halda kolvetnum í lágmarki. Um er að ræða hressandi chilisultu með papriku og hindberjum og rabarbarachutney með aprikósum og hressandi kryddum. Vörurnar henta vel með ostum, ofan á kex en eru líka frábærar með hverskonar mat og smáréttum. Nú eru sulturnar fáanlegar á netverslunninni okkar hér.

Bloggið hjá Kristu er hér:

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Today its monday and the weekend was hopefully joyful for everyone. It might though be possible that your diet hasn´t  been the healthiest as it tends to when you are on your vaction but diet has such a huge impact on your health and I personally really know what I´m talking about having lost over 60 pounds through the years, gaining some back and lost again.

I've been on every diet there is and changed lifestyles several times. The one thing though that has worked best for me is skipping suger and I try to obey that rule 80-90% of my time.

Low carb dieting is very popular in Iceland at the moment and is very good for people who are in the progress of "de-sugering" You can eat a lot of good fat, meat and veggies instead and roasted broccoly, steak and bearniese isn´t such a terrible alternative is it?

I´ve been blogging for about 2 years about low carb dieting  but not only is it better for your waistline, it also suits people with gluten intolarence and allergies to wheat like my 12 year old son, so it´s got a lot of benefits.

Here we have a recipe who has been my most popular blog post from beginning and it is really easy to make and can save you when there is "NOTHING" to eat in the kitchen except sugary cookies.

Breakfast bun in less than 3 minutes.

Ingredients:

1 egg

½ tsp baking powder

¼ tsp salt

½ tsp HUSK fiber

1 tsp coconut flour or 2-3 tsp almond meal

3 tsp cream or almond milk

1 tsp cumin seeds ( optional )

How to:

Mix every ingredient together in a microwave safe bowl or cup. Mix until mixture is lumpfree and then place the bowl in a microwaveoven and cook on high for 2.10- 2.30 min, it can vary between ovens. Be careful when you remove bun from bowl it is very hot. Slice and enjoy with butter, cheese or whatever your want.

We have now made jams and chutneys in collaboration with the lovely delicatessen shop in Reykjavik, called BÚRIРtransl. :Pantry and we proudly introduce the Rhubarb chutney which is made of rhubarb, apricot, stevia, erythritol and variation of spices and the Chilijam with peppers and rasberrys. The jam is now available in our webstore. Here.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista on behalf of

- Systur & Makar –

Lesa meira